Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Númi frá Þórodds- stöðum vinsæll hjá tamningamönnum Tamning og þjálfun þeirra hrossa sem væntanlega munu gera garðinn frægan á sumri komanda er óðum að fara í gang. Þessi mikilvægi þáttur í undirbúningnum fyrir glæsilegar sýningar er fyrsti þátturinn í myndun þeirrar spennu sem væntanlega nær hámarki þegar hrossin eru lögð undir mælistiku haukfránna dómara. Valdimar Kristinsson spjallaði við nokkra kunna tamningamenn og forvitnaðist um hvaða efnivið þeir myndu moða úr í vetur. MorgunblaðiðAfaldimar Kristinsson Tamningamönnura þykir eftirsóknarvert að fá að þjálfa Ntíma frá Þór- oddsstöðum. Hér er það Þórður Þorgeirsson sem situr við stjórn en hann tamdi klárinn og sýndi til hárra einkunna. j Á undaní'örnum árum hefur mynd- ast nokkur keppni um það milli góðra reiðmanna að fá sem efnileg- ust eða góð hross til þjálfunar og hef- ur það undirstrikað vel hversu hörð samkeppnin er og fá með því góða auglýsingu í keppni og sýningum. Nýjasta dæmið um slíkt er stóðhest- urinn Númi frá Þóroddsstöðum sem á að baki glæsilegan feril í kynbóta- sýningum undanfarin ár. Nokkrir sýndu áhuga á að fá hestinn til þjálf- unar í vetur og bar þar hæstan hlut Daníel Jónsson. Bauðst hann til að hafa hestinn í þjálfun og hirðingu fyrir 12 þúsund krónur á mánuði sem er algengt verð sem greitt er fyrir básaleigu, fóður og hirðingu á hrossum á höfuðborgarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Boðin fríþjálfun Birgir Árnason, tamningamaður á Melgerðismelum þar sem er tamn- ingastöð Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga, hafði boð- ist til að hafa hestinn frítt en stjórn sambandsins ákvað hinsvegar að taka tilboði Daníels. Sagði Birgh- að líklega hefði sitt tilboð komið of seint fram en menn í Eyjafirði hefðu al- mennt reiknað með því að Númi yrði . fyrir norðan í vetur. Guðmundur Birkir Þorkelsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga, sagði að eignaraðilar hefðu verið sammála í haust um að hafa Núma í léttri þjálfun í vetur og skoða möguleika á að sýna hann aft- ur ef hann hefði eitthvað bætt sig í hæfileikum og sýna hann við sérstök tækifæri til kynningar. Hann vildi litlu svara um það hvort mikil ásókn hefði verið hjá tamningamönnum í að fá Núma til þjálfunar í vetur en tók þó fram að sér fyndist það mjög eðlilegt að menn reyndu að fá góða hesta í þjálfun. Númi fer ekki á landsmót Númi er í eigu ofangreinds sam- * bands og hrossaræktarsamtaka Suð- urlands sem á 66% í hestinum en þar sem hann verður í húsnotkun fyrir norðan næsta vor eiga norðanmenn að sjá um hann í vetur. Nýlega sam- þykkti stjórn Sunnlendinga fyrir sitt leyti að ekki yrði stefnt með Núma á landsmót í sumar né aðra keppni en með samþykktinni þó ekki útilokað að hann kæmi fyrir almenningssjón- ir á einhverjum sýningum fyrri hluta ársins. Kristinn Guðnason, formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, sagði það meðmæli með hestinum þegar margir sæktust eftir að fá að þjálfa hann og sér virtist að öllum þeim sem hefðu kynnst hestinum af eigin raun líkaði mjög vel við hann. Númi vakti strax mikla athygli fjögurra vetra gamall á sýningu stóðhestastöðvarinnar 1997 og hlaut þá háa einkunn, 8,17. Þá um vorið kaupa þessi tvenn samtök klárinn á 7,5 milljónir króna og voru þau kaup nokkuð gagnrýnd en síðan virðist Númi hafa vaxið í vinsældum og á það ekki síst við um tamningamenn. Hann stóð efstur á landsmótinu á Melgerðismelum í flokki fimm vetra stóðhesta. Númi er undan Svarti frá Unalæk og Glímu frá Laugarvatni. Daníel með Kólf og Kjarnveign Daníel verður við tamningar á Sel- fossi í