Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lækkun Flugleiða á umboðslaunum gagnrýnd Liður í lækkun milliliðakostnaðar UM næstu mánaðamót tekur gildi um 22% lækkun Flugleiða á um- boðslaunum til ferðaþjónustuaðila, eða úr 9% í 7%, og segir Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, að lækkun- in komi einnig til með að ná til þeirra umboðslauna sem erlend flugfélög séu tilbúin til að veita ís- lenskum ferðaþjónustuaðilum. Mis- munurinn lendi hjá Flugleiðum en ekki þeim, og gildi þá einu hvort flogið sé með Flugleiðum eða ekki. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og stjórnun- arsviðs Flugleiða, segir lækkun umboðslauna þátt í því að draga úr milliliðakostnaði flugfélaga um all- an heim og umboðslaunin komi einnig til með að lækka í uppgjöri milli flugfélaga. Helgi segir að lækkun umboðs- launanna þýði 25-30 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir Samvinnu- ferðir-Landsýn. „Það er ekkert sem segir að þeir haldi þessu ekki áfram og þeir geta þess vegna lækkað þetta aftur eftir fjóra mán- uði. Þeir þurfa engin rök að færa fram í þessu og þetta er einungis geðþóttaákvörðun þeirra. Þeir geta þar með á 12-18 mánuðum afgreitt alla samkeppni í sölu farseðla út úr landinu,“ segir Helgi. Flugfélög víða um heim að lækka umboðslaun Einar Sigurðsson segir að flug- félög víða um heim séu að lækka umboðslaun hvert á sínum mark- aði, en alþjóðlegur samningur flug- félaga sem fjallar um þjónustulaun þeirra hvert til annars kveður enn á um 9%, samkvæmt gildandi reglum IATA, alþjóðasambands flugfélaga. „Það er búist við að það breytist og það er einfaldlega þáttur í þess- ari þróun. Það eru til dæmis flugfé- lög að selja farseðla með okkur og borga 5% umboðslaun á sínum markaði, en við erum að greiða þeim 9%. í okkar bókum jafnast þetta því alveg út, en við gerum ráð fyrir að þetta lækki í þessu uppgjöri milli flugfélaganna þar sem lækkunin er að verða það al- menn,“ segir Einar. Hann segir að meðal þeirra flugfélaga sem lækk- að hafi umboðslaun bæði á heima- markaði og alþjóðlegum markaði séu Lufthansa, Austrian Airlines, Lauda Air, United Airlines, Air Canada og British Aii-ways. Lækkun umboðslauna hluti af miklu stærri mynd Einar segir að lækkun umboðs- launanna hafi verið eitt heitasta deilumál flugfélaga og ferðaskrif- stofa í heiminum undanfarin tvö ár, og Flugleiðir séu einfaldlega seint á ferðinni að grípa til lækkunar miðað við mörg önnur flugfélög. „Tekjur flugfélaganna af hverj- um flognum kílómetra eru að lækka, og hjá okkur hafa rauntekj- urnar af flognum kílómetra lækkað um 30% á tíu árum. Þetta er það umhverfi sem við búum við og lækkun umboðslaunanna er ein af- leiðingin. Stærsti hlutinn af okkar kostnaði er dreifikostnaður, þ.e. kostnaðurinn við að koma vörunni til neytandans, og það er sérstakt verkefni hjá okkur núna að lækka alla þætti í þeim kostnaði. Það á við um umboðslaunin, kreditkortagjöld og ýmsa hagræðingu í kringum viðskipti okkar við tölvudreifikerfi, en við erum að taka upp samninga við alla okkar birgja í þeim. Lækk- un umboðslauna er því hluti af miklu stærri mynd og hún ein- skorðast ekki við Flugleiðir. Allt fyrirkomulag í dreifingu og sölu er að breytast og einn þáttur í því er mikil sókn flugfélaganna inn á Net- ið, en það sem drífur þá sókn er að verulegu leyti þörf á að lækka þann milliliðakostnað sem ferða- skrifstofurnar eru milli flugreka- ndans og viðskiptavinarins. Það er enginn sem getur kallað á fast hlutfall af tekjum í einhverri atvinnugrein vegna þess hve rekstrarumhverfið er að breytast og þá viðskiptavininum í hag, en það er opnun markaða sem hefur drifið áfram þessa lækkun. Þannig að á endanum er það viðskiptavin- urinn sem hagnast, en framleiðslu- fyrirtækin eru að reyna að draga úr milliliðakostnaðinum og auðvit- að er við því að búast að milliliðun- um þyki það sárt,“ sagði Einar. Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær ! öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum f mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Steinunn hiónustu- Nú finnst mér éa vera fær í flestan sjó!. :, , ' c,. . ° 1 Islenska Utvarpstelaginu Öll námsgögn innifalin Opið til kl. 22.00 Tölvuskóli Islands Bíldshöfða 18, sími 567 1466 ^mbl.is AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ALLTAf= GITTHXSAÐ AIÝT7 Sparnaður af örbylgju- tækni til gagnaflutninga GAGNAFLUTNINGAR með ör- bylgjutækni er nýjung sem tiltölu- lega lítil reynsla er komin á. Gagna- veitan rekur þráðlaust net af þessu tagi og Skýrr býður aðgang að svok- ölluðu LoftNeti. Helstu kostir við ör- bylgjutækni umfram hefðbundnar símalínutengingar hafa verið nefnd- ir, m.a. að auðvelt er að tengja marga staði inn á gagnaflutningsnetið þar sem það er þráðlaust. Sambandið flyst með fyrirtækinu og seljendur segja spamað hljótast af. Afköst aukast og rekstrar- kostnaður minnkar Leitað var álits hjá tveimur fyrir- tækjum sem tekið hafa örbylgju- tæknina í sina þjónustu og tengst annars vegar gagnaflutningsneti Gagnaveitunnar og hins vegar LoftNeti Skýrr. Viðvarandi æska? heilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri íslenska fyrirtækið Optima tengd- ist LoftNeti Skýir í nóvember sl. Stefán Ingólfsson markaðsstjóri segir mikinn vinnusparnað felast í tengingunni. „Afköstin geta farið upp i fjórfalt það sem er í ISDN tengingu. Við greiðum fastan kostn- að og hann er undir 30 þúsundum á mánuði,“ segir Stefán. Hjá Optima eru níu notendur og segir Stefán kostnað við ISDN aukast hlutfalls- lega meira við hvern notanda en við örbylgjutæknina. „Helstu kostirnir við LoftNetið felast í miklum tíma- sparnaði, kostnaðaróvissu er eytt og sambandið er ávallt opið.“ Skeljungur gerði nýlega samning við Gagnaveituna um gagnaflutninga á milli höfuðstöðva félagsins og starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar E. Kvaran, upplýsingafull- trúi Skeljungs, segir sambandið tvöf- alt hraðvirkara en ISDN samband og að tengingin hafi í för með sér um- talsverðan sparnað fyrir Skeljung. Örbylgjutæknin gefur möguleika á framtíðarþróun Gagnaflutningsnet af þessu tagi eru þráðlaus og aðgangur að þeim hefur fyrst um sinn verið boðinn á höfuðborgarsvæðinu. Net Skýrr og Gagnaveitunnar ná yfir stærsta hluta höfuðborgarsvæðisins og upp- setning á byggðakjörnum á lands- byggðinni er fyrirhuguð á næstunni. Sveinbjörn Högnason hjá Skýrr segir örbylgjutæknina sameina marga . kosti. „Viðskiptavinir LoftNets sjá að heildarkostnaður verður lægri þegar keypt er af einum aðila, burðarlagið, netþjónusta og önnur virðisaukandi þjónusta. Ör- bylgjutæknin gefur einnig mikla möguleika á framtíðarþróun," segir Sveinbjöm. Að hans mati er ör- bylgjutæknin góð viðbót við þær gagnaflutningsleiðir sem fyrir eru á markaðnum. „Netið er á leiðinni í loftið, menn verða ekki bundnir af því hvar tölvan þeirra er staðsett," segir Sveinbjörn. Sparnaóur meiri eftir því sem fjarlægðir aukast Bjarni Birgisson, verkefnisstjóri hjá Gagnaveitunni, telur að þróun örbylgjutækninnar verði hröð á næstunni og verð á tengingum fari fremur lækkandi en hitt. „Við getum m.a. boðið fyrirtækjum símtöl um ör- bylgjunetið á milli tengdra staða á þess vegum. Við munum einnig bjóða verslunum upp á þann möguleika að kortafærslur og önnur gögn sem send eru frá svokölluðum posum, fari um örbylgjunetið. Slíkt sparar rekst- ur sérstakra símalína eða tenginga sem notaðar eru í þeim tilgangi í dag. Að auki má nefna möguleika á sam- skiptum t.d. við toll og bankastofnan- ir sem í dag krefjast yfirleitt sér- staks tengibúnaðar," segir Bjarni. ,Auk þeirra möguleika sem ör- bylgjutengingar skapa á nýtingu slíkrar þjónustu fá fyrirtæki sam- band við Netið og tölvupóst fyrir eitt fast verð, óháð tengitíma. Tenging fyrirtækisins er því alltaf virk og allir starfsmenn stöðugt í netsambandi. Möguleiki er á að setja upp tenging- ar heima hjá starfsmönnum sem þá geta tengst fyrirtækinu heiman frá sér og sinnt daglegri vinnu sinni það- an. Sparnaður í rekstrarkostnaði miðað við að nota hefðbundnar leigu- línur eða ISDN-tengingar verður meiri eftir því sem þörf er á meiri tengitíma og fjarlægðir á milli staða aukast,“ segir Bjarni. Sameining Þormóðs ramma- Sæbergs og Arness samþykkt Á hluthafafundi í Árnesi hf., sem haldinn var 7. janúar síðastliðinn, var samþykkt að sameina Ámes hf. Þormóði ramma - Sæbergi hf. undir nafni Þormóðs ramma - Sæbergs hf. Sameiningin miðast við 1. júlí 1999. í tilkynningu til Verðbréfa- þings kemur fram að á hluthafafund- inn voru mættir fulltrúar eigenda að 97,35% hlutafjár í félaginu. Sam- þykkir sameiningu voru eigendur að 94,18% hlutafjár en fulltrúar Far- kosts ehf., Reykjaprents ehf., Karls Þráinssonar og Harðar Einarssonar, þeir Óttar Yngvason og Hörður Ein- arsson, sem fóru fyrir 3,17%, hluta- fjár létu bóka mótmæli við samein- ingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.