Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Það má ekki á milli sjá, hvor er kátbroslegri, Jackie Coogan, sem The Kid, eða meistarinn sjálfur. Enda var strákurinn fyrsta barnastjarna kvikmyndanna. Mark Swain sem Stóri Jim og Flækingurinn í einu af mörgum ógleym- anlegum atriðum í Gullæðinu. CHARLES CHAPLIN I: Flækingurinn kemst á fæturna EIN lykilsenan í Englum al- heimsins snýst um bíóferð. Sögu- hetjan, Páll, hefur boðið stúlkunni sinni á Borgarljósin eftir Charles Chaplin. Mætir vonglaður með mið- ana, hún lætur ekki sjá sig. Svikin eru þáttur í ferli geðsjúkdómsins sem blundar með Páli. Hraðar hon- um, pilturinn þolir ekki höfnunina. Það er engin tilviljun að mynd eftir meistara Chaplin varð fyrir valinu, það er rökrétt ákvörðun, hann er í augum allflestra kvikmyndaunn- enda mikilvægasti kvikmyndagerð- armaður sögunnar. Óvenju fjölhæf- ^ur listamaður sem stjórnaði flestum þáttum bestu verka sinna. Leikari, leikstjóri, tónskáld, hand- ritshöfundur, framleiðandi, og fórst allt jafnvel úr hendi. Ótrúleg- ur látbragðsleikari og litli flæking- urinn að öllum líkindum þekktasta tákn kvikmyndasögunnar. Með honum átti hann sína bestu tíma, Chaplin (1889-1977) fæddist í fá- tækrahverfinu Lambeth í London, foreldrarnir unnu báðir við fjöl- leikahús, leiklistin og skemmtana- bransinn honum í blóð borinn. Byrjaði aðeins fimm ára gamall að troða upp með föður sinum, sem lést skömmu síðar, útbrunninn drykkjusjúklingur. Chaplin var komið fyrir hjá ókunnugum, ásamt Sydney, eldri hálfbróður sinum. Þeir sneru aftur á fjalirnar tveimur árum sfðar. Áratugur leið, þá fengu bræðurnir vinnu hjá virtu leikhúsi í eigu Freds Karno, sem sérhæfði sig í látbragðsleik. Chapl- in starfaði hjá fyrirtækinu í sjö ár og ferðaðist þá vítt og breitt um Evrópu og Bandaríkin, þar sem Mack Scnnett uppgötvaði hann ár- ið 1913. Á þessum bernskuárum kvik- myndaiðnaðarins var Sennett með valdamestu mönnum í Hollywood. Rak hið s'ögufræga Keystone- kvikmyndaver og bauð hinum unga og efnilega leikara 150 dali í viku- laun. Það var hærra tilboð en Chaplin gat hafnað. Þar blómstraði ærslaleikurinn í 35 stuttum mynd- um (,,two-reeIers“). í þcirri fyrstu, Making A Living (’14), kom hann fram í hlutverki slypprar og Snauðrar breskrar pjattrófu, upp- áhaldsleiksviðsgervi sínu. I flestum þeirra lék hann þó Flækinginn - The Tramp, sen sleit barnsskónum í Keystone- kvikmyndaverinu. Hann leit fyrst dagsins ljós í Kid Auto Races At Venice (14) og varð sögufrægasta persóna kvik- myndanna, enda hélt Chaplin tryggð við hann í meira en 30 ár. Leikstíll Chaplins var ekki jafn yfir- gengilegur og tíðkaðist hjá Senn- ett, m.a. hjá „The Keystone Cops“. Fór því fljótlega að bera á ágrein- ingi af þessum sökum á milli hans Chaplin önnum kafinn við tökur á Gullæðinu í Norður-Kaliforníu 1924. og Mabels Norm- and, aðalleikstjóra versins. Öðru fremur leiddi hann af sér þróun Flækingsins, sem smám saman fékk á sig þá mynd sem nánast hvert mannsbarn þekkir; Kjagandi, útskeift göngulagið, höfðinglegt yfirbragð þrátt fyrir fatalarfana, yndisleg flétta riddaramennsku og drabbaraskapar í samskiptum við veikara kynið, eldheit sjálfsbjarg- arviðleitni og takmarkalaus ráð- snilldin. Það leið ekki á löngu uns vin- sældir Flækingsins urðu slíkar að önnur fyrirtæki fóru að sækjast eftir hæfileikum hins hálfþrítuga galdramanns. í ársbyrjun 1915 hélt Chaplin til Essaney, þar fékk hann 1.250 dali á viku, gerði 14 myndir það árið, allar í anda Iátbragðsleik- sins, þó eitthvað rórri en áður. í febrúar lá leiðin til Mutual, launa- boðið hljóðaði uppá 670 þúsund dali á ári, slíkar stórupphæðir voru nánast óþekktar þá. Listamaðurinn hafði margfaldað launin sín á hverju ári frá þvi' hann kom til kvikmyndaborgarinnar. Chaplin naut rýmri tíma og meiri umönnunar hjá nýjum hús- bændum en nokkru sinni. Sérkenni sem fóru að gægjast upp á yfir- Chaplin, komin í hlutverk Litla