Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 37 UMRÆÐAN Skattagaldrar Á vordögum í fyrra þegar gengið var að kjörborði höfðu stjórn- arflokkamir hátt um það góðæri sem hér væri í landi. Lífskjör hefðu batnað sem aldrei fyrr. Margróm- aður stöðugleiki væri traustur, þenslumerki væru að vísu sýnileg við sjónarrönd ystu, rétt eins og kjarasamn- ingarnir, en ekki væri þetta neitt sem lands- feðumir réðu ekki við. Að vísu voru einhverjir svartsýnismenn . sem bentu á að lægstu laun væm fyrir neðan allt velsæmi og bótaþegar flestir lifðu nánast við sult og seym. En talsmenn stjórnai-- flokkanna sögðu þetta smámuni eina sem þaráofan yrðu leiðréttir snar- lega eftir kosningar, vel að merkja settu menn kross við réttan flokk. Leikfléttan gekk upp og kjósend- ur kusu óbreytt ástand. En nú, 8 mánuðum síðar, kveður við annan tón en ekki síður kunnug- legan. Nú þarf, segja atvinnurekend- ur, nýja þjóðarsátt. Orðið þjóðarsátt er nefnilega í okkar gráðuga neyslu- samfélagi einskonar töfraorð. Þegar allt um þrýtur, stöðugleikinn riðar og verðbólgan fer af stað ganga hinir vísu landsfeður fram fyrir þegna sína og mæla fram í sínum dýpsta og landsföðurlegasta rómi: „Hókus pók- us þjóðarsátt." Og sjá, að slíkri sátt fenginni eflist góðærið, skattar lækka á fyrirtækjum og raunar líka á þeim einstaklingum sem hafa tekjur á við þokkalega stöndug fyrirtæki, barnabætur lækka, vaxtabætur lækka, skattar á lágtekjufólk og ein- stæða foreldra þeir aftur á móti hækka og sé spurt hvað líði leiðrétt- ingu á kjörum láglaunafólks og bóta- þega reyndist því miður ekki rúm fyrir slíkar ráðstafanir að þessu sinni. Segja má að fyrsti þjóðarsáttar- samningurinn hafi markað tímamót. Með honum færðu launamenn í þessu landi fómir sem dugðu til þess að kveða niður verðbólgu og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi stöðug- leika. Þrátt fyrir að því væri hátíð- lega lofað að launafólki yrði bættur þessi fórnarkostnaður hefur síðan hver „þjóð- arsáttin" rekið aðra og flestar hafa þær frænk- ur snúist um það að launafólk yrði að sætt- ast á að fresta kjara- bótum til þess að við- halda stöðugleikanum og lágri verðbólgu. Á sama tíma hefur fjár- magnseigendum verið gefið frelsi til þess að skara til sín æ stærri hluta af þjóðarkökunni. Á undanfömum áram, þeim ámm sem kennd era við þjóðarsáttir, hefur þróunin orðið m.a. með svofelldum hætti: Ráðstöf- unartekjur þeirra 10% hjóna sem hæstar hafa tekjur samkvæmt sam- antekt Þjóðhagsstofnunar um dreif- ingu eigna og tekna hafa sl. tvö ár hækkað um 130 þúsund á mánuði. Hjá þeim 10% hjóna sem lægstar hafa tekjurnar nam hækkunin á sama tíma hins vegar um sex þúsund og fjögur hundrað krónum á mánuði. Ástæða þessa er sú að skattbyrði fyrrnefnda hópsins hefur stórlækkað meðan skattar annarra hafa hækkað en þó mest hjá þeim sem tekjulægst- ir eru. Jafnframt hafa vaxta- og barna- bætur lækkað um nálægt 60% þann- ig að þá, sem árið 1996 áttu 88 þús- und krónur eftir af bótunum þegar skatturinn hafði verið greiddur, vantaði árið 1999 26 þúsund krónur upp á að eiga fyrir skattinum. Arið 1996 var tekjumunur þeirra 10% sem hæstar höfðu tekjumar og þeirra 10% sem voru tekjulægstir fjórfaldur. Hann er fimmfaldur í dag. Stöðugt er haft á orði að nauðsyn- legt sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin. I aðdraganda hverra kjarasamninga á fætur öðrum er því lýst yfir að slíkt sé markmiðið. Þegar upp er staðið er niðurstaðan samt alltaf hin sama. Bilið milli þeirra sem hafa lökust kjör og hinna sem betur mega sínbreikkar ár frá ári. Ástæðurnar fyrir þessari óheilla- þróun era vafalaust margar en mestu skiptir þó að ríkisstjórnin hef- ur beitt skattkerfinu markvisst til þess að hygla þeim sem standa best fjárhagslega á kostnað annarra þjóð- Kjör íslenskir ráðherrar eiga það sammerkt með Jóni gamla skerínef á frönsku lóðinni, sem sagt er frá í Heimsljósi, segir Sigríður Jóhann- esdóttir, að hann styrkti einvörðungu eigna- menn. félagshópa. Þróun af þessu tagi verð- ur nefnilega ekki óvart. Ráðherrar í ríkisstjóm íslands eiga það sam- merkt með Jóni gamla skerínef á frönsku lóðinni, sem sagt er frá í Heimsljósi, að hann styrkti einvörð- ungu eignamenn, þeim finnst ekki borga sig að skipta sér af hinum. Nú nýverið sá ég tölur um að skuldir í sjávarútvegi hefðu aukist um 30 milljai’ða umfram það sem hægt væri að skýra með nýjum skip- um eða eignaaukningu af því tagi. 30 milljörðum hefur m.ö.o. verið varið til þess að kaupa kvóta þeirra sægreifa sem ákveðið hafa að hverfa frá svipulum sjávarafla til þeirrar iðju að rækta gullgæsir á þurra landi. Það era handhafar þessara 30 milljarða sem nú byggja kringlur á kringlur ofan í þeirri trú að verslun á nýrri öld muni aukast í réttu hlutfalli við framboð á verslunarhúsnæði. Það era líka gullrassar úr þessum hópi sem kaupa hlutabréf í þeim rík- isfyrirtækjum sem sett eru á útsölu þessa dagana. Komi nú á daginn að sjávarútveg- urinn standi ekki undir fleiri kringl- um, sægreifarnir verði of margir, verslun aukist ekki endalaust. Ætl- um við þá enn eina ferðina að heita á hurðir þess fólks sem nú þegar strit- ar fullan vinnudag fyrir smánarlaun segjandi: Nú er enn á ný uppranninn tími þjóðarsáttar. Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingar í Reykjaneskjördæmi. Sigríður Jóhannesdóttir Við bjóðum upp á mikið úrval af níkótín- lyfjum til að auðvelda þér að kveðja reykinn. Alla þessa viku verðum við með sérfræðinga í verslunum okkar sem geta metið reykingar þínar og út frá því ráðlagt þér við val á níkótínlyfjum. Komdu við í næstu verslun Lyf & heilsu og við aðstoðum þig við að efna áramótaheitin. WLyf&heilsa Kringlan • Kringlan 3. hæð • Mjódd • Glæsibær • Melhagi • Háteigsvegur • Hraunberg • Hveragerði • Kjarni - Selfossi • Hafnarsfræti - Akureyri Sjá einnig Umræðu á bls. 52-55 '^éÚMÍíhreinsunin sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatnði og tækni. Byrjendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. St'mar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísiadóttir, listmálari. Gleraugnasalan, Laugavegi 65. á^ficis VÖRN FYRIR AUQUN Gleraugu fyrir unga fólkið Egla bréfabindi í tilefni árþúsundaskipta: Afsláttur sem getur skipt þúsundum. Múlalundur Vlnnustofa SÍBS 8fml: 662 6500 Símbréf: 552 8819 Voffanfl: www.mulalundur.l* RÖP OC RECLA ■b MOi " r i Egla bréf abindin hafa notið mikilla vinsælda meðal íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum, enda um afar vandaða framleiðslu að ræða. Þau fást í 5 mismunandi stærðum og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.