Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þessum unga manni frá Grindavík fannst ekki leiðinlegt þegar byrjaði að snjóa á gamlárskvöld í Grindavík. Stærsta 2000-skiltið í Grindavík Grindavík. Grindvíkingar héldu upp á ára- og aldamótin með miklum stæl. Mikill fjöldi flugelda var eins og svo víða á lofti en aldrei hafa sólir verið jafn áber- andi á lofti yfír Grindavík. Það var greinilegt að vel hafði verið hreinsað til í neyðarblysum báta og skipa í Grindavík þvf himinn- inn var rauður á litinn. Veður- guðirnir voru líka mjög hliðhollir því mjög gott veður var rétt um áramótin en ekki voru veðurhorf- ur bjartar lengi vel. Orlítið byrjaði að snjóa eftir miðnætti en það gerði þessi merku áramót bara skemmtilegri og þá sérstaklega fyrir unga fólk- ið. Kveikt var á stærsta ljósaskilti landsins með ártalinu 2000 á Þorbjarnarfelli á miðnætti en hver tölustafur er 2,5 metrar á breidd og 5 metrar á hæð. Þetta ljósaskilti er því örugglega með því stærsta sem gerist og örugg- lega það skilti sem er hæst á lofti. Dansleikir voru í Festi bæði ágamlárskvöld og nýárskvöld og skemmtu Grindvíkingar sér mjög vel. Mánaðargiald á stúdentagörðum vegna sínetteng,ing,ar Ihugað hvort óánægðir verði undanþegnir gjaldi FRÁ og með áramótum bættist við 1.460 króna gjald á mánuði á hverja íbúð stúdentagarða Háskóla íslands fyrir netaðgang. .Nokkrar kvaitanir hafa borist vegna þessa gjalds, sem ekki var tekið fram að væri væntan- legt þegar íbúar stúdentagai’ða skrifuðu undir leigusamninga í haust og hyggst stjórn Félagsstofnunar stúdenta fjalla um það í næstu viku með hvaða hætti megi koma til móts við þá, sem eru óánægðir. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnar- formaður Félagsstofnunar stúdenta, sagði að það yrði þannig í framtíðinni að gjaldið yrði innifalið í íbúðaleig- unni, sem væri langt undir markað- svirði. Gert væri ráð fyrir því að hver íbúð greiddi þetta gjald og hug- myndin hefði verið sú að það stæði undir bæði stofnkostnaði, sem væri um 15 milljónir, og rekstrarkostnaði: „Við gerðum ráð fyrir að stúdentar myndu taka þessu fagnandi, enda verið að auka þjónustu við íbúa og gefa þeim möguleika á sínetteng- ingu, sem þeir hafa ekki haft áður.“ Nokkrar kvai'tanir hafa þó borist. Guðjón Ólafir sagði að stjórnarfund- ur yrði haldinn í næstu viku og yrði þar fjallað um hvernig koma mætti til móts við þá, sem hafa kvartað vegna þessa gjalds. Verður meðal annars athugað hvort þeir, sem ekki vilji nýta sér sínettenginguna, verði undanþegnir gjaldinu á yfirstand- andi leigutímabili. Að sögn Baldvins Ólasonar, rekstrarstjóra Stúdentagarða, hefur verið lagt ljósleiðarakerfi um stú- dentagarðana og þeir tengdir við há- skólastöðina með sítengingu, sem hefur 10 megabæta flutningsgetu. Baldvin sagði að kerfið yrði endur- nýjað eftir fjögur ár og áætlað væri að með gjaldinu yrði þaðgreitt upp á þeim tíma. Alls tengjast 454 manns kerfinu á Stúdentagörðum. Baldvin segir að stúdentum eigi ekki að koma gjaldið á óvart því að umræða hafi verið um nýja kerfið í Stúdentablaðinu og svo hafi upp- setning staðið yfir frá því í haust. Að sögn Baldvins er hugsanlegt að netþjónustugjaldið verði fellt inn í húsaleiguna með næsta samningi og innheimt líkt og rekstur á bílastæð- um við garðana. Hann segir ekki vera hægt að sundurgreina þá sem nota kerfið og þá sem ekki nota það fremur notendur bílastæða. Hann bætti við að Háskóli íslands væri síðasti háskólinn á Norðurlönd- unum sem setti upp sínettengingu á stúdentagörðum. Ennfremur sagði Baldvin að uppsetning kerfisins ætti að nýtast öllum háskólanemum að því leyti að íbúar Stúdentagarða þyrftu ekki lengur að nota tölvur í tölvuverum háskólans og því ætti að- gangur að þeim að rýmka. I þeim leigusamningum sem íbúar Stúdentagarða undirrituðu í haust er ekki greint frá netþjónustugjald- inu sem innheimt er með húsaléig- unni að sögn Baldvins. Hann