Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 46
•^6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGMUNDUR BIRGIR GUÐMUNDSSON, andaðist á heimili sínu í Malmö laugardaginn 8. janúar. Jenný Björk Sigmundsdóttir, Haraldur Arason, Birgir Sigmundsson, Hlynur Haraldsson, Marín Haraldsdóttir, Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, Margrét Erla Guðmundsdóttir, Guðrún Hanna Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, afi og bróðir, SIGURÐUR O. PÉTURSSON bankastarfsmaður, Kambaseli 27, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Kjartansdóttir, Kjartan Hauksson, Karina Pedersen, Pétur Sigurðsson, Harpa Sigurðardóttir, Gunnar Þór Sigurðsson, Pétur Ottesen, barnabörn og bræður. + Sonur minn, BJÖRN STEINGRÍMSSON, Sælandsgade 20, Kaupmannahöfn, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. janúar. Útförin auglýst síðar. Steingrímur Sigvaldason. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Víðilundi 24, áður Byggðavegi 121, Akureyri, lést sunnudaginn 9. janúar á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigríður Þórisdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG D. JÓHANNESDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðviku- daginn 12. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Ögmundur Guðmundsson, Kristfn Guðjónsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Páll Franzson, Hallberg Guðmundsson, Guðfinna Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Gunnlaugsson. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, . ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Gilsá í Eyjafjarðarsveit, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 5. janúar sl., verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Saurbæjarkirkjugarði. U Björn Garðarsson, Ágústa Sverrisdóttir, barnabörn og fjölskyldur. HELGI BJARNASON + Helgi Bjarnason bifreiðarstjóri fæddist í Reykjavík 14. september 1905. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Bjarni Helga- son, innheimtumaður í Reykjavík, f. 9. aprfl 1870, d. 14. nóvem- ber 1942, og Júlíana J. Jónsdóttir hús- freyja, f. 11. júlí 1876, d. 25. nóvem- ber 1957._ Bróðir Helga var Olafur Þorgeir Bjarna- son skrifstofustjóri, f. 10. janúar 1915, d. 23. mars 1960. Fyrri kona Helga var Sigrún Sigurðardóttir, f. 1. október 1897. Börn þeirra eru Bjarni Helgason, f. 23. júní 1928, og Júlíana S. Helgadóttir, f. 31. júlí 1936. Seinni kona Helga var Málfríður Kristjáns- dóttir, f. 20. október 1905, d. 10. júní 1999. Sonur þeirra: Magnús Kristján Helgason, f. 13. júní 1944, d. 28. ágúst 1994. Helgi var á yngri árum sjómaður og vann ýmis önnur störf en lengst af starfsævinni var hann bifreiðarstjóri, meðal annars í ára- tugi á BSR. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu ylrækt- ar á Islandi og var stofnandi garð- yrkjustöðvarinnar Laugalands hf. í Borgarfirði ásamt Ólafi bróður sfnum. Utför Helga fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fólk af nýrri aldamótakynslóð mun eiga erfitt með að setja sig í spor fólks sem ólst upp á fyrri hluta þessarar aldar og meta verk þess. Þegar við systkinin frá Laugalandi kveðjum afa okkar, Helga Bjarnason bifreiðarstjóra, hinstu kveðju verður okkur hugsað til þess hvernig að- stæður voru á árinu 1941 þegar tveir ungir menn úr Reykjavík festu kaup á jörð í Borgarflrði í þeim tilgangi