Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Eru Islendingar um- hverfísverndarmenn? Á FYRSTA morgni nýs árs og nýs árþús- unds lá þunn snjóföl yf- ir öllum ummerkjum fagnaðar nýársnætur hér í höfuðborginni. Snjódrífan hafði hreinsað mengandi efni úr andrúmsloftinu og hulið sótugar leifar 5jí|ugeldanna á götum og í görðum. Allt var tært og bjart, framtíðin sem hreint og óskrifað blað. Það var eins og allir íbúar landsins hefðu lagst á eitt sem góðir umhverflsvemdar- menn og tekið virkilega vel til eftir sig á þessum tímamótum. Eitt augnablik var sem framtíð umhverf- ismála þjóðarinnar væri í góðum höndum - frekara nöldur, umræða og ábendingar um þau mál óþörf. En snjófölin gat aðeins breitt yfir sóða- skapinn í skamma stund og við blöstu staðreyndir um ástand umhverfis- mála. Ymsir máttarstólpar samfélagsins télja umhverfisvitund landsmanna í góðu lagi og í fréttum af skoðana- könnun komu fram misvisandi upp- lýsingar sem skilja mátti sem svo að mikill meirihiuti þjóðarinnar hefði takmarkaða þekkingu á umhverfis- málum og teldi að engin veruleg vandamál blasi við í þessum mála- flokki. En þær stofnanir sem halda eiga til haga upplýsingum um ástand og gæði umhverfis og náttúru færa önnur og verri tíðindi. Fjölmörg erfið viðfangsefni í umhverfismálum eru W'.n óleyst. Skortur á þekkingu og ‘tyrirhyggju og von um skjótfenginn ábata torvelda lausn þeirra. I nýlegri skýrslu Umhverfisstofn- unar Evrópu um mat á framfórum í umhverfismálum síðastliðin 5-10 ár segir að fyrir utan mikla og jákvæða minnkun á losun efna sem eyða ósóni hafi lítið áunnist í því að aflétta álagi á aðra umhverfisþætti. I samanburð- artölum fyrrnefndrar skýrslu má sjá að Islendingar eru í besta falli ekki verri en aðrir meðal umhverfisskuss- ar í Evrópu. Þrátt fyrir mörg fögur fyrirheit um aðgerðir sem stuðla eiga að sjálf- bærri þróun eru horfur í sambandi við flesta álagsþætti síður en svo uppörvandi. Þessi lýs- ing á ekki síður við hér á landi en annars staðar í V estur-E vrópu. Fátækt er helsti óvinur sjálfbærrar þró- unar. Til að vinna gegn fátækt í heiminum hafa hinar ríku þjóðir sett sér markmið um að veita 0,7% af þjóðar- framleiðslu til þróunar- aðstoðar. Npkkrar þjóðir hafa náð þessu marki. ísland, ein ríkasta þjóð heims, vermir eitt af botnsætunum hvað þetta varðar. Að- eins um þúsundasta, eða 0,1% , hluta tekna þjóðarinnar er varið til þróun- araðstoðar. Sífellt koma fram fleiri vísbend- ingar þess efnis að loftslagsbreyting- ar af mannavöldum geti haft afar neikvæð áhrif á lífsafkomu mann- kyns og lífríkið allt. Það væri því eðli- legt að ætla að stjómvöld beindu mikilli starfsorku til að leita leiða til að takmarka losun gróðurhúsaloft- tegunda hér á landi og til að styrkja alþjóðlegar aðgerðir sem hafa sömu markmið. Raunin er önnur - mest at- orka beinist að því að fá tiltekna starfsemi hér á landi undanþegna frá þeim losunartakmörkunum sem þjóðir heims komu sér saman um í Kyoto í árslok 1997. í kjölfar aukins Evrópusamstarfs hefur löggjöf á sviði umhverfismála hér á landi tekið talsverðum framför- um. Aðild íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu virðist hafi verið mikið framfaraspor fyrir umhverfismál þjóðarinnar. M.a. leiddi hún til þess að hér voru sett lög um mat á um- hverfisáhrifum. Þegar leysa á viðam- ikil viðfangsefni á sviði umhverfis- mála og náttúruverndar, eins og til að