Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 43 ----------------------------«r legt viðmót ég fékk frá henni þeg- ar ég fór að venja komur mínar með Árna syni hennar á Selvogs- grunn, þá svo feimin og óframfær- in. Og þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur fór ég til Siggu og tók hún geislandi á móti mér sem hennar eigin dóttir væri og hef ég allar götur síðan litið á hana sem mömmu mína í Reykja- vík. Það var lærdómsríkt að fylgjast með henni á hvern hátt hún studdi við bakið á manni sínum og hvern- ig hún stjórnaði heimilinu á sinn hljóðláta og hlýlega hátt. Allt átti sinn stað og hún ávalt til þjónustu reiðubúin. Þegar árin liðu átti samband okkar enn eftir að styrkjast þegar synir mínir komu til sögunnar, að fara í heimsókn til ömmu Siggu á Selvogsgrunn var ómissandi þáttur í lífi þeirra. Hún var ætíð aðdrátta- rafl fyrir börn og unglinga og kunni á þeim tökin. Þó að fjölskyldan hafi verið Siggu hugleikin var henni margt annað til lista lagt, hún hafði gam- an að söng og leiklist og komst hún á fjalirnar á Akureyri við góð- an orðstír. Hringborðsumræður um þjóð- málin voru oft hressilegar í eldhús- inu hennar og kom það oft á óvart hversu vel hún fyigdist með þjóð- arsálinni þrátt fyrir að hún inni ekki utan heimilis. Nú hin síðari ár átti hún við vax- andi vanheilsu að stríða og var oft erfitt að horfa upp á þjáningar hennar og geta lítið aðhafst. En Siggu voru gefin góð börn og hlúðu þau að henni eftir bestu getu, sérstaklega var aðdáunarvert að fylgjast með hugulsemi Mar- grétar dóttur hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka læknum og hjúkrunarfólki Vifilsstaðaspítala góða umönnun. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti fyrir það veganesti sem hún gaf mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Bjarnadóttir. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E. Ben.) Besta gjöf sem móðir getur gef- ið börnum sínum er að veita þeim skilyrðislausa ást sína, því þannig gefur hún þeim hæfileikann til að elska aðra. Með þessum orðum vil ég kveðja Sigríði Stefánsdóttur tengdamóður mína og þakka henni þá ástúð og hlýju sem hún var svo óspör á. Samband eiginmanns míns við móður sína var einstakt. Þegar við kynntumst var ég rétt tæplega 17 ára og Sigríður stóð á sextugu. Þremur árum áður hafði eiginmað- ur hennar fallið frá. Maðurinn minn var þá einn eftir í heimahús- um og hefur samband þeirra ör- ugglega styrkst mikið við þetta áfall. Það var ekki laust við að ég fylltist stundum afbrýðisemi fyrstu sambúðarárin okkar þegar ég sá hversu mikla virðingu hann bar fyrir móður sinni og hversu sam- band þeirra var gott, því auðvitað vildi ég alltaf vera númer eitt. En með árunum og þeim þroska sem fylgir því að eignast eigin börn rann upp fyrir mér hversu dýr- mætt samband þeirra var og hef ég leitast við að draga lærdóm af því við uppeldi eigin barna. Heimili Sigríðar var ávallt þungamiðjan í fjölskyldulífinu og þangað var alltaf gott að koma. Þar ríkti einstök kyrrð og friður. Það var svo gott setjast niður í fal- legu stofunni hennar og finna hvernig tíminn hægði á sér og maður fylltist frið og ró. Samtölin okkar á síðkvöldum eru mér ógleymanleg sérstaklega þegar hún sagði okkur sögur frá því þeg- ar hún var ung. Einkum er mér minnisstæð frásögn hennar af því þegar rafmagn kom í fyrsta skipti á æskuheimili hennar. Það vakti mann jafnframt til umhugsunar um hversu mikið tímarnir hafa breyst á æviskeiði hennar og hversu miklu máli hlutir, sem þykja sjálfsagðir í dag, skiptu í þá daga. Einnig eru mér ofarlega í huga sögurnar af þeim fjölmörgu ferðum sem hún fór með eigin- manni sínum víða um heim og sög- unum af heimsókninni til Margrét- ar dóttur sinnar í Afríku. Það sem einkenndi Sigríði helst var hið einstaklega ljúfa skap og æðruleysi ásamt því hversu gott samband hún átti við alla sem henni stóðu næst. Mig langar nú til að þakka þá gæfu að hafa kynnst þessari merkiskonu og allri hennar góðu fjölskyldu. Sigríður mun áfram lifa í hjörtum okkar allra og eram við öll ríkari manneskjur af því að hafa kynnst ástúð hennar og hlýju. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben) Svava Bjarnadóttir. Lífsgöngu tengdamóður minnar er lokið. Síðustu tvö árin voru henni erfið og hvíldin því kærkom- in. Tengdamamma var glaðsinna og hjartahlý, en bar ekki eigin and- streymi á torg. Á yngri árum stóð hugur hennar til hjúkrunar og söngnáms, en kringumstæður voru ekki með þeim hætti að sjálfsagt þætti að hún legði stund á frekara nám að gagnfræðaprófi loknu. Hitt er víst að þessir eðlislægu eigin- leikar, sem birtust í áhuga hennar á þessum sviðum, nýttust henni vel sem húsmóður stórrar fjölskyldu og gögnuðust börnum hennar til að komast til manns. Þrátt fyrir stutta skólagöngu, á númtíma mælikvarða, talaði hún dönsku og ensku með ágætum. Færni hennar kynslóðar í dönsku virðist mér meiri en eftirkomandi og er það ærið rannsóknarefni og mætti lík- lega skrifa um það margar bækur. Sigríður hafði mikinn áhuga á blómarækt. Hún og Bjarnþóra móðir hennar sáðu árvisst aragrúa fræja innandyi’a, sem síðan með hækkandi sól voru gróðursett úti í garði. Það var gaman að fá hana í heimsókn til okkar í Nairobi og sýna henni allan blómaskrúðann og naut hún þess að sjá þar blóm úti, sem hún þekkti sem inniblóm heima á Islandi. Á hinztu kveðjustund þökkum við Margrét og synirnir henni fyrir elskulegheitin og vottum aðstand- endum hennar samúð okkar. Þorbjörn Guðjónsson. Þegar við heyrðum að amma væri farin frá okkur helltist yfir alda af tilfinningum og hugsunum, sem við höfum tengt við ömmu síð- an við vorum litlar stelpur. Tilfinningar tengdar öryggi, trausti og blíðu sem er ekki óeðli- legt þar sem við dvöldum okkar fyrstu ár á heimili hennar að Sel- vogsgrunni 16. Seinna var það að fara til ömmu Siggu alltaf eins og að fara heim. Amma sá alltaf til þess að okkur liði vel, á hennar hátt. Hennar háttur var að elda fyrir okkur mat og annað góðgæti og gefa okkur tíma. Alltaf svo ró- legt og gott, meira að segja þegar hún var á fullu við heimilisverkin og með fullt hús af fólki. Henni tókst alltaf að láta flest líta út fyrir að vera svo auðvelt. Eftir að við eignuðumst okkar eigin fjölskyldur höfum við fundið hvað það var sem við lærðum af henni í gegnum árin. Hlutir sem við oft tökum ekki eftir, en söknum ef þeir eru ekki til staðar. Hún hafði yndi af að hafa fallega hluti og blóm í kringum sig, og gaf sér nægan tíma til að búa til góðan mat og leggja á fallegt borð. Við vitum að það sem amma kenndi okkur var hluti af leyndarmáli lífs- ins, litlu hlutirnir sem skipta mestu máli og eru í raun það sem við munum eftir og söknum mest. Amma kenndi okkur þegar við eignuðumst okkar eigin börn að svefn er á við mat. Og að soðið vatn og þvottapoki gerir oft meira gagn heldur en nútíma krem og lyf. Amma sýndi okkur hvernig á að sauma og prjóna og hversu mik- ilvægt var að klára það sem maður byrjar á. Ef það er einhver tími ársins sem hún amma hefur gefið okkur góðar minningar, þá voru það jólin og áramótin. Hefðirnar hennar hafa nú orðið hefðirnar okkar. Hennar tími fór markvisst í und- irbúning fyrir að geta borið í þessa stóru fjölskyldu mat og drykk yfir hátíðarnar. Og það allsherjar veisluborð. Það rifjast upp fyrir okkur minningar um jóladagskaffið og allan matinn og gleðskapinn á gamlárskvöld. Við gætum óendanlega talið upp stundir og atvik þar sem hún amma gaf okkur hluta af sér. Hún gerði það með því að vera tiltæk, tilbúin til að hlusta og verja tíma með okkur. En það er nákvæmlega það sem við í lokin munum mest eftir og er það það sem við flest viljum og þörfnumst: Einhvern til að hlusta á okkur, sem með skilningi og hlýju tengist ósýnilegum böndum. Það tókst henni að gera á henn- ar hátt og það er það sem við mun- um sakna mest. Svava og Sigríður. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar nokkrum orðum. Hún var alveg einstök kona. Amma með stórum staf. Það var alltaf gott að koma til ömmu og er þá minningin hvað sterkust úr Sel- vogsgrunninu þar sem hún bjó lengst af. Það var hús sem iðaði af lífi, alltaf einhver að koma eða fara. Ég á margar góðar minning- ar þaðan, þegar öll fjölskyldan hittist fyrir jólin og bakaði laufa- brauð, þá stóðu þær mæðgur amma Sigga og langamma Bjarn- þóra upp fyrir haus í eldhúsinu að fletja út og steikja. Hún var mjög góð heim að sækja og var hún aldrei ánægð fyrr en maður hafði þegið einhvern bita, og sat maður ósjaldan í eldhúsinu hennar og borðaði eitthvað gott sem hún hafði bakað. Ég bjó um tíma hjá henni þegar flutningar fjölskyld- unnar suður stóðu yfir. Ég var erf- ið við hana stundum en hún bjó yf- ir miklu umburðarlyndi og ég man ekki eftir að hún hafi nokkurn tíma hækkað róminn við mig. Hún hafði mikinn áhuga á barnabörnunum sínum og barnabarnabörnunum og var mjög stolt af hópnum sínum. Mér þykir ofsalega vænt um þig amma og það var erfitt að sjá þig svona veika en nú veit ég að þú ert farin á betri stað þar sem þér líður vel og að þú hefur verið leyst frá þjáningum þínum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, ég þakka þér allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Ég á yndislegar minningar um þig sem verða alltaf nálægar þótt þú sért ekki lengur meðal vor. Bless amma mín. Bjarnþóra M. Pálsdóttir. Jólahátíðin hefur náð hámarki. Aldamótin komin og veðurguðir okkar eins vinalegir og hugsast getur á þessum tímamótum. Fann- hvít jörð, frost og stillur. Þennan tíma valdi hún Sigga frænka mín að kveðja þenna heim, sæl og sátt við sinn tíma meðal okkar. Og við vitum að hennar bíður ástkær eig- inmaður hennar og fagnar henni. Þessi tími, þ.e. jólin vekja upp margar góðar minningar mínar frá því móðir mín, hún Vala, eins og hún var kölluð og systir hennar, Sigga, hittust með myndarlega barnahópinn sinn ásamt ömmu Bjarnþóru og héldu stórkostleg jólaboð. Það voru engin jól nema við öll hittumst tvisvar til þrisvar yfir jólin. Nýársdagurinn var dag- urinn hennar ömmu fyrir okkur öll. Hlaðborð með öllum hugsan- legum hnallþórum og smákökum. Dans í kring um jólatré og tekið í spil. Ég sé það fyrir mér enn í dag hve Sigga frænka og mamma voru stoltar af barnahóp sínum. Báðar eignuðust þær sex börn. Báðar voru þær sérstaklega myndarlegar húsmæður, og báðar voru þær ein- staklega kærleiksríkar mæður. Báðar áttu þær einstaka eigin- menn, sem báru konur sínar á höndum sér og leiðbeindu börnum sínum í tækninni að „njóta lífsins lifandi“. Báðar lifðu þær eigin- menn sína. Ég man það eins og það hefði gerst f gær, þegar syst- urnar sungu jólalögin með okkur. Raddir þeirra voru svo undur fagr- ar, að oftar en einu sinni hætti ég að syngja og hlustaði. Raddir þeirra voru opnar og bjartar, eins og þær hefðu báðar lokið söng- námi, enda áttu þær mikið tónlist- arfólk að. Heimili Siggu stóð alla tíð opið fyrir okkur systkinunum. Þegar mamma og pabbi voru að „byggja“ eins og kallað er, var ég send til Siggu eitt sumarið til að létta á mömmu. Það var „ekkert mál“ ð bæta einu barni í hópinn. Alltaf pláss fyrir eitt. Systrakærleikur þeirra var ein- stakur. Má segja að æskan hafi kennt þeim að meta það sem þær áttu. Aðeins sjö og átta ára misstu þær föður sinn og tvo bræður, með aðeins örfárra mánaða millibili. Þær fengu ekki að vera saman öll æskuárin, en kunnu því betur að meta návist hvor annarrar seinna á lífsleiðinni. Óneitanlega er erfitt fyrir mig að skrifa nokkur orð um mína kæru móðursystur, án þess að skrifa um mömmu um leið. Þannig voru þær bara, systurnar. Enda aðeins 11 mánuðir á milli þeirra. Með söknuði kveð ég þig, elsku Sigga, og mun geyma allar fallegú minningarnar mínar um þig í hjarta mínu við hliðina á minning- unum um mömmu. Að lokum langar mig til að láta þetta