Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐ JUDAGUR11. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kynferðisofbeldi gegn börnum og misskilningur umboðsmanns barna skýrslutöku verði búið að ræða við barnið, jafnvel oftar en einu sinni, í því skyni að meta hvort efni séu til ákæru. í því tilviki verður framburð- ur barnsins ekki tær, þegar til hinnar formlegu skýrslutöku kemur, sem getur hæglega eyðilagt framhald málsins í eiginlegri dómsmeðferð. NYLEGA reit umboðsmaður barna grein umkynferðislegt ofbeldi gegn bömum. I greininni gerir um- boðsmaðurinn m.a. tilraun tO að færa rök fyrir þeim breytingum á lögum um meðferð opinberra mála frá 1. maí sl. sem varða skýrslutökur af böm- um. Þessi lagabreyting var gerð að frumkvæði umboðsmannsins, að eig- in sögn, og framkvæmd hennar er á góðri leið með að leggja í rúst þær miklu framfarir sem orðið hafa í þess- um efnum á síðustu ámm, með til- komu Bamahúss. I grein umboðsmanns barna kem- ur ljóslega fram hver sá grundvallar- misskilningur er, sem leiddi til þeirra vanhugsuðu lagabreytinga sem hér um ræðir; litið er á kynferðisofbeldi gegn börnum sem mál réttarvörslu- kerfisins eingöngu, án skilnings á því, að málið er ekkert síður viðfangsefni barnaverndaryfirvalda og heilbrigð- isþjónustunnar. Þessi þröngi skiln- ingur veldur því að nú er verið að hverfa frá skipan mála þar sem vel- ferð bamsins er í sett í öndvegi með þverfaglegri samvinnu bamavemd- arstarfsmanna, lögreglu, saksóknara, lækna og meðferðaraðila undir einu þaki á vettvangi Barnahúss. Þess í stað er boðuð ný skipan þar sem dómshúsin vítt og breitt um landið eiga að vera vettvangur skýrslutöku af bömum rétt eins og aðrir þættir þessara mála, s.s. læknisskoðun, greining bams og meðferð og ráðgjöf við foreldra, hafi enga þýðingu fyrir velferð bamsins. Umboðsmaður barna virðist a.m.k. hvorki koma auga á mikilvægi þessa fyrir barnið né heldur þýðingu þess að barnið þurfi ekki að leita á marga staði og endursegja sögu sína til að unnt sé að tryggja því nauðsynlega þjónustu. Rökin sem ekki standast Meginatriðið í málflutningi um- boðsmanns bama er, að með því að barn gefi skýrslu fyrir dómara á rannsóknarstigi, hafi sú skýrsla rík- ara sönnunargildi en framburður fyr- ir lögreglu. Þess vegna eigi barnið ekki að þurfa að mæta að nýju fyrir dómi og rifja upp sárs- aukafulla reynslu. Vissulega má sjá göfuga hugsun í þessari afstöðu. Það gleymist bara, að það em fleiri sem þurfa á þessari sögu að halda til að hjálpa barninu en dómarar, s.s. læknar, bamavemdarstarfs- menn og meðferðaraðfl- ar. Þess vegna þarf skýrslutaka af bami að þjóna fjölþættari markmiðum en þeim, sem réttarvörslukerfið hefur, ef á að forða barni frá því að segja sögu sína ítrekað við ólíka við- mælendur. Það er einmitt tilgangur þeirra rannsóknarviðtala sem fram fara í Bamahúsi. Ein hlið þessa misskilnings um- boðsmannsins er sú að skýrslutaka dómara á rannsóknarstigi komi í veg fyrir endurtekna skýrslugjöf barns. Nú þegar hefur komið í Ijós að dóm- arar láta endurtaka skýrslutöku á rannsóknarstigi þegar svo ber undir. Nýlegt dæmi frá Norðurlandi eystra má nefna, þar sem skýrsla af bami í kynferðisbrotamáli á rannsóknarstigi var tekin tvisvar, fyrst á Húsavík og síðan á Akureyri. Reynslan á eftir að skera úr um það hvort skýrslutaka dómara dragi svo nokkru nemi úr því að barn þurfi að mæta að nýju fyrir dómi við aðal- meðferð máls. í þessu er fólgið svo veigamikið frávik frá meginreglu réttarfarsins um milliliðaiausa máls- meðferð, að Dómarafélag íslands lagðist gegn lagabreytingunni af þeim sökum. Lögin heimila þó áfram að kalla bara fyrir dóm telji dómari til þess sérstaka ástæðu. Búast má við að margir dómarar nýti sér þá heim- ild. Spyrja má hvort þeir dómarar, sem