mynda við mat á áhrifum fyrir- hugaðrar virkjunar í Fljótsdal, telur mikill meirihluti þjóðarinnar mikil- vægt að þessum reglum sé beitt. En ekki umhverfisráðuneytið. Starf- Tryggvi Felixson Mikið af nýskráðum fyrirtækjum 1. Fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hönnun og umbroti, ásamt filmuút- keyrslu. Mest forvinna fyrir prentsmiðjur. Mikifl tækjakostur. Föst viðskiptasambönd. Laust strax. Mikil vinna. Staðarverslun til sölu fyrir vestan (ekki í Ameríku), sem selur alla venjulega matvöru, sælgæti, bensín og olíur. Hefur verið starfrækt í 9 ár. Ýmis umboð fylgja. Húsnæðið fylgir einnig og er laust strax af sérstökum ástæðum. Auðvelt að fá keypt eða leigt á staðnum íbúðarhúsnæði. Gott tækifæri til að breyta til á nýjum stað. 3. Þekktur skyndibitastaður til sölu sem selur aðallega Take away. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu ef vill. Er vel staðsettur og allir þekkja hann. 4. Kvenfataverslun á Laugaveginum til sölu. Selur fallegar tískuvörur. Sérsmíðaðar innréttingar og selst einstaklega ódýrt. Mjög hagstæð kaup fyrir þá sem fyrstir koma. 5. Söluturn, sem hefur verið á sama stað í mannsaldur. Er í rótgrónu hverfi, þar sem er stór skóli og verið að byggja núna stóran nýjan vinnustað. Lottó og spilakassar og hægt að stækka og setja upp myndbandaleigu. Húsnæðið er einnig til sölu sem er skuldlaust. Mjög gott verð á þessu. 6. í Reykjanesbæ er til sölu einstaklega snyrtilegur dagsöluturn með sælgæti og myndbandaleigu. Ný og falleg innrétting. Myndir af staðnum á skrifstofunni. Hægt að lengja opnunartimann ef vill. 7. Sérstök sérverslun með skinnavörurtil sölu á mjög góðum stað í borginni. Lítið verkstæði fylgir með á sama stað. Bæði saumar og gerir við allar skinnavörur. Gott verð og góð umboð fylgja með. Sami eigandi frá upphafi. 8. Lítil og vinaleg hverfisverslun í Reykjavík til sölu, sú eina í öllu hverf- inu. Selur allar helstu nauðsynjar. Allir í hverfinu þekkja staðinn og versla þar og myndast góð tengsl á milli. Er þetta ekki eitthvað fyrir Þig? 9. Mjög sérstök blómabúð til sölu á besta stað í borginni. Nýjar innrétt- ingar. Sérstakt tækifæri fyrir þá, sem hafa ánægju af blómum, fal- legri gjafavöru og blómaskreytingum eða vilja læra slíkt. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Umhverfi Fjölmörg erfið við- fangsefni í umhverfis- málum eru enn óleyst. Tryggvi Felixson segir að skortur á þekkingu og fyrirhyggju og von um skjótfenginn ábata torveldi lausn þeirra. sorka þess virðist helst fara í að finna smugur og lagakróka svo komast megi hjá því að gildandi lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og skipulagsmál sé beitt. I höfuðborginni eykst umferðar- þungi, loft- og hljóðmengun ár frá ári vegna vaxandi bílaflota. Stjómvöld ættu að bregðast við slíkri þróun með því að bjóða upp á fleiri, betri og vist- vænni samgöngukosti. En stað- reyndin er sú að almenningssam- göngum hefur líklega hrakað enn meira en sem nemur fjölgun orku- frekra jeppa sem sjaldan er ekið um annað en malbikið í þéttbýlinu. Landgræðslan og góðir bændur hafa á undanfömum áratugum sann- að að gróðureyðing á íslandi er ekk- ert náttúmlögmál og að með mark- vissum aðgerðum má snúa vörn í sókn. Stjómvöld hafa enn ekki megn- að að innleiða viðhorf og löggjöf sem tryggir að sauðfjár- og hrossabeit sé sjálfbær. Hagar em enn víða ofbeitt- ir og stjómvöld virðast lítið