Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kaffi tilnefnt til leikskáldaverðlauna Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómnefnd Leiklistarsambands Islands ásamt höfundi. Frá vinstri: Magnús Þór Þorbergssson, Bjami Jónsson, María Kristjánsdóttir og Hávar Sigurjónsson. LEIKRIT Bjarna Jónssonar, Kaffi, er tilnefnt af íslands hálfu til Norrænu leikskáldaverðlaun- anna fyi'ir tímabilið 1998-2000. Þórhildur Þorleifsdóttir, formað- ur stjórnar Leiklistarsambands Is- lands, kynnti niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar á blaðamanna- fundi í gær en leikskáldaverðlaun Norðurlanda verða afhent í fimmta sinn í sumar. Fyrst til að hljóta verðlaunin árið 1992 var Hrafn- hildur Hagalín fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn. Kaffl var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins 6. febrúar 1998 og var síðan valið sem framlag Is- lands á tvíæringinn í Bonn í júní 1998. Islensku dómnefndina skipuðu Hávar Sigurjónsson leiklistarfræð- ingur, Magnús Þór Þorbergsson leiklistarfræðingur og María Kristjánsdóttir leikstjóri. í máli Hávars Sigurjónssonar, formanns dómnefndarinnar, kom fram að valið hefði staðið á milli tíu leikrita sem falla undir skilmála Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Dómnefndin hefði verið einróma sammála í niðurstöðu sinni með eftirfarandi rökstuðningi: „Kaffi er frumraun eins af leik- ritahöfundum okkar af yngstu kynslóð. Aður hafa verið flutt af áhugaleikfélögum eða í sviðsettum lestri atvinnuleikhúsa þrjú verka hans, en uppfærsla Þjóðleikhússins á Kaffí var fyrsta sviðsetning at- vinnuleikhúss á leikriti eftir Bjarna Jónsson. Bjarni hefur auk leikritaskrifa verið mikilvirkur þýðandi leikrita og skáldsagna á umliðnum árum og m.a. þýtt önd- vegisverk höfunda á borð við Giint- er Grass og Roddy Doyle. I Kaffi birtast skýr og ákveðin höfundareinkenni Bjarna Jónsson- ar. Honum er lagið að endurskapa eðlilegt tungutak fólks en gæða það skáldlegri hrynjandi svo raun- sætt málfar fær ljóðrænan hljóm, næmt eyra höfundarins fyrir smá- atriðum í málfari venjulegs fólks nýtur sín vel í texta hans. Þetta er jafnframt lykill að persónusköpun hans þar sem dregin er upp á ytra borðið mynd.. af hversdagsfólki í kunnuglegum aðstæðum en undir kraumar dramatískur þungi. Sið- venjur hversdagslífsins, s.s. slátur- taka (matargerð) og kaffi- og áf- engisdrykkja umlykja persónurnar og veita tilfinningum þeirra í viss- an farveg, sem gerir þeim ókleift að gera upp fortíð sína, bældar minningar og kæfðar ástríður. Kaffi er heiðarleg tilraun ungs höfundar til að skilgreina samfélag sitt og beita aðferðum leikhússins við að flétta saman nútíð og þátíð þeirra sem heyja daglega lífsbar- áttu sína á Islandi við aldamót." Bjarni Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri vissulega ánægjulegt. „Fyrir hönd verksins er ég þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Þetta verður mögulega til þess að vekja athygli á Kaffi á Norðurlöndunum." Kaffi verður flutt í Útvarpsleik- húsinu á Rás 1 í lok janúar í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Að sögn Bjarna stendur einnig til að verkið verði fiutt síðar á þessu ári í þýskri þýðingu á ríkisútvarps- stöðinni í Köln. Samnorræn