Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 39 IRtaigisfsM&frÍfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÉRAÐSDÓMI ÁFRÝJAÐ Ríkissaksóknari hefur nú áfrýjað dómi Héraðsdóms Vest- fjarða til Hæstaréttar. Það var rétt ákvörðun að draga þessa áfrýjun ekki. Ovissan, sem dómur Héraðsdóms Vest- fjarða hefur skapað, er svo mikil, að það skipti máli að ákvörðun um áfrýjun yrði tekin strax. Það hefur nú verið gert og þar með er Vatneyrarmálið komið til Hæstaréttar. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram komu í Morgun- blaðinu í gær má búast við að þrír til fjórir mánuðir líði þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Það má því búast við dómi Hæstaréttar jafnvel fyrir maílok, ef mál þetta fær svipaða meðferð og önnur opinber mál. Þar með er tening- unum kastað og drög hafa verið lögð að því að Hæstiréttur taki afstöðu til 7. gr. laganna um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrirfram er ekki hægt að gera ráð fyrir einu eða neinu í sambandi við dóm Hæstaréttar, þótt fínna megi vísbending- ar í dómi réttarins frá því í desember 1998 um afstöðu hans til 7. greinarinnar. I ljósi þess að búast má við niðurstöðu frá Hæstarétti í vor væri mikið óráð af einstaka útgerðarmönnum að hefja veið- ar án aflaheimilda. Þeir sem trúa á það, að Hæstiréttur kom- ist að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Vestfjarða, hljóta að geta sýnt biðlund fram á vorið. Þar að auki eiga þeir hinir sömu yfir höfði sér dóma ef svo færi að Hæstiréttur kæmist að allt annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Vestfjarða. Það er til marks um þá nýju stöðu, sem dómsvaldið í land- inu er komið í, að stór hópur fólks bíður nú í eftirvæntingu eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli, sem valdið hefur mikl- um deilum í þjóðfélaginu á annan áratug. Það er algengt í öðrum löndum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum að dómstólar og þá sérstaklega Hæstiréttur taki ákvarðanir í einstökum málum, sem geta haft gífurlega pólitíska þýðingu og djúp- stæð þjóðfélagsleg áhrif. Þannig hafði Hæstiréttur Banda- ríkjanna grundvallaráhrif á þróun mannréttindabaráttu blökkumanna þar í landi. Hæstiréttur Islands hefur nú þegar haft mikil áhrif á um- ræður um kvótakerfið og hugsanlegar breytingar á því. Dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar leiddi til víðtækra umræðna og sýndist sitt hverjum. Við því er ekkert að segja og Garðar Gíslason, forseti Hæstaréttar, lýsti því í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, að Hæstiréttur hefði ekkert við það að athuga að dómsniðurs- töður hans væru gagnrýndar. Hins vegar benti hann á, að dómarar í Hæstarétti gætu eðli málsins samkvæmt ekki tekið þátt í slíkum umræðum. Með dómsorði sínu og rök- stuðningi fyrir því hefðu þeir lýst afstöðu sinni. Harkaleg viðbrögð almennings í kjölfar dómsins í Vatn- eyrarmálinu sýna, að reiði fólks vegna þess hvernig kvóta- kerfíð hefur þróazt og til hvers það hefur leitt er jafn mikil, ef ekki meiri en áður. Þessi reiði er skiljanleg. í skjóli kvóta- kerfisins hafa tugir milljarða verið færðir frá þjóðinni til til- tölulega fámenns hóps einstaklinga. Hinn almenni borgari er ekki á móti kvótakerfínu sem slíku en hann er andvígur gjafakvótakerfinu í grundvallaratriðum. Því má hins vegar ekki gleyma, að jafnvel þótt Hæstirétt- ur staðfesti dóm Héraðsdóms Vestfjarða er málið ekki leyst. Það sem þá mundi gerast ef ekkert annað kæmi til væri það að