Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breska stjórnin segir infhiensuna vera orðna að faraldri Sökuð um að gera of mikið úr sóttinni London. Reuters. TALSMENN breskra stjórnvalda sögðu um helgina, að inflúensan væri orðin að faraldri en fullyrtu, að heilbrigðiskerfið réði við vand- ann þrátt fyrir skort á gjörgæslu- rúmum. Stjórnarandstaðan telur hins vegar, að verið sé að gera of mikið úr pestinni til að finna afsök- un fyrir ófremdarástandi á sjúkra- húsunum. Alan Milburn, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði, að ekki kæmi til þess, að sjúkrahúsin þyrftu að neita sjúklingum og kenndi jafnframt um mannlegum mistökum, að hjartasjúklingur skyldi hafa látist í síðustu viku með- an verið var að flytja hann á milli sjúkrahúsa, sem vou yfirfull af flensusjúklingum. Sagði Milburn, að inflúensufara- ldurinn væri alvarlegur og óvíst hvenær hann næði hámarki. „Ég held það sé varla til sú fjölskylda í landinu, sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á honum,“ sagði hann. Meint valda- ránstilraun á Sri Lanka Colombo á Sri Lanka. AFP. SJÁLFSMORÐSÁRÁS á for- seta Sri Lanka, Chandrika Kumaratunga, var þáttur í víð- tæku samsæri um vopnað valdarán, að því er ríkisfjölmiðlar í landinu sögðu í gær. Glæparannsóknardeild lögreglunnar hefur handtekið auðuga tamílakonu í tengslum við hina meintu morðtilraun við forsetann, að því er dagblað á Sri Lanka greindi frá. Vísbendingar, sem lögreglan hefði um valdaránstilraunina, hefðu fengist úr segulbands- upptökum af símtölum, og sagði blaðið ennfremur að frammámenn í viðskiptalífinu tengdust umræddu samsæri beint. Þá hefðu ennfremur bor- ist fregnir af því að menn innan hersins hefðu verið með í ráð- um og áætlanir hefðu verið gerðar um að herinn tæki völd- in ef forsetanum yrði ráðinn bani í sjálfsmorðsárásinni sem gerð var 18. desember, er kona sprengdi sprengju, sem hún hafði fest við sig. Tuttugu og sex manns biðu bana. Helsti stjómarandstöðu- flokkurinn var nefndui’ í fregn- um útvarpsins á sunnudag af þessari meintu valdaránstil- raun og sagður aðili að henni. Talsmenn flokksins harðneit- uðu þessum og sögðu stjórn- völd vera að reyna að ganga af lýðræðinu dauðu með svona ásökunum. Þremur dögum eftir tiiræðið náði Kumaratunga endurkjöri og hlaut rúmlega 51% atkvæða. í síðustu viku kom hún fram í sjónvarpi og sakaði nokkra auð- uga kaupsýslumenn um að hafa stutt við bakið á tilræðismönn- unum, sem-taldir eru tilheyra aðskilnaðarsinnum tamíla. Ríkisútvarpið sagði á sunnu- dag að nokkri ónefndir stjóm- málamenn, kaupsýslumenn, tveir ritstjórar og ráðamenn í hemum hefðu ætlað að koma á fót „herstjóm" ef tilraunin til að bana forsetanum hefði tek- ist. Faraldur eða ekki faraldur Breski landlæknirinn, Liam Donaldson, telur að faraldurinn sé skæðari en opinberar tölur sýni vegna þess, að margir liggi sjúkir heima án þess að kalla til lækni. Op- inberlega er gefið upp, að tilfellin séu 200 á 100.000 manns en Don- aldson telur, að 300 séu nær lagi. Raunar þarf 400 tillfelli á 100.000 til að um faraldur sé að ræða en Don- aldson segir eðlilegra að miða við 300. Síðasti stóri inflúensufaraldur- inn í Bretlandi var 1989/90 en þá voru tilfellin 600 á 