Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 49
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 4^ ALDARMINNING — i ■ JÓSEFÍNA KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR +í dag hefði móðir mín Jósefína Katrín Magnúsdóttir orðið eitthundrað ára. Móðir mín fæddist í Sandhól í Norðfírði 11. janúar ár- ið 1900 og var því alda- mótabarn. Hún var dóttir Kristínar Einar- sdóttur frá Brekkubúð á Alftanesi og Magnús- ar Pjeturs Jónsen út- gerðarmanns frá Suð- urey í Færeyjum sem bjuggu saman. Kristín var ekkja eftir Helga Hannesson og áttu þau tvær dætur og einn son sem lézt ung- ur. Kristín og Magnús slitu samvistir eftir skamma sambúð. Móðir mín fluttist til Reykjavíkur fimm ára gömul. Fyrst bjuggu þær mæðgur að Alftanesi í nokkum tíma. Móðir hennar þurfti að sækja vinnu til Reykjavíkur og var ferðamátinn þá tveir jafnfljótir. Stundum urðu litlir fætur þreyttir af nær daglegum ferðum, kvölds og morgna og því gladdist lítið hjarta þegar hestvagn fór framhjá og litlu fæturnir fengu að hvflast. Nú flytjast þær til Reykja- víkur í Kvosina þar sem móðir mín ólst upp á unglingsárunum. Hún gekk í Barnaskólann og varð formleg skólaganga aldrei meiri. Hún varð að lesa skólabækurnar við ljósið frá ljósastaumum eða við tunglsljósið þegar mamma hennar var ekki kom- in heim, því hættulegt var að kveikja á olíulampanum. Æska móður minnar var eins og hjá öðmm unglingum, góð miðað við þann tíma þegar Reykjavík var lítill og rólegur bær þar sem gott var að hafa samband við eldra fólkið, ekkert kynslóðabil og hægt var að tala um æsku. Móðir mín átti tvær nokkuð eldri hálfsystur, Kristbjörgu og Helgu, þær vom frá fyrra hjónabandi móð- ur hennar. Maður Kristínar lézt úr vefldndum og Hannes sonur þefrra og lá þá beinast við fyrir Kristínu að flytjast til Norðfjarðar sér til bjarg- ar. Móðir mín gekk að eiga Þorberg Gunnarsson árið 1918. Þau eignuð- ust sex böm, fimm komust til manns en dreng misstu þau í frumbernsku. Eftir níu ára sambúð skildu þau. Nú hófst nýr þáttur i' ævileið móð- ur minnar. Hún stóð nú ein uppi með fimm börn, tuttugu og sjö ára og lá á sæng með það yngsta. Móðir mín var sterk sálar- og líkamlega og hafði til að bera mikla móðurást. Hún átti trú, von og kærleika. Það var mikið á hana lagt og er óskiljanlegt að nokk- ur mannvera hafi haft þrek til að þola það sem móðir mín varð að ganga í gegnum. Nú var hún á götunni með börnin, henni hafði verið sagt upp húsnæði því sem hún hafði. Ekki þótti vænlegt að leigja ekkju með fimm börn en eng- ar tekjur. Móðir mín fékk húsnæði sem bær- inn hafði til umráða ef húsnæði mætti kalla, eitt lítið herbergi og minna eldhús. Fimm börn, eitt í vöggu, tvö hjá henni og tvö í legu- bekk, borð og skápur og með lagni mátti ská- skjóta sér til að sinna bömunum. Þvottahús var úti í bæ og góðir ná- grannar hjálpuðu til. Þegar móðir mín var búin að átta sig réðst hún í að fá sér leigt en það þótti kraftaverk á þessum tíma, lítið um leiguhúsnæði og ekki bætti að hafa mörg börn á eftir sér. Hún fékk húsnæði í Kvosinni eftir að hafa verið í fögur ár á áðurnefndum stað. Hún bjó í Kvosinni hjá góðum húsráðend- um í átján ár. Móðir mín átti afar hjálpsama og góða móður sem var mikils virði á þessum erfiða tíma á ævileið hennar, í kreppunni. Hún var henni mikil stoð og styrkur, kom á hverju kvöldi eftir vinnu til að hughreysta og hjálpa henni eins