Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 59 FRÉTTIR Síminn GSM gerir reikisamning við Globalstar SÍMINN GSM gekk nýverið frá reik- isamningi við Globalstar gervihnatta- samsteypuna. Samningurinn opnar handhöfum GSM-korta símans aðgang að fjai-- skiptaneti sem veitir þjónustu í yfir 120 löndum. Notendur munu þó þurfa að flytja símakort sín yfir í sérstaka síma sem gerðir eru sérstaklega fyrir þessa þjónustu. Samningurinn verð- ur virkur eftir nokkrar vikur. Globalstar GSM-símarnir virka þannig að þegar notandinn er innan þjónustusvæðis símans GSM tengist síminn yfir landstöðvar en utan þjónustusvæðis, t.d úti á sjó eða uppi á jöklum, tekur gervihnattakerfið sjálfvirkt við, segir í fréttatilkynn- ingu. Það sama á við ef notandi er staddur í landi þar sem engin GSM- þjónusta er, þá er skipt yfir á gervi- hnettina. Tengingar um gervihnettina og þjónusta mun fara fram um jarðstöð í Frakklandi sem er í eigu fjarskipta- risans TE.SA.M. (Télécommunicat- ions par Satellites Mobiles). Það er samsteypa France Telecom, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis heims, og Alcatel, stærsta framleiðanda fjai-skiptabúnaðai'. TE.SA.M rekm’ Globalstar þjónustu í 31 landi í Suð- ur-Ameríku, Evrópu, Mið-Austur- löndum og Asíu. Eigandi og rekstraraðili Globalstar á íslandi er Martel ehf. (Globalstar Atlantic) með aðsetur á Húsavík. Globalstai’ Atlantic er einnig rekstra- raðili fyrir þjónustuna á Grænlandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshaf- inu öllu. Globalstai- byggist á nýjustu tækni í fjarskiptum, svokölluðum CDMA- staðli. Þessi tækni hefur verið nefnd tækni nýrrar aldar þar sem næsta kynslóð farsímakerfa mun byggjast á sama grunni. í Globalstar fai-a sam- skiptin fram um 48 lágfleyga gervi- hnetti og net jarðstöðva víða um heim. Húsavíkurkaup- staður 50 ára HÚSAVÍKURKAUPSTAÐUR fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli á þessu ári. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur ráðið Ásbjörn Björgvinsson sem framkvæmdastjóra afmælisárs- ins og Maríu Axfjörð sem starfs- mann afmælisársins. Hver mánuður hefur sitt eigið þema sem ætlunin er að tengja við dagskráratriði mánaðarins; menn- ingarbærinn, skólabærinn, orku- bærinn, hvalabærinn, tónlistarbær- inn og afmælisbærinn Húsavík eru nokkur dæmi um þema mánaðarins. Aðalhátíðarhöld afmælisársins munu verða 22. júlí en þá mun forseti Islands heimsækja Húsavík. Dag- skrá hátíðarhaldanna mun verða kynnt ítarlega þegar nær dregur sem og einstakir atburðir afmælis- ársins. Eyjamenn kirkju- ræknir um hátíðirnar Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. KIRKJUSOKN í Eyjum um jól og áraniót var með ágætum, að sögn séra Kristjáns Björnssonar sóknar- prests. Yfirfullt var við aftansöng á aðfangadag og nær full kirkja í messu á jólanótt, jóladag og annan í jólum. Aftansöngur á gamlársdag var þokkalega sóttur og eins messa á nýársdag. Þá mætti mikil íjöldi til bænastundar í kirlgugarðinum eft- ir hádegi á aðfangadag. Auk áðurnefndra athafna sagði séra Kristján að hcilmikið hefði verið af gleðilegum embættis- verkum sem prestarnir hafi þurft að sinna um hátíðirnar, svo seni skírnarathafnir og giftingar. Morgunblaðið/Sigurgeir Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 17. til 22. janúar nk. 10 vikna nám- skeið. Skákskóli í s L A n d s Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00-12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl 10.00-13.00 ísíma 568 9141. VtSA Athugið systkinaafsláttur. Sala hlutabréfa í Stoke Holding S.A. Utgefandi: Umsjón með kauptilboði: Stoke Holding S.A. Kaupþing hf. Hafin er sala á hlutabréfum í Stoke Holding S.A. í almennu útboði. Fyrirhugað er að selja hlutafé að nafnvirði 450.000 pund og er fyrsti söludagur föstudagurinn 7. janúar KAUPÞING HF Morgunblaðið/Signrgeir Jónasson Handhafar Fréttapýramídanna, f.v.: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Iris Sæmundsdóttir og Árni Johnsen. Fréttapýramídarnir afhentir í Eyjum VIKUBLAÐIÐ Fréttir í Vest- mannaeyjum afhenti nýlega svo- kallaða Fréttapýramída en þetta er í níunda skipti sem Fréttapýra- mídarnir eru afhentir. Fjöldi gesta var samankominn í kaffisamsæti sem efnt var til í tilefni afhending- arinnar. Arnar Sigurmundsson, stjórnar- formaður Frétta, bauð gesti vel- komna, en síðan lék Brasskvintett Vestmannaeyja nokkur jólalög. Að því loknu gerði Ómar Garðarsson ritstjóri grein fyrir útnefningun- um. íris Sæmundsdóttir, íþrótta- kona, hlaut Pýramídann fyrir sitt framlag til íþróttamála í Vest- mannaeyjum. íris hefur verið ein besta knattspyrnu- og handknatt- leikskona í Eyjum undanfarin ár auk þess sem hún hefur náð frá- bærum árangri sem þjálfari yngri flokka. Arni Johnsen alþingismaður hlaut Pýramídann fyrir framlag sitt til menningarmála í Eyjum. Árni hefur í mörg ár verið frum- kvöðull að kaupum ýmissa lista- verka til Eyja sem setja mikinn svip á bæinn. Á liðnu sumri var hann forystumaður þess að verk- efninu Hraun og menn var komið á fót í Eyjum og hann hefur verið í framvarðasveit fyrir því að stafkirkjan, þjóðargjöf Norð- manna, vegna 1000 ára kristni- tökuafmælisins, verði reist í Eyj- um. Guðmundur Ingi Guðmundsson, útgerðarmaður á Hugin VE 55, hlaut Pýramídann fyrir framlag sitt til útgerðar og eflingar at- vinnulífs í Eyjum. Guðmundur Ingi hefur verið eigandi útgerðar Hug- ins í rúm 40 ár og hefur á þeim tíma látið byggja fyrir sig tvö ný skip. Nú er verið að smíða þriðja skipið fyrir Guðmund Inga í Chile, öflugt fjölveiðiskip sem búið verð- ur vinnslu- og frystibúnaði, og verður það afhent um mitt ár. Þá heiðruðu Fréttir sérstaklega' Guðna Davíð Stefánsson sem á ár- inu hlaut gullverðlaun í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikum þroskaheftra síðasta sumar. Eftir að Ómar hafði gert grein fyrir tilnefningunum afhenti Gísli Valtýsson, framkvæmdastjóri Frétta, þeim sem útnefndir voru, viðurkenningar sínar. Handhafar Fréttapýramídanna hlutu skúlptúr sem gerður er af Grími Marinó Steindórssyni,en Grímur Marinó hefur útbúið viðurkenningarnar öll árin sem Fréttir hafa staðið að þessari útnefningu og er nafn við- urkenninganna, Fréttapýi’amíd- arnir, dregið af gripunum sem Grímur Marinó gerði fyrir fyrstu. útnefninguna fyrir níu árum en það voru pýramídar gerðir úr stáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.