eða ekk- ert gera til að koma í veg fyrir það. Svo berast þær fréttir að akstur utan vega sé vaxandi vandamál og valdi ómældu tjóni á gróðri og landslagi. Náttúra ísland er einstök á heims- vísu og hún er helsti hvati ferða- mennsku sem orðin er ein mikilvæg- asta atvinnugrein landsins. Það væri því eðlilegt að ætla að vaxandi hluta af auðlegð þjóðarinnar væri varið til að tryggja varðveislu og góða um- gengni um þessar hagnýtu þjóðar- gersemar. Staðreyndin er hins vegar sú að víða liggja náttúmperlur undir skemmdum vegna þess að þjóðin, sem borar ökuleiðir undir firði og gegnum fjöll, hefur ekki enn haft efni á að leggja fé í sómasamlegt eftfrlit og leiðsögn, salerni og göngustíga á þeim stöðum sem teljast með mestu gersemum landins. Ög enn er sótt fast á frekari mannvirkjagerð og starfsemi sem kann að raska einstök- um vernduðum svæðum svo sem í Þjórsárveram og við Mývatn. I áramótagrein í Morgunblaðinu segir forsætisráðherra að allir ís- lendingar séu umhverfisverndar- menn. Upptalningin hér að framan bendir til að þessi fjölmenni hópur umhverfisvemdarmanna eigi tals- verðu verki ólokið svo hann fái staðið undir þeirri nafngift og að forsætis- ráðheira verði að setja sér og þjóð- inni háleitari markmið en hingað til hefur verið raunin. Vðskhugi A L H L I Ð A VIÐSKIÞTAHUGBÚNAÐUR ' Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. i Fjárhagsbókhald • Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi 1 Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15- Sími 568-2680 Máttlaus heift VILHJÁLMUR H. Vilhjálmsson, háskóla- nemi og varaþingmað- ur Samíylkingarinnar, ritaði grein í Morgun- blaðið þann 18. desem- ber sl. og hafði hátt, eins og hans er stíllinn. I greininni veitist hann að ungum sjálfstæðis- mönnum fyrir að vera á móti sjálfum sér. Telur Vilhjálmur ótækt, að innan Sambands ungra sjálfstæðismanna komi sú staða stundum upp, að fólk sé ekki sam- mála um alla skapaða hluti. Kemur jiessi skoðun Vilhjálms ekki mjög á óvart, enda var Vilhjálmur um nokkurt skeið fylgismaður róttækra sósíal- istaafla, sem löngum hafa haft ímu- gust á rétti manna til skoðanaskipta. Af sömu ástæðum þarf ekki að undr- ast hversu lítinn áhuga Vilhjálmur hefur á lýðræði. Hann nefnir hugtak- ið að vísu upphátt á tyllidögum, líkt og fjöldi þeirra lýðskmmara, sem hann hefur verið í læri hjá, en lengra nær lýðræðisástin ekki. SUS er raunverulegt afl í íslensku samfélagi Til upplýsingar er rétt að geta þess að Samband ungra sjálfstæðis- manna era risavaxin samtök. Stærsta stjórnmálaafl ungs fólks á Islandi með um tíuþúsund meðlimi innanborðs og því annað stærsta stjórnmálaafl landsins á eftir Sjálf- stæðisflokknum. Málefnaleg um- ræða fer fram í um 40 aðildarfélög- um SUS, sem starfa um allt land, á meðal þeirra þúsunda ungmenna, sem em meðlimir í aðiidarfélögun- um. Málefnanefndir SUS starfa um allt land á opnum fundum til að und- irbúa ályktanir og stefnu sambands- ins. Ályktanir SUS em samþykktar á sambandsþingi þess, sem aðildar- félögin senda fulltrúa sína á, en til samanburðar má nefna, að á sam- bandsþingi SUS era þátttakendur 4-5 sinnum fleiri en á flokksþingi Al- þýðubandalagsins! Auðvitað kemur það fyrir, í svo stóram samtökum, að skoðanaágreiningur komi upp meðal fólks, bæði á sambandsþingum og utan þehra og að einhverjir ungir sjálfstæðismenn séu ekki fyllilega sáttir við ályktanir sambandsins í einstökum málum. Það er heilbrigt og eðlilegt, þótt Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson kjósi að lasta það, með því að segja digurbarkalega: „Ljóst er að ungir sjálfstæðismenn eru á önd- verðum meiði við sjálfa sig.