aftur á móti munu ekki telja það nauðsynlegt, verði ekki þeir sömu sem hingað til hafa tekið lögreglu- skýrslur eða myndban- dsupptökur af fram- burði bams úr Barnahúsi góðar og gildar, án þess að kalla bam fyrir? Reynist þessi tilgáta rétt, mun hið umdeilda laga- nýmæli ekki draga neitt úr skýrslugjöf bai-na fyrir dómi við aðalmeðferð máls frá því sem verið hefur. Umboðsmaður barna áttar sig á því að það getur gengið nærri sálarhefll bams að þurfa að segja mörgum frá þungbærri reynslu. Lagabreytingin stuðlar einmitt að því að svo muni verða, gagnstætt því sem umboðsmaðurinn heldur. Þegar gmnur vaknar um kynferðisbrot gegn barni ber að tilkynna málið bamavemdarnefnd og oft berst strax kæra til lögreglu. Granurinn getur ýmist verið óljós eða afdráttarlaus og allt þar á milli. Lítum nánar á þetta. A fyrsta starfsári Barnahúss komu 125 börn í rannsóknarviðtal. Af þeim staðfestu 89 gran um kynferðisof- beldi. Meintir gerendur vora 119 og af þeim u.þ.b. fjórðungur sem sjálfir vora börn og unglingar. Af þessum tölum má ljóst vera, að granui' vakn- ar um kynferðisofbeldi í mun fleiri málum en unnt er að staðfesta, og þar sem hann er staðfestur, eru gerendur í mörgum tilvikum ósakhæfir. Aug- Ijóst er því að aldrei verður nema hluti þeirra mála sem um ræðir við- fangsefni dómskerfisins. Flest málin verða hins vegar áfram verkefni barnaverndarnefnda. í könnun Bamavemdarstofu um umfang kynferðisbrotamála frá byrj- un árs 1997 kom í ljós að innan við 10% þeirra mála sem bamavemdar- yfirvöld fjölluðu um á fímm ára tíma- bili fóra íyrfr dóm. Vonir stóðu tfl Bragi Guðbrandsson Stéttarfélag eða stéridémur? NU AJD undanförnu hafa verið áberandi fréttir af Hestaskólanum og meintu harðræði Hafliða Hall- dórssonar við tamningakennslu skól- ans, sem leiddi til þess að honum var vísað úr Félagi tamningamanna. Um stéttarfélög Félag tamningamanna var stofnað sem stéttarfélag tamningamanna. Þessar aðgerðir félagsins vekja óneitanlega spurningar um hver sé tilgangur slíks félags. Stéttarfélag veitir félögum sínum aðhald og stuðning og stendur við bak þeirra, ekki síst þegar eitthvað kemur upp á. Ef svo meðlimir stéttarfélaganna gerast brotlegir við reglur þeirra eru til dæmis í læknafélögum landsins starfandi siða- og sáttanefndir sem kalla menn fyrir, ræða við þá málin og reyna að finna lausn. Stéttarfélög veita þá sínum félagsmönnum áminningu og í mjög grófum tilfell- um era þeir sviptir starfsleyfi til ákveðins tíma. Þeir era aftur á móti ekki reknir úr sínum félögum, og geta þess vegna sætt eftirlits síns fé- lags og þess þannig gætt, að þeir haldi ekki áfram sinni fyrri iðju óáreittir og eftirlitslausir. Félag. tamningamanna getur ekki svipt félagsmenn sína starfsréttind- um þar sem það veitir engin slík og hefur því fundið upp alveg nýja leið til að „refsa“ sínum félagsmönnum, það geiir þá brottræka. Margir af færastu hestamönnum þessa lands standa, og hafa alltaf staðið, utan við félagið og hafa stundað störf sín um árabil við góðan orðstír og með frá- bærum árangri. Við þá umfjöllun sem undanfarið Tamningar Ég held að félagið ætti að taka reglur sínar um meðferð hliðstæðra mála til rækilegrar at- hugunar, segir Hulda Gústafsdóttir. hefur átt sér stað, rifjast upp fyrri brottrekstrar sem félagsmenn þess hafa sætt og þá vakna óneitanlega spumingar um hlutverk félags sem kallar sig stéttarfélag tamninga- manna. Hér verður ekkert mat lagt á að- ferðir Hafliða Halldórssonar eða gjörðir annarra sem vísað hefur ver- ið úr félaginu. Spumingin er einfald- lega sú hvort „refsiaðgerðir" félags- ins skili ekki meiri árangri ef brotlegum félagsmönnum er veitt opinber áminning eftir að rætt hefur verið við þá og að því búnu sé fylgst með þeim í ákveðinn tíma, eins konar skilorð. Hefði ekki