segir að íbúum hafi verið tilkynnt um gjaldið bréfleiðis áður en innheimta þess hófst um áramótin. Baldvin segir að skrifstofu Stúdentagarða hafi borist átta kvartanir. Islensk erfðagreining styrkti þrjá flokka SAMFYLKING, Framsóknar- flokkur og Vinstrihreyfíngin - grænt framboð fengu öll fjárfram- lög frá íslenskri erfðagreiningu fyrir síðustu þingkosningar. Sjálf- stæðisflokkur j'ékk hins vegar ekki fjárstyrk frá íslenskri erfðagrein- ingu enda barst fyrirtækinu engin beiðni frá flokknum þar að lútandi. Frá þessu var greint í fjölmiðl- um um helgina og þegar Morgun- blaðið leitaði til Islenskrar erfða- greiningar vegna þessara frétta sendi fyrirtækið frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „íslensk erfðagreining staðfestir að vorið 1999 hafi þrír stjórnmála- flokkar tekið við framlagi frá fyrir- tækinu í kosningasjóði sína; Sam- fylking, Vinstrigrænir og Framsóknarflokkur. Sjálfstæðis- flokkur leitaði ekki eftir fjárstuðn- ingi og fékk því ekki neinn. Þeim upphæðum sem fyrirtækið lét af hendi rakna var stillt í hóf. Stefna fyrirtækisins fyrir síðustu kosn- ingar var að styrkja þá flokka sem sóttu formlega um það - og áttu þá fulltrúa á Alþingi.“ Andlát GUÐRUN ÓLAFSDÓTTIR GUÐRÚN Ólafsdóttir lézt á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Hún var fædd í Reykjavík 18. maí 1949. Foreldrar henn- ar voru Lilly Albertine Pjetursson, f. 20. maí 1926 í Bodö í Noregi, og Ólafur Pjetursson endurskoðandi f. 24. maí 1919 í Reykjavík, d. 12. janúar 1972. Guðrún var elzt barna þeirra hjóna, næstur er Ósvald fram- kvæmdastjóri í Nor- egi, þá Pétur rafvéla- virki í Reykjavík. Guðrún lauk verzlunarprófi frá Réttarholtsskóla árið 1966, vann síðan við endurskoðunarskrifstofu föður síns og tók við rekstri hennar að föður sínum látnum árið 1972. Hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið E.G. heildverslun árið 1979 og unnu þau saman við þann rekstur ásamt rekstri endur- skoðunarskrifstofunnar. Guðrún var virk í íþróttahreyfingunni. Hún tók um langt ára- bil virkan þátt í starfi körfknattleiksdeildar ÍR sem leikmaður, fyrirliði og síðar þjálf- ari. Fagnaði hún bæði Reykjavíkur- og Isl- andsmeistaratitlum á leikmannsferli sínum og var um árabil í ís- lenzka kvennalandsl- iðshópnum í körfukn- attleik. Hún var lengi í stjórn ÍR og var gjaldkeri félagsins í 13 ár. Hún var einnig í stjórn Körfuknattleikssambands Islands og lét sig hag kvennakörfu- boltans miklu varða. Guðrún gekk í Hringinn í Reykjavík árið 1975 og sinnti þar mörgum trúnaðarstörfum. Eftirlifandi eiginmaður Guðrún- ar er Elías Gíslason viðskiptafræð- ingur. Sonur þeirra er Ólafur El- íasson píanóleikari. ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugs- son, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir manndráp á Leifsgötu 28 aðfaranótt 14. júlí sl., hefur breytt frásögn sinni í veigamiklum atriðum af atburðum frá því er lög- regluskýrslur voru teknar af honum í júlímánuði til þess er skýrsla var tekin af honum fyrir dómi í gær þegar aðalmeðferð hófst í máli hans. Nokkur vitni í málinu voru leidd fyrir dóminn í gær og halda vitna- leiðslur áfram í dag. Ekki er ólík- legt að munnlegum málílutningi ljúki í dag. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, lét ákærða lýsa kvöldi hins 13. júlí og aðaranótt hins 14. og sagði ákærði þá að hann hefði farið á milli tveggja veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann spilaði í spilakössum. Um klukkan 1.10 sagðist hann hafa iárið akandi heim til Agnars W. Agnarssonar á Leifsgötu 28 með viðkomu á Hverfisgötunni hjá kunn- ingja sínum sem ekki var heima. Þegar á Leifsgötuna kom loguðu ljós í íbúð Agnars heitins. Ákærði sagði að útidyr hefðu verið ólæstar og að Agnar hefði, ólíkt venju sinni, ekki tekið á móti sér í stigagangin- um. Þegar ákærði sagðist hafa gengið inn í íbúð Agnars á annarri hæð hússins sá hann síðan hvar