Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vandalausasti maður ársins Helstu tölvukerfi heimsins 11 f j | ■11 Æj,, virðastgangaeÍTtsogklukkur ^0' ■>, % hanniíaJ sumum svnist iafn- JihiK1' \ þannig að stmum sýnistjafn vél réttara að ræða um „2000- ekki-vandatm". ^ Skál. Arkitektar skora á Norsk Hydro MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun til Norsk Hyd- ro frá 100 íslenskum arkitektum og landslagsarkitektum: „Við undirritaðir arkitektar og landslagsarkitektar styðjum kröfu meirihluta íslensku þjóðarinnar um að fram fari lögformlegt mat á um- hverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Sú virkjun mun valda mikilli um- hverfísröskun þar sem einstæðri gróðurvin á hálendi Islands, Eyja- bökkum, verður sökkt undir 44 fer- kílómetra uppistöðulón. Eyjabakkasvæðið tilheyrir stærsta ósnortna viðerni Vestur- Evrópu og er mikilvægt felllisvæði heiðagæsarinnar. Ríkisstjórn Is- lands virðist ætla að sniðganga vilja þjóðarinnar og hefja virkjunar- framkvæmdir á svæðinu án þess að áður fari fram umhverfismat sam- kvæmt núgildandi lögum, sem gera ráð fyrir faglegu mati á umhverfis- áhrifum framkvæmda og umsagna- rétti almenning. Fljótsdalsvirkjun er ætlað að útvega rafmagn fyrir ál- ver í Reyðarfirði sem íslendingar ætla að reisa í samvinnu við Norsk Hydro. Álverið mun fara í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt gild- andi lögum en virkjunin fyrir álver- ið ekki. Við skorum á Norsk Hydro að draga sig úr samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld á meðan slík vinnubrögð eru viðhöfð." Arkitekt- anir eru: Aðalsteinn Snorrason, Andrés Narfi Andrésson, Anna Kristinsdóttir, Arinbjörn Vil- hjálmsson, Ágúst Þór Gunnarsson, Árni Friðriksson, Árni Kjartans- son, Ásmundur Harðarson, Birgir Teitsson, Bjarni Snæbjörnsson, Björn H. Jóhannesson, Bæring B. Jónsson, Dennis Jóhannesson, Eg- ill Guðmundsson, Einar Ingimars- son, Elín G. Gunnlaugsdóttir, Elín Kjartansdóttir, Elísabet Gunnar- sdóttir, Garðar Guðnason, Geir- harður Jakob Þorsteinsson, Gestur Ólafsson, Gislína Guðmundsdóttir, Guðfinna Thordarson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Guðmundur Gunn- laugsson, Guðni Pálsson, Guðríður Dögg Hauksdóttir, Guðrún Guð- mundsdóttir, Guðrún Ingvarsdótt- ir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Borgarson, Gunnar Páll Kristins- son, Gunnar Örn Sigurðsson, Gunn- laugur O. Johnson, Gunnlaugur Björn Jónsson, Halldóra Braga- dóttir, Haraldur Helgason, Hara- ldur Ingvarsson, Harpa Stefáns- dóttir, Haukur A. Viktorsson, Heba Hertevig, Helga Bragadóttir, Helga Gunnarsdóttir, Helgi Bolla- son Thoroddsen, Hildigunnur Haraldsdóttir, Hilmar Þór Björns- son, Hjördís Sigurgísladóttir, Jes Einar Þorsteinsson, Jóhannes Kjarval, Jóhannes Þórðarson, Jón Guðmundsson, Karl Magnús Karls- son, Knútur Jeppesen, Kristín Fríða Garðarsdóttir, Kristín Jóns- dóttir, Kristján Ásgeirsson, Magn- ús Skúlason, Margrét Þormar, Mál- fríður Kristjánsdóttir, Oddur Víðisson, Ólafur Tr. Mathiesen, Óli Hilmar Jónsson, Ólöf Flygenring, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Páll Gunnlaugsson, Pétur H. Ármannsson, Ragnheiður Aradóttir, Rúnar Hauksson, Sigur- björn Kjartansson, Sigurbergur Arnason, Sigurður Halldórsson, Sigurður J. Jóhannsson, Sigurður Þórisson, Sigurþór Aðalsteinsson, Stefán Örn Stefánsson, Sveinn Bragason, Sveinn ívarsson, Sverrir Norðfjörð, Tryggvi Tryggvason, Valdís Bjarnadóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Vífill Magnússon, Þorsteinn Geirharðsson, Þóra Bergný Guðmundsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Þórður Steingríms- son, Ævar Harðarson, Örn Bald- ursson, Örn Þór Halldórsson, Örn Sigurðsson. Landslagsarkitektarnir eru: Auður Sveinsdóttir, Björn Jóhanns- son, Finnur Kristinsson, Fríða Björg Eðvarsdóttir, Gunnar Gunn- arsson, Halldór Jóhannsson, Hulda Snæland, Sveinn Traustason. Embætti háskólarektors auglýst til umsóknar EMBÆTTI rektors Háskóla ís- lands var auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu á sunnudag. Ný lög frá árinu 1999 kveða á um að rektor sé kjörinn til fimm ára í senn, en áð- ur var hann kjörinn til þriggja ára. Það eru einnig nýmæli að kjör- gengi hafa allir prófessorar og dós- entar við Háskóla íslands, en áður voru það eingöngu prófessorar. Páll Skúlason hefur gegnt emb- ættinu frá hausti 1997 og rennur kjörtímabil hans út í haust. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætlaði að sækjast eftir endur- kjöri. Umsóknir um embættið skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. febrúar næstkomandi og er miðað er við að rektorskjör fari fram 15. mars. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar, lektorar, vís- indamenn, sérfræðingar og aðrir þeir, sem skipaðir eru eða ráðnir í fullt starf við háskólann og stofnanir hans. Þá eiga allir stúdentar, sem skrásettir eru í Háskóla íslands tveimur mánuðum fyrir rektorskjör, atkvæðisrétt. Atkvæði háskólakenn- ara og sérfræðinga og annarra starfsmanna sem hafa háskólapróf gilda sem 60% greiddra atkvæða, at- kvæði stúdenta gilda sem 30% greiddra atkvæða og atkvæði ann- arra atkvæðisbærra aðila gilda sem 10% greiddra atkvæða. Menntamálaráðherra skipar rekt- or samkvæmt tilnefningu háskólar- áðs, að undangengnum kosningum. FORM-ISLAND á KjarvalsstöðUm Islensk hönnun á tímamótum Guðrún Margrét Ólafsdóttir önnunarsýning ein mikil verður haldin að Kjar- valsstöðum í haust á veg- um FORM-ÍSLAND, samtakahönnuða. Sýning- in er liður í Reykjavík- menningarborg árið 2000. Samstarfsaðilar FORM- ÍSLAND eru Kjarvalsst- aðir og nýstofnað Hönn- unarsafn. Guðrún Mar- grét Ólafsdóttir hús- gagna- og innanhúss- arkitekt er formaður FORM-ÍSLAND, hún var spurð um markmið þessarar sýningar. „Markmiðið er að kynna íslenska hönnun. Tilgangur sýningarinnar er tvíþættur, annars veg- ar er ætlunin að varpa ljósi á hinn sögulega arf og gefa yfirlit yfir þróun íslenskrar hönnunar. Hins vegar er sýning- unni ætlað að gera grein fyrir stöðu hönnunar í dag í íslensku samfélagi. Þýðingarmikill þáttur sýningarinnar er að gefa sýning- argestum tilfinningu fyrir mikil- vægi góðrar hönnunar í daglegu lífi sem og þeirri hugmynda- fræði sem liggur þar að baki.“ - Hvað getur þú sagt mér um hinn sögulega arf hönnunar á íslandi? „Hinn sögulegi arfur ein- kennist fyrst og fremst af eins- leitum atvinnuvegum hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, fisk- veiðum og Iandbúnaði. Gelgju- skeið íslenskrar hönnunar leið undir verndarvæng haftastefnu í utanríkisviðskiptum hins ný- frjálsa íslenska ríkis eftirstríðs- áranna. Sérhæfðir hönnuðir voru vissulega fáir en handlag- nir og góðir verkmenn sem og iðnaðarmenn í ýmsum greinum unnu á þessum árum merkt brautryðjendastarf sem verð- skuldar sérstakan sess á sýn- ingu sem þessari. Á þessum tíma verða erlend áhrif einnig