sóknarkerfi tæki við af kvótakerfi. Þótt Hæstiréttur felli dóma í ágreiningsmálum, sem geta haft grundvallarþýðingu er það löggjafarvaldið, sem setur lögin í landinu. Þess vegna er mikilvægt að löggjafarvaldið taki nú af skarið og geri þær breytingar á kvótakerfinu, sem duga til þess að skapa það jafnræði, sem dómur Hæstaréttar fyrir rúmu ári benti til að rétturinn krefðist. Lykilatriði í slíkri lagabreytingu er að út- gerðarmenn borgi fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina og að þeir borgi til almennings í stað þess að borga í vasa hver annars eins og nú. Það er allra hagur að þetta deilumál verði leyst. Hags- munir útgerðarfyrirtækjanna kalla á slíka lausn. Það er auðvitað óþolandi fyrir stjórnendur þeirra að eiga yfír höfði sér stöðuga óvissu um það við hvaða aðstæður þeir starfa. Það er hagsmunamál fyrir stjórnmálamennina að þetta mál verði leyst. Djúpstæðar deilur af þessu tagi, sem standa í meira en áratug, taka sinn toll eins og reynslan hefur sýnt. En fyrst og fremst er það krafa þjóðarinnar um réttlæti, sem kallar á lausn. Alþingi hlýtur að hlýða því kalli. Því er stundum haldið fram, að erfítt sé að finna lausn, sem víðtæk samstaða geti tekizt um. Það er rangt. Það er hægt að ná samkomulagi um fyrirkomulag í fiskveiðistjórn- un, sem tryggir kosti kvótakerfisins fyrir sjávarútveginn og einstök fyrirtæki en sem jafnframt fullnægir kröfum al- mennings um að þjóðin fái í sinn hlut eðlilegan afrakstur af þeirri auðlind, sem er í hennar eigu. Tjón á varnargörðum og hafnarmannvirkjum í aftakaveðri á háflóði við suðurströndina í gærmorgun Mikill sjógangur var á háflæði við Stokkseyri í gærmorgun, en öflugir varnargarðar vörðu bæinn vel fyrir ágangi sjávar. Myndin er tekin um klukkan ellefu í gærmorgun og sýnir vel volduga sjóvamargarðana framan við bæinn. Morgunblaðið/Rax Vamargarður rétt vestan við Stokkseyri fór í sundur á nokkrum stöðum á um 100 metra kafla. Sjógangurinn skolaði gijóti og torfi yfir á veginn og lokaðist hann um tima. Sjór fiæddi yfir veginn austan við Stokkseyri og bar brimið með sér gijót og klaka upp á veg- inn. Á myndinni sést lögregluþjónn ýta stómm rekadrumbi af veginum, en rétt austan við þennan stað flæddi sjór yfir veginn og rauf hann á einum stað. Varnar- garðar stóð- ust ágang sjávar VARNARGARÐAR rofnuðu og vegurinn austan Stokkseyrar fór í sundur í miklu sjó- veðri sem gekk yfir Eyrarbakka og Stokks- eyri á háflóði á áttunda tímanum í gærmorg- un. Ekkert tjón varð þó af völdum veðurhamsins í bæjunum sjálfum, enda stóð- ust aðalvarnargarðarnir framan við þá áganginn vel. Grjóthnullungar og jarðvegur skoluðust upp á veginn á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka og varð af þeim sökum ófært á milli staðanna um tíma. Sjór flæddi yfír veginn austan við Stokks- eyri og þegar birti kom í ljós að vegurinn var rofinn á einum stað. Þar er enginn sjóvarnar- garður og sást þar vel, hvernig grjót, jarð- vegur og klakastykki höfðu borist upp fjör- una á veginn undan sjóganginum. Vestan Stokkscyrar var hlaðinn varnar- garður farinn í sundur á þremur stöðum á um 100 metra kafla. Þar lokaðist vegurinn eftir að flætt hafði yfir hann og brimið skolað upp gijóti og jarðvegi úr varnargarðinum. Af þeim sökum var ákvcðið að hætta við skóla- hald í barnaskólunum um morguninn, þar sem ófært varð á milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka. Grunnskólahaldi hagar þannig til á þessum stöðum að eldri grunnskólabörn eru öll í skólanum á Eyrarbakka