og hún gat, þá háöldruð eftir erfiða ævi eins og allt aldamótafólk þekkti. Nú varð móðir mín fyrir enn einu áfallinu, því versta sem hún mátti þola. Fregnin um lát móður hennar sem hafði veikzt og var á sjúkrahúsi var svo mikið reið- arslag að hún gat ekki áttað sig á líf- inu. Nú varð baráttan harðari að halda bömunum, þá þrjátíu og tveggja ára. Eg var hjá móður minni á þessu augnabliki, hin bömin ekki nálæg. Eg man það eins og það hafi gerzt í gær, móðir mín faðmaði mig og ég mætti henni í sorginni og tárfelldi, tíu ára drengur, með viðkvæma sál og mjög náinn henni. Móðir mín var trúuð kona, hún leitaði til Guðs í sorg sinni, bað hann um styrk til að þurfa ekki að láta börnin frá sér. Henni var oft hótað að taka börnin, það var heppilegra fyrir þá sem máttu sín. Móðir mín bað oft fyrir okkur börn- unum, það sagði hún mér á síðari ár- um sínum. Hún kom börnunum í sveit eða til ættingja og vina, í stutt- an tíma á sumrin. Þá var samkennd- in, nágrannakærleikurinn og hjálp- semin meiri en er í dag. Samfélagið lítið og nánara, þótt fólk væri ekki betur sett hjálpaði það eftir beztu getu. Móðir mín átti þann góða eigin- leika að geta eignazt vini og kunn- ingja sem hlupu undir bagga þegar á t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Magnús Már Lárusson og börn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, REYNIS INGASONAR, Hjallavegi 10, isafirði. Sérstakar þakkir til alls tónlistarfólks fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur. Guð blessi ykkur öll. Alma Karen Rósmundsdóttir, Guðrún Helga Reynisdóttir, Haukur Þór Þorgrímsson, Hrönn Reynisdóttir, Helgi Rafnsson, Unnar Þór Reynisson, Jóhanna Ólafsdóttir, barnabörn, systkini Reynis og fjölskyldur. reyndi. Áður en hún fluttist í Kvos- ina eignaðist hún vináttu fjögurra stórra fjölskyldna sem hélzt á meðan hún lifði. Fyrsta sumarið sem hún fór í kaupavinnu hafði hún mig með sér. Allt snérist um að hafa til hnífs og skeiðar. Móðir mín gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vandaði sig við alla vinnu. Þá var öll vinna erfið og allt unnið í höndunum. Þvottar átta til tíu tíma á dag, hreingerning- ar og öll þess háttar vinna, sem fylgdi þessum tímum, kaupið eftir geðþótta manna. Móðir mín var orðin mjög þreytt vegna mikillar vinnu og álagið gífur- legt. Það var eitt vorið sem oftar að hún varð að koma börnunum í burtu yffr sumarið. Systkini mín voru farin en ég átti að fara daginn eftir, þá í fyrsta sinn í ókunnugan stað sem reyndist vera hjá góðu fólki. Móðir mín lá veik og gat ekki hjálpað mér að setja fötin mín í töskuna, hún sagði mér hvar fötin voru, því allt var í röð og reglu. Hún átti að fara á sjúkrahús daginn eftir að ég færi. Ég vissi að móðir mín var mjög veik þeg- ar hún gat ekki hjálpað mér. Eg kvaddi móður mína með kökkinn í hálsinum því ég var heimakær. Móðir mín gekk undir mikinn holskurð og það mátti ekki sjá á milli lífs og dauða en þá hefur Guð vakað yfir henni. Móðir mín komst heim og var fljót að ná sér. Hún var þrautseig og viljasterk með afbrigðum. Móðir mín var hagsýn og nýtti sér allt sem til féll og því fengum við allt- af nóg að eta, hún sá um að aldrei var leifum hent. Móðir mín átti góða eig- inleika og einn hennai' var sá að allt óhreint og gamalt varð sem nýtt eftir að hún hafði handleikið það. Bæði vor og haust þurfti að huga að öllu sem bömin þurftu að klæðast í