Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 8. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tsjetsjneskir uppreisnarmenn sýna Rússum hvers þeir eru megnugir Mikið mannfall í hörðum bardögum Moskvu. Reuters, AFP. Reuters Hermenn úr sveitum rússneska innanríkisráðuneytisins sitja á bryn- dreka á leið sinni á bardagasvæðið í Tsjetsjníu frá grannhéraðinu Ing- úshetíu í gær. Jólahátfð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er nýlokið. Iranskur ráðherra í Lundúnum Vonir um bætt sam- skipti Lundúnum. Reuters. KAMAL Kharrazi, utanríkisráð- herra Irans, hitti Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í Lund- únum í gær- kvöldi. Er þetta fyrsta heimsókn íransks ráðherra frá því fyrir klerkabyltinguna í íran árið 1979, en með henni eru stjórnvöld í Iran að stíga eitt skrefið til við- bötar í þá átt að laga samskiptin í samræmi við varkára frjálsræðisstefnu Mo- hammads Khatamis Iransforseta. Áttu þeir Kharrazi og Blair um hálftíma langan fund í Downings- træti 10. „Forsætisráðherranum þótti fundurinn uppörvandi,“ sagði talsmaður Blairs. „Hann telur að heimsókn Kharrazis sé tímamóta- áfangi í því að koma íran í tengsl við alþjóðasamfélagið á ný.“ Sagði hann ráðherrana ennfrem- ur hafa rætt mikilvægi þess að „eyða misskilningi og breiða yfir liðin gagnkvæm gremjuefni", þar á meðal áskorun Ajatollahs Khom- einis, leiðtoga írönsku klerka- stjórnarinnar, frá árinu 1989 til múslíma heimsins að drepa bæri brezka rithöfundinn Salman Rush- die. UPPREISNARMENN múslíma í Tsjetsjníu gerðu í gær nokkrar fífldjarfar árásir á hersveitir Rússa í borgum og bæjum í hérað- inu sem Rússar höfðu á valdi sínu. Á sunnudag hafði skæruliðum tek- izt að valda töluverðu mannfalli í herliði Rússa, því mesta sem það hefur orðið fyrir á einum degi, svo vitað sé, frá því innrásin í Tsjet- sjníu hófst fyrir hartnær fjórum mánuðum. Rússneskir hershöfðingjar greindu frá því í gær að rússneska herliðið hefði hrundið öllum til- raunum skæruliða til að ná aftur hernaðarlega mikilvægum stöðum eins og bæjunum Argun og Shali, austur af héraðshöfuðborginni Grosní. En hver væri með yfír- höndina þessa stundina í bæjunum var ekki ljóst af orðum hershöfð- ingjanna. Viðurkenna að 26 hafi fallið á einum degi Vladimír Pútín, settur forseti Rússlands, sagði árásirnar tilgangslausar. Herforingjar hans hétu því að halda sókninni áfram af fullri hörku um leið og sú lægð í aðgerðaskipulagi Kremlstjórnar- innar sem fylgdi helgidagahaldi rétttrúnaðarkirkjunnar og síðustu dögum íslamska föstumánaðarins ramadan væri liðin hjá. Itar-Tass-fréttastofan skýrði frá því, með tilvísun í yfirlýsingu frá hernum, að tsjetsjneskir skærulið- ar hefðu eftir að myrkur skall á í gærkvöld hafíð nýja tilraun til að taka lestarstöðina í Argun, 15 km austur af Grosní. Hersveit innan- ríkisráðuneytisins sem væri þar til varnar hefði farið fram á stuðning frá stórskotaliði hersins. Áður hafði Itar-Tass greint frá því, með tilvísun í eystra herfylki rússneska hersins í Tsjetsjníu, sem hefur aðalbækistöðvar í Dag- estan austan við Tsjetsjníu, að Rússar hefðu misst 26 menn í bar- dögum á síðasta sólarhring. Hefðu öryggissveitir innanríkisráðuneyt- isins orðið fyrir mestum skakka- föllum. Opinberir talsmenn gáfu síðar upp misvísandi tölur. Þetta er langmesta mannfallið sem Rússar hafa viðurkennt að hafa orðið fyrir á einum degi fram að þessu. Segja skipulagðan skæruhernað framundan Movladi Udugov, talsmaður upp- reisnarmanna, sagði í símasamtali frá ókunnum stað að árásir helgar- innar væru aðeins upphafið að nýrri hernaðaráætlun Tsjetsjena; héðan í frá myndu þeir forðast beina vígvallarbardaga við Rússa en beita þess í stað hnitmiðuðum skæruhernaði. Sagði hann upp- reisnarmenn hafa þá staði sem þeir náðu af Rússum um helgina örugglega í sínum höndum. Kamal Kharrazi við Vesturlönd, Grelðslur vopnasalans Schreibers til CDU Scháuble tók við 100.000 mörkum Berlín, Norderstedt. AFP, Reuters. AP Svissneskur slökkviliðsmaður gengur Iijá rjúkandi leifum