Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjarðalistinn ítrekar sjálf- stæði gagnvart Samfylkingu FJARÐALISTINN, bæjarmálafélag félags- hyggjufólks í Fjarðabyggð, sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann ítrekar að hann hafi ekki verið í neinum skipulagslegum tengslum við þing- flokk Samfylkingarinnar enda innan listans fjöl- margir félagar sem hvorki eru í samfylkingarfélag- inu á Austurlandi né í þeim flokksfélögum sem að Samfylkingunni standa. Var yfirlýsingin einróma samþykkt á félagsfundi Fjarðalistans um helgina. Smái’i Geirsson, oddviti Fjarðalistans, og Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar á Austurlandi, segja yfirlýsinguna gefna út til þess að taka af öll tvímæli um sjálfstæði Fjarðalistans gagnvart Samfylkingunni og til að ítreka stuðning listans við byggingu Fljó tsdalsvirkj unar og álvers við Reyðarfjörð. Einar Már tekur fram að þetta hafi ekki áhrif á stöðu hans í þingflokknum en Smári segist aðspurður ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann hyggist taka þátt í stofnfundi Samfylk- ingarinnar sem væntanlega verður haldinn í mars eða apríl nk. „Fjarðalistinn hefur að undanfömu oft verið tengdur þingflokki Samfylkingarinnar en við erum með yfirlýsingunn að ítreka að svo sé ekki,“ segir Smári. Hann segir yfirlýsinguna ekki síst lagða fram í ljósi umræðunnar um FJjótsdalsvirkjun og þeirrar staðreyndar að meirihluti þingflokks Sam- fylkingarinnar hafi ekki stutt tillögu iðnaðarráð- herra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun á Alþingi skömmu fyrir jól. Framhald framkvæmdanna við Fljótsdalsvirkjun og bygging álvers á Reyðarfirði hefur hins vegar verið eitt af helstu baráttumálum Fjarðalistans. í yfirlýsingunni er hnykkt á því að Fjarðalistinn muni í framtíðinni starfa sem sjálfstætt bæjarmála- félag og kappkosta að hafa gott samstarf við alla þá þingmenn sem tilbúnir eru að leggja lið hagsmun- abaráttu Fjarðabyggðar og Austurlands alls. Stangast ekki á við veru í þingflokknum Einar Már Sigurðarson var einn af þeim sem samdi umrædda yfirlýsingu á félagsfundi Fjarða- listans um helgina og segir hann að hún þurfi ekk- ert að stangast á við veru hans í þingflokki Samfylk- ingarinnar. Hann hafi með stuðningi við yfirlýsinguna einungis verið að ítreka sjálfstæði Fjarðalistans og taka undir þau byggðar- og at- vinnumálasjónarmið sem Fjarðalistinn stendur fyr- ir. „í yfirlýsingunni var tekið undir málflutning minn í Fljótsdalsvii’kjunarmálinu þannig að ég er afar brattur og ánægður," segir Einar Már. Þegar Smári hins vegar er spurður að því hvort hann hyggist mæta á stofnfund Samfylkingarinnar segist hann ekkert hafa ákveðið í þeim efnum. „Ég hef ekkert ákveðið það og það eru fjölmargir í okk- ar hópi sem ætla að taka sér tíma til að velta því fyr- ir sér.“ Smári hefur starfað fyrir Samfylkinguna m.a. fyrir síðustu alþingiskosningar en aðspurður segir hann ekki tímabært að fullyrða neitt um það hvort hann hyggist hætta afskiptum af Samfylking- unni. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það á þessari stundu," segir hann en tekur fram að enginn ágreiningur sé milli hans og Einai-s Más, þingmanns Samfylkingarinnar á Austurlandi. „Við erum mjög samstiga í okkar viðhorfum, þannig að þetta er kannski ekkert einföld staða,“ segii- hann. Listínn þakkar þingmönnum stuðninginn við virkjunina I lok yfirlýsingai' Fjarðalistans frá því á sunnu- dag segir að listinn fagni þeim áfangasigrum sem náðst hafa á sviði undirbúnings að byggingu Fljóts- dalsvirkjunar og álvers við Reyðarfjörð. „Þá vill Fjarðalistinn koma á framfæri þakklæti til allra þeirra þingmanna sem studdu þingsályktunartil- lögu um áframhald framkvæmda við Fljótsdalsvir- kjun sem afgreidd var frá Alþingi skömmu fyrir jól. Með samþykkt tillögunnar er í reynd tekið undir þau sjónarmið að virkjun og iðjuver á Austurlandi sé mikilvæg byggðaaðgerð og nauðsynlegur þáttur til að vega á móti fækkun starfa í frumvinnslugrein- um og þeirri ískyggilegu byggðaröskun sem við blasir.