skólann fyrir veturinn og í sveitina á sumrin. Þá var fengin saumakona í einn til tvo daga, hún saumaði, en móðir mín spretti og pressaði og ým- islegt annað, sem flýtti fyiir sauma- konunni. Gömlum fötum var vent svo þau litu út sem ný. Ekki voru miklar kröfur gerðai’ á þeim tíma, enda flestir, sem eins var ástatt fyrir. Gallabuxur bættar með gömlum, bót á bót en þó keypt eitthvað nýtt með. Móðir mín var snillingur í að stoppa í sokka en það þurfti að vera að því all- an veturinn. Hún átti margar vin- konur, sem þá voru vinnukonur og á vinnukonufrídaginn komu þær og hjálpuðu henni. Svo myndaðist dálítil skemmtan í kringum þetta. Á þess- um vinnukonufrídegi var ekkert fyr- ir þær að fara nema til vina. Þær lífg- uðu mikið upp á tilbreytingaleysið. Móðir mín kynntist góðri vinkonu á þeim tíma þegar hún átti sem verst, hún hét Guðbjörg Guðjónsdóttir, Ijósmóðir úr einni af þeim fjölskyld- um sem áður hefur verið getið. Þær áttu margt sameiginlegt. Tvisvar yf- ir veturinn fóru þær í Gúttó á gömlu dansana og þær gátu talað um það allan veturinn. Guðbjörg lézt á miðj- um aldri, við það myndaðist mikið tóm hjá móður minni. Sigríður Ólafsdóttir var fóstur- dóttir Helgu systur móður minnar. Það myndaðist mikil vinátta og traust á milli þeirra. Hún lézt einnig á miðjum aldri. Systir Sigríðar hét Ingveldur, hún kom til móður minn- ar um fjórtán ára og hélzt vinátta þeirra til æviloka. Þegar Ingveldur giftist Hannesi varð vináttan ekki síðri á milli þeirra. Þau hjálpuðu móður minni mjög mikið og var alltaf góð vinátta á milli fjölskyldna þeirra. Börnin þeirra voru henni mjög góð og náin þar til móðir mín lézt. Það var alltaf mikið áfall fyrir móður mína þegar vinir og ættingjar féllu frá því að á mörgum árum mynduðust sterk tengsl sem skildu eftir mikið tóm hjá konu á þessum aldri og voru sárin lengi að jafna sig ef þau þá gerðu það meðan hún lifði. Það göfugasta í sálu móður minn- ar var að hugsa um og vernda bömin sín. Fram á síðasta dag var hún vak- andi og sofandi yfir velferð þeirra. Börn hennar sem upp komust eru: Magnús Pétur, sjötíu og níu ára og er mjög veikur á sjúkrahúsi í Amer- íku, ókvæntur, Bergur Thorberg, sjötíu og átta ára, kvæntur. Kristín Fjóla sjötíu og fimm ára, gift. Gunn- ar Bergmann, sjötíu og fjögurra ára, kvæntur. Stella Esther, sjötíu og tveggja ára, ekkja, býr í Ameríku. Þau eiga góð heimili, maka og efnileg böm. Niðjar móður minnar era orðn- ir margir en hún lifði að sjá fimm ættliði. Það var löngu áður en faðir minn kvæntist móður minni að hann eign- aðist dóttur er hét Elsa. Elsa giftist og átti stórt heimili, en alltaf var gott á milli heimilis hennar og heimilis móður minnar. Ég nefni þetta vegna þess að hún átti dóttur sem var móð- ur minni alltaf góð og þá ekki síður maður hennar. Móðir mín dvaldi hjá þeim eins oft og eins lengi og hún vildi. Þau fóm með hana í leikhús og á matstaði og glöddu hana oft. Þau heita Sigríður Þóra og Bergmundur. Guð blessi þetta góða fólk. Nú kemur önnur hálfsystir við sögu. Ári eftir að yngsta systir mín fæddist kemur önnur í heiminn, sam- feðra. Svo vildi til að það var langt á milli okkar þó ekki skildi að nema í næstu götu þannig að viðkynni okkar hófust ekki fyrr en á efri ámm, ekki man ég hvernig það æxlaðist. Ingi- björg heitir hún í föðurættina og ég man að móður minni var boðið til hennar ásamt börnunum. Hún og maður hennar vom