Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 47j + Laufey Sigur- sveinsdóttir var fædd í Vík í Lóni 24. október 1905. Hún andaðist á Höfti 2. janúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru. Sigursveinn Sigurðsson, f. á Reyðará í Lóni 26. okt. 1877, d. í Vík 24. maí 1938, og Jónína Sigríður Jónsdóttir, f. á Setbergi í Nesj- um 16. okt. 1873, d. í Vík 18. okt.1971, og bjuggu þau í Vík frá 1901-1938. Foreldrar Sigursveins í Vík voru Sigurður Sigurðsson, f. í Bæ í Lóni 27. júlí 1846, d. í Vík 8. jan. 1929, og Sigríður Jónsdóttir, f. á Reyðará 20. jan. 1835, d. í Vík 25. okt. 1917, og bjuggu þau á Reyð- ará 1863-1893. Foreldrar Sigurðar Sigurðssonar voru Sigurður Magnússon, f. á Rauðabergi í Fljóts- hverfi 9. mars 1806, d. 25. okt. 1858, og Guð- rún Ásmundsdóttir, f. í Vík 1818, d. 30. júm' 1910, og bjuggu þau lengst í Karlsfelli í Lóni. Foreldrar Sig- ríðar Jónsdóttur, f. 1835, voru Jón Hall- dórsson, f. í Þórisdal í Lóni 1796, d. 4. sept. 1843, og Guðný Þor- steinsdóttir, f. 1798, d. 3. júlí 1883, og bjuggu þau á Reyðará í Lóni. Foreldrar Jónínu Sigríðar Jóns- dóttur ( móður Laufeyjar) voru Jón Jónsson söðlasmiður á Set- bergi í Nesjum, f. í Krossalandi í Lóni 13. maí 1827, og kona hans, Sesselja Sigurðardóttir, f. í Byggð- arholti í Lóni 18. sept. 1837, d. í Vik 5. okt. 1925, systir Sigurðar Sigurðssonar bónda á Reyðará. Jón söðlasmiður var sonur Jóns Eyjólfssonar, f. 1792, d. 29. okt. 1844, og Kristínar Jónsdóttur, f. 1802, d. 7. maí 1860. Jón Eyjólfs- son, og Kristín Jónsdóttir bjuggu lengst í Krossalandi og Vík í Lóni. Bróðir Laufeyjar var Gunnar Sig- ursveinsson, f. 25. júlí 1904, d. 5. júní 1963, kona hans er Inga Þor- leifsdóttir, f. 31. des. 1908. Böm þeirra em Sveinn Þór, f. 2. des. 1935, og Ragna Sigríður, f. 9. jan. 1931. Fósturbróðir Ólafur Gunn- arsson sálfræðingur, f. 30. ágúst 1917, d. 25. des. 1988. Laufey giftist Jóni Guðmunds- syni, f. að Heinabergi á Mýrum 19. febr. 1892, d. 5. júní 1982, dóttir þeirra var Unnur, f. 11. maí 1928, d. 1. aprfl 1989, hún var ógift og barnlaus. Fóstursonur þeirra er Arnar Haukur Bjarnason, f. 3. júlí 1942, ókvæntur og baralaus, býr á Höfn. Laufey og Jón bjuggu í Vík í Lóni til ársins 1955, en fluttu þá á Höfn, þar sem þau bjuggu síðan. Aldur og áföll bar hún fádæma vel og var andlega hress alla tíð. Útför Laufeyjar fer fram frá Hafnarkirkju f dag og hefst at- höfnin klukkan 14. LAUFEY SIG URS VEINSDÓTTIR Með Laufeyju Sigursveinsdóttur er genginn einn eftirminnilegasti fulltrúi þeirrar kynslóðar sem settu svip sinn á mannlíf í Austur-Skafta- fellssýslu á þeirri öld sem nú er að kveðja, því segja má að lífshlaup Laufeyjar spanni nær alla sl. öld, hún var fædd 24. október 1905 og var því rúmlega 94 ára gömul er hún lést. Sá er þetta ritar minnist Laufeyj- ar frænku, eins og hún var jafnan nefnd, með þökkum, hlýhug og virð- ingu. Þökkum fyrir það uppeldi og atlæti, sem hún veitti mér, er ég dvaldi fjölmörg sumur hjá henni og fjölskyldu í Vík í Lóni, hlýhug fyrir ævarandi vináttu og virðingu fyrir þeim mannkostum og kærleika sem hún bjó yfir. I þann tíma er ég kom fyrst að Vík í Lóni vom nær allar ár í Austur- Skaftafellssýslu óbrúaðar og þar með nær allar ár í Lóni og sýslan öll miklu einangraðri frá öðrum lands- hlutum en nú er. Slíkir vegartálmar hafa vafalaust aukið á einsemd og einangrun fólksins, en um leið leitt af sér samkennd og hjálpsemi við nágranna og samferðamenn. Þyrfti að byggja hús, bátkænu eða aðstoða við gegningar eða fylgd á hestum yf- ir ár og vötn var það