Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERULEGAR hömlur hafa verið settar við rannsóknum á sviðum læknisfræð- innar, sem miða að því að þróa skimunar- aðferðir og lækna meðfædda sjúkdóma. Orsökin: Einkaleyfa- gullæðið, sem gripið hefur um sig, og það höfuðmarkmið fyrir- tækja á þessu sviði að hámarka gróða sinn. Þetta segir í nýlegri grein Julian Borger í Guardian Weekly (GW 23.-29. des. 1999), sem ég tel að eigi erindi við íslenska lesendur og birti því hér í lauslegri þýðingu. „Nýleg könnun, sem gerð var í Bandaríkjunum meðal stjórnenda rannsóknastofa á sviði læknavís- inda, leiddi í ljós, að um það bil fjórðungur þeirra hafði fengið bréf frá lögfræðingum á vegum líf- tæknifyrirtækja með fyrirmælum um að hætta klínískum prófunum, sem miðuðu að því að uppgötva fyrstu viðvörunarmerki um Alz- heimereinkenni, brjóstakrabba og fjölda annarra sjúkdóma. Verðið tvöfaldað Þannig hefur til dæmis fyrirtæk- ið Athena Diagnostics (sjúkdóms- greiningafyrirtæki) í Massachu- setts sent út bréf til rannsóknarstofa, þar sem þeim er tilkynnt, að fyrirtækið hafí nú „afl- að sér einkaréttar á vissum próf- unum við greiningu á Alzheimer- sjúkdómnum. Þessar prófunarað- ferðir eru verndaðar með banda- rísku einkaleyfi núm- er 5,508,167, sem fylgir í eftirriti", segir í bréfinu. Hvers konar próf- anir annars staðar brytu í bága við einka- leyfið, en Athena mundi með mestu ánægju taka að sér að framkvæma sjálft hin- ar nauðsynlegu próf- anir á auglýstu prís- listaverði, 195 doilara á hvert sýni - tvöfalt það verð, sem áður hafði verið algengast á flestum læknisfræði- rannsóknarstofum á vegum háskóla. Þetta verð er langt umfram það sem vísindamenn, sem vinna á opinberum styrkjum, hafa bolmagn til að greiða. Veiting einkaleyfa á genum er rakin til ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1980, sem opnaði leiðir til að fá einkaleyfi á ákveðnum lífverum, sem er að finna úti í náttúrunni. En það er fyrst nú síðustu árin, eftir tíma- mótauppgötvanir í ráðningu á lykl- um erfðamengisins, sem veiting slíkra einkaleyfa hefur orðið að skriðu. Dregur úr gæðum og aðgengi Áðurnefnd könnun meðal for- stöðumanna rannsóknarstofa, sem raunar er óbirt enn, er gleggsti vitnisburðurinn, sem fram hefur komið hingað til, um það hvernig „genaæðið", ásóknin í einkaleyfi á sviði genamengis mannsins, er far- ið að þrengja að rannsóknum, sem Hömlur Aðferðin, sem átti að fjármagna enn hraðari sókn inn á ókannaðar lendur vísindanna, segir Ólafur Hannibalsson, er nú orðin að spenni- treyju, sem vefur sig æ þéttar um frjálsa, vísindalega hugsun og þekkingarleit. að því miða að beina hinum öra vexti erfðafræðilegrar þekkingar inn á hagnýtar brautir með því að bera kennsl á arfgenga sjúkdóma og finna leiðir til lækninga á þeim. Enn sem komið er hafa áhrif þessarar þróunar komið harðast niður á vísindarannsóknum í Bandaríkjunum, en bent hefur ver- ið á, að samkvæmt reglum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) geti fjöldi þessara einkaleyfa öðl- ast gildi á heimsvísu. Því geta þau orðið til að koma í veg fyrir að nýtt land verði brotið í þekkingarleit í löndum eins og Bretlandi sem á sér langa sögu vísindalegra rann- sókna og merkilegra uppgötvana. Svo alvarleg er þessi ógnun við læknisfræðilegar rannsóknir orðin, að nú hefur hópur bandarískra lækna og vísindamanna sent frá sér mótmæli, þar sem segir meðal annars: „Víðtæk beiting einkaleyfa eða óhóflegra leyfisgjalda til þess að koma í veg fyrir að læknar og klínískar rannsóknastofur geri erfðafræðilegar tilraunir hindrar aðgengi að heilbrigðisþjónustunni, dregur úr gæðum hennar og hleyp- ir kostnaðinum langt út fyrir öll sanngjörn mörk.