en þau yngri eru öll á Stokkseyri og er þeim ekið á milli stað- anna. Björgunarsveitarmenn frá SVFI voru á vakt á Stokkseyri frá því snemma um morg- uninn, en að þeirra sögn kom ekkert upp á, þannig að vandræði eða tjón hlytist af. Einn björgunarsveitarmannanna býr rétt innan við sjóvarnargarðinn og sagði hann, að mikið hefði gengið á fyrir utan hann, en ekkert hafi skilað sér yfír garðinn, nema sjór sem fauk í þéttum úða yfir húsin. Að sögn björgunarsveitarmanna hélt varn- argarðurinn mjög vel og var mál manna að greinilegt væri að vel hefði tekist til með end- urbyggingu hans eftir að stormflóð gekk þar yfir í janúar 1990. Þá voru lagðir 1.400 metr- ar af görðum (47.300 rúmmetrar), eldra gijóti endurraðað og mold lögð yfir toppinn og sáð í. Á Eyrarbakka, þar sem einnig er öflugur varnargarður framan við bæinn, voru lítil ummerki um sjóganginn sjáanleg þegar birti af degi. Umtalsvert tjón varð í Grindavík- urhöfn TALSVERT tjón varð á hafnarmannvirkjum í Grindavík í gær þegar sjór gekk á land á há- flóði. Mest er tjónið á löndunarbryggju sem losnaði í ölduganginum. Nýlega var lokið end- urbótum á bryggjunni fyrir 16 milijónir króna. Einnig skemmdist sjóvarnagarðurinn við Hópnes. „Skemmdir á löndunarbryggjunni fyrir smábáta koma sér illa. Við vorum að Ijúka við að endurnýja og endurbyggja hana nú í haust og kostaði það okkur 16 milljónir króna. Ég trúi því ekki að hún sé alveg farin ( súginn, býst við að sjálft bryggjudekkið og bitar undir því sé nýtanlegt en viðgerð gæti engu að síður kostað milljónir. Ég á von á þvf að við- lagatrygging bæti tjónið því það er af völdum náttúruhamfara," sagði Einar Njálsson, bæj- arsljóri íGrindavfk. Verulegt eignaljón varð við höfnina því þar stóðu meðal annars tugir einkabfla sjómanna sem eru í róðri. Margir þeirra flutu um bryggjur og bakka er sjófyllurnar gengu á land en þær æddu flestar upp fyrir Seljabót, götuna sem liggur meðfram höfninni. Einnig flutu gámar um hafnarsvæðið og brimið hefur borið þara og stærðar grjót um allt hafnarsvæðið og upp fyrir Seljabót. Eitt- hvað var um að landfestar báta slitnuðu en eigcndur þeirra voru til taks og festu þær jafn- óðum. Þá gekk sjór inn f gamla slysavarnarfé- Það var erfitt að sjá að skipin lægju við bryggju í Grindavfk vegna þess að sjór flæddi yfir hana. Landfestar nokkurra báta slitnuðu f atganginum. Löndunarbryggja í Grindavík skemmdist talsvert mikið í flóðinu. Nýlega var umtalsverð- um fjármunum varið til endurbóta á henni. Morgunblaðið/Júlíus Talsvert tjón varð á bflum sem stóðu á bryggjunni, en eins og sjá má voru þeir umflotnir sjó f gærmorgun. Bflarnir eru f eigu sjómanna sem voru á sjó þegar briinið skall á. lagshúsið, Oddsbúðina, sem stendur við við- lagasjóðsbryggjurnar svo að þar var allt á <já og tundri er að var komið í gærmorgun en þar hefur verktakafyrirtækið Jón og Margeir að- stöðu. Sjómenn við höfnina segja að meiri sog- kraftur virðist vera f höfninni eftir að sigling- arennan var dýpkuð sfðastliðið sumar. Ennfremur flæddi inn í hús Fiskmarkaðs Suðurncsja og viktir og annar tækjabúnaður skemmdist. Þá flæddi inn í kjallara að minnsta kosti eins húss f bænum. Sjór gekk á land þar sem golfvöllur Grindvfkinga er og er óttast að völlurinn hafi skemmst. 