flaksins af lítilli farþegaflugvél, sem hrapaði eftir flugtak frá Zurich-flugvelli í gærkvöldi. Tíu farast í Sviss Ztirich. AFP. WOLFGANG Scháuble, formaður Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU), viðurkenndi í gær að hafa ár- ið 1994 tekið við 100.000 mörkum, andvirði 3,8 mO- ljóna króna, úr hendi Karlheinz Schreibers, vopnasala sem er í haldi í Kanada og bíður úrskurðar um framsal til Þýzkalands. Þetta er íyrsta opinbera vísbend- ingin um að Scháuble, arftaki Helmuts Kohls í formannsstóli CDU, sé hugsanlega einnig flæktur í vafa- söm mál varðandi fjármögnun flokksstarfsins, þótt hann hafi sagt að hann hafi ekkert rangt gert af sér og hafi látið féð beint í hendur fjárhirðis flokksins. í viðtali á ARD-sjónvarpsstöðinni sagðist Scháuble hafa tekið við nefndri upphæð úr hendi Schreibers, sem er lykilmaður í saka- og þing- rannsókn á nafnlausum fjárframlög- um sem Kohl tók við í leynilega sjóði flokksins á tímabilinu 1993-1998. Schauble sagði að endurskoðun sem í gangi væri á bókhaldi flokksins í því skyni að eyða grunsemdum um að þar sé pottur brotinn, hefði leitt í ljós að þessi 100.000 marka greiðsla frá Schreiber hefði ekki verið skráð sem gjöf heldur sem „ýmsar tekjur". Hinar umdeúdu greiðslur sem Kohl tók við og lagði inn á leynilega reikn- inga voru einnig skráðar undir þess- ari yfírskrift. Nafnlaus framlög til stjómmálaflokka sem fara yfir 20.000 mörk eru ólögleg í Þýzkalandi. Kohl hafnar frétt um undir- búning „hallarbyltingar" Kohl vísaði á sunnudag á bug fregnum þess efnis, að hann væri að róa að því að „sínir menn“ gerðu hall- ai'byltingu í flokknum vegna þess að hann væri mjög ósáttur við hvemig núverandi flokksforysta beitti sig þrýstingi vegna fjármálahneykslisins sem hann er flæktur í. Kohl lýsti yfír skilyrðislausum stuðningi við núverandi forystu. Með þessu var Kohl að bregðast við frétt dagblaðsins Suddeutsche Zeitung um að hann væri bak við tjöldin að hvetja frammámenn i CDU, sem sér væm hollir, til að steypa arftaka sínum, Scháuble, úr formannssætinu. Oll flokksforystan, sem var saman komin á stefnumótunarfundi um helgina, vísaði fréttinni einróma á bug. LÍTIL farþegaflugvél með tíu manns innanborðs hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Zur- ich í Sviss í gærkvöldi. Allir fórast, að því er yfirmaður fyrirtækisins sem átti flugvélina, SAirGroup, greindi frá. Sjö farþegar og þriggja manna áhöfn voru um borð í flugvélinni, sem var tveggja hreyfla, af gerðinni Saab 340 Cityliner, smíðuð árið 1991 og í rekstri á vegum sviss- neska Crossair-flugfélagsins. Sagði forstjóri SAirGroup, Phil- ippe Bruggiser, að orsakir slyssins væru enn ókunnar. Hún hrapaði nokkrum mínútum eftir flugtak frá Zurich á akur nærri þorpinu Niederhaschi. Áætlaður áfanga- staður var Dresden í Þýzkalandi. ATS-fréttastofan hefur eftir vitni á staðnum að „risastór eldhnöttur" hafi allt í einu umleikið flugvélina eftir að hún var komin á loft. Hún kom alelda til jarðar og sundraðist þar. Ztirich-flugvelli var lokað tíma- bundið eftir slysið, en ágætt flug- veður var og allt hafði virzt eðlilegt er vélin tók á loft. AOL kaup- ir Time Warner New York. AP. SAMIÐ hefur verið um sam- runa Time Warner, stærsta fjölmiðlunar- og afþreyingar- framleiðslufyrirtækis heims, og netþjónustufyrirtækisins American Online (AOL), sem einnig er stærst á sínu sviði í heiminum. Fer samruninn fram með því óvænta móti, að AOL kaupir Time Warner fyr- ir um það bil 160 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 11.500 milljarða króna, og greiðist andvirðið í hlutabréf- um. Þetta er í fjárhæðum talið stærsti fyrirtækjasamruni sögunnar, ef hann gengur eft- ir. Samkomulagið, sem kynnt var í New York í gær, breytir landslagi fjölmiðlaiðnaðarins vestanhafs til muna, og kemur fram aðeins fjóram mánuðum eftir annan stóran samruna í geiranum, hin áformuðu tengsl CBS Corp. og Viacom Inc. ■ Sameinað fyrirtæki/20 MORGUNBLAÐK) 11. JANÚAR 2000 Wolfgang Schauble
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.