“ Álykt- anir og stefna SUS í um sjötíu ára sögu sambandsins hefur haft feikn- arleg áhrif á íslenskt samfélag. Af- nám hafta, frelsi í viðskiptum, einka- væðing fyrirtækja, frjálsir fjölmiðlar og almennt frelsi einstaklingsins hefur ásamt öðra verið boðað í þess- um ályktunum og stefnu sambands- ins. Stefna SUS, samkvæm og stöð- ug, hefur ótvírætt stuðlað að stórkostlegum breytingum á Islandi og leitt til betri lífskjara lands- manna, beint og óbeint. Veikburða vinstrihreyfing Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er ekki hluti af neinum samtökum ungs fólks sem kveður að. Hann er ekki hluti af samtökum sem hafa stefnu. Öflug samtök ungra vinstri manna er hvergi að sjá. Sam- fylkingin, sem Vil- hjálmur tilheyrir, hefur enga stefnu og er mátt- laus með afbrigðum, enda klofin í herðar niður. Vilhjálmi og ungum vinstrimönnum tekst hins vegar best upp, þegar þeir ganga í lið með SUS í barátt- unni fyrir auknu frelsi, s.s. fyrfr afnámi einka- sölu ÁTVR á áfengi. En þegar þessir stefnu- lausu sauðir hafa ekk- ert annað þarfara að gera, gína þeir yfir þróttmikilli starfsemi SUS, í þehrí von að geta fundið eitt- hvað til afbökunar. Afbökun á staðreyndum Þrjú dæmi nefndi Vilhjálmur því til stuðnings, að SUS væri lýðræðis- legt afl, sem að hans mati er Ijóður á ráði sambandsins. Eitt var rétt, ann- að afbakað og hið þriðja falskt. Það Stjórnmálasamtök Öflug samtök ungra vinstri manna er hvergi að sjá, segir Sigurður Kári Krist- jánsson. Samfylkingin hefur enga stefnu og er máttlaus. er rétt að stjóm félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri samþykkti ályktun þess efnis að skilyrði ís- lensks ríkisborgararéttar ætti að vera undirstöðukunnátta í íslensku. Stjórnarmennirnir sögðu hins vegar af sér þegar þefr uppgötvuðu að þeir fóra villur vegar og vora menn að rneira fyrir vikið. Vilhjálm- ur afbakaði umræður ungra sjálf- stæðismanna um lögbundið fæðing- arorlof. Stefna SUS er skýr í málinu þótt vera kunni að ekki séu allir ungir sjálfstæðismenn sáttir við hana. Af- bragðsgóð grein Ingva Hrafns Ósk- arssonar og Örnu Hauksdóttur sem birtist hér í Morgunblaðinu hinn 11. desember sl. gerir stefnu SUS góð skil í þessum málaflokki. Þá fór Vil- hjálmur með fullkomnar rangfærsl- ur þegar hann hélt því fram að SUS hefði samþykkt ályktun um að lög- leiða fíkniefni. Það er einfaldlega ekki rétt. Hins vegar fóra fram spennandi og málefnalegar umræð- ur innan SUS um málið eins og um flest allt annað sem samfélagi okkar viðkemur. SUS er ábyrgt, hugmyndaríkt og metnaðarfullt stjórnmálaafl, sem tekið er alvarlega, þótt skoðanir inn- an hreyfingarinnar séu endram og eins skiptar. Þetta veit Vilhjálmur ósköp vel því hann fylgist vel með öllu því sem gerist innan SUS. Enda ekkert að gerast í hans liði. Engin skoðanaskipti, engar umræður, eng- ar nýjar hugmyndir, engin stefna. Ekkert, nema máttlaus heift. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sigurður Kári Kristjánsson BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SfMI 510 1600 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uéuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.