Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 5 t KVIKMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON HANDRIT EINAR MÁR GUÐMUNDSSON BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU ,Besta íslenska kvikmyndin til þessa* ★★★★ ÓHT Rás2 ★ ★★★ SVMBL ★ ★ ★ 1 /2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 4.30, 6.45 og 9. AUGASTEININN ÞINN Sýnd kl. 6.45 og 9. LIFE Sýnd kl. 4.30 og 11.15. Sýnd kl. 5 og 7. ALLT UM MÓÐUR MÍNA Sýnd kl. 11.15. A SIMPLE PLAN Sýnd kl. 11. síö. sýn. www.haskolabio.is FYfilfi 980 PUNKTA FEfiBU I Bt'Ó ■mtáÆi BðjglB -mmjúMíi -aiMiJki NÝn OG BETRA Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 ★ ★★★ SVMBL ★ ★★l/2 Kvikmyndir.is KVIKMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON handrit EINAR MAR GUÐMUNDSSON BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU Sýnd kl. 5, 6.50, 9 og 11.10. B.i. i6.atriDiGn'AL Sýnd ki. 5, 7, 9 og 11.05. ■mnGETAL " ’ • ; fjnm* jjj lifP ★ A ★ Rás2 tk'íVÍtíTtaÝv - jÁbnrisihh «■•1 Kl. 5 og 9. B.i. 16. | WLIO.'1”' Kl. 5 og 7.10. (sl. tal. Sýnd kl. 9 og 11. Sýnd kl. 5 og 7. ísl. tal. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 1 | og 11.10. B.i. 16. | www.samfilm.is Reuters Sjötta skilningarvitið var kosin besta spennumynd ársins og hér eru leikararnir Bruce Willis og Hayley Joel Osmond með leikstjdra myndarinnar, M. Night Shyamalan, við verðlaunaaf- hendinguna. Læknirinn Mark Green eða réttara sagt. leikarinn Anthony Edwards sést hér taka á móti verðlaunum ásamt meðleikurum sinum í Bráðavaktinni. Peoples Choice-verðlaunin Adam Sandler sigursæll AP Adam Sandler sést hér lyfta tveim- ur verðlaunagripum sinum á hátíð- inni á sunnudag. Á SUNNUDAGINN voru veitt verðlaun fólksins, eða Peoples’ Choice Awards, í 26. skipti, en verðlaunin eru veitt til þeirra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem þykja hafa verið öðrum vin- sælli á árinu. Oft er því gengið þvert á dóma kvikmyndagagnrýn- enda, enda eru dómar þeirra ekk- ert endilega beintengdir við vin- sældir almennings. Það varð enda raunin á sunnu- daginn þegar kvikmyndin „Big Daddy“ með Adam Sandler var kosin vinsælasta gamanmynd árs- ins, en myndin hafði hlotið fremur V*lælega dóma bandarískra gagn- rýnenda. Ekki nóg með það því myndin var einnig kosin vinsæl- asta mynd ársins óháð undir- flokki. Ádam Sandler fékk einnig klapp á öxlina frá dómnefnd fólks- ins fyrir að hafa sýnt hvers hann er megnugur í gamanleik. „Sjötta skilningarvitið" með Bruce Willis í aðalhlutverki var kosin vinsælasta spennumynd ársins, en í þeim dómi voru Verðlaun fólksins í takt við gagnrýnendur því myndin hefur hvarvetna hlotið góða dóma. ^ Þrátt fyrir að hvorki „Runaway BTide" né „Notting Hill“ hafí verið verðlaunuð á sunnudaginn var aðal- leikkona beggja mynda, Juiia Roberts, kosin vinsælasta leikkona ársins. Við það tækifæri steig leik- konan á svið og hlaut dynjandi lófa- tak þegar hún sagði að hún tryði því ekki að hún væri að fá þessi verð- -I&un, því enginn hefði tekið eftir henni þegar hún var í skóla. Harri- son Ford hlaut sambærileg verðlaun í karlaflokki, og