Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐ JUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ :í Dýraglens Ferdinand f Ilvar er Hann er eitthvað lasinn. Hann sagði Rolli ? að ef hann væri hundur þá mundi hann skríða undir tröppurnar. Þetta er það sem afl sagði alltaf. Ef þér líður ekki vel, skríddu þá undir tröppurnar. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til forsætisráðherra Frá Ástþóri Magnússyni: ÁGÆTI forsætisráðherra. Um leið og Friður 2000 óskar yður gleðilegs árs, viljum við minna á að árið 2000 hefur verið útnefnt ár frið- armenningar af Sameinuðu þjóð- unum. Yður mun vafalaust hlýna um hjartaræt- umar við þá vitneskju að til- drög friðarársins áttu upptök sín á íslandi, en Frið- ur 2000 sendi að- alritara SÞ áskorun um þetta snemma á árinu 1995. Væri því ekki viðeigandi og kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að byrja nýja árið með því að sýna verðugt fordæmi í frið- armálum: 1. Ganga endanlega frá jarð- sprengjumálinu, en ríkisstjórn yð- ar á eftir að staðfesta 7. greinina (Article 7) eins og kemur fram í bréfi sem samstarfsaðilar okkar í ICBL-átakinu gegn jarðsprengjum hafa sent utanríkisráðherra. 2. Hætta stuðningi íslands við hinar grimmilegu ofsóknir og fjöldamorð á almenningi í Irak. Oll líknarfélög heims og flestir yfir- menn Sameinuðu þjóðanna virðast sammála um að viðskiptabannið sem Öryggisráðið hefur sett á þetta fólk sé brot á alþjóðlegum lögum og þjóni engum tilgangi öðrum en að skapa gífurlega ör- birgð og grafa undan möguleikum á varanlegum friði. Bandaríkjamenn hafa einnig verið iðnir við að varpa sprengjum á þetta fólk undanfarna mánuði. Það hlýtur að vera komið nóg af vitleysunni. 3. Lýsa ísland kjarnorkuvopna- laust svæði, og binda þannig enda á þær umræður sem verið hafa um að vitgrannir menn gætu þvælst hér um slóðir með slíka ógn við framtíð okkar. Þessari yfirlýsingu stjórnvalda ætti að fylgja krafa um endurskoðun á kjarnorkuvopna- stefnu NATO. PS Að lokum væri ekki úr vegi að planta utanríkisráðherra í ein- hvern aflóga bankastjórastól eins og nú er fordæmi fyrir. Eg minni á að það eru tveir slíkir stólar til í Landsbankanum. Þetta er frábær hugmyndafræði til að losna við spillta stjórnmálamenn. Þá væri kannski einnig von til að fá í utan- ríkisráðuneytið hjartahlýrri mann- eskju sem vinveitt væri óflokks- bundnum jólasveinum. En eins og forsætisráðherra kannski man eft- ir framdi Halldór Ásgrímsson það verk um síðustu jól að stöðva jóla- pakkasendingu til bágstaddra barna með öllum tiltækum ráðum í kjölfar yfirlýsinga í fjölmiðlum til styrktar grimmdarverkunum í ír- ak. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Ástþór Magnússon Bréf til Garðbæinga v/ tónlistarskóla Frá Sólbjörtu Gestsdóttur: HVAÐ er að gerast í Garðabæ, rétt eina ferðina enn? Mér er gersam- lega ofboðið! Er verið að leika sama leikinn og í síðustu prestskosningum? Nýlega fór fram ráðning skólastjóra tón- listarskólans í Garðabæ. Smári Ólason, yfirkennari skól- ans í fjölda ára, sótti um stöðuna ásamt fjölda annarra, en fékk ekki. Agnes Löve var ráðin! Skólanefnd tónlistarskólans er fagaðili um ráðningu í stöðuna og studdi hún Smára Ólason einróma. Einnig studdi mikill meirihluti kennara skólans hann einnig. En hvað gerist? Ég á ekki orð til að lýsa undrun minni og vanþóknun á bæjarstórn (bæjarráði). Þeir ákveða að taka ekkert mark á ofanrituðum fagaðil- um um ráðninguna! Þeir hunsa ger- samlega skólanefndina, hvað þá að þeir hlusti á blessaða kennarana. Ég hefði haldið að starfslið skól- ans og kennarar hefðu mesta og besta innsýn í hvað er að gerast í skólasamfélaginu, og hver sé hæf- asti umsækjandinn. Ég trúi því ekki, að þeir sem hafa verið kosnir af okkur, fólkinu í Garðabæ, bregð- ist svo gersamlega trúnaði sínum við okkur. Er það virkilega svo að einhverj- ar moldvörpur og/eða annarlegir flokkshagsmunir ráði hér gerðum manna? Það er stutt síðan prests- kosningar voru hér í bæ. Ég ætla ekki að fara að rifja upp þá sorgar- sögu, en hitt er víst, að þar varð ekki besti og/eða reynslumesti kosturinn fyrir valinu. Ég hef grun um að hér séu sömu moldvörpurnar að verki. Ég fer hér með fram á að bæjar- ráð Garðabæjar svari því hér á síð- um Morgunblaðsins hvað Agnes Löve hafi fram yfir Smára Ólason. Ég fer fram á faglegan rökstuðning í væntanlegu svari, en ekki það yf- irklór sem birtist í yfirlýsingu frá bæjarráði í Morgunblaðinu 31.12. sl. Bæjarráðsmenn væru menn að meiru, þyrðu þeir að endurskoða fyrri ákvörðun. SÓLBJÖRT GESTSDÓTTIR, Grenilundi 12, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.