Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJU DAGUR 11. JANÚAR 2000 63 --------------------------r Misstir þú af aldamótunum? Frá Inga Hans Jónssyni: MISSTIR þú af aldamótunum? Hún er ákaflega einkennileg um- ræðan um aldamótin. Þó það sé ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að halda þessu áfram nú er það vert þar sem svo margir misstu af alda- mótunum vegna boðskapar há- lærðra manna. Þú, lesandi góður, skalt nú leggja það á þig að lesa þetta hvaða skoðun sem þú hefur á málefninu. Hér verða efnistök byggð á raunsönnum lýsingum og tilvitnunum sem eru mjög venjuleg- ar, líttu á. í eina tíð var ungur drengur að ganga til prests til ferm- ingarundirbúnings. A þeim tíma var alsiða að maður var manns gaman. Gárungar nokkrir spurðu strákinn að því hvenær Jesús hefði fæðst. Strákurinn hugsaði sig um ör- skotsstund og svaraði: „Þegar árið var ekki neitt.“ Gaman var hent að svari stráksins en er fram liðu stundir áttuðu menn sig á hve ótrú- lega snjallt þetta svar var. Það verð- ur notað hér sem útgangspunktur. Eftir og fyrir Krists burð Allir þekkja þá viðmiðun að talað er um að atburðir hafi gerst ein- hverjum árum fyrir Krists burð en svo aðrir einhverjum árum eftir Krists burð. Þar sem árin eitt fyrir Krist og eitt eftir Krist mætast hlýtur að vera núll. Með öðrum orð- um, þessi tvö ár hljóta að innihalda sína 365 dagana hvort eða samtals 730 daga. Núllið er því í miðjunni þar sem hin ætlaða fæðing á að hafa átt sér stað. Og það sem fermingar- strákurinn, Jesús Kristur, ég og þú lesandi góður eigum sameiginlegt er að öll erum við fædd jafn gömul. Og við fæðinguna hefst okkar fyrsta ár sem lýkur á einsársafmælinu, þá hefst annað árið okkar og þannig koll af kolli, þangað til við fyllum fyrsta tuginn. Á 10 ára afmælinu höfum við lifað í full 10 ár og erum komin á annan áratuginn. Fimmtugsafmælið Maður nokkur á Seltjarnarnesi er fæddur 16. mars 1950, hann verður því fimmtugur 16. mars næstkom- andi. Hann hefur þá lifað í full 50 ár. Þá verður honum að öllum líkindum árnað heilla með klassísku gríni um hvemig það sé nú að hafa verið rúmlega fertugur í næstum tíu ár og vera svo allt í einu kominn á sext- Glataðar pantanir (a Garðari Cortes) Frá Pórarni Stefánssyni: VEGNA bilunar í tölvu glötuðust all- ar netpantanh’ sem áhugamenn um sönglist Garðars Cortes höfðu gert vegna sértilboðs á nýútkomnum geisladiskum hans og Eriks Werba sl. haust. Útgefandi, Polarfonia Classics, biður þá sem eiga óaf- greiddar pantanir innilegrar afsök- unar vegna óþæginda sem af þessu hafa hlotist. Þeir sem enn hafa áhuga á að eignast geisladiskana á því til- boðsverði sem gefið var upp vinsam- legast endurnýið pöntun ykkar í net- fangi ts@itn.is. f.h. Polarfonia Classics ÞÓRARINN STEFÁNSSON ugsaldur. Já, nákvæmlega á fimm- tugsafmælinu hefst sextugsaldur- inn. Þetta hefur ekki vafist fyrir mönnum til þessa. Þannig lauk líka tuttugustu öldinni um síðustu ára- mót og tuttugasta og fyrsta öldin hófst. Það sem mér þykir einkenni- legast er að flestir andstæðingar nýafstaðinna aldamóta fallast á að um árþúsundamót hafi verið að ræða. Sé á það fallist gengur tuga- talið þannig upp að nýtt árþúsund hefst um leið og nýr áratugur og þar af leiðandi nýtt árhundrað. Frá Háskólanum í Almanaki sem Háskóli íslands gefur út er birtur eftirfarandi texti: „Tímatal kristinna manna á það sameiginlegt með öllum öðrum tímatölum mannkynssögunnar að fyrsta árið er auðkennt með tölunni 1, annað árið með tölunni 2 og svo framvegis. Ef fylgt er rithætti höf- undar tímatalsins heitir fyrsta árið (á latínu) Anno Domini Nostri Jesu Christi 1, sem þýða mætti „fyrsta ár herra vors Jesú Krists“. Af því leið- ir að fyrstu öldinni lauk ekki fyrr en árið 100 var á enda, og 20. öldinni lýkur ekki fyrr en árið 2000 er á enda. Ný öld gengur því ekki í garð fyrr en 1. janúar árið 2001.“ Annar skilningur Takið eftir þýðingu Háskólans á frumtextanum „Fyrsta ár herra vors Jesú Krists" að framansögðu þarf ég ekki neina háskólamenntun til að skilja þetta á þveröfugan hátt. Og vitna þá aftur til þess að við öll erum fædd jafngömul Jesú Kristi. Ég velti því nokkuð fyrir mér á hvern hátt þýðing txtans gæti skil- ist á þann hátt sem háskólamennt- aðir menn skilja hann. Mér er það gjörsamlega fyrirmunað að snúa þannig út úr þessari þýðingu að ég fái það út að tímatalið byrji á árinu eitt. En að það hefjist á fyrsta ári hljóta allir að geta verið sammála um og það vill nú þannig til að al- mennur lesskilningur á 1. ári er þeir 365 dagar sem líða frá því að eitt- hvað verður til þangað til það er eins árs gamalt. Ný öld fæddist á nýársnótt og verður 100 ára á nýársnótt árið 2100. Eins og sagt verður um manninn á Seltjarnanesi að hann verði kominn á sextugs- aldur, eins er tímatalið komið á tutt- ugustu og fyrstu öld. Þó gömul vald- boð segi annað. Kertin hans Þórs Eitt atriðið í þessari aldamóta- kómedíu var þegar Þór Jakobsson þröngvaði kertasögu sinni upp á landsmenn í veðurfréttatíma. Ég erfi það ekki við hann og vil ekki að veðurfræðingar né aðrir búi við rit- skoðun. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu nefnt atriði lýsti Þór á ákaflega einfaldan hátt skoðun sinni með því að stilla upp kertum mis- Brúðhjón borðbunaöur - Glæsileg gjafavara - Brúðhjónalistar brunnum. Kertin táknuðu hvert sitt árið og þannig brenndi hann eitt kerti á ári. Og byrjaði auðvitað á kerti númer eitt sem tákn um fyrsta ár aldarinnar. Mér varð strax Ijóst að þessari líkingu mætti snúa við á þann hátt að þú tekur kveik og dýfir í vax á hverjum degi og ert kominn með fyrsta kertið eftir 365 daga og hefst þá handa við annað kertið o.s.fr.v. Þannig þroskuðumst við öll og þannig heldur líf okkar áfram. Stutt fyrirspurn Hér er svo stutt fyrirspurn til há- skólans í Reykjavík: Hve mörgum árum hefur fyrstaársnemandi eytt við Háskóla íslands? INGI HANS JÓNSSON, Hlíðai-vegi 11, Grundarfirði. Skuldin við Reykjalund Frá Sigrúnu K. Ái-nadóttur: ÉG ER ein þeirra þúsunda, sem hafa komist til heilsu á Reykjalundi og þess vegna er skuld mín við Reykjalund stór. Þessa skuld getum við, sem heilsu hlutum, byrjað að greiða með því að kaupa sem ílesta miða í Happdrætti SÍBS. Happ- drættið hefur í fimmtíu ár kostað framkvæmdir á Reykjalundi og því er vandfundin sú fjölskylda í land- inu að einhver úr henni hafi ekki fengið þar heilsubót og komist til starfa í þjóðfélaginu til framfærslu sér og sínum. Það vita allir, sem kynna sér end- urhæfingarmál, að ekkert er þjóðfé- laginu hagkvæmara en endurhæfing og síðan verður bætt líðan fólks aldrei metin til íjár. Nú bíða þjálfunar á Reykjalundi hundruð manna og því er brýn þörf að bæta úr, enda stendur fyrir dyr- um að byggja endurhæfingarhús með sundlaug. Því vil ég skora á alla landsmenn að styrkja Reykjalund með því að kaupa miða í happdrætti SÍBS. Þá sakar ekki að geta þess, að vinning- ar eru margir og stórir, fyrir lágt verð miða. Við skulum lækka skuldina við Reykjalund. SIGRÚN K. ÁRNADÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík. yersujnin Lttugavegi 52, s. 562 4244. Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 2000 > Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2000 verða sendir út næstu daga,~- ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró- seðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum. Fasteignagjöld skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, sorphirðugjald, vatnsgjald og holræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun á þeim liðum árið 2000, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi hjá þeim, er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum sem borgar- stjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995. Verður viðkom- andi tilkynnt um breytingar, ef þær verða. Á fundi sínum þann 4. janúar sl. samþykkti borgarráð að hækka tekjuviðmiðun til af- sláttar á árinu 2000, vegna fasteignaskatts og holræsagjalds sem nam u.þ.b. 8%. 100% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 930.000 Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 1.300.000 80% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 930.000 til kr. 1.025.000 Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 1.300.000 til kr. 1.415.000 50% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 1.025.000- til kr. 1.130.000- Hjón með (peninga) tekjur allt að kr. 1.415.000- til kr. 1.600.000- Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir, sem ekki fengu lækkun á sl. ári, sent fram- talsnefnd umsókn um lækkun, (ásamt afriti af skattaframtali 2000). Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 2. febrúar til 26. apríl nk. Á sama tímabili verða upplýsingar veitt- ar í síma 552 8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00. Gatnamálastjóri, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi, í síma 567 9600, og í bréfsíma 567 9605. Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar vatnsgjalds, í síma 585 6000 og bréfsíma 567 2119. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563 2062 og í bréfsíma 563 2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 10.000 fyrir árið 2000 eru: 1. febrúar,' 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 10.000 er 1. apríl. N_________________________________________________________________________________A Reykjavík 11. janúar 2000 Borgarstjórinn í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.