erindi fylgja hér sem langafi minn, Ólafur Jónsson, orti til Siggu 10. desember 1930: Komi þér ei á hvarma tár, kátust vert um jólin. Blessi þig drottinn öll þín ár Eyjafjarðarsólin. Elsku frændsystkin mín. Guð blessi ykkur öll í sárum söknuði. Blessuð sé minning hennar SiggrK" frænku. Hvíl í friði. Þórhildur Gunnarsdóttir. Mikið væri ég fátæk af reynslu ef ég hefði ekki verið svo lánsöm að kynnast Sigríði Stefánsdóttur. Það er mjög sjaldgæft að kynnast jafn geðgóðum og hæfum einstak- lingi sem Sigríður var, hún hafði hæfileika til að láta öllum líða vel í návist sinni. Hún var öllum þeim kostum búin sem geta prýtt hina fullkomnu konu, hún var falleg, geðgóð og afbragðshúsmóðir. Ekki má gleyma hennar fallega hand- bragði, handavinnan hennar er svo gullfalleg að leita mætti lengi til aáfj_ finna eitthvað sem kemst í hálf- kvisti við hennar vinnu. Hún og Bjarnþóra, móðir henn- ar, voru mjög samrýmdar. Þær mæðgur kenndu okkur konunum í Kvennadeild Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra svo margt að það tæki ekki minna en eina blaðsíðu ef telja ætti það upp hér. Þær mæðgur, ásamt Sævari Pálssyni, eiginmanni Sigríðar, og fleiri góð- um konum stóðu fyrir stofnun Kvennadeildar S.L.F. sem var mjög þarft á þeim tíma og hefu? Kvennadeildin látið margt gott af sér leiða. Að leiðarlokum vil ég þakka Sig- ríði fyrir allt sem hún kenndi mér, ég sendi börnum hennar og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sinni sorg. Góður Guð varðveiti Sigríði. Heimurinn er fátækari við fráfall þessarar yndislegu konu. Björg Stefánsdóttir. GUNNAR BRAGASON + Gunnar Braga- son fæddist í Reykjavík 1. inars 1978. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. desember siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 6. janúar. Fyrir níu árum kjmntist ég vænum dreng sem þá var rétt 13 ára garnali. Gunnar Bragason var þúsund þjala smiður: trymbill, Valsari (svona oftast en stundum nutu önnur lið líka krafta hans), söngvari, kokkur, dans- ari en þó fyrst og fremst skemmtileg og hlý mannseskja sem ég hef getað hugsað til þegai’ grátt hefur verið - og þannig fundið birtu. Minningamai’ eru margar og árin á Háteigsveginum eru mér afar kær. Þegar ég kvaddi og fór til Danmerkur fyrir þremur árúm fékk ég kaffikrús að gjöf sem m.a. bar áletrunina: „Vinur Grímur“. Ég brosi þegar ég hugsa til þeirra tilefna sem fengu þessi orð til að falla en það var oftar en ekki í framhaldi af einhverj- um ærslagangi og grallaraskap sem ég reyndi að stöðva en Gunnari tókst að gera valdsmannslega takta mína máttlausa - enda var erfitt að stand- ast slíkt „málþóf‘. Örlögin höguðu því þannig að ég hitti þig aðeins einu sinni eftir að ég kom heim í sumar og var það auðvitað á vellinum. Við fylgdumst saman með liðinu okkar hljóta rass- skellingu piltanna frá Meistaravöllum ekkert allt of sáttir en vonuð- umst þó eftir betri árangri næst. Ég kveð þig nú, elsku besti vinurinn minn, og þakka þér fyrir árin sem ég þekktí þig. Ég veit að hann Bragi tek- ur vel á mótí þér þangað sem þú heldur nú. Ég votta ljölskyldu Gunn- ars, þeim Sigríði, Guð^ rúnu og öðrum systkin- um mína dýpstu samúð á þessum sorglegu tímamótum. Guð geymi minningu Gunnars Bragasonar. Grímur Atlason. Kæri vinur. Aldrei hefði mig grun- að að ég ættí eftir að sitja og skrifa kveðjuorð til þín. Þú svo ungur og fullur af lífsgleði. Þegar ég hitti þig fyrst í Akurgerðinu heillaðir þú mig, eins og þér einum var lagið, því alls staðar sem þú komst eignaðist þú strax marga vini. Ég á um þig marguíf góðar og skemmtilegar minningar sem eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Þakka þér allar góðu stundimar. Hvfl í friði, Gunnar minn. Kæra Sigríður, systkini og fjöl- skyldm-, ykkur sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjm-. Guð styðji ykkur og styrki í sorg ykkar. Valgerður (Valla). **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.