Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Time Warner og AOL sameinast í stærsta fyrirtækjasamruna sögunnar að markaðsvirði Sameinað fyrirtæki metið á um 25.300 milljarða króna REUTERS Steve Case, stjórnarformaður America Online, og Gerald Levin, stjórnar- formaður Time Warner kynna á blaðamannafundi samruna AOL og Time Warner, þar sem AOL kaupir hið síðarnefnda fyrir jafnvirði um 11.900 milljarða króna í hlutabréfum hins sameinaða fyrirtækis auk yfirtöku skulda Timr Warner upp á um 1.240 milljarða króna. AMERICA Online Netþjónustufyr- irtækið (AOL) og Time Warner fjöl- miðla- og útgáfufyrirtækið til- kynntu í gær samkomulag um samruna fyrirtækjanna, sem met- inn er á um 13.160 milljarða ís- lenskra króna í hlutabréfaskiptum og skuldayfirtöku. Samruninn verð- ur stærsti samruni sögunnar hvað markaðsvirði áhrærir. Markaðs- virði hins sameinaða fyrirtækis, sem bera mun nafnið AOL Time Warner, verður nálægt 350 millj- örðum Bandaríkjadala eða rúma 25.300 milljarðar króna. Samanlagðar rekstrartekjur fyr- irtækjanna tveggja námu um 1.400 milljörðum króna á síðastliðnu rekstrarári og samanlagður hagn- aður þeirra var rúmir 67 milljarðar króna. Sameining langstærsta fjölmiðla- og netfyrirtækisins „Ég er nú svefnlítill en við klár- uðum þetta klukkan fjögur í morg- un, og tilkynntum það klukkan sjö [um hádegisbil að íslenskum tíma í gær]. Þetta kallaði á vökunætur yfir helgina að ljúka þessu verki,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, varastjórn- arformaður Time Warner Digital Media, í samtali við Morgunblaðið. Time Warner Digital Media sér um þá þætti sem lúta að stafrænni tækni og Netinu hjá Time Warner og tók Ölafur þátt í samningavið- ræðum vegna samrunans. „Þetta er sögulegur samruni tveggja fyrirtækja. Ekki aðeins vegna þess að þetta er stærsti sam- runi fyrirtækja í sögunni, heldur vegna þess einnig að þarna samein- ast langstærsta netþjónustufyrir- tækið og einnig langstærsta fjöl- miðlunarfyrirtækið. Nú erum við búnir að búa til í raun nýja tegund af fyrirtæki, sem er fjölmiðlunar- fyrirtæki á netöld. Það er ágætt að byrja nýtt árþúsund á því,“ segir Ólafur Jóhann. Búast við tvöföldun heildarveltu Stai'fsmenn hins sameinaða fyrir- tækis verða tæplega 80.000 talsins, en hjá AOL vinna nú 12.100 manns og hjá Time Warner starfa 67.500 manns. Hvað veltu og hagnað fyrir- tækjanna tveggja varðar var velta AOL um 347,2 milljarðar króna á seinasta rekstrarári, en hagnaður þess nam um 55,1 milljarði króna. Velta Time Warner nam um 1.056 milljörðum króna og hagnaður var um 12,2 milljarðar. Hluthafar AOL munu eiga 55% í hinu sameinaða fyrirtæki en hluthafar Time Warn- er 45%. Fyrirtækið verður táknað með stöfunum AOL á bandarískum hlutabréfamarkaði. Á fréttavef CNNfn í gær kom fram að AOL fái við samrunann að- gang að 13 milljónum áskrifenda kapalkerfa Time Warner og jafn- framt aðgang að ýmsu efni og titl- um í eigu Time Warner, en þar á meðal eru Warner Bros.-kvik- myndaverið, Home Box Office- kapalstöðin, CNN-fréttastöðin, Warner Music-tónlistarútgáfufyrir- tækið, Time-tímaritið og viðskipta- fréttavefurinn CNNfn.com. Á móti fær Time Warner-fyrir- tækið aðgang að öflugri dreifileið fyrir efni í eigu fyrirtækisins, en ÁOL hefur nú um 20 milljónir áskrifenda að netþjónustu sinni. J. Michael Kelly, fjármálastjóri AOL, sagði einnig á fréttavefnum að forráðamenn fyrirtækjanna gerðu ráð fyrir því að rekstrartekj- ur hins sameinaða fyrirtækis yrðu tæpir 2.900 milljarðar króna fyrsta heila rekstrarár þess og að ávinn- ingur í formi hagnaðar af rekstri fyrir skatta og fjármagnsgjöld myndi nema um 70 milljörðum króna. Frumkvæði var af beggja hálfu Ólafur Jóhann segir að frum- kvæði að þessum samruna hafi ver- ið af beggja hálfu. Gerald Levin, stjórnarformaður Time Warner, mun verða forstjóri hins nýja