alltaf sjálfsagt og eðlilegt, endurgjald fyrir slíkt þekktist ekki. Þetta var fyrir tíma gististaða og því var gisting veitt og matur fram borin og ekki til þess ætlast að fyrir yrði greitt. Þetta var fyrir tíma byggingameistara og stéttafélaga, en á tímum þjóðhaga, völunda og sjálfmenntaðra einstaklinga. Ég hef ekki í annan tíma kynnst betur gerðu fólki né hæfari einstak- lingum og þannig var með frænku mína frá Vík, hún er mér einstaklega eftirminnileg, góðum gáfum gædd, skemmtileg, víðlesin og hagmælt. Þegar ég kom að Vík í byrjun sumars 1950 tæplega 5 ára gamall ásamt Guðmundi bróður mínum, sem var árinu eldri, var tvíbýli í Vík. Laufey og Jón Guðmundsson bjuggu í vestur bænum ásamt dóttur sinni Unni og fóstursyni Arnari, en Inga Þorleifsdóttir og Gunnar Sigur- sveinsson, bróðir Laufeyjar, í aust- urbænum ásamt fjölskyldu sinni. Þar bjó einnig móðir Laufeyjar og Gunnars, Sigríður Jónsdóttir. Mér er þetta fyrsta ferðalag mitt eftirminnilegt fyrir margar sakir, ferðin frá Höfn tók nær allan daginn, fyrst um einstigi Almannaskarðs og síðan um Suður-, Mið- og Austur- Lón. Frðin var farin í fylgd Eiríks Guðmundssonar frá Þorgeirsstöðum sem þekkti manna best öll vatnsföll í Lóni. Mér telst svo til að við höfum þurft að fara yfir 7 vatnsföll, sem öll voru óbrúuð, sum smá en önnur stór, en mesta og hættulegasta vatnsfallið var Jökulsá í Lóni. Ljóst má vera að lítill snáði var orðinn þreyttur þegar komið var á leiðarenda, en þá mættu mér frænka mín og Unnur dóttir hennar, sem segja má að hafi fóstrað mig í 5 sumur samfleytt. Hér skal Unni þakkað, en hún lést árið 1989 og varð öllum sem til hennar þekktu mikill harmdauði. Bær þeirra Lauf- eyjar og Jóns var hlýlegt steinhús, rafvætt með vindrellu og í alla staði hið vistlegasta. Jón bóndi hafði á yngri árum siglt til Danmerkur og numið þar bústörf. Bú þeirra bar yitni um myndarskap og menningu. Ég hef oft á seinni árum leitt að því hugan, hvemig fólk sem bjó svo af- skekkt varð svo vel að sér um alla hluti. A stéttinni framan við bæinn var okkur bömunum kennt að þekkja helstu stjömumerki himintungla, þegar myrkra tók á síðsumarskvöld- um. Við vorum leidd um fjöll og engi þar sem okkur var kennt að þekkja grös og blóm. Við fengum amboð, hrífu, orf og Ijá, sniðin að okkar þörf- um, til þess að kenna okkur dagleg störf. Við vorum sjálfskipuð í skips- rúm til þess að vitja um silunganetin, kúasmalar og fjósamenn, allt þetta og margt fleira var okkur kennt og alltaf voru svör við öllum okkar spurningum á reiðum höndum. Svona liðu sumrin hvert af öðru og alltaf var sama tilhlökkunin að koma að Vík, þegar Víkurbæirnir birtust framundan af beygunni við Skiphóla fannst mér ég vera komin heim. Bókasafn heimilisins einkenndist mest af bókaflokki sem hét Lönd og lýðir, sem var nokkurs konar alfræði orðabók þess tíma, ævisögum og kvæðabókum þeirra Einars Ben, Davíðs, Matthíasar og Stefáns G. bændablaðinu Frey og sunnudags- blaði Tímans. í þessar bókmenntir sótti fólkið þekkingu sína, svo og til gesta og gangandi. Nokkur sumur dvöldu jarðfræðingar í Vík ogvoru að ganga og kortleggja steina og bergmynd- anir í Austur-Lóni, og þá nýtti Lauf- ey það tækifæri til að fræðast. Hún var mikil áhugamanneskja um steinasöfnun og þekkti flestar steintegundir með nöfnum. Allt lék í höndum hennar. Nú á undanförnum ámm fengum við fjöl- skyldan ávallt jólakort sem hún hannaði sjálf með málverki og litum, skreytt með hennar forkunnar fögru rithönd. Ekki get ég lokið við grein- arkorn þetta án þess að gera örlítið grein fyrir