dómnefnd velur svo úr tilnefndum verkum og tilkynnir niðurstöðu sína í vor. Leikskálda- verðlaun Norðurlanda verða af- hent á Norrænum leiklistardögum í sumar. Lávarður leikhúsanna London. Morgunblaðið. LLOYD-Webber, lávarður og söng- leikjahöfundur, er nú réttnefndur lávarður leikhúsanna í London eftir að hann festi kaup á tíu leikhúsum nú um helgina. Fyrirtæki Lloyd-Webber, The Really Useful Group, sem átti þrjú leikhús í West End keypti tíu önnur leikhús af Stoll Moss fyrirtækinu, sem er í eigu ástralskrar konu, þein-ar auðugustu þar í landi, Janet Holmes a Court. Það vom margir um hituna, þegar Stoll Moss kynnti áhuga á að selja leikhús sín í West End, þar á meðal Skotinn Cameron Mackintosh, sem á þrjú leikhús í West End, jafnmörg og Lloyd Webber til þessa og hefur margt verið ski-afað og skrifað um keppni þeirra tveggja um að ráða fyrir sem flestum leikhúsum í London. í samtölum við fjölmiðla eftir kaupin um helgina sagði Lloyd- Webber, að hann hygðist ekki setj- ast við stjórnvölinn í leikhúsunum, eða stjórna þeim úr aftursætinu. Minn staður er við píanóið, mitt er að semja tónlist, sagði hann. Hann sagðist heldur ekki hafa keypt leik- húsin með eigin söngleiki í huga. Ástæðuna fyrir kaupunum sagði hann vera þá, að hann hefði óttast að leikhúsin kynnu að falla í hendur mönnum, sem hugsuðu ekki um annað en peninga og litu fram hjá því hlutverki leikhúsa að sýna djörf- ung og veita nýjungum brautar- gengi. Við kaupin um helgina gekk fyrir- tæki Lloyd-Webber til samstarfs við fjármálafyrirtækið NatWest Equity Partners, en sagt er að samningur- inn hljóði upp á 87,5 milljónir pund. Með leikhúsunum þrettán á Lloyd- Webber helming stóru leikhúsanna í London, en sætaframboð þeirra er vel yfir helmingnum. Meðal þeirra leikhúsa, sem skiptu um eigendur nú um helgina, eru Her Majestýs, þar sem söngleikur Lloyd-Webbers, Óperudraugurinn, er nú sýndur í London Palladium, Aldwych, Queens, Lyric, Gielgud og Theatre Royal Drury Lane. Póstkonubragur TðNLIST Hljónidiskar ÉG HYLLI ÞIG HÚNA- ÞING Lillukórinn. Stjórnandi: Ingibjörg Pálsdóttir. Undirleikari: Guðjón Pálsson. Hljóðritun fór fram í Fé- lagsheimili Hvammstanga 16. Októ- ber 1999. Upptaka: Stúdfó Stemma. Framleiðandi: Dan Disk. Upp- tökumaður: Sigurður Rúnar Jóns- son. Útgefandi: Lillukórinn. LKH 001 LILLUKÓRINN var stofnaður árið 1992, en kórstjórinn frá byrjun, Ingibjörg Pálsdóttir (Lilla), var sum- sé aðalhvatamaður og.einn af stofn- endum. Þetta er kvennakór, 31 kona á ýmsum aldri og héðan og þaðan úr Húnaþingi vestra. Koma þær saman á dimmum vetrarkvöldum og syngja sér til ánægju. Hefur kómum stund- um verið líkt við “syngjandi sauma- klúbb“, sel það ekki dýrar en ég keypti. Þess má einnig geta að stjórnandinn, sem er að sjálfsögðu Vestur-Húnvetningur í marga ætt- liði og er búsett á Hvammstanga, var kirkjuorganisti um árabil og kennir við Tónlistarskóla Vestur-Húna- vatnssýslu. Þetta er góður kór og vel þjálfað- ur, sem þýðir ekki að undirritaður hafi haft jafn mikla ánægju af söng- skránni og meðlimir kórsins. Þetta eru mestmegnis alþýðulög og gamlir slagarar, svosem Hláturspolki og Póstkonubragur, með dúmm-dúmm- dúmm undirleik. Það má alveg skilja (með góðum vilja) að kórinn hafi gaman af að syngja þetta, en hvort þetta á allt erindi á hljómdisk, nema fyrir vini og vandamenn, vefst fyrir mér. Afturámóti kemur í ljós hvað kórinn er góður, í raun og veru, þeg- ar hann syngur án undirleiks í laginu Nótt við texta Þorsteins Erlingsson- ar. Virkilega fallega sungið. Og fleiri lög eru að finna sem er ánægjulegt að hlusta á, svosem hið látlausa lag Carls Billich, Óli lokbrá (texti: Jakob Hafstein), svo dæmi sé nefnt. Þetta er m.