Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Leigjendur í Félags- bústöðum bornir út SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík bar út íbúa í félagslegri íbúð á vegum Reykjavíkurborgar eftir hádegi í gær, en frestaði öðrum útburði sem fyrirhugaður var í gærmorgun um eina viku vegna veikinda eins íbúanna. Vað það í annað sinn sem útburði úr þeirri íbúð var frestað, en íbúum hennar var gefinn frestur í eina viku eða til klukkan tíu á mánu- daginn 17. janúar nk. I báðum tilvikum er um ræða ein- stæðar mæður með tvö böm hvor auk nítján ára gamallar stúlku. Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir að útburður sé algjört neyðarúrræði. Að baki sé langt ferli og leigusamn- ingum beggja íbúða hafl verið sagt upp snemma á síðasta ári og því hafi íbúar þeirra haft nægan tíma til að leita annarra úrræða. Að sögn Sigurðar er um að ræða sambýlisvandamál við nágranna auk þess sem konurnar skuldi rúmlega árs húsaleigu. íbúðimar tvær henti illa sem félagslegar íbúðir vegna þess að önnur sé í tvíbýli en hin í þrí- býli og því sé ráðgert að selja íbúð- irnar. Orsök þess að konunum er gert að flytja úr íbúðunum sé fyrst og fremst sú að nágrannar hafa ít- rekað kvartað til Félagsbústaða vegna kvennanna tveggja og bama þeirra. Annarri konunni var sagt upp íbúðinni í lok mars og átti að hafa flutt úr henni 1. október. Sigurður segir að í báðum tilvik- um hafi sannleiksgildi kvartananna verið metið. Fulltrúar félagsþjónustunnar vora viðstaddir fyrirtekt málanna í gær, en að sögn Sigurðar mim fyrir- tækið í samráði við foreldrana gæta- þess að velferð barnanna verði tryggð. ♦ ♦ ♦ Verkamenn vantar í vinnu ÍSLENSKIR aðalverktakar (ÍAV) auglýstu í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins eftir verkamönnum og smiðum til starfa í Sóltúni, á Stór- höfða og í Austurstræti. Að sögn Bjama Jónssonar, verkefnisstjóra hjá ÍAV, vora góð viðbrögð við auglýsingunni en alls vantaði um 20 verkamenn. „Skýringin er fyrst og fremst sú að það er mikið að gera hjá okkur og verkefnin sum komin á það stig að það þarf aukinn mannskap til að ljúka verkefninu," segir Bjarni. Hann hafði þegar í gær ráðið í nokkrar stöður og bjóst við að ljúka ráðningum í vikunni. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna nýjasta e-töflumálsins Grunur um umfangsmik- inn innflutning á e-töflum RANNSÓKN á e-töflumálinu, sem kom upp skömmu fyrir áramót, hef- ur leitt í ljós að málið er mun um- fangsmeira en í fyrstu var talið. Nú sitja fimm menn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en tveir menn vora hnepptir f varðhald um helgina. Rannsókn hófst á þessu máli á milli jóla og nýárs og leiddi hún til þess að þrír menn vora hnepptir í gæsluvarðhald. Jafnframt var lagt hald á umtalsvert magn af e-töflum. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hve mikið magn er að ræða. Höfuðpaurinn í málinu tengdist máli Kio Briggs, sem á sínum tíma var ákærður og síðar sýknaður fyrir innflutning á rúmlega 2000 e-töflum. Sá sem lét lögregluna vita af því að Briggs væri á leið til landsins með e- töflur í fóram sínum, er nú granaður um stórfelldan innflutning á slíkum töflum. Að sögn Ómars Smára Ármann- ssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefiir rannsókn málsins undið upp á sig eins og oft vill verða við mál af þessu tagi. Til rannsóknar sé hvort þeir sem nú sitji í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í víðtækari fíkniefnainn- flutningi. Hann sagði að rannsóknin hefði ekki leitt til þess að lagt hefði verið hald á meira af fíkniefnum. Handtekinn 30 sjómflur suðvestur af Hornafírði Rannsókn málsins leiddi tO þess að tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina. Annar mannanna var sóttur á haf út sl. föstudag. Ómar Smári sagði að lög- reglumenn á Höfn í Hornafirði hefðu reynst mjög hjálplegir við handtöku mannsins, en þeir fóru á lóðsbát frá Höfn og handtóku manninn sem var skipverji á nótabát sem var að veið- um um 30 sjómílur suðvestur af Hornafirði. Maðurinn var síðan flutt- ur til yfirheyrslu til Reykjavíkur og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar. Annar maður var um helgina úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar. Hann var í meðferð á sjúkra- stöð SÁÁ á Vogi. Að sögn Omars Smára óskaði lögreglan upphaflega eftir að fá að ræða við manninn, en starfsmenn SÁÁ höfnuðu því með þeim rökum að ekki mætti ónáða hann í meðferðinni. í framhaldi af því hefði verið lögð fram krafa um handtöku mannsins. Meðan beðið var úrskurðar héraðsdóms vöktuðu lögreglumenn sjúkrastöðina. Lögreglan hefur ekkert viljað láta uppi um hvað rannsóknin beinist að innflutningi á miklu magni