verið nær að ám- inna Hafliða, mælast til þess að hann bætti sig og fylgja því svo eftir? Á þann hátt sem hingað til hefur tíðk- ast, hefur félagið engin tök eða völd til þess háttar eftirlits. Hvort aftur starfsvettvangur Hafliða við Hesta- skólann var brostinn eður ei, það er mál út af iýrir sig, og verður að telj- ast stór refsing í sjálfu sér, Haíliði var jú einn af stofnendum og eigend- um skólans. Þarna setjast tamningamenn, sem oft era í beinni samkeppni við hinn brotlega félaga sinn, í stóradóm og kveða upp úrskurði um hann. Era þar nokkur dæmi í sögu félagsins sem verða að teljast ansi tvfræð, svo sem eins og þegar félagsmenn, sem lengi hafa verið umdeildir vegna sinnar eigin meðferðar á dýrum, sitja í aganefndum og reka kollega úr félaginu. I þessu nýjasta dæmi Hafliða og Hestaskólans vakna einnig spurn- ingar um samábyrgð. Hugrún Jó- hannsdóttir fær áminningu sem meðkennari Hafliða, en hver er ábyrgð annarra meðkennara svo sem stjórnarmanna FT sem jafn- framt eru stundakennarar við skól- ann? Þar er ekki sama Jón eða séra Jón, eða hvað? Ekki er þetta heldur til að bæta ímynd íslenskra tamningaaðferða erlendis. Það er nú einu sinni þannig að neikvæðar fréttir berast hraðar en þær jákvæðu og á meðan varla nokkur erlendis hefur heyrt um „grænar" tamningaaðferðir landans, vita mjög margir um meint harðræði í Hestaskólanum, og telja að sjálf- sögðu að þetta séu venjulegar að- ferðir við tamningar hrossa á ís- landi, lagleg auglýsing það. Niðurlag Ég held að félagið ætti að taka reglur sínar um meðferð hliðstæðra mála til rækilegrar athugunar, með það að leiðarljósi að styrkja innviði félagsins í stað þess að veikja það á þennan hátt. Félag tamningamanna skýtur sjálft sig í fótinn með þessum aðferðum sínum. Ég óska Félagi tamningamanna velfarnaðar í framtíðinni. Höfundur starfar við tamningar, hestasölu og reiðkennslu íÞýska- landi. Hún sagði sig úr Félagi tamn- ingamanna fyrir nokkrum árum vegna svipaðs máls og er hesta- íþróttakona ársins 1998 á Islandi. Lagabreyting Misskilningurinn er fólginn í því, segir Bragi Guðbrandsson, að litið er á kynferðisofbeldi gegn börnum sem mál réttarvörslukerfísins eingöngu. þess, að með markvissari vinnslu mála í Barnahúsi mætti a.m.k. tvöf- alda, jafnvel þrefalda þetta hlutfall. En það verður ætíð ákært í minni- hluta málanna. í þessu ljósi verður umrædd lagabreyting fráleit þar sem ef að líkum lætur þurfa flest börn sem granur leikur á að hafi sætt kynferð- isofbeldi að fara í dómshús í stað lítfls hluta hópsins áður. Búast má við að þær vinnureglur skapist, að áður en dómari verður fenginn til að setja dómþing vegna Nú er þörf á að breyta lögum Enginn þeirra sem koma að vinnslu kynferðisbrotamála á íslandi bað um þá breytingu á lögum um meðferð opinbema mála sem varðar skýrslutöku á bömum. Þvert á móti lögðust dómarar gegn henni, ríkissaksóknarinn og lög- reglan. Landlæknir, barnalæknar, fjölm- argir félagsmálastjórar og félagsráð- gjafai', Bamaheill, Samtök um kvennaathvarf og margir aðrir auk Barnavemdarstofu hafa beðið um leiðréttingu þessara mála nú þegar áhrif lagabreytingarinnar hafa komið fram. Það var engin ástæða til að breyta lagaákvæðum um skýrslutöku afbörnum. Nú er hins vegar full ástæða tfl þess, svo við beram gæfu til að varð- veita þá sérhæfingu, reynslu og yfir- sýn sem áunnist hefur, börnunum tfl hagsbóta. Höfundur er foi'stjóri Barnaverndarstofu. Stjórnlaust land? DÓMUR Héraðsdóms Vestfjarða í svonefndu Vatneyrannáli hefur vakið mikla athygli um allt land og er það að vonum, þar sem fjallað er um jafn mildlvægt mál og stjórnun fisk- veiða er fyrir lands- menn alla. Viðbrögð manna hafa verið margvísleg og oft- ar en ekki hafa þau ver- ið ýkjukennd á báða bóga. Talað hefur verið um hrun