Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 54|£ ________UMRÆÐAN_______ Ymislegt bar 20. öldin í skauti sér MARGIR munu velta fyrir sér, hvað hafi verið merkasti þáttur í þjóðlífi íslend- inga á 20. öld. Einnig munu sumir reyna að gera sér í hugarlund hvað hafi verið forkast- anlegasta uppátæki hjá Islendingum á þeirri öld. Skoðanir verða áreiðanlega skiptar um hvort tveggja. Ýmsir atburðir hafa gerst, sem höfðu mikil áhrif bæði í einhveiju byggð- arlagi sérstaklega og líka á alla þjóðina. Já- kvæðir þættir eins og t.d. fullveldi 1918 og lýðveldi 1944 verða til skoð- unar líkt og fyrstu ráðherradómsár íslensks ráðherra. Náttúruhamfarir með skaða og skelfingu hafa feikna mikil áhrif og verða ígrunduð ræki- lega. Þessi efni og mörg fleiri munu verða viðfangsefni sagnfræðinga og jafnvel doktorsritgerðaefni þegar fram h'ða stundir. Velferðarkerfið mun fá sína söguskoðun. Þá verður kerfi Tryggingastofnunar ríkisins í ríflegum mæh undir smásjá sagn- fræðinga, bæði stofnun þess og framþróun. Spurt verður, hvort nokkurt kerfi hafi haft meiri áhrif á þjóðlífið á fleiri en einn veg á ýmsum köflum aldarinnar. Æth sagnfræð- ingunum verði þá ekki sérstaklega starsýnt á ákvæði í lögunum um TR, sem kveður á um tekjuskerðingu þeirra tekjuþega TR, sem hljóta ein- hverjar tekjur umfram það sem TR greiðir, til þess að aldraðir og öryrlq- ar hefðu ekki of rífleg fjárráð. Óvíst er, að þingmenn og stjórn- völd, sem að þeirri lagasetningu stóðu, verði kátir vegna þeirra um- sagna um gerð þeirra, sem sagn- fræðingar framtíðar munu gera að umtalsefni í verkum sínum, er þeir skoða og velta fyrir sér hvers vegna tekjuþegi TR á að fá minni mánaðar- tekjur frá TR ef honum hlotnast happdrættisvinningur eða fær höf- undarlaun fyrir löngu samið hugverk eða ef hann tekur þátt í þáttagerð með upprifjun minninga í útvarps- þætti eða sjónvarps- þætti. Þeir munu lík- legast líka velta fyrir sér hvers vegna það ætti að skapa rugling í tekjustreymi að hafa samið vinsælt lag við Ijóð, sem stundum er sungið og gefur höf- undartekjur. Sú augljósa stað- reynd blasir við, að ekki borgar sig fyrir aldraða og öryrkja að stunda söguskrif eða önnur ritstörf vegna þess ruglings á tekju- streymi, sem tekju- skerðingarákvæði laga um TR veld- ur. Það kemur öldruðum og öryrkjum í koll með óþægilegum hætti að fást við eitthvað, sem auðg- ar menninguna ef það gefur höfund- arlaun og þeim er því best að halda sig frá öllu, sem gefur höfundarlaun, hvort sem það er nytsöm uppfinning eða hugverk til afþreyingar og um- hugsunar vilji þeir forðast röskun á tekjustreymi frá TR. Lagabókstaf- urinn gefur nefnilega ábendingu á að skerða mánaðartekjur frá TR fái tekjuþegi annars staðar frá tekjur skattfrjálsar jafnt sem skattskyldar. Ætli lagasetningin geti ekki líka talist grimmúðleg og misréttisvald- ur, vegna þess að einstaklingar hafa aðra stöðu en hjón og sambýlingar gagnvart tekjuskerðingunni. Ekki er ósennilegt að misbeiting TR-kerfis- ins verði í ríkum mæli tilefni áfellis- dóms um gerðir þeirra þingmanna, sem eiga hlut að máli og beita sér með lagasetningu til að þrengja kosti aldraðra og öryrkja líldega án þess að gera sér grein fyrir áhrifum laga- setninga sinna. Jafnvel gæti svo orðið, að neikvæð áhrif