Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 45 bróðir hans og hefur eílaust notið nokkui-s uppáhalds af því. Það var alltaf gott á milli þessara systkina og ég sem þetta rita naut sem barn og fram á þennan dag góðs af því. Fyrsta minning mín um Þór- hall mun vera frá vorinu 1929 en þá stundaði hann vinnu í Borgarnesi. Þai' var þá töluverður uppgangur í sambandi við brúarsmíði og hafnar- gerð. Þá hélt hann til hjá foreldrum mínum og ég sem barn leit náttúr- lega mikið upp til þessa stóra frænda míns sem þá var 18 ára gamall. Það mun hafa verið þegar ég var sjö ára gamall að amma mín, Guðrún Olína, sem þá átti heima norður á Langanesströnd, var einhverra hluta vegna lögð inn á Landspíta- lann í Reykjavík. Þá tók faðir minn sér ferð á hendur til Reykjavíkur og tók mig með sér. Við fórum með Suðurlandinu sem var undanfari Laxfoss. Við vorum eina fjóra klukkutíma á leiðinni, enda komið við á Akranesi og í Viðey. Þarna hitti ég ömmu mína sem er í minni mínu lítil, lagleg og snarleg kona þó hún þarna væri búin að eiga 13 börn og koma 9 til fullorðinsára. Hún kom þarna gangandi eftir spítalagangin- um og mér fannst sópa að henni þar sem hún gekk til móts við okkur. Hún kom í Borgarnes seinna þennan vetur og var hjá okkur á annan mánuð, en undi þá ekki lengur og vildi komast heim í átthagana þar sem hún hafði slitið barnsskónum. Rúmum tveimur árum seinna fór- um við feðgar aftur til Reykjavíkur og þá með Laxfossi. Þá hafði Frið- finnur afi minn verði lagður inn á Landspítalann. Þegar suður kom fói-um við heim til Guðrúnar og Þór- halls sem þá voru nýlega gift og bjuggu að mig minnir við Njálsgötu 74. Mér er það enn í minni þegar ég kom með föður mínum inn í stofuna að þar stóð kona í hvítum slopp við enda á vöggu nýfædds sonar síns. Hún var svo falleg. A þessa minn- ingu hefur ekki slegið fölva þó liðinn sé nær hálfur sjöundi áratugur síð- an. Þetta var hún „Gunna frá Fells- koti“ sem alla tíð sagði við mig það sem henni bjó í brjósti en var samt alltaf svo ósköp góð. Og ég átti eftir að gista hjá þeim hjónum oft og mörgum sinnum eftir þessa heim- sókn og var alltaf eins og ég væri í heimahúsum. Svo var það einnig hjá öðrum föðursystkinum mínum og þeirra fólki. Föðursystkini mín höfðu ríka kímni og frásagnargáfu. Þegar þau komu í heimsókn í Borgames þegar ég var barn og hvar annarsstaðar sem þau hittust var yfirleitt talað um Vopnafjörð og Langanesstrandu. Svo mikið er víst að þegar ég kom í Vopnafjörð í fyrsta skipti með Krist- jáni föðurbróður mínum sumarið 1945 þá þóttist ég þekkja töluvert mikið til þarna eystra. Þórhallur vai' fyllilega liðtækur í þessai-i frásagnarlist. Hann sagði mér sögur af sérkennilegu fólki og erfiðri lífsbaráttu, sérstaklega á Langanesströnd um 1920 og fram á þriðja áratuginn, en þá hélt hann á vit tækifæranna fyrir sunnan. Einn- ig sagði hann mér frá skemmtilegri vist í kaupavinnu hjá sérstæðum bónda í Borgarfirði. Það er óhætt að fullyrða að þeim hjónum tókst vel að spila úr þeim ævintýmm sem urðu á vegi þeirra. Þau voru samhent hamingjufólk sem eignuðust góða fjölskyldu, börn, tengdabörn og barnabörn. Að vísu urðu þau og fjölskyldan öll fyrir stóru áfalli þegar einkasonurinn varð bráðkvaddur frá konu og ung- um börnum, en þau stóðu það áfall af sér með reisn. Með Þórhalli hverfur af sjónar- sviði okkar síðasti strengurinn af þeim sem fæddust og ólust upp í Haga og á