Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 76
 OKI hágæða tölvuprentarar 777 sölu í öllum betri tölvuverslunum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ■ ,..'r fc'-Ú . _ v?.’ 1%. rt 1 \_ t *. ." •* V -■ ' ' *’ '4-' '•■<Cs ÍÉf'- Í5 • ■ .. .. .' • ■ jrtfiÉasS' • ■ Ifwskjy . Skarð kom í varnargarð við Stokkseyri í sjógangi á háflóði í gærmorgun. Morgunblaðið/RAX Samgöngur röskuðust og sjór flæddi yfír land Múlagöng klædd með eldþolnum MÚLAGÖNG verða lokuð á kvöldin næstu vikur vegna framkvæmda, en gera á tilraun með að klæða göngin að innan með svonefndum pvc-vatnsvarnardúk. Mikill vatns- agi hefur verið í jarðgöngunum frá upphafi og valdið miklum vandræð- um. Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, sagði að dúkurinn væri samskonar og sá sem notaður er í Hvalfjarðargöngum en uppsetning er með öðrum hætti þar sem Múla- göngin eru mun eldri og því öðru- jpsi gerð. í Hvalfjarðargöngunum er dúkurinn settur upp á blikkboga í lofti ganganna, en slíkt er ekki hægt í Múlagöngum. Kostnaður 10-15 milljónir Sigurður sagði að ráða hefði ver- ið leitað hjá Norðmönnum og yrði gerð tilraun með að setja dúkinn upp á nibbur sem eru i göngunum. Alls verða setth- upp um 4.000 fermetrar af þessum dúk nú næstu vikurnar og er um tilraun að ræða, að sögn Sigurðar. Meginkostur ---þessa dúks er að hann er eldþolinn. Sigurður sagði að ef vel tækist til myndu öll göngin verða klædd þessum dúk. Þá er um að ræða á bilinu 9-11 þúsund fermetra. „Við vonum svo sannarlega að þetta tak- ist vel og að hægt verði að koma í veg fyrir vatnsagann sem verið hef- ur í göngunum,“ sagði Sigurður. Kostnaður við verkefnið er á bilinu 10 til 15 milljónir króna. Múlagöng verða lokuð frá kl. 21 á kvöldin til 23.30, en þá verður opn- að í hálftíma til að hleypa umferð í gegn. Lokað verður aftur á mið- nætti og til kl. 6.30 á morgnana. Norskir sérfræðingar frá Bergen vinna að verkefninu ásamt heima- jyjiönnum. SAMGÖNGUR innanlands röskuð- ust verulega í gær þegar kröpp lægð gekk yfir landið á stórstraumi. Sjór flæddi yfir land við sunnanvert land- ið. Talsvert tjón varð á hafnarmann- virkjum í Grindavík á háflóði í gær- morgun. Þá urðu skemmdir á bílum, sem stóðu á bryggjunni í Grindavík og flutu um bryggjur og hafnarbakka þegar sjófyllumar gengu yfir. Einn- ig kom skai'ð í sjávarkambinn við Hópsnes. Mikill sjór gekk yfir við Stokks- eyri og Eyrarbakka. Þari og grjót þakti þjóðveginn við ströndina; veg- urinn austan Stokkseyrar fór í sund- ur og varnargarðar rofnuðu en ekk- ert tjón varð í bænum því aðalvarnargarðarnir þar stóðust áganginn. Mikill sjógangur var einn- ig við Vík í Mýrdal þar sem hesthús vora um tíma umflotin sjó. Ekkert var flogið frá Reykjavík- urflugvelli í gær. Að sögn Einars Hermannssonar, afgreiðslustjóra Flugfélags Islands, biðu um 650 manns eftir innanlandsflugi. Þá voru fjallvegir víða ófærir og varaði Vegagerðin við umferð um Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig var varað við færð á Hellisheiði og í Þrengslum og sandstormi við Óseyr- arbrú. Herjólfur sigldi ekki milli lands og Eyja í gær og liggur bund- inn í Eyjum. Við háflóð í gærkvöldi var nokkur viðbúnaður í Grindavík og við Stokkseyri en að sögn lögreglu var þar allt með kyrrum kjörum. Veðurstofan spáði því að drægi úr vindi í kvöld og nótt; loftþrýstingur hafði hækkað og lægðin, sem gekk yfir landið, grynnkað. ■ Tjón/38 Vörugjald af bflum sem gefnir eru Fræðslumiðstöð bflgreina 35-45% af heildarvirði gjafar renna í ríkissjóð Mikil aukning í kortaviðskiptum BÍLAUMBOÐIN á íslandi þurfa að greiða að jafnaði 35-45% af heildar- virði hverrar bifreiðar sem þau gefa til Fræðslumiðstöðvar bflgreina í Íiorgarholtsskóla í ríkissjóð. Sé bif- eiðin um einnar milljónar króna virði þurfa umboðin því að greiða á bilinu 350 til 450 þúsund krónur í rík- issjóð enda