glögg- lega merkjanleg á íslenskri hönnun." - Hvað viltu segja um stöðu íslenskrar hönnunar í dag? „Með breyttum áherslum í at- vinnulífi gegnir hönnun mikil- vægu hlutverki. Hönnuðir vinna við vöruhönnun hjá fjölmörgum íslenskum iðnfyrirtækjum á ólíkum sviðum, má þar til dæmis nefna hönnun á vélum og búnaði fyrir sjávarútveg, hönnun á stoðtækjum í heilbrigðisþjón- ustu, hönnun á skrifstofuhús- gögnum, heimilisinnréttingum og hönnun á fatnaði - svo nokk- ur dæmi séu nefnd. I sambandi við þessa sýningu á Kjarvals- stöðum má geta þess að stefnt er að því að gefa út veglega sýn- ingarskrá. Henni er ætlað að verða eigulegt rit um íslenska hönnun, byggð á víðtækri gagnaöflun og greinum eftir ýmsa höfunda. Sýningarskráin verður ríkulega skreýtt mynd- um. Við erum að leita að samstarfsaðilum til þess að gefa þetta rit út með okkur þar sem þetta er kostnaðar- samt verkefni. Þegar eru með okkur í þessu verkefni nýstofnað Hönnunarsafn, Kjar- valsstaðir og auglýs- ingastofan Gott fólk- McCann- Ericson." - Eru fleiri hönnunarsýningar fyrirhugaðar á næstunni á Is- landi? „Já, liður í menningarborgar- verkefninu er samnorræna sýn- ► Guðrún Margrét Ólafsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1960. Hún lauk hönnunarnámi frá Kaup- mannahöfn 1984. Hún hefur rek- ið teiknistofuna Go-Form ásamt Oddgeiri Þórðarsyni frá 1986 og gerir enn. Hún hefur einnig starfað að ýmsum félagsmálum tengdum hönnun. Guðrún Mar- grét er gift Ulfari Brynjarssyni kerfísfræðingi og eiga þau tvö börn. ingin Fantasy Design sem er farandsýning tengd hönnun og skólabörnum, sem hefst í Kalm- ar í Svíþjóð en verður sett upp í Gerðubergi í haust. FORM-ÍSL- AND er einn aðila sem standa að þessu verkefni á íslandi." - Er FORM-ÍSLAND með önnur verkefni á döfinni? „Við erum með í undirbúningi hönnnunarviku árið 2001 og einnig erum við að undirbúa með hvaða hætti hönnun og hönnuðir verða best kynntir á Netinu. Við stefnum að því að setja þar inn upplýsingamiðstöð um íslenska hönnun og hönnuði. Okkur finnst það mikils virði í mark- aðs- og kynningarstarfi að geta á markvissan hátt nýtt okkur þennan miðil. Hann veitir ís- lenskum hönnuðum tækifæri til að starfa á alþjóðlegu markaðs- svæði. Með þeirri ákvörðun að taka upp nám í arkitektúr og fleiri hönnunargreinum en verið hefur í íslensku menntakerfi munu tengsl hönnunar við ís- lenskt atvinnulíf eflast. Sem dæmi má nefna að grafísk hönn- un hefur verið kennd hér á landi í tæp fjörutíu ár. Námið hefur þróast mikið á þessum tíma og stöðugt er tekið mið af kröfum atvinnulífsins og breyttum þjóð- félagsháttum. I dag eru á ís- landi öflug upplýsinga- og margmiðlunarfyrirtæki sem þegar eru farin að vinna að verk- efnum á erlendum vettvangi. Ör þróun í upplýsingatækni opnar grafískum hönnuðum nýja möguleika og ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun, svo mikil eftirspurn hefur verið eftir grafiskum hönn- uðum síðustu ár að MHÍ/LHÍ hefur eng- an veginn annað þeirri eftirspurn. Þarna má sjá dæmi um hvaða áhrif menntun í land- inu hefur á atvinnulíf- ið og ekki er ástæða til að ætla annað en sama verði uppi á ten- ingnum í öðrum hönnunargrein- um. Mikið sóknarfæri er t.d. fyr- ir arktitekta í hönnun íbúðarhúsnæðis á Islandi þegar meðvitund fólks fyrir gildi góðr- ar hönnunar verður almennari." Stef nt að jivl að FORM- ISLAND komi upplýsinga- miðstóð á Netið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.