Borgum í Vopnafirði 1890 til 1919. Það er ómetanlegt að kynnast og eiga samleið með góðu og skemmti- legu fólki, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Við Hanna, synir okkar og fjöl- skyldur sendum Kolbrúnu, Erling, Helgu og afkomendum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa minningar þeirra um gott fólk. Ragnar Sveinn Olgeirsson. + Ásmundur Bjarnason, físk- matsmaður, var fæddur í Bæjarstæði á Akranesi 11. júlí 1903. Hann lést á heimili sínu að Suð- urgötu 25 á Akra- nesi 1. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Brynjólfsson, f. 15. ágúst 1873 í Móakoti á Akranesi, bóndi og sjómaður, d. 28. mars 1955 og k.h. Hallfríður Steinunn Sigtryggsdóttir, f. 20. maí 1874 í Bræðraparti, d. 26. apríl 1962. Ásmundur ólst upp í Bæjarstæði á Akranesi ásamt fímm systkin- um: Sigtryggur, f. 7. mars 1899, d. 14. apríl 1980, Guðjón, f. 12. september 1900, d. 9. ágúst 1907, Haraldur, f. 8. janúar 1905, d. 16. janúar 1998, Guðjón, f. 16. desember 1911, og Dóra, f. 27. desember 1912, d. 11. janúar 1997. Ásmundur giftist 6. júlí 1929 Halldóru Gunnarsdóttur, f. 29. júní 1907 í Kjalardal, síðar í Fellsaxlarkoti. Þau hjónin bjuggu öll sín búskaparár á Akranesi, fyrst í Bæjarstæði og síðan í Nesi, en árið 1931 reistu þau þriggja hæða íbúðarhús að Suðurgötu 25 og bjuggu þar síð- an. Halldóra lést 1. september 1977. Börn þeirra urðu níu: 1) Margrét Valdís, f. 20. júní 1925, d. 11. maí 1994, maki Þórir Har- aldsson, d. 25. febrúar 1995. 2) Bjarni Bergmann, f. 11. septem- ber 1926, maki Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir. 3) Hallfríður Stein- unn, f. 4. febrúar 1928, maki Þegar afi er kvaddur hvarflar hugurinn ósjálfrátt aftur til þess tíma þegar ég sem ungm' drengur átti ásamt fleirum úr hópi barna- bama Ásmundar og Halldóru at- hvarf við leik hjá þeim á Suðurgöt- unni á Akranesi. Raunai' var það svo á þessum árum að leiksvæði okkar var ekki bundið við lóðina að Suður- götu 25, þó að hún væri rúmgóð, heldur áttum við okkur ævintýra- land í „Hólnum" sem skildi að Suð- urgötuna og hafnarsvæðið og það var ekki langt að fara niður í fjöru við höfnina eða út í slipp. Kindurnar í kofanum voru líka fastur punktur í tilveru okkar krakkanna. Einn stað- ur átti þó öðru fremur hug okkar. Afi hafði gegnum tíðina dregið að ýmis handverkfæri til smíða og þeim var komið fyrir í einu herbergi í kjallaranum á Suðurgötu 25. Það var líka passað upp á að þar væri til- tækur hæfilegur smíðaviður. Þarna fengum við krakkarnir að smíða nánast eins og okkur lysti og gjarn- an voru það bátasmíðar. Því lífið á Skaganum snérist um báta og fisk. Stundum fengum við að heyra ein- hverjar athugasemdir frá foreldrun- um um að þetta væri hættulegt þeg- ar við vorum að handleika hamra og sagir sem voru heldur í stærra lagi fyrir litlar hendur. Þá áttum við krakkarnir einn traustan banda- mann sem jafnan var tilbúinn til að leiðbeina okkur og hjálpa. Það var Ásmundur afi og hann hafði ekki hátt þegar hann taldi þörf á að beina áhuga okkar krakkanna að öðru við- fangsefni. Ef til vill er það einmitt minningin um þá einstöku ró og umhyggju sem fylgdi afa sem situr hvað sterkast eftir á kveðjustund. Það var ekki bara að þetta birtist í samskiptum hans við okkur krakkana, heldur minnist ég einnig þeirra stunda sem ég fékk að fylgja honum þegar hann var að meta skreið og saltfisk. Þó að mikið gengi á við pökkun og starfs- fólkið væri jafnvel með einhver ærsl, lét Ásmundur það ekki raska ró sinni við að handleika og flokka fisk- inn. En það var líka stutt í glettnina hjá honum og hann gat verið stríð- inn á sinn góðlátlega hátt. Þá sá Gunnar Tryggva- son, d. 15. júlí 1984. 