“ Hugmyndir bældar, þróun hindruð Samkvæmt þeirri könnun, sem getið var í upphafi og gerð var af rannsóknamönnum í Kaliforníu og Pennsylvaníu, hafði fullur helming- ur aðspurðra rannsóknastofnana hætt við verkefni þar sem unnið var að þróun skimunarprófa, þegar þeim varð kunnugt um að einka- leyfi hafði þegar verið gefið út eða var í burðarliðnum. Sumir þeirra vísindamanna sem á sínum tíma höfðu forgöngu um að einangra og bera kennsl á mis- fellur í erfðaefni, sem tengjast al- varlegum sjúkdómum, fullyrða nú, að sú öra þróun, sem til skamms tíma var ríkjandi á þessu sviði með víðtækri dreifingu hugmynda, sé nú að engu orðin vegna óttans við lögsókn af hálfu einkaleyfishafa. Jonathan King, erfðavísinda- maður við Massachusetts Institute of Technology, segir: „Eg hef setið ráðstefnur, sem ávarpaðar hafa verið af einkaleyfalögfræðingum, sem hvatt hafa ráðstefnugesti til að hætta að sýna starfssystkinum glósubækur sínar og hugsa sig tvisvar um, áður en þeir ákveða að leggja fram ágrip af rannsóknanið- urstöðum sínum á fundum. Það er orðin algeng reynsla á vísinda- ráðstefnum, að fólk kjósi að lúra á upplýsingum um verkefni sín, þar sem það hefur sótt um einkaleyfi. Það er beinlínis komið í veg fyrir framfarir." Lögfræðingar með kverkatak á vísindum Einn af höfundum áðurnefndrar skýi’slu er Mildred Cho, forstöðu- maður stofnunar þeirrar við Stan- ford-háskólann sem nefnist Mið- stöð siðfræði fyrir líf- og lækna- vísindi. Hún segist vera undrandi orðin á því kverkataki, sem einka- leyfa-lögfræðingar hafa nú náð á erfðafræðirannsóknum. „Þetta mun stórlega draga úr rannsókn- um,“ segir hún. „Sömuleiðis mun það hafa áhrif til hins verra á gæði rannsókna, því að rannsóknastofur hafa að öllu jöfnu gagnprófað sýni í gæðastjórnunarskyni. Það er ekki lengur hægt ef ein rannsóknar- stofa situr að öllum sýnarannsókn- um.“ (Tilvitnun lokið í grein Julians Berger.) Þannig er nú komið fyrir hinni miklu von læknavísindanna, erfða- vísindunum og erfðatækninni. Öll- um siðferðilegum vangaveltum um þetta efni var árum saman vísað á bug með orðagjálfri um hið göfuga takmark, sem væri á næsta leiti: að verða öllu mannkyninu að gagni, létta af því böli sjúkdómanna, sem það hafa hrjáð frá upphafi vega. Hér á landi átti einkaleyfi á mið- lægum gagnagrunni, til dæmis, að fjármagna grunninn að virkari og ódýrari heilbrigðisþjónustu. í stað- inn bendir þróunin í Bandaríkjun- um til þess, að sérhæfðir lögfræð- ingar á sviði einkaleyfalögfræð- innar séu að ná kverkataki á þróun þessarar vísindagreinar og hafa, eðli málsins samkvæmt, ekki annað að leiðarljósi en hagnaðarvon þeirra fyrirtækja, sem þeir starfa fyrir. Fjárkúgun Niðurstaðan verður sú, að einka- leyfi á þekkingu um erfðasjúkdóma geti verið, og séu nú þegar, notuð til fjárkúgunar á samfélaginu, einkum sjúklingum og heilbrigðis- kerfi. Samtímis þessu er vísindamönn- um á grundvelli einkaleyfanna meinað að stunda frekari rann- sóknir og framkvæma sjúkdóms- greiningar, framfarir