Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 31 LISTIR Með framtíðina fyrir sér TðlVLIST Langholtskirkja SÖNGLEIKAR Einssönglög, aríur og dúettar eftir Pergolesi, Handel, Conti, Sigvalda Kaldalóns, Arna Thorsteinsson, Schubert, Schumann, Duparc, Fauré og Tsjækovskíj. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir sópran; Valdimar Haukur Hilmarsson barýton; Claudio Rizzi, pianó. Laugardaginn 8. janúar kl. 17. HVER veit nema aðsókn að tón- leikum ofangreindra hefði orðið verulega meiri en raun bar vitni, hefði rétt tímasetning ratað á síður Morgunblaðsins, en þar var fólki stefnt á staðinn klukkustund of snemma. Annars var aðsóknin í sjálfri sér ekki slæm fyrir smærra húsnæði, þótt frekar lítil sýndist í all- stórum sal Langholtskirkju. Á þess- um stað hefði húsfyllir samt verið stórum ákjósanlegri úr því einsöng- ur og píanó áttu í hlut, enda píanó- hljómbm’ður afleitur fyrir hálftómri kirkju. Kom það snemma í ljós, þeg- ar slagharpan tók að glymja að virt- ist úr mikilli fjarlægð, líkt og draug- ur að handan. Einsöngvararnir hafa bæði nýlega hafið framhaldsnám í Guildhallskóla í Lundúnum, og því tæpast um al- vöra „debút“ að ræða að þessu sinni. Það virðist hafa orðið ofan á í seinni tíð að taka þannig frumraunina út í mörgum millilendingum, ef svo má að orði komast, í stað þess að láta skeika að sköpuðu með einum alls- herjarhjaðningarvígum að námi loknu. Er ekkert nema gott um það að segja, enda ætti þannig að fást gagnleg viðbótarviðmiðun á langri og oft þyrnum stráðri námsbraut. Síðan tekur við harðari samkeppni í atvinnumennsku en áður hefur þekkzt, og veitir að vonum ekki af því að fínpússa túlkun og tækni í tæka tíð. Það er að sama skapi ánægjulegt að sjá hvað söngvarar hefja núorðið nám miklu fyrr en áður þekktist, þar sem menn kláruðu stundum ekki fyiT en á fimmtugs- aldri. Dagskráin hefði þótt allviðamikil fyrii- einn söngvara, en hér skiptust tveir á um hituna, eins og algengt er orðið um hálfnuma raddlistarmenn. Eftir fremur daufan dúett eftir Pergolesi, Salve Regina, komst Valdimar Haukur Hilmarsson sæmi- lega klakklaust í gegnum „Largóið“ eftir Hándel, Ombra mai fu, þrátt fyrir svolítinn taugaóstyrk. Valgerð- ur Guðrán Guðnadóttir söng af þokka en fremur ópersónulega Qu- ella fiamma eftir Conti og síðan tvö lög eftir Kaldalóns, Svanasöng á heiði og Þú eina. Eftir fremur lit- lausa túlkun á Rós Árna Thorsteins- sonar lifnaði aðeins yfir Valdimari í Die Forelle Schuberts, þrátt fyrir furðustirðan undirleik, og í „HeiB mich night fnichtf?)] reden“ efth' Schumann náði Valgerður á einum stað dágóðum tökum á sléttum söng, sem kom á óvart miðað við annars lítt þroskað brjósttónasvið og stund- um mistækan fókus á höfuðtónum, sem virtust enn eiga nokkuð í land með að öðlast næga fyllingu, þótt vænlegir séu. I samanburði virtist rödd Valdi- mars aftur á móti eiga hlutfallslega meiri þéttleika til að bera, þótt væri að flestu leyti töluvert skemur kom- inn, þ. á m. í opnun og tónstöðulegu öryggi. Það kom ekki sízt fram í Testament e. Duparc, er bar nokkur merki rembings og barkaklemmu, í stað þeirrar óþvinguðu tjáningar sem eflaust á eftir að skila sér, þegar röddin verður orðin opnari og kraft- urinn meiri. Þrátt fyrir fáeina feg- urðarbletti í inntónun komst Val- gerður snoturlega frá Fauré-lögunum, hinu líðandi Aprés un reve og hinu dramatískara Tou- jours, en túlkun Valdimars á Net tolka... skildi hins vegar lítið eftir. Kvennalistaaría Leporellos úr Don Giovanni Mozarts er þakklátt kómískt atriði, enda komst Valdimar skikkanlega frá henni, þó að jafnvel þar hefði ekki sakað meii'i vídd í heildartúlkun. Svipað gilti um súbr- ettusöng Valgerðar í In uomini, aríu Despínu úr Cosí fan tutte. Hjóna- rúmsdúett Súsönnu og Figarós úr upphafi Brúðkaups Figarós slapp sæmilega fyrir horn, en Non piu and- rai Valdimars skorti óhjákvæmilega þann glæsileika sem aðeins fæst með mikilli sviðsreynslu. Valgerður sýndi efnilegt hásvið í Convien partir eftir Donizetti, en hin arían eftir sama höfund, Come pari- de vezzoso, var auðheyranlega full- erfið fyrir Valdimar á núverandi stigi, eins og m.a. kom fram af all- nokkrum óhreinum tónum. Topp- sviðið kom til fullra kasta Valgerðar í Ah, je ris eftir Gounod, og furðu þroskuð túlkun hennar á 0, mio babbino caro úr Gianni Schicchi e. Puccini varð bezt heppnaða einstakl- ingsframlag tónleikanna, en þeim lauk með dúett Norinu og dr. Mala- testa úr