fyrir- tækis AOL Time Warner, og Steve Case, forstjóri AOL, mun verða stjórnarformaður þess. „Það hefur verið starf okkar Richards Bressler, stjórnarfor- manns Time Warner Digital Media, að endurskipuleggja Time Warner og koma fyrirtækinu á réttan stað í heimi Netsins. Þetta má gera á ýmsan hátt. Það má fjárfesta innanhúss sem við höf- um gert nokkuð af. Einnig er hægt að fjárfesta í fyrirtækjum, eða renna saman við stærstu fyrirtækin í hverjum geira og við ákváðum að það væri besta leiðin. Gerald Levin og Steve Case hafa þekkst lengi. Þeir sátu t.d. saman í stjórn kauphallarinnar í New York, og byrjuðu að tala um þetta þá. En það var ekki fyrr en nýlega sem þetta endanlega skref var stigið," segir Ólafur Jóhann. Árið fer í undirbúning formlegrar sameiningar Ólafur segir að árið sem nú er nýbyrjað muni fara í að undirbúa samruna fyrirtækjanna. „Það þarf allra handa uppáskriftir til að svona samrunar gangi í gegn, til dæmis frá stjórnvöldum í Washington. Það mun taka árið, þannig að ég býst ekki við að hinn formlegi samruni muni ganga í gegn fyrr og við förum að starfa sem eitt fyrirtæki fyrr en í lok ársins. Þetta mun því hafa mikil áhrif á starfsemi Time Warner Dig- ital Media og ég mun eyða árinu í að vinna að þessum samruna og búa okkur undir hann. Svo sjáum við hvað maður gerir þar á eftir,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort ekki verði flókið verk að samhæfa starfsfólk þessara tveggja fyrirtækja undir einni stefnu segir Ólafur Jóhann að svo muni vissulega verða. „Öll svona fyrirtæki grundvallast að sjálfsögðu algerlega á starfsfólk- inu. Það má segja að eignir beggja fyrirtækjanna fari heim að sofa á kvöldin og komi til vinnu á morgn- ana. Þetta er auður þessara fyrir- tækja, ásamt viðskiptunum við neytandann. Það sem við þurfum að gera er að búa til fyrirtækjamenningu fyrir þetta nýja fyrirtæki sem er starfs- fólki okkar samboðin, og færa neyt- endum þann varning sem hentar," segir Ólafur. Hækkanir annarra fyrirtækja vegna væntinga um frekari sam- runa I samrunanum eru hlutabréf Time Warner metin í sameining- unni á yfir 10.800 milljarða króna, sem er nánast helmingi meira en um 6.000 milljarða króna markaðs- virði Time Warner fyrir tilkynningu sameiningarinnar. „Hluthafar Time Warner koma geysilega vel út úr þessu. Hlutur í Time Warner var á 64 dollara á föstudag en er á 94 doll- ara núna í morgun," segir Ólafur Jóhann að lokum. Hlutabréf nokkurra annarra net- fyrirtækja og fjölmiðlunarfyrir- tækja hækkuðu einnig í verði í gær vegna væntinga markaðsaðila um hvar næsti stórsamruni mundi eiga sér stað á þessu sviði. Sænska stjórnin stefnir á einkavæðinffli Telia Telenor verður einkavætt á árinu Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. SÆNSKA stjómin hefur nú ákveðið gefið til kynna að stefnt sé á einkavæðingu sænska ríkis- símafyrirtæksins Telia í náinni framtíð, án þess þó að segja það fullum fetum eða koma með nein tímamörk. Norska stjómin hefur hins vegar þeg- ar gert ráðstafanir tU einkavæðingar Telenor og norska þingið hefur þegar samþykkt að Telenor fari á hlutafjármarkað síðar á árinu. Með því að tilnefna Lars-Eric Petersson, fram- kvæmdastjóra tryggingafélagsins Skandia, sem nýjan framkvæmdastjóra Telia og skipa nýja stjórn Telia án embættis- eða stjórnmálamanna er stigið afgerandi skref í þessa átt. Þegar sam- runi Telia og Telenor rann út í sandinn í desem- ber var því helst kennt um að stjórnmálamennirn- ir hefðu haft finguma um of í spilinu. Bæði Telia og Telenor halda fyrra striki um að auka umsvif erlendis. Telenor tekst þessa dagana á við British Telecommunications, BT, um kaup á Esat, írsku símafyrirtæki. Einkavæðing enn pólitiskt hitamál í Svíþjóð Hvorki Bjöm Rosengren atvinnuráðherra, sem fer með málefni Telia, né Göran Persson forsætis- ráðherra hafa