eru beinlínis hindraðar, eða fyrir þeim tafið, til að vernda aðferðir og lyf þeirra, sem urðu fyrstir til að leggja hug- myndir fyrir amerísku einkaleyfa- skrifstofuna. Aðferðin, sem átti að fjármagna enn hraðari sókn inn á ókannaðar lendur vísindanna, er nú orðin að spennitreyju, sem vefur sig æ þétt- ar um frjálsa, vísindalega hugsun og þekkingarleit. Höfundur er í stjórn Mnnn verndar. Einkaleyfí ógna vís- indunum og seinka lækningu sjúkdóma Ólafur Hannibalsson Hugmyndafræði er eitt - raunveruleiki er annað Á UNDANFÖRN- UM árum hefur þróun í þjónustu fatlaðra tekið miklum breyt- ingum og í flestum til- fellum til hins betra, svo sem í búsetumál- um, atvinnumálum og þátttöku fatlaðra al- mennt í samfélaginu. T.d. hefur stefna í búsetumálum fatlaðra tekið þeim breytingum að búseta á stofnunum hefur verið lögð af, eða verið gerð tillaga um það, en betur má ef duga skal og í staðinn hefur áherslan verið lögð á sambýli og nú hin síðari ár sjálfstæða búsetu. Þetta er af hinu góða í flestum til- fellum, þó ber að varast að setja þessi búsetuform upp hvert á móti öðru, heldur að nýta þau búsetu- form sem henta hverjum og einum. Það er nú einu sinni þannig að sumir vilja búa einir og geta það með eða án stuðnings, en aðrir vilja gjarnan búa með öðrum. Svo eru þeir sem eiga litla aðra möguleika en þá, að búa á sambýli vegna mikillar fötlunar, og því ber okkur að virða öll þessi búsetuform. Umræðan má ekki fara í þann farveg, sem mér hefur fundist hún vera að fara, og þá sérstaklega hjá ýmsum faghópum og jafnvel hags- munasamtökum fatlaðra, að allir eigi og geti hafið sjálfstæða búsetu, og jafnvel búið einir. Ansi er ég hræddur um að sumir fatlaðir sem færu einir í sjálfstæða búsetu gætu orðið einmana og félagslega einangrað- ir. Undirritaður veit um einstaklinga sem flutt hafa af sambýli í sjálfstæða búsetu sem gjaman vilja flytja aft- ur á sambýli, sérstak- lega vegna félagslegr- ar einangrunar. Einn- ig eru til þeir sem hæglega geta og vilja búa einir en búa enn á sambýli. Til móts við óskir þessa hóps þurf- um við að horfa og virða óskir þeirra. Við fagaðila og aðra sem um þessi mál fjalla vil ég segja þetta: Gætið hófs í því að alhæfa að eitt úrræðið sé betra en annað, og kom- um þannig í veg fyrir óraunhæfar væntingar einstaklinga og aðstand- enda. Raunveruleikinn er nefnilega sá að það eru ekki allir eins og því er mikilvægt að sníða tilboðin um búsetu að þörfum hvers og eins, en ekki bara það sem okkur finnst hljóma best í eyrum hverju sinni. Hér tala ég af eigin reynslu þar sem ég er faðir tvítugrar fatlaðrar stúlku sem nú í janúar er að flytja á nýtt sambýli á Akranesi, en sl. tíu ár hef ég ásamt mörgum öðrum barist fyrir byggingu þess. Á þessu sambýli hefur hver íbúi sérbýli og geta þeir sem það vilja verið alveg út af fyrir sig. Þetta Fatlaðir Þeir sem telja að vernd- aðir vinnustaðir séu tímaskekkja, segir Þorvarður B. Magnús- son, ættu að viðurkenna þá staðreynd að þessir vinnustaðir hafa leyst úr brýnni þörf og útvegað mörgum störf við hæfi. form er nánast það sama og að búa í fjölbýlishúsi, nema íbúarnir geta ef þeir þurfa þess með leitað aðstoðar hjá starfsfólkinu, sem þeir gætu ekki ef þeir byggju einir og sér ein- hvers staðar úti í bæ. Þetta tel ég vera gott fyrirkomulag fyrir þenn- an hóp einstaklinga. Hugmyndafræði