vetur en einnig verður hann með hross í Langholti. Af öðrum hrossum sem Daníel verður með má nefna stóðhestinn Kólf frá Kjam- holtum og systur hans Kjarnveigu frá sama stað en hún er alsystir Kol- finns og Kolbrár. Þá sagðist Daníel verða með tvær efnilegar hryssur frá Horni í Hornafirði undan Spuna frá Miðsitju. Þá nefndi hann til sög- unnar hryssuna Abbadís frá Síðu en sú er undan Hrafni frá Holtsmúla og Aldísi frá Kýrholti sem mun að sögn Daníels vera alsystir stóðhestsins Hrannars frá Kýrholti. Oddssynir í öndvegi í Halakoti Einar Oder Magnússon og kona hans Svanhvít Kristjánsdóttir eru óðum að koma sér fyrir í Halakoti í Hraungerðishreppi þar sem þau hafa byggt nýtt hesthús sem þykir allnýstárlegt. Fluttu þau fyrstu hrossin í húsið um helgina en þar verða margir vel ættaðir stóðhestar í þjálfun í vetur. Nefndi Einar fýrsta til sögunnar í spjalli við hestaþáttinn þrjá hesta undan Oddi frá Selfossi sem allir hafa hlotið íyrstu verðlaun, þá Hrímfaxa frá Hvanneyri, Fald frá Syðri-Gróf og Þyril frá Kjarnholt- um, sem er undan Kolbrá frá sama stað. Sagðist Einar frekar stíla með hann í gæðingakeppni en kynbóta- dóma. Þá munu þau Einar og Svanhvít temja fola á fjórða vetur undan heið- ursverðlaunahryssunni Leiru frá Þingdal og Orra frá Þúfu. Sá heitir Samúel og er Einar búinn að fara á bak honum og finnst hann lofa góðu. Alsystir Samúels verður einnig þjálfuð í vetur en hún er á sjötta vetri og stefnt með hana í kynbóta- dóm í vor. Foli á fimmta vetri, Þjót- andi frá Meðalfelli, verður einnig í þjálfun hjá þeim en hann er undan Svarti frá Unalæk og Eydísi frá Meðalfelli sem gerði garðinn frægan á fjórðungsmótinu ’96. Að síðustu nefndi Einar hryssu sem heitir Glóð frá Grjóteyri undan Funa frá Skálá sem er afar góð klár- hryssa en hátt boð kom í hana fyrir allnokkru að sögn Einars. Auk hans og Svanhvítar verða þau með eina aðstoðarstúlku, Viðju Hreggviðs- dóttur, í tamningum í vetur og tók Einar fram að minna yrði um kennsluferðir hjá sér utan í vetur en undanfarin ár. Þórður og Inga í nýtt hesthús á Hellu Þórður Þorgeirsson og Inga Kristinsdóttir kona hans hafa einnig staðið í hesthúsbyggingu á Hellu. Er þar um að ræða 32 hrossa hús sem þau hyggjast taka í notkun seinnip- artinn í janúar. Hjá þeim verður að venju fjöldi stóðhesta og hryssna sem eiga að fara í kynbótadóm að vori. Er þar fyrst að nefna Þyrni frá Þóroddsstöðum sem er albróðir þess kunna Hams. Orrasynirnir Dynur frá Hvammi, Kvistur frá Hvolsvelli og Stæll frá Miðkoti verða þar einnig og Svartssonurinn Askur frá Kana- stöðum en sá er undan Hervarsdótt- GENGIÐ hefur verið frá samning- um um sölu á stóðhestinum Erpi Snæ frá Efstadal. Katrin Kukwa- Lemmerz sem mun kaupá hestinn fær hann afhentan sumarið 2001 en hún á fyrir vekringinn Freymóð frá Efstadal. Logi Laxdal, fyrrum heimsmeistari í 250 metra skeiði, mun hafa Erp Snæ undir höndum fram að þeim tíma en ætlunin er að hann stefni með hann í úrtökukeppni íyrir heimsmeistaramótið í Austur- ríki. Það er fyrst og fremst mikið og gott skeið og sérstakur litur sem Erpur Snær hefur vakið athygli fyr- ir. Hann er jarphöttuskjóttur eins og það er orðað í gögnum Bændasam- takanna og hefur hlotið meðal ann- ars 9,5 fyrir skeið í kynbótadómi og 8,18 fyrir sköpulag og alls 8,06 í aðal- einkunn. Hann er undan Svarti fró Unalæk og Kötlu frá Flugumýri sem er dóttir Þáttar frá Kirkjubæ. Þá hefur vakið athygli að hann gefur hvorki af sér rauð né rauðskjótt af- kvæmi en aðra skjótta liti gefur hann í ríkum mæli. Logi Laxdal segir að ef grunur hans reynist réttur um vekurð verði Erpur Snær næsti HM-kandídat sinn en að því er hann best