efnahagskerf- isins annars vegar, en hi-un kvótakerfisins hins vegar. Engir hafa þó tekið jafn mikið upp í sig og forsætisráðherra, Da- víð Oddsson í sjónvarp- inu á þrettándakvöld. Hann lýsti því yfir án fyrirvara að staðfesting þessa dóms fæli í sér landauðn, atvinnu- og bjargarleysi ís- Kvótinn Lögum um stjórn fískveiða, segir Pétur Bjarnason, þarf að breyta. lensku þjóðarinnar. Einnig kom hann þeiiTÍ skoðun sinni á framfæri að staðfestingin fæli ennfremur í sér rányrkju erlendra þjóða á íslenskum fiskimiðum sem, ásamt hinum ís- lensku fiskimönnum, myndu þurrka upp fiskimiðin á fáeinum mánuðum. Engin úrræði væra fyrir hendi önnur en fljúga (flúa) til Kanaríeyja. Það leið ekki öllum vel að sitja und- fr yfirlýsingum forsætisráðherrans, sem mér finnst ekki bera vott um ábyrgð, rökfestu eða heilbrigða hugs- un. Af orðum Davíðs var helst að ráða að hér væra engin úrræði til að stjórna fiskveiðum ef hróflað væri við hinu illræmda kvótakerfi. Engar leið- ir aðrar færar til þess að nýta þann auð sem felst í fiskistofnum okkar. Ekki virtist hann gera ráð fyrir að- gerðum af hálfu Alþingis eða ríkis- stjómar af þessu tilefni. Stjórnlaust vonleysi tæki við. Er þetta mælt að þeirri ábyrgð sem við væntum af manni í hans stöðu? Forsætisráð- herra segir í einu orðinu að ekki verði hlaupið í að breyta stjórnai'ski’ánni í einni svipan, en í því næsta lætur hann liggja að því að ef dómstólar vogi sér að gagnrýna brot á stjórnar- skránni beri þefr ábyrgð á hruni efn- hags ogþjóðlífs á Islandi. Einhvers staðar hefði leiðtogi sem svona hefði talað án gfldrar ástæðu verið krafinn afsagnar. Ég á varla von á neinum viðbrögðum af því tagi, en get ekki orða bundist. Enn er ritfrelsi í land- inu og ég vona að næsta aðför verði ekki að því. Ég hlýt að taka undir þau sjónarmið sem birt- ast í forystugrein Mbl. 7. þ.m., en þar segir m.a.; „Það er ljóst, að ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Vest- fjarða er fiskveiði- stjórnarkerfið í upp- námi á þeirri stundu. Ér ástæða til að bíða eftir því? Er ekki skynsa- mlegra íyrir Alþingi og ríkisstjóm að horfast í augu við það, sem lík- legt má telja að verði niðurstaða Hæstaréttar og breyta fiskveiðist- jórnarkerfinu á þann veg að það sam- rýmist stjórnarskrá landsins? Rökin fyrir því að bíða niðurstöðu Hæsta- réttar blasa ekki við. Skynsamlegra er að grípa til aðgerða á næstu vik- um.“ Ennfremur segir þar: „Óbreytt fiskveiðistjómarkerfi hefur runnið sitt skeið á enda. Það er að verða yfir- gnæfandi hagsmunamál fyrir sjávar- útveginn sjálfan að leysa þær hörðu deilur, sem staðið hafa um fiskveiði- stjómarkerfið í meira en áratug.“ Stórmannlegra hefði mér fundist hefði forsætisráðhema bragðist við þessum dómi með því að íhuga af al- vöra áhrif hans og gefa okkur þegn- um sínum hlutdeild í þeim vangavelt- um frekai' en hreyta ónotum í dómstóla og embættismenn sem era að reyna að gera sér grein íyrir rétt- arstöðunni og leita eftir lausnum til frambúðar á vanda sem hefur skapast af rangri lagasetningu og fram- kvæmd þeirra laga. Forsætisráðherra þarf að geta hlustað á þjóð sína og lesið úr þeim skilaboðum sem frá henni berast. Fyi-frheit það sem sjálfstæðismenn gáfu fyrir kosningar og hét „sátt um fiskveiðistjórnunina“ vh’ðist löngu gleymt. Var líklega sett fram án mikils sáttavilja eða löngunar til efnda. Lögum um stjóra fiskveiða þaií að breyta. Það hefur verið ljóst frá dómi Hæstaréttar 1998 og dómur Héraðs- dóms Vestfjarða staðfestir það og Al- þingi getur ekki lengur vikið sér und- an því. Þetta þarf Davíð að viðurkenna í orði og verki. Hann skuldar þjóð sinni afsökunar- beiðni. Höfundur er varaþingmadur Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum. Pétur Bjamason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.