mjög geðug og urðu þetta fyrstu kynni okkar, en þessi kynni þróuðust hægt en urðu þeim mun nánari. Mæðgurnar rækt- uðu sambandið og hafði Fjóla mest samband við hana. Móðir mín var alls ekki sezt í helg- an stein þegar börnin vora farin að heiman. Sextíu ára kaupir hún sér snotra og skemmtilega íbúð á Há- teigsvegi 11 og gerði hana hlýlega eins og hún var vön að hafa heimili sitt. Móðir mín fór að heimsækja dótt- ur sína í Ameríku um fimmtugt og fór oftar en einu sinni eftir það. Þá hafði hún ekki séð hana í fimm löng ár. Erfitt var fyrir móður mína að sjá ekki dóttur sína og vita lítið um hennar hagi þá aðeins átján ára með heimili og böm. Móðir mín varð að hætta vinnu sökum aldurs sjötíu og tveggja ára. Hún vann á Vellinum í nokkur ár, Camp Knox, sem matráðskona, var við ræstingar í Sjómannaskólanum. Þrjátíu ára er hún þjónustudama á Alþingishátíðinni 1930 en það vora margir staðirnir sem hún vann við matreiðslu. Þetta sama sumar fór hún í sfld til Ingólfsfjarðar. Móðir mín fetaði í fótspor móður sinnar og heimsótti heimili barna sinna til að hjálpa til. Ég veit ekki betur en að sú hjálp hafi komið sér vel. Móðir mín var vel liðin og eignað- ist fjöldann allan af vinum og kunn- ingjum. Alltaf vildu allir hjálpa henni og var hún þakklát fyrir það og reyndi að gjalda í sömu mynt með ýmsu. Hún var orðvör, félagslynd, lífsglöð, trygg og traust. Móðir mín varð mjög veik um átt- rætt og þurfti því að leggjast á sjúkrahús. Eftir að henni batnaði fékk hún inni á Múlabæ í dagvist, þá áttatíu og fjögurra ára, og varð hún fyrsti vistmaðurinn er þangað kom. Næstu fimm árin var hún þar, alla daga vikunnar í þrjú ár en tvo daga vikunnar í tvö ár. Það vora erfiðir dagar þegar hún þurfti að vera ein heima. Hún var tekin að þreytast og komst ekki ein út, lestur var erfiður og gat hún því lítið stytt sér stundir. Fyrir félagslynda konu var einveran leiðinleg. Á þeim tíma sem hún var á Múlabæ naut hún sín hið besta. Hún föndraði mikið, málaði og saumaði, þetta kom sér vel því alltaf var hún að hugsa um smáfólkið, bæði fyrfr jól og afmæli. Hún tók í spil og dansaði en það var meira til að sýnast, heils- an leyfði það ekki. Hún kynntist mörgum þarna, sem hún hitti seinna, annars staðar í dvöl. Um sextugt gat hún farið að leyfa sér að sauma í púða, myndir, klukkustrengi og margt annað fallegt. Móðir mín var listræn og hefði getað notið sín, ef henni hefði leyfst tími til slíkra hluta, en hlutverk hennar var annað, eins og áður er getið. Þessi verk hennar era mjög vönduð, hlýleg og falleg, þau prýða marga veggi og húsgögn. Það má ekki gleyma að minnast á fólkið í Reykholti en þar bjuggu Kristbjörg systir hennar og Gísli mágur, svo stór þáttur var það í lífi móður minnar og barna. Reykholt var við Laufásveg þar sem áður var Alaska, en er nú búið að fjarlægja það. Þau hjálpuðu móður minni á meðan þau gátu. Móðir mín var ell- efu ára þegar hún kynntist Gísla, það var þegar Kristbjörg og Gísli voruj tilhugalífinu. Gísli var mikill vinur^ hennar og hjálpaði henni mikið. Heimili þeirra var alltaf opið, eins og það væri hennar. Þetta var stór fjöl- skylda, sex börn, eitt höfðu þau misst af slyföram, og svo bættust stundum fimm við þegar móðir mín kom í heimsókn. Fjölskyldumar vora mjög nánar og ekki mátti á milli sjá hvort væra tvær eða ein. Stundum dvaldi eitthvert af okkur daglangt, eða um lengri tíma þá vegna