Flækingsins, ásamt tíðum mótleikara, Ednu Purviance, á Essaney-tímabilinu. borðið hjá Essaney; kaldhæðni, um Flækingsins. Með tilkomu The tregi og einkanlega háðsádeila, Immigrant og Easy Street (báðar urðu æ meira áberandi - samhliða gerðar 17) fóru fræðingar að gefa því sem dró úr óforskömmugheit- honum gaum og sálgreina þessa nýju andhetju kvikmyndanna, sem var byrjaður að nema lönd, víða ut- an Bandaríkjanna. Þegar hér var komið átti Chaplin slíkan fjölda sporgöngumanna í kvikmyndaiðnaðinum að í næstu samningagerð, við First National, 18 - þar sem hann samdi um að gera átta myndir fyrir eina milljón dala - setti hann undirskrift sína á upphaf þeirra allra til sönnunar þess að „engin er ósvikin án henn- ar“. Undirskriftin var einnig tákn þess að Chaplin, sem leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur og stjarna, nyti sjaldgæfs frelsis í Hollywood og slíkra vinsælda um allan heim að þær hafa tæpast ver- ið jafnaðar í annan tíma. Lög voru samin og flutt honum til heiðurs, barnaleikir vísuðu til hans, styttur af goðinu voru seldar á dal. 1 lieim- sókn til Evrópu 21 hlaut hann slík- ar móttökur að þær flokkast undir múgsefjun á borð við þá sem dæg- urstjörnur samtímans búa við frá sínum fjölmiðlauppfrædda aðdá- endaskara. Óstjórnlegar vinsæld- irnar stöfuðu einkum af því að hann höfðaði til allra. Gamalgrónir múrar stéttaskiptingar hrundu í túlkun hans; úr henni mátti lesa þverrandi áhrif höfðingjastéttar- innar, stolt fátæklingsins, ný menn- ingarleg viðhorf birtust í sígildri einföldun sögufléttunnar. Þörf sinni til að styðja við bakið á minni- máttar fullnægði hann í smum eldri verkum með því að láta Flæk- inginn hafa jafnan sigur í barátt- unni við yfírgangsfulla ríkisbubba og hrokafulla andstæðinga - án þess að afklæðast mokkurn tímann fatagörmunum. Glæsileiki og ná- kvæm tímasetning látbragðsleik- sins voru ámóta áhrifarík hjálpar- tæki er tregi og viðkvæmni fóru að verða sífellt snarari þáttur í verk- um hans og náði hámarki í The Kid (21), almennt talið fyrsta stórvirk- inu. Sígild myndbönd THE KID (1921) Fyrsta langa mynd meistarns fór víðar um lönd en áður þekktist. Fléttar fimlega saman gleði og trega líkt og í flestum verkunum. Flæk- ingurinn tekur að sér ungan og yfu-- gefinn drenghnokka (Jackie Coog- an) og elur upp. Stráksi gefur fóstra sínum fljótt lítið eftir í kænsku og undirferli í erfiðri lífsbaráttu, en þeim líður stórkostlega saman. Þessi hluti er óborganleg skemmt- un, Coogan litli gefur meistaranum ekkert eftir í töktum og látæði og varð upp úr þessu fyrsta barna- stjarna kvikmyndasögunnar. Held- ur harðnar á dalnum er móðir stráksa kemur til sögunnar og upp- hefst tragikómísk forræðisdeila. GULLÆÐIÐ - THE GOLD RUSH (1925) í fyndnustu mynd Chaplins held- ur Flækingurinn norður til Alaska að freista gæfunnar sem gullgrafari. Seinheppinn að venju en eftir mikil ævintýri stendur okkar maður uppi í lokin, vellríkur, með draumadísina í fanginu (Georgia Hale). Fjölmörg af frægustu atriðum meistarans (og kvikmyndasögunnar) prýða fram- vinduna. Skóreimaspaghettíið, skó- suðan, smábrauðadansinn, kofinn á gljúfurbarminum, í upphafsatriðinu grefur hann eftir gulli í snjónum. Þau rekja sig hvert á eftir öðru. Treginn blessunarlega í lágmarki. THE CIRCUS (1928) Ekki í hópi meistaraverkanna, en skammt undan. Litli flækingurinn leitar skjóls í farand-fjölleikahúsi, vekur óvart lukku hjá áhorfendum og er ráðinn trúður. Verður ástfan- ginn af dóttur eigandans en trúður er bara trúður, hann hefur takmar- kað sjálfsálit og leggur stúlkuna upp í hendurnar á eljara sínum. Auðvelt er að álíta að myndin sé forveri Borgarljósa, þar sem tregafullt sam- band Flækingsins og stúlkunnar er fullslípað og inniheldur eitt fágæt- asta augnablik kvikmyndasögunnar. Grátbroslega góð skemmtun, sam- skipti Flækingsins og fjölleikahúss- eigandans ber hæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.