Agnar lá á gólfinu með hníf í brjóst- inu. Rann í blóði hins látna í frásögn ákærða kom fram að hann hefði nálgast hinn látna en Ákærði í morðmáli breytir framburði sínum fyrir dómi runnið oftar en einu sinni í blóði hins látna. Ákærði sagðist hafa ver- ið undir áhrifum amfetamíns og annarra lyfja umrætt kvöld og ekki vitað hvað gera skyldi. Hann sagðist hafa gengið um íbúðina til að kanna hvort einhver væri þar og síðan hefði hann gengið inn í herbergi móður hins látna þar sem hann hafi fundið skartgripi sem hann tók. Skartgripirnir eru metnir á tæp- ar 300 þúsund krónur og hefur rík- issaksóknari ákært Þórhall Ölver fyi-ir þann þjófnað og liggur játning fyrir á þeim ákærulið. Ákærði sagðist hafa ætlað að hringja í neyðarlínuna til að til- kynna líkfundinn en hætti við vegna hræðslu. Sagðist hann hafa hringt í tvo kunningja sína, náði ekki sam- bandi við annan og hinn skellti á. Þegar ákærði yfirgaf íbúð Agnars og gekk út í bifreiðina sem hann kom á sat hann þar í 7-8 mínútur að eigin sögn. Síðar um nóttina stöðv- uðu tveir lögreglumenn á eftirlits- ferð bifreið ákærða á Skúlagötunni og fundu hann blóðugan frá hvirfli til ilja. Hann var færður á lögreglu- stöð þar sem útskýringar hans á blóðinu þóttu ótrúverðugar. Hann var vistaður í fangageymslu til næsta morguns. Sagði ákærði að sér til mikillar undrunar hefði hann fengið afhenta bíllykla sína og verið sleppt þá um daginn, þótt hann væri réttindalaus. Ennfremur fékk hann afhenta skartgripina sem hann hafði tekið úr íbúð Agnars. Neyttu saman fikniefna og lentu í rifrildi Ríkissaksóknari vitnaði í lög- regluskýrslur sem teknar voru í júlímánuði af ákærða þar sem gjörólík frásögn var skráð eftir ákærða. Ákærði sagði að í þeim hefði allt verið haft rétt eftir sér en hann hefði hins vegar greint rangt frá. Samkvæmt umræddum lögreglu- skýrslum fór ákærði heim til Agn- ars þar sem þeir neyttu saman fíkn- iefna og lentu um síðir í rifrildi vegna peningamála sem leiddi til þess að stympingar hófust með þeim. Agnar hafi gripið til hnífs með löngu blaði en ákærði náð að af- vopna hann og stympingarnar end- að með dauða Agnars. Skýringar ákærða á þvi hvers vegna hann hefði greint rangt frá við skýrslutökur lögreglu voru á þann veg að hann hefði fengið áfall er hann kom inn í íbúð Agnars heit- ins, fann hann þar látinn og vísaði ennfremur til ástands síns og minnti á að hann hefði nýverið lokið 32 mánaða fangelsisvist vegna fjár- svikamáls. Hann hafi því ákveðið að hverfa af vettvangi og blanda sér ekki frekar í málið en lygin hefði hins vegar hafíst þegar lögreglan stöðvaði hann á Skúlagötunni síðar um nóttina og frá henni greini um- ræddar lögregluskýrslur. Ríkissaksóknari krafðist þess að lögregluskýrslurnar yrðu teknar til mats við meðferð málsins en verj- andi ákærða lýsti því hins vegar sem skoðun sinni að rétt væri að fá álit sérfræðings á þeim skýrslum sem teknar hafa verið af ákærða og á dómurinn eftir að taka afstöðu til þess máls. Ákærði var sendur í blóð- og þvagrannsókn um nóttina og kom m.a. í ljós að amfetamínmagn í lík- ama hans var fimmfalt á við það sem eðlilegt gæti talist við lækningar, samkvæmt niðurstöðum rannsa- kenda. Fjórir íbúar á Leifsgötu 28 báru ennfremur vitni fyrir dóminum í gær og báru allir að þeir hefðu heyrt skarkala og hávaða um nótt- ina sem Agnari var ráðinn bani. Hávaði hefði heyrst í nokkrar mín- útur en síðan hefði allt orðið hljótt. Enginn þeirra bar að sést hefði til ákærða fara frá húsinu þótt eitt vitnið hafi séð til manns sem yfirgaf húsið skömmu eftir atganginn. Tveir lögreglumenn, annar rann- sóknarlögreglumaður og hinn sá sem stöðvaði bifreið ákærða aðfar- anótt 14. júlí, báru ennfremur vitni í gær auk tveggja vina hins látna og tveggja manna honum kunnugum auk einnar konu og sérfræðings sem stýrði rannsóknum á eiturefn- um í líkama ákærða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.