tekjuskerðingarákvæðis laga um TR muni verða talin jafngildi náttúruhamfara, sem hafa skelfingu og skaða í för með sér, þ.e. afkomu- skelfingu hjá sumum tekjuþegum og skaða fyrir menningu þjóðarinnar vegna ósaminna hugverka og týndra merkra sögulegra minninga sem aldrei voru sagðar eða á blað skráð- Tekjuskerding Hugsanlega verður það fyrsta gæfuspor þing- manna á 21. öldinni, segir Gísli H. Kolbeins, að nema tekjuskerðing- una úr gildi. ar. Það ættu allir íslendingar að velta fyrir sér hvernig þáttur í þjóðlífi ís- lendinga á 20. öld tekjuskerðingar- ákvæði laganna um TR var í raun og veru og verður svo lengi, sem það er í gildi. Það var lögleitt á 9. áratugnum eins og eftirmæli. Á meðan það er í gildi mun það setja svip á daga allra, sem bæði örorka þjakar og þeirra, sem aldri ná til að verða tekjuþegar hjáTR. Hugsanlega verður það íyrsta gæfuspor þingmanna á 21. öld að nema það úr gildi, svo að tekjuþegar TR hafi hvatningu til að bæta hag sinn með þátttöku í menningarlífi þjóðarinnar með hugverkum og snilligáfum á ýmsum sviðum mennta og menningar. Hver veit? Höfundur er eftirlaunaþegi. Gísli H. Kolbeins Eins manns herbergi 4.500 kr. Innifalið er morgunverður, aðgangur að heilsurækt* með heitum potti, gufubaði og tækjasal, bíla- gegmsla í 7 daga og akstur að Leifsstöð fgrir þá morgunhressu*. *Akstur að Leifsstöð er einungis á ákveðnum tímum: kl. 06:10 og 0?:20. *Heilsuræktin er opin frá mánudegi til föstudags kl. 10:00 - 22:00 og laugardagogsunnudagkl. 10:00-19:00. Gildirfrá 1. október 1999 til 30. apríl 2000 FLUGHOTEL ICELANDAIR HOTELS Bókunarsími: 421 5222 Taktu forskot áfríið Flughótelið í Keflavík býður glæsilegt tilboð á gistingu og bílageymslu Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný mánudaginn 17. janúar og verður kennt í Odda, Háskóla íslands. Skráning fer fram á kynningarfundi í Odda, stofu 202, miðvikudaginn 12. janúar kl. 20.30. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 551 0705 kl. 17—19 á virkum dögum (símsvari síðdegis utan þess tíma). Eftirfarandi námskeið eru í boði: Byrjendur, mánudaga kl. 18.15 — 19.45 frtá 17.1. til 27.3. Framhald 1, þriðjudaga kl. 20.00—21.30 frá 18.1. til 28.3. Framhald 2, fimmtudaga kl. 18.15 — 19.45 frá 20.1. til 30.3. Framhald 3, þriðjudaga kl. 18.15—19.45 frá 18.1. til 28.3. Framhald 4, miðvikudaga kl. 18.15—19.45 frá 19.1. til 29.3. Talþjálfun f. skemmra komna, uppl. um dag ogtt tíma í s. 551 0705 kl. 17-19. Talþjálfun f. lengra komna, mánudaga kl. 20.00-21.30 frá 17.1. til 27.3. ÞU ERT A innrt^o djekd MEÐ ab-osti Prófaðu gómsætan ab-ost á brauðið. Hann inniheldur a- og b-gerla sem eru gott fram- lag til baráttunnar gegn beinþynningu þar sem þeir stuðla að hámarksnýtingu kalks í líkamanum en osturinn er ríkur af kalki. a- og b-gerlarnir gegna einnig afar mikil- vægu hlutverki í meltingunni. Þeir efla mótstöðuafl líkamans gegn óheppilegum bakteríum og sveppasýkingum. Þá benda athyglisverðar rannsóknir til þess að regluleg neysla á a- og b-gerlum geti stuðlað að lækkun kólesteróls í blóði. Rannsóknir sýna að margt fólk með mjólkur- sykursóþol getur neytt ab-mjólkurvara án þess að hljóta óþægindi af. ab-ostur er sannkallað Ijúfmeti sem leynir á sér! ostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.