4) Kristinn Ingvar, f. 5. aprfl 1929, maki Una Magnús- dóttir. 5) Hafdís Lilja, f. 26. ágúst 1932, maki Jónas Garðarsson. 6) Ár- mann Þór, f. 19. maí 1934, maki Sigrún Karlsdóttir. 7) Jenney Bára, f. 20. október 1936. 8) Huldar Smári, f. 31. mars 1938, d. 9. október 1979, maki Björg Sigurðardóttir. 9) Ólafur Bergmann, f. 11. desember 1940, maki Málfríður Ólína Viggós- dóttir. Barnabörn Ásmundar og Halldóru eru 31, barnabarna- börnin 78 og barnabarnabarna- börnin eru orðin 21. Ásmundur hóf að starfa hjá Haraldi Böðvarssyni & Co að loknu skólanámi 14 ára gamall. Árið 1921 fór hann á vertíð til Sandgerðis og næstu árin var hann á bátum sem gerðir voru út þaðan og frá Akranesi, ýmist á sjó eða sem landmaður við beit- ingar. Ásmundur hóf síðan aftur störf hjá Haraldi Böðvarssyni & Co árið 1938 og tók fljótlega að sinna þar fiskmati. Hann hlaut síðar löggildingu sem fískmats- maður og starfaði við það á Akranesi, einkum hjá HB, allt þar til hann hætti störfum kom- inn hátt á áttræðisaldur. Ás- mundur og Halldóra voru jafnan með nokkrar kindur í fjárkofa á lóð sinni að Suðurgötu 25. Útför Ásmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. maður hvemig brosið færðist yfir andlit hans. Æviskeið afa spannar ótrúlegt breytingarskeið í lífi þjóðai'innar. Hann tók við þeim arfi forfeðra sinna að sinna sjómennsku, úr- vinnslu afla og halda búfénað til að mæta þörfum heimilisins fyrir af- urðir. Áfi minnist oft ferða sinna og dvalar í Sandgerði á vertíð þar en þangað fór hann fyrst innan við tví- tugt. Síðar tóku við störf á bátum og við fiskvinnslu í landi. Lengst af var starfsvettvangur afa hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. Um 1940 fór afi að sinna fiskmati en þá var áskilið í lögum að allur fiskur sem fluttur var út frá íslandi væri metinn af löggilt- um matsmönnum og háður eftirliti þeirra. Sem löggiltur og sjálfstæður fiskmatsmaður var Ásmundur ekki eiginlegur starfsmaður HB og hann kom einnig að mati hjá öðrum fyrir- tækjum. Hann fékk að fylgja þeirri umbyltingu sem orðið hefur í sjávar- útvegi íslendinga á líðandi öld, bæði í veiðum og vinnslu. Og sameining fyrirtækja á þeim vettvangi varð honum tilefni til að riija upp að á ný hefðu Akurnesingar stofnað til tengsla við Sandgerði. Þegar ég horfi til baka rifjast upp fyrir mér hversu lítið afi breyttist í útliti og að atgervi frá því ég man fyrst eftir mér í návist hans. Hann var þá um sextugt og þó að tugir bættust við aldurinn var litla breyt- ingu að sjá nema hvað síðustu árin var farið að draga úr mætti hans til hreyfinga utan dyra. En alltaf var það eins. Það bættust barnabörn, langafaböm og börn þeirra í hópinn og öll fundu þau athvarf hjá gamla manninum. Hann var þeim félagi. Spurði frétta og ræddi við þau. Þau fundu hjá honum hlýju. Og þó að árin færðust yfir og afi hætti undir áttrætt að grípa í fisk- matsstörfin var greinilegt að hann fylgdist áfram vel með hvað var að gerast í útgerðinni á Akranesi. Ég minnist þessa sérstaklega vegna þess að í störfum mínum undanfarin ár lá leið mín stundum upp á Skaga til að sinna þar málum. Þegar komið var við á