Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI •• Ollum þremur tilboðunum í leigu á Eyjafjarðará hafnað Sala veiðileyfa áfram á hendi veiðifélagsins VEIÐIFÉLAG Eyjafjarðarár auglýsti eftir til- boðum í leigu á ánni og rann umsóknarfrestur út nú um áramótin. Þrjú tilboð bárust en stjórn veiði- félagsins samþykkti á fundi sínum sl. sunnudag, að hafna þeim öllum og verður sala veiðileyfa óbreytt og áfram á hendi félagsins. Kristján Jónsson, formaður Veiðifélags Eyja- fjarðarár, sagði að tilboðin þrjú hafi ekki verið langt frá þeirri upphæð sem félagið hafi verið að fá fyrir sölu veiðileyfa án þess þó að hann vildi fara nánar út í peningamálin. Tilboðin sem bárust voru frá Stangaveiðifélaginu Flugunni, Erling Ingva- syni tannlækni og Pálma Gunnarssyni, Stefáni Jóni Hafstein og fleirum. Einnig bárust tvö tilboð eftir að tilboðsfresturinn rann út og sagði Kristján að þau tilboð hafi ekki einu sinni verið skoðuð. A síðasta aðalfundi veiðifélagsins var samþykkt að bjóða ána út að sögn Kristjáns og þá til þess að sjá hvort kæmu góð tilboð og eins til að menn sæju hvað þeir væru með í höndunum. „Þessi tilboð sem bárust freistuðu okkar ekki það mikið að við hefð- um áhuga á því að leigja ána. Auk þess fengum við margar áskoranir frá veiðimönnum hér á svæðinu um að leigja ána ekki. Akureyringar hafa fengið að njóta þess að veiða í ánni og margir voru hræddir um það myndi breytast yrði áin leigð.“ Eyjafjarðará er ein allra vinsælasta og gjöful- asta silungsveiðiá landsins. Þar er veitt á 10 stang- ir á dag á fimm svæðum. Að sögn Kristjáns komu um 3.000 fiskar á land sl. sumar, sem er 300 fisk- um færra en árið áður. Árið 1997 var metveiði í Eyjafjarðará en þá komu 3.700 fiskar á land. Sala veiðileyfa hefur jafnan gengið vel og fæiri fengið leyfi en vildu. „Eg man aldrei eftir annarri eins ásókn í veiðileyfi og síðastliðið sumar,“ sagði Kristján. Verk eft- ir starfs- fólk FSA SÝNING á verkum starfs- fólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri stendur yfir í bið- stofu röntgendeildar sjúkra- hússins. A sýningunni sem opnuð var skömmu fyrir jól kennir margra grasa, en þar eru málverk, teppi, ljóð, ljós- myndir, stækkaðar smásjár- myndir og ýmislegt fleira, eða alls um 35 verk. Sýningunni lýkur um næstu helgi, eða 15. janúar næstkomandi. Líf og fjör á íshokkíæfingu. Lií og íjor a íshokkíæfingu Morgunblaðið/Kristj án Daniel Snorrason lögreglufull- trúi í rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri skoðaði verksummerki á brunastað í gærmorgun. Eldur í mynd- bandaleigu TVEIR menn voru fluttir með reyk- eitrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri eftir að þeir höfðu reynt að slökkva eld sem kom upp í mynd- banaleigunni Sunnuvídeói í Verslun- armiðstöðinni Sunnuhlíð um mið- nætti aðfaranótt mánudags. Slökkvilið Akureyrar var kallað á staðinn um kl. 00.20 og var þá tölu- verður eldur í kompu inn af mynd- bandaleigunni og mjög mildll reykur og hiti í húsnæðinu. Starfsmaður leigunnar og annar til höfðu þá reynt að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitæki en ekki orðið nægi- lega ágengt. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild FSA með reykeitrun. Töluverðar skemmdir urðu á hús- næði og búnaði af völdum hita og reyks. Reykur náði einnig að breið- ast út yfir í húsnæði leikfangaversl- unar sem er í verslunarmiðstöðinni og þar urðu smávægilegar skemmd- ir. Rannsóknarlögreglan á Akureyri kannar hver upptök eldsins eru. Féll úr stiga þrjá metra MAÐUR sem var við vinnu sína í verslunarmiðstöðinni Krónunni við Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar í gærmorgun féll niður úr stiga um þriggja metra fall niður á steingólf. Hann var fluttur