viti hafi aldrei verið tekinn tími á honum á skeiði. Hann er nú kominn til Loga og hefur hann hafið þjálfun hans fyr- ir skeiðkeppni sumarsins. Logi sagði ekki afráðið hvort Erp- ur Snær verði geltur en hann sé keyptur fyrst og fremst sem vekr- ingur svo það komi alveg eins til greina að gelda hann. Katrin þessi á urinni Öskju frá Miðsitju. Spegill frá Kh'kjubæ verður hjá þeim og einnig nefndi Þórður rauðblesóttan, gló- fextan fola frá Kjarri sem Þengill heitir en sá er undan Stjörnugný frá Kjarri og Þrumu frá Selfossi sem voru systkin. Þá verður hann með fola undan Sprota frá Hæli sem Dropi heitir og er frá Stóradal en sá fékk 7,95 í fyrra og gekk ekki heill til skógar þegar hann var sýndur og vænti Þórður þess að hann myndi bæta sig verulega í vor. Þá sagðist hann vera með mörg efnileg trippi undan Elra frá Heiði og þar á meðal tvo efnilega stóðhesta. En trompið í ermi Þórðar verður 11 vetra hestur, Flótti frá Borgar- hóli, undna Hektor frá Akureyri og Pílu frá Borgarhóli hélt Þórður. „Menn eiga eftir að súpa hveljur þegar þeir sjá þennan hest í vor. Hann er rosalega góður, feikna yfir- ferðarhestur," sagði Þórður að end- ingu. Með honum og Ingu í tamning- unum í vetur verður Ólafur Þórisson frá Miðkoti. Kjartansstaðahrossin fyrirferð- armikil hjá heimsmeistaranum Heimsmeistarinn í tölti, Jóhann R. Skúlason, er sem kunnugt er annan kunnan vekring, Sóta frá Strönd, auk Freymóðs en sá á best- an tíma 13,74 sek. i 150 metra skeiði. Hún hefur mikinn áhuga á skeiði en vill þó að hestar sínir séu góðir reið- hestar sem hún geti notið í útreiðum en geti þeytt þeim á hvínandi skeið- sprett þegar svo ber undir. Logi seg- ir að hún eigi marga góða íslenska reiðhesta en hún telji að Freymóður sé tvímælalaust hennar besti reið- hestur. Seljandi er Björg Ingvarsdóttir, kominn heim frá Danmörku og verð- ur við tamningar á Kjartansstöðum í Flóa í vetur. Af hestakosti hans ber sjálfsagt hæst Töfra frá Kjartans- stöðum sem hefur nú þegar vakið mikið umtal þótt aðeins þriggja vetra sé. Bíða sjálfsagt margir fullir eftirvæntingar eftir að sjá þennan hest í reið í vor. Hann er undan Óð frá Brún og Ternu frá Kjartansstöð- um. Þá verður Jóhann með Tvífara frá Kjartansstöðum en hann er und- an Ternu og Trostan frá Kjartans- stöðum sem einnig er undan Ternu. Tývar frá Kjartansstöðum verður til að byrja með hjá Jóhanni er fer síðar til Sigurðar V. Matthíassonar. Þá verður hjá Jóhanni enn einn Kjart- ansstaðahestur er Heikir heitir og er undan Hrafni frá Holtsmúla og Sögu frá Kjartansstöðum. Að síðustu nefndi Jóhann til sögunnar stóðhest undan Gloríu frá Hafnarfirði og Tandra frá Kjartansstöðum en sá hestur væri í eigu Huldu Sigurðar- dóttur sem er búsett í Noregi. Víða um land eru menn að setja þjálfun í fullan gang og víst er að spenna á eftir að magnast eftir því sem nær dregur vori og ljóst verður hverjir eru útvaldir og hverjir kall- aðir. Efstadal. Þá hefur stóðhesturinn og gæðingurinn Geysir frá Dalsmynni verið seldur til Svíþjóðar en hann hefur staðið framarlega í keppni A- flokksgæðinga á mótum undanfarin ár. Var hann til dæmis í fjórða sæti í A-flokki á landsmótinu á Melgerðis- melum. Geysir sem nú er 11 vetra er undan Hervari frá Sauðárkróki og Tinnu frá Vatnsholti. Seljandi er Arngrímur Ingimundarson í Dals- mynni. Erpur Snær næsti HM- kandídat Loga Laxdal MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson Ef að Iíkum lætur mun Logi Laxdal stefna með Erp Snæ frá Efstadal í tírtöku fyrir næsta heimsmeistaramót 2001. Hér er hins vegar Þórður Þorgeirsson sem tekur gamminn til kostanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.