100 metra skarð í sjóvarnargarðinn „Við skoðuðum garðinn fyrir hádegið og vorum að skjóta á að það hafi skolast úr hon- um um 100 metrar austur í hvilftinni við Hópsnesið. Brimið hefur borið gijótið upp f nesið, þar liggur það um allt eins og hrá- viði og tjamir, svonefnd síki, em allar full- ar af sjó. Vegurinn kringum nesið er ófær meðal annars af þessum völdum,“ sagði Agnar Agnarsson, aðgerðastjóri lyá björg- unarsveitinni Þorbimi í samtali við Morg- unblaðið. Agnar sagði að engin hætta ætti að vera Á ferðum innan hafnar þótt skarð hefði rofnað í sjóvarnargarðinn. Sjórinn myndi einungis ganga upp f Ilópsnesið og flæða þar út um allt. Síðdegis var byrjað að nota vinnuvélar við að lagfæra skemmdirnar á sjóvarna- garðinum við Hópsnesið, en talin er hætta á frekari skemmdum á garðinum. Vatn lak ofan á siglingahermi í Stýrimannaskólanum Morgunblaðið/Júlíus Sigurjðnsson Víðir Sigurðsson kennari stendur við siglingaherminn sem varð fyrir lekanum. Hugsanlegt tjón gæti numið milljónum króna „VIÐ höfum ekki þorað að kveikja á samlíkinum; erum að reyna að þurrka hann. Hann hefur sloppið tvisvar áður en nú lak vatn á hann í þriðja sinn og hafi hann skemmst gæti tjónið numið einhverjum milljónum króna,“ sagði Víðir Sig- urðsson, kennari og umsjónar- maður siglingaherma Stýri- mannaskólans, en vatn lak niður á einn þriggja herma skólans í fyrr- inótt. Vatn lak inn á falskt loft ofan við herminn. Um það mikið vatn var að ræða að ein loftplata gaf sig undan vatnsþunganum. „Okkur hafði verið sagt að búið væri að gera við þakið eftir fyrri lekana tvo og að við þyrftum ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Hefði næturvörðurinn ekki litið hérna inn hefði getað farið miklu verr,“ bætir Víðir við. I kennsluhúsinu eru þrír sigl- ingahermar og lak vatn niður á stjórnborð eins þeirra en inni í því er tölvubúnaður hermisins. Hinir hermarnir sluppu en samtals kosta þeir tugir milljóna króna, að sögn Víðis. Hann sagði að fulltrúi norsks framleiðanda hermanna kæmi til landsins í næstu viku til að yfir- fara þá og kæmi þá hugsanlegt tjón endanlega í ljós. Hús Stýrimannaskólans þarfn- ast mikilla endurbóta við, en í vatnsveðrum hefur vatn lekið inn í skólann í mörg ár. Áætlun um endurbætur á skólanum sem gerð var árið 1997 gerði ráð fyrir að viðgerð kostaði um 300 milljónir. Fyllan greip bíiinn og færði hann upp á land „ÉG VAR að aka eftir götunni við Kvíabryggjuna er ein fyllan ruddist skyndilega á land og það skipti eng- um togum að bíllinn flaut upp og hún bar hann upp á land og á ljósastaur fyrir ofan Seljabót,“ sagði Halldór Ingvarsson í Grindavík, en hann varð fyrir óskemmtilegri reynslu við Grindavíkurhöfn í gærmorgun. „Ég held að bíllinn sé ekkert skemmdur. Hann er það þéttur að það komst enginn sjór inn í hann og hann hélst í gangi. Það var dálítið sérkennilegt að lenda í þessu en ég var aldrei í hættu, held ég. En auð- vitað hefði ég ekki átt að vera að álp- ast þarna út að,“ sagði Halldór. Hann kvaðst hafa brugðist skjótt við er flóðið greip bílinn og skrúfað niður gluggann. Er hann stöðvaðist við staurinn greip hann fastataki ut- an um hann. „Ætli mér hefði nokkuð tekist að halda mér og bílnum föst- um þar ef fyllan hefði viljað gera eitt- hvað meira,“ bætti Halldór við. Flóð vi’ð Vík í Mýrdal SJÓR gekk á land austan við Vík f Mýrdal í gærmorgun. Hesthús rétt austan við bæinn voru um tíma um- flotin vatni. Varnargarðar voru fyrir nokkrum úrum byggðir við Vík og því var aldrei hætta á að sjór næði niður að þorpinu. Þegar kom fram undir hádegi var sjór að mestu geng- inn til baka. íbúar í Vík hafa hins vegar vissar áhyggjur af því að sand- ur, sem barst með flóðinu, blási yfir þorpið þegar þornar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.