100.000 manns. Mannleg mistök Milburn fullyrti, að aldrei hefðu verið jafn mörg gjörgæslurúm á sjúkrahúsunum og nú þótt dálítið misjafnt væri hve mörg væru til reiðu á hverjum tíma. Síðastliðinn sunnudagsmorgun var þó aðeins kostur á 31 rúmi í öllu Bretlandi. Rannsókn er nú hafin á dauða hjartasjúklings, 74 ára gamals manns, en hann lést eftir að hafa verið fluttur í fimm klukkustundir á milli sjúkrahúsa í leit að gjörgæslu- rúmi. Sagði Milburn, að þarna hefði verið um mannleg mistök að ræða. Sagði hann, að sjúkrahúsin stæðu öllum opin, ekki síst þeim, sem þyrftu á tafarlausri hjálp að halda. I Bretlandi væri ástandið annað en í Bandaríkjunum þar sem einka- reknu sjúkrahúsin hefðu lokað dyr- um sínum á almenning vegna in- flúensufaraldursins. Fjárskortur en ekki faraldur Ekki eru allir sammála því, að um eiginlegan faraldur sé að ræða í Bretlandi. Philip Hammond, sem fer með heilbrigðismál í skuggaráðuneyti íhaldsflokksins, segir stjórnvöld gera vísvitandi of mikið úr sóttinni og tilgangurinn sé sá að nota það sem afsökun fyrir ófremdarástandinu á sjúkrahúsun- um og í heilbrigðiskerfinu almennt. Undir það tekur einnig Ian Bogle, formaður bresku læknasamtak- anna. Segir hann, að flensan sé ekki orðin að faraldri en hins vegar sé heilbrigðiskerfið allt undir miklu álagi vegna fjárskorts. Mikil veikindi í Frakklandi í Frakklandi hefur inflúensan geisað í mánuð og lagt um eina milljón manna í rúmið. Dagana 27. desember til 3. janúar var skráð 741 nýtt tilfelli á 100.000 manns og fer ekki á milli mála, að í Frakk- landi er um að ræða faraldur þótt viðmiðunarmörkin séu miklu lægri þar en í Bretlandi eða 157 tilfelli á 100.000 manns. Þá er á ferðinni annar faraldur í Frakklandi, sem er niðurgangur. I Bandaríkjunum hófst flensan á vesturströndinni en er nú komin yf- ir á austurströndina. Er nokkur viðbúnaður á sjúkrahúsum af ótta við, að sóttin verði að raunveruleg- um faraldri. Konrad Kalejs í SS- búningi Sydney. AP, AFP, Reuters. DAGBLAÐ í Ástralíu birti í gær ljósmynd, sem það segir vera tekna árið 1942 og sýna Konrad Kalejs, sem liggur undir grun um að hafa átt þátt í morðum á gyð- ingum í seinni heimstyrjöld, í ein- kennisbúningi þýsku SS-sveitanna. Þykir myndin renna stoðum undir grunsemdir um að Kalejs hafi ekki sagt satt um feril sinn á árum seinni heimstyrjaldar og mun hugsanlega geta orðið sönnunar- gagn í mögulegum stríðglæparétt- arhöldum yfir honum. Kalejs kom til Ástralíu í síðustu viku, eftir að hann neyddist til að yfirgefa Bretland, þar sem hann dvaldi á elliheimili. Hann átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi í Bretlandi. Kalejs er sakaður um að hafa, sem meðlimur hinna illræmdu Arj- as-herdeilda SS, tekið þátt í fjölda- morðum á um 30.000 manns, aðal- lega gyðingum, í Lettlandi á árum seinni heimstyrjaldar. Hann hefur algjörlega neitað ásökununum en hefur játað að hafa verið foringi í lettneskri skíðaherdeild sem barð- ist við hlið Þjóðverja á austurvíg- stöðvunum. Hann hefur sagt að ár- ið 1944 hafi hann verið sendur til að berjast gegn Rússum í Austur- Prússlandi og endað í Danmörku þegar stríðinu lauk. Kalejs hefur ávallt neitað að hafa verið meðlimur í SS en í sam- tali við útvarpsstöð