Don Pasquale e. Donizetti, er vakti mikla hrifningu tónleika- gesta. Hvað framtíð ber í skauti sér mun sem kunnugt er næsta örðugt um að spá án völvugáfna eða aðstoðar tíma- vélar. Svo mikið er þó víst, að því meir getur gerzt sem meira er eftir. Því yngri söngvarinn, því fleiri möguleikar. Á 24. aldursári standa mönnum flestar leiðir galopnar, og því vart við hæfi að leggja of mikið upp úr sýnishomi sem hætt er við að úreldist þegar á næsta ári. Píanó- meðleikur Claudios Rizzi var slai'k- fær en sjaldan meira en svo, og hefði nettari slaghörpumennska í heppi- legra (eða a.m.k. þéttar settu) húsi eflaust stutt betur við baki hinna ungu og óhörðnuðu einsöngvara- efna, sem að óbreyttu ættu að eiga framtíðina fyiir sér. Ríkarður Ö. Pálsson Tímarit • ÁRSRIT Sögufélags ísfirðinga 1999 kom út fyrir áramótin og er það 39. árgangur ritsins. Aðalgrein að þessu sinni er um Ratsjárstöðvar í Aðalvík eftir Friðþór Kr. Eydal. Þetta er síðari hluti greinaflokks um þetta efni og nefnist Kalda stríðið. Fyrri hluti þessa greinaflokks birtist í 36. árgangi ritsins 1995-1996. í þessari grein fjallar Friðþór um um- svif bandaríska flughersins á Látr- um og Straumnesfjalli, en þar reisti hann og starfrækti loftvarnaratsjá á sjötta áratugnum. Meðal annars efnis í ársritinu er grein um Smjörlíksgerð Isafjarðar, sem starfaði frá 1925-1980 eftir Svein Elíasson, skráð af Heimi G. Hanssyni. Guðmundur Guðmunds- son ritar grein um athafnalíf og mannlíf í Hnífsdal í upphafi ald- arinnar og Veturliði Oskarsson skrifar um rannsóknir norska mál- fræðingsins Mariusar Hægstad á ís- lenskri tungu, sérstaklega á ein- kennum vestfirsks framburðar. Helga Svana Olafsdóttir skrifar um Stein Emilsson, jarðfræðing, sem starfaði í Bolungarvík í tæpa fimm áratugi frá 1928 til 1974. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar um vísur og kveðskap til gamans og Guðmundur Ingi Kristjánsson færir í letur ýmsar sagnir frá 19. öld. Margvíslegt annað efni er í ritinu sem er alls 192 síður, prýtt fjölda mynda. Ritstjórar ei-u Jón Þ. Þór og Vet- urliði Oskarsson en afgreiðslumaður er Geir Guðmundsson í Bolungarvík. Nýir félagsmenn sem vilja kaupa rit- ið eru beðnh' að snúa sér til hans. Andri Snær Kristín Magnason Steinsdóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Þórarinn Eldjárn Norræn barnabóka- messa í Kaupmannahöfn NORRÆN barnabókamessa verður haldin dagana 18.-20 febrúar í Öks- nehallen (ekki langt frá aðaljárn- brautarstöðinni) í Kaupmannahöfn. Tildrög messunnar má rekja til IFLA-þingsins í Kaupmannahöfn árið 1997 þar sem norrænir barna- bókaverðir kynntu barnabækur, barnamenningu og barnastarf á bókasöfnum. Var þar lagður grunn- ur að samstarfí noiTænna barna- bókavarða. Frestur til að skrá sig á málþingið er til 20. janúar. Norrænir barnabókaverðir munu á messunni segja frá daglegum störfum sínum og ýmsum athyglis- verðum verkefnum. Það gera þeir í svokölluðum „bókasafnabás". Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um barnadeildir norrænna bóka- safna og ýmislegt fleira verður á dagskrá í básnum. Islenskir bókaútgefendur verða einnig með bás. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Kristín Steinsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sig- Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi urðsson og Þórarinn Eldjárn kynna og lesa úr verkum sínum. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína Árnadóttir verða með söngdagskrá. Farandsýn- ingin Veganesti verður á staðnum. Þetta er sýning á 57 barnabókum sem var formlega opnuð í Stavanger í nóvember síðastliðnum og fer á milli bókasafna í Noregi. Einnig verður fjöldi uppákoma sem má kynna sér nánar á eftirfarandi vef- slóð. http://home.worldonline.dk/ —kultkom (Þar á að smella á bangs- ann.) Yfir 1.500 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun ESSO-barnamyndatökur Hlutfallslega hæsta innlausnarverð 't á ESSO-safnkortsauglýsingum. Hp%!!!9E|H Gildir í janúar og febrúar. Hpr JB Ljósmyndastofa Kópavogs Wk * . . Sími 554 3020 skóli ólafs gauks Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítariegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9.FYRSTA ÞREP Undirstööuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið auðlærða en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvaliö fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. V/SA (Ö 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.