“ Bannað að reykja hjá ríkis- lögreglu- stjóra RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur sett reglur sem banna tóbaksreykingar með öllu í nýju húsnæði embættisins sem tekið verður í notkun síð- ar á árinu. Þessi ákvörðun er tekin með vísan til reglna heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins um tóbaks- varnir á vinnustöðum. Ríkislögr eglustj ór aembætt- ið flytur á árinu starfsemina í nýtt húsnæði á Skúlagötu 21 í Reykjavík. Bannið nær til alls húsnæðis embættisins og tek- ur gildi frá og með þeim tíma er embættið flytur í nýja hús- ið. Jafnframt hefur verið ákveðið að tóbaksreykingar verði með öllu bannaðar í bif- reiðum embættisins. Hafna gagnrýni Finns Ingólfssonar „Þetta er rugl“ A snjóbrettum í illviðri Áhugamenn um snjóbretti láta sér ekki allt fyrir veðurspáin væri ekki gdð og hélt áfram að renna sér brjósti brenna þegar útivist er annars vegar. Þess þar meðal nokkur möguleiki var vegna versnandi vegna mætti hópur þeirra í Bláfjöll á laugardag þótt veðurs. Stéttarfélög náðu ekki samningum um fargjöld FRÉTTASTJÓRAR Ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 vísa á bug gagnrýni Finns Ingólfssonar Seðla- bankastjóra á fréttamenn sem fram kom í viðtali við Finn í Morgunblað- inu sl. sunnudag. I viðtalinu var Finnur m.a. spurður um umfjöllun fjölmiðla um stjórn- málamenn og sagði það hafa komið sér mest á óvart í fjöhniðluninni hvað einstakir blaða- og fréttamenn kæm- ust upp með. Síðan sagði Finnur: „Ljósvakamiðlunum virðist ekki vera ritstýrt með sama hætti og blöðunum. Því geta einstakir fréttamenn sett fram nánast hvað sem er, jafnvel þótt þeim hafi verið sagt að upplýsingarn- ar væru rangar. Eg gæti nefnt nokk- ur dæmi af því tagi. Ég hef tekið eftir því að þetta er meira áberandi um helgar, það er eins og menn hafi enn minna aðhald þá. Þannig eru nokkrii' blaða- og fréttamenn beinlínis í póli- tískum leik, menn sem hafa pólitískar skoðanir og nota starf sitt til að berja á pólitískum andstæðingum og flokk- um. Vandaðri fjölmiðlar taka ekld svona mál upp,“ sagði Finnur. Skamma boðberann án þess að fínna orðum sinum stað Bogi Ágústsson, fréttastjóri frétt- astofu Ríkissjónvarpsins, sagði að hér væri á ferðinni enn eitt dæmið um stjómmálamann sem skammaði boð- berann með almennum yfirlýsingum, án þess að finna orðum sínum stað. „Ég vísa því á bug að fréttastofa sjónvarps hafi verið eða sé notuð í pólitískum tilgangi af einhverjum ein- stökum mönnum. Þetta er rugl en kannski skiljanlegt að menn, sem horfa á alla veröldina út frá pólitísk- um sjónarmiðum og sjá pólitík í öllu, telji alla aðra hugsa eins. Ég get upp- lýst Finn Ingólfsson um að svo er ekki,“ sagði Bogi. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar, sagði erfitt að svara þessum ummælum Finns þar sem hann tilgreindi engin dæmi máli sinu til stuðnings eða hvaða fjölmiðla hann ætti við. „A meðan hann tiltekur ekki dæmin er afar erfitt að svara þessu. Hann talar um einstaka blaða- og fréttamenn én nefnir þá ekki held- m- til sögunnar. Ég veit því satt að segja ekki við hvað maðurinn á,“ sagði hann. Páll sagðist ekki telja að neinn munur væri á ritstýringu ljósvaka- miðla og dagblaða og hann kannaðist ekki heldur við að einhver munur væri á fréttastjóm um helgar og á virkum dögum eins og Finnur hélt fram í viðtalinu. „Ég botna bara ekk- ert í því hvað hann er að fara,“ sagði Páll. „Ég skil ekki hvað hann er að fara með þessum ummælum,11 sagði Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisútvar- psins-Hljóðvarps. Hann sagðist hafna ásökunum Finns. Kári sagði að traust almennings á fréttastofu Útvarps hefði margsinnis verið staðfest. Finn- ur nefndi ekki dæmi og Kári kvaðst ekki vita hvað hann ætti við. Yfírlýsing frá Flugleiðum Ekki við- höfn vegna dætra for- setans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Flugleiðum: „í tilefni frétta á Stöð 2 sl. sunnudag, þar sem fjallað var um embætti forseta Islands og fjölskyldu forseta, óska Flug- leiðir eftir að eftirfarandi komi fram: í upphafi embættisferils síns óskaði forseti íslands sérstak- lega eftir því við Flugleiðir að dregið yrði úr þeirri viðhöfn sem höfð væri af hálfu félagsins þegar forseti Islands væri á ferð með flugvélum þess. Flug- leiðir hafa fari að þessum ósk- um. Flugleiðum hafa aldrej borist óskir um það frá forseta íslands eða embætti hans að nein sér- stök viðhöfn yrði viðhöfð þegar fjölskylda forseta eða aðrir á hans vegum ferðast með félag- inu, til dæmis að ferða þeirra yrði sérstaklega getið. Félagið hefur enga slíka viðhöfn. Yfirstjórn Flugleiða hefur engar staðfestar heimildir um að dætur forseta hafi verið sér- staklega ávarpaðar þegar þær hafa ferðast með vélum félags- ins. Hafi það verið gert sam- ræmist það ekki vinnureglum félagsins og hefur ekki verið gert að ósk forseta íslands.“ EKKI hafa náðst samningar á milli ferðanefndar stéttarfélaganna og Flugleiða um lág fargjöld fyrir fé- lagsmenn stéttarfélaganna á helstu áfangastaði Flugleiða erlendis næsta sumar þar sem fulltrúar Flugleiða hafa lýst því yfir að þeir treysti sér ekki til bjóða stéttar- félögunum lægstu fargjöld á um- rædda áfangastaði, að sögn Péturs Maack, forstöðumanns hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur, sem á sæti í ferðanefnd stéttarfélaganna. Samvinnuferðum-Landsýn fal- ið að leita annarra leiða Hafa forsvarsmenn stéttarfélag- anna því óskað eftir við Samvinnu- ferðir-Landsýn, að leitað verði ann- arra leiða, svo hægt verði að bjóða félagsmönnum launþegasamtak- anna upp á ódýr sumarleyfisfar- gjöld næsta sumar, að sögn hans. Pétur sagði að komið hefði í Ijós á fundum með fulltrúum Flugleiða fyrir áramót að þeir treystu sér ekki til að veita stéttarfélögunum lægstu fargjöld að þessu sinni en á undanförnum árum hefur verið samið um 5.000 fargjöld til 12 borga á sérstöku stéttarfélagsverði. „Þeir sögðust vera með það í far- vatninu að svo gæti farið að þeir myndu bjóða lægri fargjöld til ein- stakra staða og þar sem við erum að selja þessi fargjöld í janúar, febrúar og mars, í fyrirframsölu, þá treystum við okkur ekki til að gera samning við þá og eiga síðan von á einhverjum tilboðum eins og þeir eru til dæmis með á Netinu. Þannig að úr varð að við gerum ekki samn- ing við Flugleiðir," sagði hann. Buðu á ný til viðræðna í gær Alls standa 17 sambönd og stétt- arfélög, með um 107 þúsund félags- menn, að ferðanefnd stéttarfélag- anna, auk Landssambands eldri borgara. Pétur sagði að samtök launafólks hefðu samið við Flug- leiðir um flugfargjöld á helstu áfangastaði erlendis á stéttarfé- lagsverði á hverju ári allt frá 1989. Að hans sögn höfðu forsvarsmenn Flugleiða samband í gær og buðu til viðræðna á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.