í Sydney í vik- unni sem leið sagðist hann hafa komist að því nokkru eftir að hann varð foringi skíðaherdeildarinnar að meðlimir hennar hefðu tilheyrt Arjas-herdeildunum. Hann sagði einnig í viðtalinu, að hann hefði að- eins einu sinni hitt yfirmann her- deildanna, Viktor Arjas, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýska- landi fyrir stríðsglæpi árið 1948. Ástralar hafa hafnað málshöfðun Áströlsk stjórnvöld hafa neitað að höfða mál gegn Kalejs þar í landi þar sem þau telja að ekki liggi fyrir nægar sannanir gegn honum. Þau hafa engu að síður heitið lettneskum yfirvöldum, sem rannsaka nú mál Kalejs, aðstoð við að afla gagna. Kalejs flutti til Ástralíu á sjötta áratugnum og hlaut ástralskan rík- isborgararétt. Mál hans hefur tví- vegis verið rannsakað af stjórn- völdum þar í landi, árin 1994 og 1997, en í hvorugt skipti þóttu sannanir nægar, til að hægt væri að ákæra hann. Nýju ári fagnað í Japan Reuters JAPANIR ausa sig köldu vatni við hreinsunarathöfn í tilefni þess að nýtt ár er gengið í garð. Þessi athöfn er ein af mörgum fornum venjum Japana sem eiga tryggja þeim hamingju og heilbrigði á nýja árinu. Deilan um kúbverska drenginn 1 Bandaríkjunum V er ður hugsanlega sendur heim í vikunni Miami. Reutere. BANDARÍSKUR þingmaður, sem reynt hefur að koma í veg fyrir, að kúbverskur drengur yrði sendur til föður síns á Kúbu, sagði í gær, að hann myndi láta af þeim tilraunum sínum ef dómstólar úrskurðuðu, að drengurinn skyldi sendur heim til sín. Dan Burton, sem er formaður einnar nefndar fulltrúadeildarinnar og hefur beitt henni fyrir sig í því skyni að tefja fyrir því, að drengurinn verði sendur til síns heima, sagði í gær, að hann myndi fara að vilja dómstóla í þessu efni. Búist er við, að slíkur úrskurður liggi fyrir nú í vikunni en áður höfðu bandarísk innflytj- endayfirvöld ákveðið að senda drenginn heim til föður síns á Kúbu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær- kvöldi styðja afstöðu innflytjendayfirvaldanna í málinu. Meirihlutinn vill senda drenginn heim í skoðanakönnun, sem bandaríska sjónvarps- stöðin CNN gekkst fyrir, vildu 56% senda drenginn heim til sín á Kúbu en 35% voru því mótfallin. í annarri könnun, sem eingöngu var gerð meðal spænskumælandi fólks í Miami, vildu 86%, að hann yrði um kyrrt í Bandaríkjunum en þegar hvítir menn, aðrir en spænskumæl- andi, voru spurðir, vildu 70% senda drenginn heim og 79% blökkumanna. Drengurinn, Elian Gonzalez, fannst fyrir nokkru á bílslöngu í sjónum undan Flórída en móðir hans og stjúpi drukknuðu ásamt fleira fólki er bát hvolfdi undir þeim á flótta til Bandaríkjanna. Er hann nú hjá ættingjum sín- um í Miami en faðir hans krefst þess að fá hann tafarlaust til sín á Kúbu. Hafði hann áður haft son sinn fimm daga vikunnar en móðir hans í tvo. Lögfræðingar ættingja drengsins í Miami hafa óskað eftir því að dómstóll á Flór- ída veiti þeim forræði yfir drengnum til bráða- birgða. Bandarískir embættismenn segjast hins veg- ar stefna að því að senda drenginn heim í þess- ari viku. Elian Gonzalez tók um helgina þátt í skrúð- göngu á Miami og var þá jafnt með kúbverska fánann sem þann bandaríska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.