ö.o. góður kór sem syngur leiðinleg lög af mikilli ánægju og sönggleði. Og það er vel af sér vikið. Allt í lagi með upptökuna. Oddur Björnsson Fínn frávillingur TONLIST Hljómdiskar KLAKKI í kjól úr vatni. Tónlistin um íslensk nútímaljóð samin og útsett af Nínu Björk Eliasson og Hasse Paulsen, nema 14 (Martin Bregnhöj) og 10 (útsett af Iver Kleive). Nína Björk Elíasson (vocal). Hasse Paulsen (acoustic guitar), Martin Bregnhöj (percussion), Olafur Gudnason (double-bas). Iver Kleive (organ). Thomas Sandberg (percussion & vi- braphon).Hljóðritað í Havnelev- kirkju 24-26 júní 1998. Tæknimað- ur: Jesper Jörgensen, nema 8, 12 og 16 hljóðrituð í Sound track hljóð- veri í Kaupmannahöfn. Tæknimaður: Öle Hansen. Fram- leitt í Þýskalandi SHD32 tutl FYRIR einum fimm árum fjall- aði ég um hljómdisk Nínu Bjarkar Elíasson, Hasse Poulsen o.fl. með frumsömdum eða frumlega útsett- um lögum við texta íslenskra og danskra skálda, ef ég man rétt. Þessi plata var „öðruvísi" einsog menn segja, fallega gefin út og tónlistin sérkennileg með býsna frumlegum töktum. Og hét á dönsku „Sortner du sky“. Svo er og um þessa nýjustu plötu Nínu Bjarkar og félaga (tveir hinir sömu og á fyrri disk, Hasse Poulsen og Martin Bregnhöj), sem nefnist í kjól úr vatni - KLAKKI. Hér eru textar eingöngu eftir íslensk skáld (Steinunni Sigurðardóttur, Sjón, Sigurð Pálsson, Nínu Björk Árna- dóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur). Enn sem fyrr er meðferð Nínu Bjai'kar Elíasson, sem bæði semur og syngur, og félaga (5 lög eftir HP, 1 eftir MB og IK) mjög sér- stök og ósjaldan með óvæntum töktum ef ekki dálítið „geníal". Það gildir einnig um sjálfar útsetning- arnar (hljóðfærin innifalin), sem eru auðvitað hluti af eigin lagasmíð. Oft nokkuð „monoton" með „ein- földum rytma“, jafnvel svolítið „leikhúslegar“. Textarnir eru einn- ig góðir og sumir snjallir, nema hvað! I rauninni liggur ekki alveg ljóst fyrir hvort Nína Björk Elíasson er skáld, tónskáld eða söngvari (tvennt það síðastnefnda er nú reyndar á hreinu) - eða allt þetta og ég hallast að því. Ég væri reyndar ekkert hissa þó að hún væri líka myndlistarmaður. Eða leikari. Eða bara lífskúnstner, sem hefur á valdi sínu að gera fína hluti - mjög fína! Og mjög „spes“, svo maður bregði nú fyrir sig nútímaíslensku. Hún er svona einsog frávillingur, sem vind- arnir hafa slegið og rigningin hent gaman af - og danska vorið vakið til lífsins - á annarlegri heiði. Kannski á Suður- Jótlandi. Einhverjum kann etv. þykja þetta svolítið til- gerðarlegt allt saman. Mér þykir þetta afar „fínn frá- villingur" - frá því hefðbundna. Hljóðritun mjög góð og plötuum- slagið (sem fyrr) einstaklega vand- að og fallegt. Oddur Björnsson Á fíngerðum nótum TÖNLIST Salurinn Samleikur á selló og píanó Hrafnkell Orri Egilsson og Sezi Seskir fluttu verk