af fíkni- E-töflur sem íslensk yfirvöld hafa lagt hald á árin 1992-1999 8 1 22 töflur tafla töflur 1992 ”93 94 95 96 97 98 1999 efnum. „Þama er verið að rannsaka innflutning á umtalsverðu magni af e-töflum. Miðað við umfang má segja að þarna sé um alvarlegt mál að ræða,“ sagði Ómar Smári. Aðspurður útilokaði Ómar ekki að fleiri yrðu handteknir í tengslum við þetta mál. Rannsóknin væri enn í fullum gangi. Alvarlegar afleiðingar neyslu E-pillan er til í ýmsum efnasam- Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti tók fyrstu skóflustunguna að kvikmyndaverinu í ágúst síðastliðnum. Arkitekt er Gylfi Guðjónsson. Kvikmyndaver að rísa í Grafarvogi Tökur gætu hafist í febrúar Til sölu MMC Carisma 1800 árg. 1998, nýskráður 13.08.1998. 4 dyra sjálf- skiptur, bensín, ekinn 15.000 km. Ásett verð 1.590.000, skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, s. 569 5500. Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Nvwc-r &ÍH' í bdvm! Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www bilathinfj h, • www hilalhmfj in • www hihtthírifj i' TÖKUR gætu hafist um miðjan næsta mánuð í nýju kvikmynda- veri sem verið er að reisa á vegum íslenska kvikmyndaversins hf. í Grafarvogi í Reykjavík. Bygging hússins hefur að miklu leyti geng- ið samkvæmt áætlun en bygging- arkostnaður er áætlaður um 120 milljónir króna. Jón Þór Hannesson hjá Saga- Film, sem er formaður Islenska kvikmyndaversins, segir að hægt verði að hcfja tökur í verinu um miðjan febrúar en þá verður aðal- verið tilbúið að mestu. Hann segir hliðarbyggingu ekki verða tilbúna þá þar sem verkið hafi dregist lít- ils háttar. Félagið ráðgerir að þarna geti framleiðendur kvik- mynda og auglýsinga fengið inni og segir Jón Þór beðið eftir þess- ari aðstöðu. Verður 5.500 fermetrar Þetta er fyrsti áfangi hússins en 1.200 fermetra bygging með um 10 metra lofthæð en lóðin leyfir mikla stækkun og er gert ráð fyrir að alls verði byggingarnar um 5.500 metrar að flatarmáli. Kvikmynda- verin verða nefnd Óskar og Loftur til heiðurs tveimur frumkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð, Óskari Gíslasyni og Lofti Guðmundssyni. Mikil úr- koma á Kanarí- eyjum ÞAÐ rigndi eins og hellt væri úr fötu á Kanaríeyjum frá sl. fimmtudegi fram á laugardag. Þetta eru mestu rigningar á eyjunum undanfarin tíu ár. Að sögn Báru Konnýjar Hannesdóttur, fararstjóra Heimsferða, hófst rigningin seinni hluta fimmtudags og flæddi fljótlega yfir allar götur enda gerir lagnakerfi ekki ráð fyrir svo miklum rigningum. „Það flæddi inn í hús og hót- el og þurftu nokkrir íslending- ar að skipta um íbúðir. Annars tóku íslendingarnir þessu með mestu ró enda vanir misjöfn- um veðrum heiman að.“ Bára segir að fólk hafi verið beðið um að halda sig innan- dyra meðan úrhellið stóð yfir og eitthvað hafi verið um að samgöngur hafi raskast. íslendingunum reiddi vel af „Slökkvilið stóð í ströngu við að dæla vatninu burtu og það var víst talsvert um slys á hraðbrautunum enda erfitt að keyra við þessar aðstæður. ís- lendingunum reiddi hins vegar vel af. Þeir voru ótrúlega já- kvæðir þó að þetta hefði þær afleiðingar að þeir gátu lítið gert þessa daga.“ Að sögn Báru voru um 250- 300 íslendingar á Kanaríeyj- um, allir á ensku ströndinni svokölluðu á Las Palmas eyj- unni. Ferðamenn á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar voru einnig allir á ensku ströndinni en eyjan Santa Cruz de Tene- rife varð verst úti í óveðrinu. böndum, en yfirleitt er um að ræða amfetamínafbrigði með LSD-líka verkun, nokkuð mismun- andi eftir því um hvaða efni er að ræða hverju sinni, og getur skaðsemi af neyslunni orðið veraleg. Yfirleitt byrjar neyslan með skemmtan og til að öðlast vellíðunartilfinningu, en af- leiðingarnar gera fljótléga vart við sig. Notkun pillunnar geta fylgt of- skynjanir og kæraleysi. í slíku ástandi getur fólk auðveldlega orðið fórnarlamb misindismanna, auk þeirra alvarlegu afleiðinga, sem neyslan sjálf getur haft í för með sér. Grunnþarfaeinkenni geta horfið, auk þess sem áhrifin á taugakerfið fela í sér stífleika í vöðvum er getur endað með krampa, sem jafnvel lyf vinna iila eða ekki á. Áhrifin á líkamshit- ann valda því að hann rýkur upp og þrátt fyrir alla nútímatækni getur verið iilmögulegt að ná honum niður aftur með þeim aivarlegu afleiðing- um, sem því fyigja. Áhrif á hjarta- og æðakerfi geta leitt til lækkunar blóð- þrýstings og/eða traflana á hjart- slætti. Þá geta eituráhrif komið fram í nýrum og blóðstorkutruflanir vald- ið heilablæðingu, auk þeirra geð- rænu áhrifa, s.s. þunglyndi og of- sóknarkennd, sem neysla pillunnar getur haft í för með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.