þótt þau séu með þessu að leggja Fræðslumiðstöðinni til mikil- væg kennslugögn. Ekki er til staðar heimild í lögum til að fella niður vörugjald og virðis- aukaskatt af þessum gjöfum en Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bflgreinasambandsins, segir vonir standa til að þessu fáist senn breytt. Bflaumboð og varahlutasalar hafa verið Fræðslumiðstöð bílgreina mjög innan handar vegna þeirrar kennslu sem fram fer í Borgarholtsskóla en þar eru bæði bifreiðar og ýmis önnur tæki, sem gefin eru Fræðslumiðstöð- inni, nýtt til þjálfunar og kennslu verðandi bílaviðgerðarmanna, sem og fyrir sí- og endurmenntun starf- andi bflaviðgerðarmanna. Nú síðast gaf B&L sex bifreiðar til Fræðslu- miðstöðvarinnar og voru þær afhent- ar í síðustu viku. Jónas Þór segir menn óánægða með að rfldsvaldið skuli ekki sýna þessum málum skiln- ing og koma til móts við þá sem leggja til svo dýr kennslugögn. Vörugjald er á bilinu 35-65% en Bflgreinasambandið hefur átt í við- ræðum við fjármálaráðuneytið um þessi mál og segir Jónas Þór að síð- asta tillaga þehTa geri ráð fyrir að 30% vörugjald verði tekið af bifreið- um með vélarstærð upp að 2000 rúm- sentimetrum og 40% yfir 2000 rúm- setnimetra. Jafnframt þyrfti síðan að vera fyrir hendi heimild til þess að fella niður gjöld af kennslutækjum. Jónas segist ekki vita hvernig þessi mál standa í ráðuneytinu en að hann telji að ráðherra hafi á þeim skilning. Því séu menn vongóðir um að vænta megi breytinga. Aríðandi sé að ekk- ert komi í veg fyrir að hægt sé að við- halda tækjum í Fræðslumiðstöðinni. 19,2 milljónir kreditkortafærslna voru gerðar í svokölluðum posum ís- lenskra verslana og þjónustufyrir- tækja í fyrra en færslumar voru 16,6 milljónir á árinu 1998. Að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Europay á Is- landi, fjölgaði færslum viðskiptavina fyrirtækisins úr 4,2 milljónum í 5,4 milljónir en hjá Visa fjölgaði færslum úr 12,4 í 13,8 milljónir. Samtals veltu viðskiptavinir Euro- pay á þennan hátt 18,3 milljörðum króna en veltu 13,3 milljörðum árið 1998. Viðskiptavinir Visa veltu 47,6 milljörðum króna í gegnum posa- kerfið í fyrra en 40,6 milljörðum árið áður. „Við eram að fá mjög væna sneið af aukningunni, en Visa er líka að bæta við sig,“ segir Ragnar um breytingar á markaðshlutdeild fyrir- tækjanna. „Markaðshlutdeild okkar í kreditkortaviðskiptum er að vaxa úr 24,6% í 27,8% en í debetkortum fór hlutdeild okkar úr 28,4% í 32,3%.“ Um skýringar á breyttri markaðs- hlutdeild segir hann að á síðasta ári hafi Europay byrjað að dreifa kredit- kortum sínum í gegnum banka og með 180 nýjum afgreiðslustöðum hafi áhriftn orðið þessi. Debetkorta- viðskipti jukust einnig umtalsvert, að sögn Ragnars. Á síðasta ári voru gerðar 18,8 milljónir færslna á Visa Electron-debetkort fyrir 60,8 millj- arða króna en 8,9 milljónir færslna á Maestro-debetkort Europay fyrir 28,9 milljarða króna. 1998 voru gerð- ar 16,6 milljónir færslna fyrir 51,5 milljarða króna með Visa-debetkort- um en 6 milljónir færslna fyrir 20,4 milljarða með Maestro-kortum. I tölunum hér að ofan er aðeins miðað við greiðslur í gegnum posa, hvorki er tekið mið af færslum í hrað- bönkum né rað- og boðgreiðslum. Snjallkort væntanlegt Ragnar segir að meðal-Islending- urinn sé nú með tvö alþjóðleg greiðslukort, eitt debetkort og eitt kreditkort. „Það er mjög áberandi að debetkortin hafa nánast gengið af tékkunum dauðum; fyrirtæki nota tékka ennþá en einstaklingar draga ekki upp tékkhefti nema einstöku sinnum á ári,“ segir hann. Stefnt er að því að um mánaðamótin febrúar- mars komi svokölluð snjallkort á markað hériendis og að snjallkort leysi flestöll venjuleg debetkort af hólmi á þessu ári. Ragnar segir að með tilkomu snjallkorta dragi veru- lega úr notkun almennings á seðlum ogmynt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.