Suðurgötunni spurði afi frétta, en það fór nú jafnan svo að þegar ég kvaddi var það ekki ég sem hafði sagt honum fréttirnar, heldur fór ég fróðari af fundi hans. Hann sagði mér frá aflabrögðum á Skag- anum, hvaða breytingar verið væri að gera á bátunum og vinnslunum. Og afi spurði ekki síður frétta þegar leið mín lá um Skagann á ferðum mínum út um sveitir. Við áttum sam- eiginlegt umræðuefni sem voru mál- efni sveitanna og landbúnaðarins. Þó að lífsstarf afa væri fyrst og fremst á vettvangi sjávarútvegs hafði hann alla tíð tengsl við land- búnað. Hann var jafnan með nokkr- ar kindur í kofa á Suðurgötunni þar til að hann þurfti að flytja þær í hús inn á „Stykki“. Fyrr á árum mun hann einnig hafa verið með kú til að hafa mjólk fyrir heimilið. Það að fara inn í „Stykki“, sem var land- spilda sem afi hafði á leigu inn við Garða, var hluti af sumardvöl á Skaganum. Þar sinnti afi heyskap og sýslaði við kindurnar. Ég fann það líka síðar þegar til þess kom að dótt- urdóttir hans Hrönn og Ólafur mað- ur hennar fóru að búa að Þaravöllum í Innri-Akraneshreppi að afi naut þeirra stunda sem hann átti þar við að sinna fénaði meðan kraftar hans leyfðu. Það er vissulega margs að minn- ast frá þeim samverustundum sem ég átti með afa og Halldóru ömmu meðan hún lifði. En það voru ekki bara þau sem við krakkarnir áttum athvarf hjá á Suðurgötu 25. Jenney móðursystir mín hélt þar heimili með foreldrum sínum og þegar kraftar ömmu og síðar afa tóku að þverra nutu þau umhyggju Jenneyj- ar. Þannig annaðist Jenney afa síð- ustu árin. Hann vildi fyrir alla muni fá að eyða ævikvöldinu á heimili sínu að Suðurgötu 25 allt til loka og þar naut hann umhyggju Jenneyjar. Fyrir þá umhyggju er ástæða til að þakka. Ásmundi afa fylgjum við nú síðusta áfanga leiðar hans hér og sem stundum áður liggur leiðin inn að Görðum og í huganum rifjast upp ferðirnar inn í „Stykki“: Það er farið á reiðhjóli. Þannig fór afi sinna ferða um Akranes. Tryggvi Gunnarsson. Löngun til að vekja upp minning- una um tengdaföður minn og afa okkar er kveikjan að þessari minn- ingargrein. Það skiptir ekki máli að kvaddur er aldraður maður. Það er annarskonar sorg sem maður finn- ur. Það er hægt að ímynda sér að hann hafi kvatt lífið sáttur, en fyrir þá sem eftir sitja er þessi tilfinning, að stór hluti úr lífi manns sé horfinn. Bæði er að okkur þótti afskaplega vænt um þennan aldna öðling og þegar hugsað er til alls þess er hverfur með honum fær maður þessa einkennilegu tilfinningu að hafa misst af tækifærinu til að varð- veita þann hafsjó alþýðumenningar í sinni bestu mynd. Það var því miður ekki nóg að hugsa um, en úr því verður ekki bætt, hve nauðsynlegt væri að festa á blað eða snældu það sem hann var að segja okkur á rólegum stundum um áhugamál sitt alla tíð, fiskveiðar og verkun aflans. Við það vann hann en það var ekki aðeins lífsviðurværi heldur lagði hann metnað sinn í að rækja verk sitt eins vel og hægt var. Aldrei slaka á gæðakröfum vegna löngunar einhvers í rneiri hagnað heldur hugsa lengra fram í tímann og standa klár á sínu. Hann gat sagt frá einhverjum einum skreiðar- eða saltfiskfarmi frá því fyrir löngu hvernig hann verkaðist vegna veð- urfars eða annara orsaka og vegna nákvæmni hans í frásögn og orð- færni þá fannst okkur, fáfróðum um fiskverkun, við alveg finna og skilja tilfinningu hans fyrir öllu því sem gerði fiskinn góðan og auðseljanleg- an. Þó