Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Staða leikhússtjóra Borgarleikhússins auglýst laus til umsóknar „Eðlilegt að skipt sé um leikhússtjóra“ STAÐA leikhússtjóra Borgarleik- hússins er auglýst laus til umsóknar og verður nýr leikhússtjóri ráðinn til fjögurra ára frá 1. september næst- komandi. Núverandi leikhússtjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en hún tók við starfmu vorið 1996. Páll Baldvin Baldvinsson, formað- ur leikhúsráðs Leikfélags Reykja- víkur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að leikhúsráðið hefði ákveðið í desember að staða leikhússtjórans skyldi ávallt auglýst þegar ráðning- artíma starfandi leikhússtjóra lyki. „Það eru ákveðnar breytingar í upp- siglingu varðandi skipulag hússins. Undanfarna mánuði hefur átt sér stað vinna við uppgjör byggingar- kostnaðar og viðskipti borgarsjóðs og Leikfélagsins varðandi leikhús- bygginguna. Af mörgum ástæðum var talið eðlilegt að þetta færi fram núna. Þá er verið að byggja við húsið, bæta við einum leikhússal og taka aðra hluta hússins undir annan rekstur. Þegar þetta verður allt komið í gagnið má segja að núver- andi forsendur ráðningarsamnings leikhússtjóra séu svo breyttar að rétt sé að endumýja hann í samræmi við það.“ Páll Baldvin segir að ákvörðun leikhúsráðsins megi skoða í sam- hengi við ný leiklistarlög þar sem til- tekið er að að starf Þjóðleikhússtjóra skuli ávallt auglýst. „Ég hef ekki orðið var við annað en að leikhúsfólk hafi almennt fagnað þessari ákvörð- un. Þegar litið er til baka yfir 50 ára sögu Þjóðleikhússins þar sem fjórir menn hafa gegnt stöðu leikhússtjóra og þegar litið er til baka yfir 36 ára sögu leikhússtjóra hjá LR þar sem tveir þessara sömu fjögurra ein- staklinga hafa gegnt starfi leikhús- stjóra hlýtur að vera Ijóst að sitji leikhússtjóri lengur en eitt ráðning- artímabil er hann farinn að hafa gríð- arlega mikil áhrif á framgang list- rænnar starfsemi í öðru af tveimur stærstu atvinnuleikhúsum landsins. Hann er einnig farinn að ráða miklu um framgang leikara, leikstjóra og leikmyndateiknara svo spyrja má hvort ekki sé eðlilegt að jafnan sé skipt um leikhússtjóra. Ekki síst þegar litið er til þess að fram kemur á hverjum áratug stór hópur af vel menntuðu fólki frá virtum mennta- stofnunum víða um heim.“ Páll Baldvin segir að staða Leikfé- lagsins við áramót núna sé þokkaleg. „Eftir tíu ára rekstur í Borgarleik- húsinu situr félagið uppi með skulda- hala upp á 80 milljónir. I tíð núver- andi leikhússtjóra hefrn- tekist að halda þessum skuldum í horfinu en það er ekkert launungarmál að þessi skuldahali er Leikfélaginu erfiður," sagði Páll Baldvin Baldvinsson, for- maður leikhúsráðs Leikfélags Reykjavíkur. Víóla, selló og kontra- bassi í Kaffíleikhúsinu Morgunblaðið/Kristinn Þau koma fram í Kaffíleikhúsinu: Svava Bemharðsdúttir á víólu, Gunn- laugur Torfí Stefánsson á kontrabassa og Sigurður Halldórsson á selló. ÓVENJULEGIR tónleikar verða miðvikudaginn 12. janúar í Kaffíleik- húsinu í Hlaðvarpanum. Þar verður fiðlufjölskyldan í öndvegi að fiðlunni sjálfri slepptri. Dökkir tónar strengjanna verða kallaðir fram á víólu, selló og kontrabassa. Efnisskráin er einleikur, dúettar og tríó eftir Rossini, Dittersdorf, Barriére, Teppo Hauta-aho og M. Haydn. Fram koma Svava Bernharðsdótt- ir á víólu, Sigurður Halldórsson á selló og Gunnlaugur Torfi Stefáns- son á kontrabassa. Öll eru þau með- limir í Bach-sveitinni í Skálholti á sumrin en eru að öðru leyti dreifð um víðan völl. Svava Bernharðsdóttir nam víólu- leik við Tónlistarskólann í Reykja- vík, Konunglega Tónlistarháskólann í Haag og Julliard-skólann í New York. Síðan stundaði hún nám við Schuola Cantorum í Basel á barokk- fiðlu, gömbu og miðaldafiðlu. Svava er meðlimur í slóvensku fílharmón- íuhljómsveitinni og Bachsveitinni í Skálholti og dósent í víóluleik við Tónlistarháskóla Ljubljana. Gunnlaugur T. Stefánsson nam kontrabassaleik við Tónlistarskól- ana á Akureyri og í Reykjavík, Kon- unglega Tónlistarháskólann í Ant- werpen og Konunglega Tónlistarháskólann í Brussel. Hann er meðlimur í Bachsveitinni í Skál- holti (á barokkbassa) og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Hann kennir við Tónlistarskólann á Akur- eyri og Tónskóla Sigursveins. Sigurður Halldórsson nam selló- leik í Reykjavík og í London við Gu- ildhall School of Music and Drama. Sigurður hefur síðustu ár lagt stund á barokksellóleik og er virkur bæði sem einleikari og félagi í Bachsveit- inni í Skálholti. I júlí nk. mun hann leika allar svítur Bachs fyrir einleik- sselló á Sumartónleikum í Skálholts- kirkju. Hann leikur með kammer- hópunum Caput og Camerarctica. Reuters Höggmyndir horfínn- ar listakonu heilla SKÖPUNARARFLEIFÐ löngu látinnar Iistakonu er orðin að aðdráttarafli fyrir fólk, Ieika sem lærða, hvað- anæva úr heiminum í Nieu Bethesda, afskekktu þorpi í Suður-Afríku. Listakona þessi, hin sér- lundaða Helen Martins, svipti sig lífi árið 1976, tæplega átt- ræð að aldri. Fáir höfðu þá heyrt hennar getið. Það er hins vegar ekkert nýmæli að listamenn vaxi eftir dauða sinn og hundruð höggmynda sem Martins skildi eftir sig laða nú þúsundir ferðamanna að þessu kyrrláta þorpi í hjarta Karoo-eyðimerkurinn- ar. Sagt er að fráfall foreldra Martins hefði örvað sköpun- argáfu hennar á sínum tíma og breytti hún heimili sínu í einskonar listasafn í kjölfarið. Hef- ur það hlotið nafnið Ugluhúsið eftir fjölxnörgum höggmyndum af uglum úr gleri og steinsteypu sem slá skjaldborg um það. Á meðfylgjandi myndum getur að líta tvær höggmynda listakon- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.