á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Hann kvartaði um eymsl í hálsi og baki samkvæmt upplýsingum varð- stjóra Slökkviliðsins á Akureyri, en hann þykir hafa sloppið furðu vel. FÉLAGSMENN í Skautafélagi Ak- ureyrar eru farnir að æfa af fullum krafti í nýju skautahöllinni á Krók- eyri. Fyrsta æfingin var á að- fangafangadag, þann 24. desember, og var sameiginleg fyrir alla skautaiðkendur og sl. sunnudag var skautahöllin opin fyrir félaga í SA. Þrátt fyrir að æfingar séu hafnar í höllinni er enn margt ógert og nokkuð í land að hægt verði að bjóða félagsmönnum SA og öðru skautaáhugafólki upp á fullkomna aðstöðu þar. Þrátt fyrir það er líf og fjör á æfingunum og þeir tóku vel á strákarnir sem voru á íshokkí- æfingu í skautahöllinni sl. sunnu- dag. Morgunblaðið/Kristján Háskólinn á Akureyri Sjávarút- vegsdeild 10 ára TÍU ár eru um þessar mundir liðin frá því sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri tók til starf, en nám hófst þar 4. janúar árið 1990. Tímamótanna var minnst með opnu húsi og afmæl- ishófi um helgina. Fyrstu sjávarútvegsfræðing- amir útskrifuðust frá sjávarút- vegsdeildinni árið 1994 en alls hafa 56 manns lokið námi við deildina til þessa. Núverandi nemendur eru 43 talsins, þar af eiu 11 á 4. ári, 9 á 3. ári, 15. á 2. áriog8á 1. ári. Markmið sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri er að mennta einstaklinga í öllum undirstöðuatriðum sjávarútvegs og þjálfa þá í að beita faglegum vinnubrögðum við stefnumörk- un, ákvarðanatöku og stjómun í greininni. Deildin hefur frá upp- hafi haft náin tengsl við atvinnu- lífið í landinu, sem endurspegl- ast m.a. í mikilli verkefnavinnu nemenda fyrir hin ýmsu íyrir- tæki í sjávarútvegi og annarri matvælavinnslu. Forstöðumaður sjávarút- vegsdeildar Háskólans á Akur- cyri er Jón Þórðarson og hefur hann veitt deildinni forstöðu frá upphafi. Lykilhdtel sækja um lóð í miðbæ Akureyrar Stefnt að stækkun Hótels Norðurlands LYKILHÓTEL hf., sem reka Hótel Norðurland við Geislagötu á Akureyri, hafa sótt um lóðina á Gránufélagsgötu 6. Lóðin er á horni Gránufélags- götu og Geislagötu og er næsta lóð norðan Hótels Norðurlands. Að sögn Jóns Ragnarssonar,fram- kvæmdastjóra Lykilhótela, er hugmyndin að byggja við hótelið og gæti þar orðið um tvöföldun að ræða. í dag em 34 herbergi á Hótel Norður- landi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgina hafa þeir Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, og Jón M. Jónsson, sem eiga húseignina á Gránu- félagsgötu 4, einnig sótt um lóðina á Gránufélags- götu 6. Þeir stefna að því að byggja samtals um 1.000 fermetra verslunarhús á þremur hæðum á lóðinni og tengja það við Gránufélagsgötu 4. Jafn- framt er ráðgert að þar verði 6 sérverslanir á tveimur fyrstu hæðunum. Fyrir nokkrum árum var sótt um leyfi til að byggja fjórðu hæðina ofan á Hótel Norðurland. Til að slfkt leyfi fengist þurfti að setja lyftu í húsið og sagði Jón Ragnarsson að þar með hafi fjárhags- legur grundvöllur fyrir stækkuninni verið brost- inn. „Ef ég hins vegar fengi þessa lóð, með mögu- leika á stækkun til norðurs, er staðan gjörbreytt og fjárhagslegar forsendur allt aðrar. Þetta væri mjög gott til framtíðar fyiir þetta hótel og eini stækkunarmöguleikinn er til norðurs. Jón sagði að fengi hann lóðina yrði stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir næsta haust og ljúki þeirri vinnu á einu ári. „Ég held að þetta yrði mjög jákvætt fyrir ferðaiðnaðinn enda löngu Ijóst að það er mikil þörf fyrir aukið hótelrými á Akur- eyri. Nú, það eru fleiri í svipuðum hugleiðinum og það er hið besta mál, þannig að þetta sýnir að það er grundvöllur fyrir ferðaiðnað fyrir norðan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.