Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 48
418 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR, Ártúni 11, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 9. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Þorfinnur Tómasson, Vilborg Þorfinnsdóttir, Skúli Valtýsson, Hjördís Þorfinnsdóttir, Kristín Þorfinnsdóttir, Kristinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON, Birtingakvísl 34, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 7. janúar. Kristín Jósteinsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Brynja Björgvinsdóttir, Svandís B. Björgvinsdóttir. Rannveig Höskuldsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTBJÖRG V. JENSEN, Hæðargarði 29, Reykjavík, sem andaðist á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 5. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00. Ólafur Jensen, Edvard Ólafsson, Pálína Oswald, Ólafur Valur Ólafsson, Alma Möller, Halldór Ólafsson, Katrín Sæmundsdóttir, Sveinn V. Ólafsson, Sigríður ísafold Hákansson og barnabörn. JÓN HER- MANNS- SON + Jón Hermannsson fæddist á Þórshöfn 24. nóvember 1940. Hann lést á líknardeild Landspftalans 20. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Arbæjarkirkju 28. desember. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Kaldárbakka, Stigahlíð 12, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 29. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Ólafur Erlendsson, Helen Hannesdóttir, Halla G. Erlendsdóttir, Trausti Kristinsson, Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir, Agatha H. Erlendsdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, HALLA SOLNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Grenigrund 16, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðviku- daginn 12. janúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Gigtarfélag íslands njóta þess. Heimir V. Pálmason, Sigurður Dan Heimisson, Sunna Dögg Heimisdóttir, Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, Rósa Sigríður Sigurðardóttir, Þorleifur Már Sigurðsson, Bára Rut Sigurðardóttir, Dóra Guðný Sigurðardóttir, Elmar Örn Sigurðsson, Kristján Guðni Sigurðsson, Pálmi Jónsson, Krístín Pálína Ingólfsdóttir, Emil Thorarensen, Jón Harrý Óskarsson, Guðrún Agnes Kristjánsdóttir, Edda Vilhelmsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis í Skipasundi 34, Reykjavík. Kærar þakkir til starfsfólksins á Skjóli fyrir góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Steinunn Árnadóttir, Jón Árnason, Katrín Árnadóttir, Kristín S. Árnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJARNASONAR, Hlíð, Hvalfjarðarströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða og Sjúkra- húss Akraness. Sigrún M. Jónsdóttir, Jónas B. Erlendsson, Sigríður V. Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðmunda Ó. Jónsdóttir, Vilhjálmur Hannesson, Bjarni Jónsson, Jóanna H. Sigurðardóttir, Eyjólfur Jónsson, Ingibjörg U. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS ÓSKARS STEFÁNSSONAR húsasmíðameistara, Bollagörðum 103, Seltjarnarnesi. Kærleiksríkur guð umvefji ykkur öll. Margrét Elín Ragnheiðardóttir, Stefán Helgi, Arnar og Brynjar Stefánssynir, Ólöf Helga Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson, Ragnheiður Líndal Hinriksdóttir, Skarphéðinn Sigursteinsson og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NÚMA ÞORBERGSSONAR, Furugerði 1, Reykjavík. Kærar þakkir til starfsfólks Landspítala og Vífilsstaðaspítala. Þórdís Númadóttir, Björn Sævar Númason, Þórunn Ingólfsdóttir, Guðrún G. Númadóttir, Hlöðver Hallgrímsson, Hafsteinn Númason, Sigrún Steinþóra Magnúsdóttir, Sigríður Númadóttir, Örn Einarsson, Inga Númadóttir, Guðmundur Helgason, Þorbjörn Númason, Sæfinna Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Jón pabbi, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allt það sem þær gáfu mér, minningarnar um þær verða mér dýrmætt veganesti. Þín einstaka lífs- speki og ást þín á lífinu sem aldrei fölnaði. Grasið var aldrei græna hinum megin í huga Jóns, hann vissi að bak við skýin væri himinninn alltaf blár. Jón var ekki fyrir umgjörðina og í samskiptum sínum við fólk uppgötv- aði hann ný dýpi og tók jákvæða eðl- isþætti fram fyrir þá neikvæðu. Jón var mikill dýravinur og átti mörg mögnuð hross, viðkvæm og viljug, og hefði maður aldrei fyrir sitt litla líf þorað að stíga á bak á þeim ef væri það ekki vegna þess trausts sem maður bar til Jóns og einstakrar leikni hans í umgengni við hrossin. I alltof langan tíma varstu með sjóinn undur fótum þér og vannst erfiðisvinnu. Það hljóta oft að hafa verið kaldir og langir dagar, en þú varst alltaf samur við þig, lífsglaður og bjartsýnn á framtíðina. Svo gerist það þegar þú ætlaðir að verja meiri tíma í landi að örlagahjól kaldhæðn- innar snýst og hræðilega ljótur sjúk- dómur tekur sér bólfestu í þér. Þá hefst hetjuleg barátta sem þú ætlað- ir þér að sigra í og þú lagðir ekki frá þér vopnið þitt, sem var lífsvilji þinn, fyrr en sjúkdómurinn hafði bugað þig. I veikindunum glataðir þú aldrei þínum einstöku persónueinkennum eins og að halda uppi skemmtilegum samræðum sem þú kryddaðir af kostgæfni með húmor. Þegar þú lást illa haldinn uppi á líknarheimili varstu að ræða við mig, að nú gengi þetta ekki lengur, þú yrðir að koma þér á fætur til að hjálpa mömmu að versla fyrir jólin. Svo lástu uppi í rúmi með pennann í annarri hend- inni og símann í hinni og varst búinn að ákveða að finna ódýran bíl handa mér, sem þú gerðir. Maður verður svo hjálparlaus gagnvart svona hræðilegum sjúkdómi og tíminn líð- ur svo hratt, þegar maður lifir í öll- um föllum. Það er svo margt sem þú sem deyjandi maður hefðir átt að sjá og upplifa. Þó að dauðinn hafi legið í loftinu og þú andað honum að þér var þín eigin lífssýn það sterk og manns eigin þekkingarleysi á honum það mikið að maður hélt að það kæmi aldrei að honum. Nú rennur það upp fyrir manni að þú ert horfinn fyrir fullt og allt af leiksviði lífsins, en minning þín hverfur ekki, þú hefur kennt mér að bera meiri virðingu fyrir lífinu, elska skyldur mínar og hafa ást á dyggðinni. Eg óttast ekki dauðann fyrst hann tók þig. Með ást og virðingu kveð ég þig, elsku Jón pabbi. Þín Elísabet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.