og stefna stjórnvalda í atvinnumálum fatl- aðra er sú að allir eigi að vinna á al- mennum vinnumarkaði óháð fötlun, og jafnvel að leggja niður alla starf- semi verndaðra vinnustaða. Þetta er mjög háleitt og göfugt markmið og væri það ánægjulegt ef raunveruleikinn væri svona, en því miður er það nú ekki svo. í fyrirtækjarekstri í dag er lausnarorðið hagræðing og aftur hagræðing og ki-afa eigenda fyrir- tækjanna er sú að stjórnendur þeirra skili eigendum arði. Á meðan þessi harða stefna ræð- ur ríkjum er mun erfiðara að koma fólki með skerta starfsorku til vinnu af vernduðum vinnustöðum á almennan vinnumarkað. Ég er viss um að margir starfs- menn sem vinna á vernduðum vinnustöðum í dag gætu unnið í al- mennum fyrirtækjum, það er að segja ef laus störf fyrirfyndust þar. Raunveruleikinn er reyndar sá í dag að fyrirtæki eru að fækka starfsmönnum sínum og oftar en ekki eru það þeir sem hafa skerta starfsorku sem fyrstir fá uppsagn- arbréfin, og er það í sjálfu sér ekki skrýtið þar sem krafan um arð er svona sterk. Þarna er raunveruleikinn líka annar er hugmyndafræðin, það er nú einu sinni svo að það hafa ekki allir sama möguleika eða getu til að vinna á almennum vinnumarkaði. Þetta þekkja þeir sem unnið hafa að þessum málum í gegnum tíðina og því er mikilvægt að fyrir hendi séu önnur vinnuúrræði fyrir þá sem eru í slíkri aðstöðu, slík úrræði hafa flestir verndaðir vinnustaðir getað boðið upp á. Það er því mikil einföldun á hlut- unum að tala þannig að leggja beri niður verndaða vinnustaði. Það er eins og þeir sem þannig tala hafi ekki minnstu hugmynd um það sem þar fer fram, og væri nær fyrir þá að kynna sér betur starfið þar áður Þorvarður B. Magnússon en menn leggja slíkt til. Starfsemi slíkra vinnustaða getur verið hluti af þeirri atvinnuflóru sem hvert at- vinnusvæði getur boðið upp á, enda hafa sumir þessara vinnustaða tek- ið þátt í að veita tímabundin störf fólki sem átt hefur í langtímaat- vinnuleysi og hefur sú blöndun inn á verndaða vinnustaði tekist mjög vel. Þeir sem telja að verndaðir vinnustaðir séu tímaskekkja ættu að hætta að slá hausnum við stein- inn og viðurkenna þá staðreynd að þessir vinnustaðir hafa leyst úr brýnni þörf og útvegað mörgum störf við hæfi sem annars væru án atvinnu, en það er eitt af markmið- um þessara vinnustaða. Gaman væri að fá upplýsingar um hve margir af þeim fötluðu starfsmönnum sem farið hafa úr verndaðri vinnu í vinnu á almenn- um vinnumarkaði, t.d. sl. þrjú ár, eru enn í vinnu og hvar þá, hve margir eru enn á almennum vinn- umarkaði. Getur verið að einhverjir þeirra séu aftur komnir til vinnu á vernduðum vinnustöðum? Eru t.d. einhverjir án vinnu og þá hvers vegna? Hvað mistókst sem betur má gera? Við þessum spurningum væri gaman að fá einhver svör. Launamál á vernduðum vinnu- stöðum hafa verið feimnismál á undanförnum árum, en nú hefur nefnd sem skipuð var af félagsmála- ráðherra til að gera tillögur um launakjör á þessum vinnustöðum skilað tillögum til ráðherra. Því ætti ráðherra að sjá til þess að þeim til- lögum verði hrint í framkvæmd sem fyrst og koma með því í veg fyrir mismum á launakjörum og réttindum fatlaðra starfsmanna eft- ir því hvar þeir búa á landinu. Höfundur er faðir fatlaðrar stúlku og forstöðumaður Fjöliðjunnar á Akranesi/Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.