veikinda eða til að bjarga móður minni á sumrin þeg- ar hún þurfti að fara í burtu til að vinna. Kristbjörg og Gísli H. Gísla^ son, hét hann, vora góðar og göfugar manneskjur. Guð launi þeim góð- verkin. Helga, systir móður minnar, var gift Elíasi Guðmundssyni. Hún reyndi oft að liðsinna móður minni, en átti ekki gott með það. Helga var fínleg kona, viðkvæm og góð. Hún átti við sjúkdóm að stríða og lézt á miðjum aldri. Við það missti móðir mín mikið. Móðir mín var mjög dug- leg að koma sér í sumar- og vetrar- dvöl. Það var þegar hún var orðin ein og börnin öll farin. Hún dvaldi í nokkur ár á Heilsuhælinu í Hvera- gerði. Hún sótti um dvöl þar, bæði sumar og vetur og gladdist mjög þegar hún fékk jákvætt svar sem var jafnvel tvisvar á ári, þá fimm vikur^ senn. Þetta vora ánægjulegar stund- ir og mjög gott fyrir heilsuna. Einnig var hún víðar í dvöl hjá Mæðra- styrksnefnd og það sem bauðst, en svo lauk þessu sem öðra. Þegar aldurinn færðist yfir fór mjög að bera á því að ættingjar og vinir fóra að tína tölunni. Þá dró mik- ið úr lífsgleðinni. Nú fluttist móðir mín í Seljahlíð en hún var búin að bíða eftir því í sjö ár. Nú tók að birta dálítið í lífi hennar við þetta. Hún gladdist mjög því hún þekkti sym marga og gat því á hverjum degi um- gengizt fólk. Til gamans má geta þess, að þegar hún fór að líta á hús- næði í Seljahlíð fór meiri tími í að tala við gamla og góða vini og kunn- ingja en skoða húsnæðið. Það var gleðilegt að sjá hvað hún var glöð á þessari stundu. Ekki varð nú þessi draumur móður minnar langur. Hún fluttist þangað 20. janúar ’89 og var til 8. ágúst ’89. Hálft ár fékk hún að kynnast þessari sælu en þar með var sá draumur úti. Móðir mín var mjög minnug fram á síðasta dag en líka- minn slitinn og búinn. Móðir mín veiktist, fékk heilablóðfall og gat ekki tjáð sig eða matast. Hún lagðist inn á Landspítalann. Eftir fimm daga lézt hún. Hún hefði ekki getai?* <• hugsað sér að lifa þannig og það var ósk hennar að þurfa þess ekki. 14. ágúst, klukkan tíu að kvöldi, skildi hún við. Hjá henni vora dóttir henn- ar, Fjóla, og Sigríður Þóra, sem áður er getið. Móðir mín var mjög gætin í fjár- málum og öllu því sem hún gerði. Aldrei fór hún illa með fjármuni, en það var ekki nízka, það orð var ekki til í hennar orðabók. Hún var gjaf- mild og gladdi þegar hún gat, það voru svo margir sem höfðu glatt hana á ævileið hennar. Því gleymdi hún aldrei. Nú er komið að lokum í lífi þessar- ar dugmiklu konu. Hún gat þrátt fyr- ir allt; fátækt, þrældóm, erfiðleika, veikindi og mikið mótlæti, sýnt að hún gat rétt börnunum sínum mjög veglegt veganesti. Það var sterkt og gott hugarfar, göfugmennska og tryggð, sem alltaf var það æðsta. Móðir mín var sátt við lífið, allt og alla. Hún var mjög sáttfús kona. Hún var mjög trúuð manneskja og dvelur nú í birtu Guðs. Ein þessai'a setninga sem ætíð er notuð við fráfall manna er: „Minningin lifir.“ Minningin lifir nefnilega ekki nema einhver sýni þessari sömu minningu rækt og alúð. Ég er viss um að það gera þeir seiap þekkt hafa móður mína, ættingjar og* vinir. Minning hennar lifir. Ég kveð nú elskulega móður mína og þakka henni allt, sem hún gerði fyrir mig og systkini mín. Við höfum ekki gert okkur grein fyrir því hvernig líf okkar hefði orðið án henn- ar. Ég er stoltur að vera sonur móð- ur minnar. Bcrgur Thorberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.