Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 11 FRÉTTIR Barnadeildin á Akureyri í notk- un með vorinu Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við nýja barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eru nokkuð á eftir áæltun en nú er stefnt að því að opna deildina með vorinu, í mars eða apríl. Kennarinn í Oxford, nemendur víða um land ALLT að 30 nemendur verða teknir inn í nýjan hdp í ijarnámsdeild í rekstrarfræðum við Samvinnuhá- skólann á Bifröst í þessum mánuði. Kennsla í fjarnámsdeild hófst fyrir einu ári og er fyrsti hópurinn hálfn- aður með námið. I tjarnámi geta kennarar og nem- endur verið staddir hvar sem er í heiminum og á þeirri önn sem nú er að hefjast, kennir Magnús Árni Magnússon t.d. sfna grein, Málstofa um fslenskt atvinnulíf, frá Oxford í Englandi þar sem hann býr. Nem- endur hans eru aftur á móti búsett- ir vítt og breitt um landið og stunda nám sitt þaðan. Námið fer fram á Netinu þar sem nemendur geta hlustað og horft á fyrirlestra kenn- ara. Fólk Doktor í sálfræði EINAR Baldvin Þorsteinsson hlaut doktorsgráðu í sálfræði þann 24. september sl., eftir viðurkenningu frá þremur alþjóðlegum dómnefnd- um frá Astralíu, Bandaríkjunum og Kanada. Rit- gerðin ber titil- inn: Effects of social support on cardiovascular and cortisol reactivity: An experimental and field investigat- ion og var hún unnin við La Trobe University, Melbourne, Astralíu. Ritgerðin fjallar um rannsóknir höfundar á áhrifum félagslegs stuðn- ings á mismunandi þætti hormóna- og æðakerfis undir streituverkandi aðstæðum og hvernig þessi áhrif fé- lagslegs stuðnings kunni að skýra samband betri heilsu og lífaldurs við félagslegan stuðning. Leiðbeinandi Einars var Jack E. James prófessor og síðar dr. Mary M. Omodei bæði við La Trobe Uni- versity. Einar fæddist í Kópavogi, er son- ur Þorsteins Óskarssonar, forstöðu- manns notendabúnaðardeildar Landssímans, og Sólveigar Kr. Ein- arsdóttur rithöfundar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1987 og BA-prófi í sálf- ræði frá Háskóla íslands árið 1991. Sambýliskona Einars er Sally Hazeldine, BS í líffræði frá Universi- ty of Melbourne og umhverfisfræð- ingur frá Dekin University. Þau eru búsett í Melbourne. Orkusjóður flytur til Akureyrar FRAMKVÆMDASTJÓRI Orkusjóðs hefur verið ráðinn Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi og fyirum bæjarstjóri á Akur- eyri. IðnaðarráðheiTa hefur ákveðið að aðsetur Orkusjóðs skuli vera á Akureyri. Orkuráð er nú skipað eftir- töldum fulltrúum: Guðjón Guð- mundsson, alþingismaður, Sverrir Sveinsson, veitustjóri, og Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri. Skipuð af iðnað- arráðherra: Byrnhildur Berg- þórsdóttir, rekstrarhagfræð- ingur, og Stefán Guðmundsson, bæjarfulltrúi, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður Orkuráðs. FRAMKVÆMDIR við nýja barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyi-i eru um það bil einum mánuði á eftir áætlun og er nú stefnt að því að flytja starfsemi deildarinnar í nýbyggingu FSA með vorinu, annað- hvort í mars eða apríl. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við framkvæmdir á hinni nýju barnadeild, en upphaflega stóð til að starfsemi hennar yrði flutt í nýtt húnsæði nú eftir áramót. Fleiri verkefni Bragi Sigurðsson, eftirlitsmaður með framkvæmdum, sagði að sam- kvæmt útboðsverkefninu hefði ein- göngu verið um að ræða innréttingu á barnadeildinni sjálfri en jafnframt því hefði orðið að vinna að ýmsum öðrum verkum. Þar væri m.a. um að ræða að koma aðgengi að deildinni í sæmilegt horft og þannig hefðu verkefni orðið fleiri en gert var ráð fyrir í útboðinu. Meðal annars af þeim sökum hefði verkið tafist og væri það nú um einum mánuði á eftir upphaflegri áætlun. Einnig væri ver- ið að vinna við að koma upp aðstöðu fyrir starfsfólk í kjallara nýbygging- arinnar. Samkvæmt kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við innréttingu barnadeildar FSA kosti um 94 milljónir króna en inni í þeirri tölu er ekki gert ráð fyrir búnaði og öðru sem til þarf svo starfsemi geti hafist þar. Nýja barnadeildin verður á fjórðu og efstu hæð nýbyggingar sem er sunnan við elstu sjúkrahússbygging- una. Framkvæmdir á hæðunum fyrir neðan eru ekki hafnar, en Bragi sagði að athygli forsvarsmenna heil- brigðisráðuneytis hefði verið vakin á því hversu mikil óþægindi geta skap- ast á barnadeildinni þegar hafist verður handa við innréttingar þar. Fé skorti hins vegar til hefja fram- kvæmdir á öðrum hæðum nýbygg- ingarinnar. Að leggjast á eitt Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, sagði það alþekkt að endur- bótum fylgdi rask og ónæði. „Vissulega mun þetta hafa nokkurt álag í för með sér, en við höfum nokkra reynslu í að láta hluti af þessu tagi ganga upp. Hér hafa farið fram endurbætur á hinum ýmsu deildum áður. Menn verða bara að leggjast á eitt um að láta hlutina ganga upp og stilla þannig saman strengi að sem minnst ónæði verði af þessum völdum," sagði Halldór. T I LBOÐSDAGAR C O M PA N Y við Frakkastíg ♦ sími 51 1 4060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.