fengist til að segja fullum fetum hvert stefnt sé með Telia nú. Petersson hefur þegar rætt þetta skref ítarlega við Rosengren og segist sannfærður um að ráðherrann telji einka- væðingu „rétta þróun fyrir Telia“. Talið er víst að Petersson hefði ekki tekið forstjórastarfið að sér ef hann hefði ekki talið góðar horfur á einkavæð- ingu. Varfærni sænsku stjómarinnar verður að skoða í ljósi þess að einkavæðing Telia er við- kvæmt pólitískt mál í Jafnaðarflokknum. Vinstri- flokkurinn, sem styður minnihlutastjóm jafnað- armanna er mótfallinn einkavæðingu, en hinn stuðningsflokkurinn, Umhverfisflokkm-inn, hefur tjáð sig hlynntan henni eftir að samruni TeKa og Telenor datt upp fyrir. Á endanum þarf samþykki þingsins fyrir einkavæðingu. A blaðamannafundi í Stokkhólmi fyiir helgi vom nýju mannabreytingarnar kynntar af Jan- Áke Kark, sem nú sem fyrr er stjómarformaður Telia, eftir að hafa verið umdeildur stjómarfor- maður Telia Telenor frá því í haust. Á fundinum sagði Petersson að hann áliti það eðlilegt við- fangsefni nýrrar stjómar fyrirtækisins að undir- búa einkavæðingu Telia með því að fyrirtækið færi á markað. Telenor í írsku stappi Norska stjómin hefur gengið ákveðnar til verks um einkavæðingaráform en sú sænska, enda undir forystu Kjell Magne Bondevik úr Kristilega þjóðarflokknum, sem ekki er bundinn hugmyndafræðilegri hræðslu við einkavæðingu. Telenor gerði í síðustu viku tilboð í kaup meiri- hluta í írska símafyrirtækinu Esat, en mætir þar fyrirstöðu. Hingað til hefur Telenor látið sér nægja minnihlutakaup erlendis, en stefnir nú á ráðandi hlut til að sýna frekar getu sína sem afl á alþjóðlegum markaði. Esat hefm- 42% markaðs- hlutdeild á írska farsímamarkaðnum. Samkvæmt fréttum Financial Times í gær hafði Esat samband við BT og nokkur önnur fyr- irtæki um að þau kæmu inn sem hvítur riddari og írelsuðu Esat frá kaupum Telenor á Esat. BT hef- ur ekki staðfest fréttina, en almennt er trúað að fréttir um þetta séu réttar. Og líkt og í Telia Tele- nor blandast inn aðrar tilfinningar en viðskipta- sjónarmið. Denis O’Brien, stofnandi og stjómarformaður Esat, á 13 prósent í fyrirtækinu og ásamt öðrum yfirmönnum ræður hann yfu- 16 prósentum. O’Brien er alfarið á móti því að selja ævistarfið til Norðmanna, þó Telenor sé þegar tengt Esat með því að eiga 49,5 prósent í Digifone, dótturfyrir- tæki Esat. Telenor-menn hafa þegar unnið drjúgt starf í uppbyggingu Digifone. Vandi BT er að fyrirtækið hefur verið í marg- víslegu samstarfi við Telenor og er því vísast ófúst að styggja Telenor, þó enginn sé annars bróðir í leik. Kauptilboð Telenor á Esat stendur fram á fóstudag, en fáist ekki jáyrði mun Telenor hugs- anlega koma með nýtt tilboð og lengdan frest. Verkfræði- húsið og Hugsandi menn sam- einast GENGIÐ hefur verið frá samning- um vegna sameiningar fyrirtækj- anna Hugsandi manna ehf. og Verkfræðihússins hf. Með sameiningunni á að mynda öflugt hugbúnaðarhús með aðal- áherslu á lausnir fyrir fjármála- markað en fyrir skömmu samein- uðust Verkfræðihúsið hf. og Fjármálaheimar hf., að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Bæði félögin hófu starfsemi á nýliðnu ári. Hugsandi menn ehf. var stofnað síðastliðið vor af nokkrum útskriftarnemendum í kerfisfræði við Viðskiptaháskólann í Reykjavík. Fyrirtækið hefur sinnt ýmiss konar verkefnum í hugbúnaðargerð og ráðgjöf. Áhersla hefur verið lögð á nýsmíði sérhæfðra kerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Verkfræðihúsið ehf. var stofnað í febrúar 1999 af aðilum með reynslu og þekkingu úr hugbúnað- ar- og fjármálageiranum. Hluthaf- ar í nýju félagi eru, auk starfs- manna og stofnenda, Skýrr hf. og Teymi hf. Fyrirtækin munu starfa undir merkjum Verkfræðihússins og framkvæmdastjóri sameinaðs félags er Jón Helgi Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.