við af eðlilegum ástæðum kynntumst Ása afa ekki fyrr en hann var miðaldra þá er auðvelt að sjá hann fyrir sér af frásögnum son- ar hans, Huldars Smára, en hann talaði að sjálfsögðu oft um foreldra sína og brá upp svipmyndum af þeim. Ég sé hann fyrir mér þegar hann kemur heim að loknum vinnu- degi, börnin setja hann á stól á miðju gólfi þar sem þau greiða hon- um, snyrta og láta vel að honum. Lét ÁSMUNDUR BJARNASON hann sér vel líka. Hann var ljúfur við þau en oft var stutt í smá stríðni. Ásmundur var gæddur þeim sjaldgæfa eiginleika að kunna að þiggja þannig að gefandinn gladdist'" ekki síður. Það var síðastliðið sumar að eitt af sonarbörnum hans, ungl- ingspiltur, kom í heimsókn. Hann langaði að sýna afa sínum væntum- þykju og skrapp út í búð og keypti neftóbaksdós. Erfitt var að sjá hvor var glaðari, afinn eða pilturinn, þar sem þeir ljómuðu báðir. Eitt var það sem veitti honum hvað mesta ánægju á efri árum, að sjá um rolluskjáturnar sínar. Hann hafði þær fyrst heima álóð en síðan varð hann að flytja þær út fyrir bæinn og alltaf lengra og lengra. Um síðir varð það honum um megn ' að hjóla svona langt en þá varð það honum til happs að inn í fjölskyld- una tengdist ungur bóndi af Innnes- inu. Hann fóstraði fyrir hann hópinn og fáar betri stundir átti hann en þær er hann kom að fylgjast með hvernig gengi með búskapinn. Ekki er hægt að rifja upp góðar stundir í lífi Ása án þess að minnast á Gústa vin hans. Ási hefúr vafalítið sýnt Gústa hlýju er hann var í fóstri hjá honum og Dóru eftir að faðir hans lést og móðir hans þurfti að vinna fyrir þeim mæðgininum. Gústi launaði vel fóstrið. Það sem Ási sá af landinu var að mestu leyti í ferðum með Gústa auk ótal annarra sam- verustunda í og utan vinnu. 4 Við kveðjum nú elskulegan vin og þökkum honum alla þá blíðu og nær- gætni er hann sýndi okkur alla tíð. Far í friði, Ásmundur Bjarnason. Björg Sigurðardóttir, Sigvai'ður Ari, Hróðný María og Eðna Hallfríður Huldarsbörn. Það er ekki það sama sorg og söknuður. Þetta sagði mér eitt sinn mætur maður. Gamalt fólk sem búið,-T. er að lifa góða ævi, koma upp böm- ' um og vinna heila starfsævi kveðjum við með söknuði en ekki sorg. Þessi orð koma nú upp í huga mér er ég set á blað nokkrar línur um afa á Akranesi sem kvaddi þennan heim á fyrsta degi ársins. Afi á Akranesi var ákaflega sér- stakur maður. Ávallt var hann með á nótunum og minnið hjá honum var einstakt. Það eru ógleymanlegar stundir þegar hann sagði frá ýmsu því sem á daga hans hafði drifið. Sögur um veiðiferðir og eggjatökur í fjallinu, sögur frá uppvaxtarárum í sveitinni og sögur af Akranesi á yngri árum. Á 95 ára afmælinu hans þegar við sögðum honum að við vær- um að fara að byggja okkur hús fP*^- Hafnarfirði sagði hann okkur ná- kvæmlega hvað allt hafði kostað í húsið sitt á Suðurgötunni sem byggt var um 1930. Kæri afi, við munum geyma vel öll minningarbrotin um samverustund- irnar með þér, bæði á Akranesi og ekki síður þá ógleymanlegu daga þegar þú komst í heimsókn austur á Hvolsvöll og farið var í stuttar ferðir um sunnlenskar sveitir. Minningarbrotin geymum við og hlúum vel að þeim. Við kveðjum þig því, ekki með sorg heldur söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú kenndir okkur og vonandi getum við miðlað því áfram til okkar afkomenda. Brynja Dadda, Hafþór, "■ Ingvi Rafn og íris. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.