að nýta jarðhitann til ylræktar. Bræð- urnir Helgi og Olafur Bjarnasynir hófu þegar stórhuga byggingu gi'óð- urhúsa og annarrar aðstöðu við Veggjalaug og kölluðu staðinn Laugaland eftir eyðihjáleigu sem var í nágrenninu. Það spáðu ekki allir vel fyrir ævintýi’amönnunum og þeir mættu vissulega ýmsum erfiðleikum í upphafl. Þegar fyrstu tómatarnir voru þroskaðir sumarið 1943 var far- ið með þá á hestvagni yflr Veggja- háls fyrir Reykholtsrútuna sem flutti þá í Borgarnes og um borð í skipið til Reykjavíkur. Garðyrkjustöðin er enn rekin, af afkomendum afa, og ber hún stórhug frumkvöðlanna vitni. Eftir að vegasamband komst á vann afi við að flytja afurðir garð- yrkjustöðvarinnar til Reykjavíkur og dreifa þeim þar, alls hátt í fjörutíu ái'. Var kapp hans við sölumenn- skuna þekkt meðal verslunarmanna borgarinnar. Hann hefur vafalaust unnið að sama kappi að sölu Morgun- blaðsins fyrsta daginn sem það kom út og hafði gaman af að segja frá því eftir að eitt okkar hóf þar störf. Ann- ars vai' aðalstarf afa að aka leigubif- reið, lengst af á BSR þai' sem hann hafði stöðvarnúmerið einn. Við höf- um orðið vör við að hann eignaðist fjölda vina og viðskiptavina í báðum störfum. Það er ekki að undra að Lauga- land hafi ávallt verið afa ofarlega í huga þegar við hittum hann þar eða í Reykjavík. Hann krafðist frétta. Voru þá einnig oft uppi hugmyndir um framkvæmdir eða nýjungar í rekstri enda einkenndi það afa hvað hann var frjór í hugsun og jafnvel mætti nota orðið ævintýramennsku um sumt af því sem honum datt í hug. Þegar við minnumst afa kemur þó fyrst upp í huga okkar allra hve hress hann var og glaðlegur í við- móti. Það er minningin sem við geymum með okkur. Helgi, Steinunn, Þórhallur og Sig- nin. Nú hefur Helgi afi fengið hvíldina sína sem hann þráði svo mjög eftir að amma Fríða kvaddi okkur á síðasta ári. Það er margs að minnast frá þeim tíma sem ég átti með þeim. Ein af fyrstu minningunum er ökuferðin sem við fórum saman á sjötugs- afmæli þeirra. Farið var á stórum nýjum amerískum bíl sem afi átti á þessum tíma og eru þær ljúfar minn- ingarnar um samveruna í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri þar sem gist var eina nótt. Síðan var komið heim seint um kvöld því ekki vildu þau láta hafa neitt fyrir sér þegar þau kæmu heim. Seinna fór ég sem strákur að vinna með afa við að keyra út tómata, gúrkur og sveppi í verslanir í Reykjavík. Þarna kynntist maður íyrst því að vinna og var keppikeflið + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÁSDÍS STEINADÓTTIR, Valdastöðum, Kjós, lést á Borgarspítalanum föstudaginn 7. janúar síðastliðinn. Unnur Ólafsdóttir, Ásgeir Olsen, Steinar Ólafsson, Ninna B. Sigurðardóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir, Tómas Ólafsson, Sigfríð Ó. Sigurðardóttir. + Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Heysholti, Landsveit, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 7. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Teitsdóttir, Valmundur Gíslason. ávallt að reyna að bera sem flesta kassa í einu og fá hrós frá afa að launum. Seinna útvegaði hann mér vinnu með skólanum í verslun og kom manni þannig á bragðið í versl- unargeiranum. Afi hafði mikinn metnað fyrir mína hönd og studdi við bakið á mér í námi því hann vildi að maður kæmist áfram í lífinu. Þegar maður kom í heimsókn til hans á seinni árum spurði hann ætíð hvað væri að gerast í vinnunni hjá manni og fylgdist vel með allri fjöl- skyldunni hvað það snerti. A þessum tímamótum sem árþús- undaskiptin eru þá hugsar maður um það fólk sem byggt hefur landið okk- ar upp. Það er sannfæring mín að það sé ekki síst að þakka dugnaði og baráttu fólks eins og afa, sem lifði tímana tvenna og öldina alla. Blessuð sé minnig þín, Orn V. Kjartansson. Eitt helsta einkenni íslensks mannlífs er frændrækni, samstaða fjölskyldna og skilyi’ðislaus aðstoð. Svo sjálfsagt er að rétta ættingjum hjálparhönd, að enginn flokkar það undir tilætlunarsemi eða eigingirni þegar einhver úr fjölskyldunni nefn- ir að hann þurfi á hjálp að halda. Oft birtast líka ættingjar ótilkvaddir þegar þeir telja sig geta létt undir, hvort sem er með því að taka til hendi eða hughreysta. Helgi Bjarnason tengdist fjöl- skyldu minni löngu áður en ég fædd- ist, en svo góða samleið átti hann alla tíð með Fríðu frænku, að helst var talað um þau í sömu andránni: Helgi og Fríða. Þau voru sannir íslending- ar og það einkenni íslensks mannlífs sem að framan greinir, endurspegl- aðist svo sannariega í öllu þeiiTa lífi. Það eru ekki nema fáir mánuðir síðan Fríða féll frá, en þegar Helga er nú minnst koma þau bæði svo sterkt upp í hugann, að við erum í raun að kveðja þau sem eitt. „Málfríður systii' mín,“ sagði amma Sigrún í Réttarholti, þegar hún talaði um einkasystur sína. Það var virðing og ómæld væntumþykja í orðunum og þess nutu þau bæði, Helgi og Fríða, því Helgi reyndist Fríðu og börnunum hennar vel þeg- ar þau hófu búskap og alla tíð síðan. Þegar dóttir Fríðu þurfti á hjálp að halda reyndist Helgi sem fyrr traust hjálparhella. Hann fékk líka sanna hefðarkonu að lífsförunauti, konu sem bar sig, klæddi og snyrti eins og drottning. Fríða hafði misst fyrri mann sinn um miðjan fjórða áratuginn, ung að árum. Þá var móðir mín send til hennar fótgangandi úr Réttarholti. A fæturna átti hún bara fermingar- skóna, sem eyðilögðust á þeirri löngu göngu, fyrst úr Sogamýri niður í bæ og svo eins og leið lá til Hafnarfjarð- ar, því aðrar leiðir voru ekki færar þá. Það var ekki spurt um vegalengd, aðeins gert það sem þurfti þegar hjálpar var þörf. Nokkrum árum síðar varð Helgi maðurinn hennar Fríðu, tók við föð- urhlutverkinu og saman eignuðust þau soninn Magnús. Á langri leið lífs- ins skiptust á skin og skúrir, en það sár risti dýpst að missa Magga svo sviplega aðeins fímmtugan að aldri. Helgi naut djúprar virðingar okk- ar allra ekki síður en Fríða. Eg var ekki fyrr farinn að aka bíl en faðir minn lagði mér lífsreglurn- ar: „Helgi Bjarnason kenndi mér að keyra og hann sagði að maður ætti aldrei að bakka lengra en brýn þörf krefði.“ Helgi hafði gaman af að heyra þetta rifjað upp, en bætti við að líka væri hollt að hefja hemlun áð- ur en nauðhemla þyrfti. Ökulag Helga Bjarnasonar var eins og lífshlaupið. Hann fór varlega, en lét þó hugann fljúga og var at- haínamaður af lífi og sál. Á kveðjustund líða minningar hjá, ljúfar minningar um hlý handtök, bros og glettni og við munum allt það sem við eigum að þakka. Móðir mín og hinar systurnar frá Réttai'holti hugsa hlýtt og af djúpu þakklæti til Helga og Fríðu. Eg flyt aíkomendum Helga og ættingjunum öllum innilegar samúðarkveðjur. Með okkur lifir minning um mæt merkishjón. Leó E. Löve.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.