eftir Beethoven, Debussy, Ilhan Baran og Schubert. Sunnudaginn 9. janúar. TÓNLEIKARNIR hófust á F- dúr-sellósónötunni op 5. nr. 1 eftir Beethoven. Meistarinn samdi tvær sellósónötur (í F-dúr og g-moll), sem hann frumflutti í Berlín 1796 ásamt Louis Duport á tónleikum hjá Vil- hjálmi II. Prússakonungi, en auk þess hafði hann samið tilbrigði fyrir selló og píanó yfii- lagið „See the conqúring hero comes“ eftir Hándel; líklega til heiðurs konunginum. I þessari ferð kynntist hann Zelter, en meðal nemenda Zelters voru Nicolai, Loewe, Meyerbeer og Mendelssohn, en Mendelssohn þáði af kennara sín- um áhuga á verkum J.S. Bachs og hvatningu um að uppfæra Mattheus- arpassíuna, sem reyndist verða einn þýðingarmesti viðburður tónlistar- sögunnar. F-dúr-sellósónatan er í raun píanósónata með undirleik sellós, svo sem tíðum gerðist með samleiksverk á fyrstu árum klassíska tímans. Sezi Seskir lék sónötuna af glæsibrag og þótt ekki reyndi mikið á sellistann átti hann fallega mótaðar tónhend- ingar hér og hvar, sérstaklega í inng- anginum (Adagio). Annað viðfangs- efnið var sellósónatan í d-moll eftir Debussy, sem er eitt af þremur síð- ustu verkum meistarans. Hann hafði hugsað sér að semja sex sónötur fyr- ir mismunandi hljóðfæraskipan en auðnaðist aðeins að semja sónötur íyrir selló, fiðlu og meistaraverkið; sónötuna fyiir flautu, lágfiðlu og hörpu. Sellósónatan er, eins og Debussy sjálfur sagði með stolti, „næstum klassísk", í bestu merkingu orðsins. Þessi geðþekka tónlist var fallega flutt en þó með þeim fínleika hjá sellistanum, að píanistinn þurfti að leika einum of veikt, auk þess sem flygillinn var „lokaður". Þrátt fyrir fallegt tóntak hjá einleikaranum og sérkennilega áhrifamiklar andstæð- ur í styrk hjá báðum flytjendum var heildarsvipur verkins einum of á fíngerðu nótunum. Sezi Seskir lék þriggja þátta píanóverk eftir landa sinn Ilhan Bar- an (1934-), er lærði í Ankara og Par- ís og kennir tónsmíðar við konserva- toríið í Ankara. Verkið er þrjár stemmningar, undir yftrheitinu Bláa Anatólía. Fyrsti þátturinn heitir Vindurinn við strendur Svartahafs, annar Sálmur og þriðji Tyrkneskt aksag (í þrí- og tvískiptum takti). Jaðarþættirnir eru í raun stemmn- ingsríkar tokkötur, þar sem unnið er úr einni megintónhugmynd, en mið- þátturinn er fjölbreyttari að gerð. Verkið í heild er mjög áheyrileg tónl- ist, sem gefur píanistanum tækfæri til að sýna leikni sína, og það gerði Sezi Seskir svo sannarlega. Hér er á ferðinni mjög efnilegur píanisti og var í raun skaði, að hún hélt sig um of til hlés í lokaverkinu, Arpeggione- sónötunni eftir Schubert. Hrafnkell Orri lék margt fallega í þessu meist- araverki Schuberts, en það vantaði hinn hljómríka söng í verkið og í heild þá reisn og það stóra, sem býr í þessu „syngjandi fagra“ verki. Oft mátti heyra músíkfalleg tilþrif hjá Hrafnkeli; lifandi hryn, fallegt og ómþýtt tóntak, töluverðar andstæð- ur í styrk og músíkalska mótun tón- hendinga, svo ekki fer á milli mála að hér fer efnilegur og listfengur sell- isti. Sezi Seskir stal stundum sen- unni með einstaklega skýrum leik og oft skemmtilegum tilþrifum, en hélt sig annars of til hlés í það heila, þeg- ar um samspil var að ræða. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.