ætti víst fáum að koma á óvart, því nánast allar mynd- ir hans njóta fádæma vinsælda. Vinirnir vinsælastir Þegar vinsælustu gamanþættimir í sjónvarpi voru valdir kom í ljós að Vinir áttu mest ítök í fólki en Bráða- vaktin var vinsælust í flokki drama- tískra þátta þrátt fyrir brotthlaup George Clooney úr hlutverki Ross læknis. Gamanleikarinn Drew Carey var kosinn vinsælasti gamanleikari sjónvarpsins í þáttum sínum „The Drew Cary Show“ og Calista Flock- hart var kosin vinsælasta gamanleik- REUTERS Julia Roberts trúði áhorfendum fyrir því að enginn hefði tekið eftir sér í skóla og því tryði hún því varla að hún væri svona vin- sæl í dag. konan úr sjónvarpi fyrir túlkun sína á Ally McBeal. Kosið er einnig um vinsældir með- al nýrra dagskrárliða og hlaut Jenni- fer Love Hewitt verðiaun sem besta nýja sjónvarpsleikkonan í gaman- þætti í þáttaröðinni „Time of Your Life“, en leikkonan vakti fyrst at- hygli í sjónvarpsröðinni „Party of Five“. Billy Campbell hlaut sam- bærileg verðlaun karlpeningsins fyr- ir leik sinn í nýju þáttaröðinni „Once and Again“. í tónlistardeildinni var það hinn blóðheiti Ricky Martin sem átti vin- sælasta lag ársins, „Livin’ La Vida Loca“, samkvæmt könnuninni, en einnig var sveitasöngkonan Shania Twain nefnd og strákasveitin Backstreet Boys. Verðlaun fólksins eru íramkvæmd af Gallup-fyrirtækinu og eru 5000 manns í úrtakinu sem spurðir eru um bestu myndir og sjónvarpsþætti ársins. Talið er að valið endurspegli skoðanir rúmlega 200 milljóna Bandaríkjamanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Andrea Gylfadóttir í góðum ham ásamt Einari Rúnarssyni og Þor- valdi Bjarna á Gauki á stöng. Todmobile spiiaði á Gauk á stöng Kominn tími á safnplötu HLJÓMSVEITIN Todmobile var til margra ára ein af allra vinsæl- ustu hljómsveitum landsins, en síðan 1996 hefur einungis ör- sjaldan heyrst til hennar. En að- dáendum sveitarinnar til mikill- ar gleði steig Todmobile á svið og hélt tónleika á Gauk á Stöng sl. fimmtudag og föstudag. „Við spilum alltaf í kringum jólin á hverju ári, en komum síð- an ekki til með að spila aftur saman fyrr en í haust,“ segir Andrea Gylfadóttir söngkona sem skipar harðasta kjarna sveitarinnar ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Eiði Arnarssyni og Kjartani Valdi- marssyni. „Þá er ætlunin að gefa út safnplötu með bestu lögunum af þeim sex diskum sem við höf- um gefið út í gegnum tíðina. Og þá verðum við að sjálfsögðu með tónleika í kringum það. Það hef- ur lengi staðið til að gefa út þessa plötu og svo þegar bandið varð tíu ára á liðnu ári ákváðum við að það væri kom- inn tími á þetta." - Eigið þið ekki marga aðdá- endurennþá? „Jú, jú, þeir eru um allt. Við höldum alltaf árlegt 800 manna jólaball í Keflavfk; það er alltaf uppselt. Og svo var stemmningin á Gauknum alveg frábær.“ Reuters Vinir Tijóta gífurlegra vinsælda vestanhafs og hér sjást þau Matthew Perry, Lisa Kudrow, Jennifer Aniston og David Schwimmer taka við verðlaun- unum á sunnudaginn. Calista Flockhart þykir skemmtileg sem Ally Mc Beal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.