skáldkonunni Laufeyju frá Vík í Lóni, en hagmælt var hún vel og átti einstaklega gott með að meitla hið kjarnyrta mál sitt í Ijóð sín. Út hafa komið nokkur ljóð henn- ar á prenti í héraðsblöðum og tíma- ritum, en það var ekki hennar stíll að halda þessum hæfileika sínum að neinum frekar en öðm sem hún vel gerði. Það fer vel á því við leiðarlok að rifja upp eitt af kvæðum Layfeyjar frá Vík í Lóni, þar sem hún lítur yfir farin veg á tímamótum í lífi sínu á þann hátt sem henni einni var lagið: Gekk ég einn morgun um götu heima ranns er gekk ég fyrrum bemsku og þroska árin. Þá leit ég í brekkunni bjartan geisla dans, blessuð sólin gyliti daggartárin. Ævin mín líður, ekkert stundar hik elfa tímans streymir fram með árin. Eg geymi i muna það guðdóms augnablik, er geislar sólar brutu daggartárin Þessi hugljúfu orð segja allt sem segja þarf um þrána til heimahaga, þar sem rætur okkar liggja, þar sem við vomm alin, og þar sem Laufey fóstra mín kenndi mér að hlusta á landið. Við Guðrún kona mín vottum Arnari og ættingjum okkar dýpstu samúð, megi minningin um mikil- hæfa konu lifa. Að lokum vil ég vitna til orða Þorsteins Valdimarssonar skálds og gera þau orð að mínum, en hann komst svo að orði einhverju sinni: Sumirkveðja og síðan ekki söguna mek. -Aðrirmeðsöng sem aldrei deyr. Hilmar Sigurðsson. Fýrir handan hafið strönd heldégmunifinna, þar bíða ónumd óskalönd unaðsdraumaminna. (L.S.) „Þú færð ekkert jólakort frá mér um þessi jól!“ Það var glettnisblik í brúnu augunum hennar Laufeyjar frænku minnar er hún mælti þetta. Ég sat hjá henni seint á jólafóstu í hlýrri og vistlegri stofunni á hjúkr- unarheimilinu þar sem henni hafði þá fyrir stuttu verið búinn staður. Það lágu jólakort á borðinu, kort sem hún hafði teiknað á og skrifað jólakveðjur með þessari óviðjafnan- legu rithönd, sem virtist hafa gleymt að eldast. „Þetta er ómögulegt hjá mér, ég er hætt þessu,“ bætti hún við. Við komum okkur saman um að hafa ekki áhyggjur af jólakortum. Ég hafði orð á því að hér færi vel um hana. Hún samsinnti því en svo leið aftur glettnisbros yfir andlitið. „Ég er hér í biðsal dauðans," sagði hún. Við urðum sammála um að það vær- um við raunar öll, hvar svo sem við dveldum. Þegar við kvöddumst hafði ég óljóst hugboð um að það yrði í síð- asta sinn. Sú varð og raunin. Laufey Sigursveinsdóttir fæddist í Vík í Lóni 24. október 1905, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Sigursveins Sigurðssonar er þar bjuggu. Hún erfði suðrænt útlit for- mæðra sinna, biún augu, dökkt hár og hörund og varð ein í hópi fríðra meyja í Lóni á þeirri tíð. Tvíbýli var í Vík á bernskuárum Laufeyjar því þar bjó einnig föðurbróðir hennar Sigurjón Sigurðsson ásamt konu sinni Guðrúnu Gísladóttur og dætr- um þeirra tveim, Svövu og Ástu. Bróðir Laufeyja, Gunnar, var árinu eldri. Frændsystkinin fjögur vom vel gefin, söngelsk, glaðsinna og skemmtileg og með þeim var mikið ástríki. Laufey átti minningar um bjarta bernskudaga við leik og störf heima í Vík. Sorgin knúði dyra á heimilinu er Sigurjón lést á besta aldri árið 1917. Á þeim árum var lungnabólgan vágestur sem lagði marga að velli í blóma lífsins. Tveim árum síðar voru Guðrún og dæturn- ar fluttar burt, þó ekki lengra en að Volaseli í sömu sveit og var samband þessa frændfólks traust meðan ævin entist. 18 ára gömul fór Laufey að heim- an og dvaldist á Stöðvarfirði vetrar- langt við nám og störf hjá frænku sinni Nönnu Guðmundsdóttur og síðar vann hún þar á símstöðinni um tíma. Á Djúpavogi var hún hluta úr vetri og lærði m.a. að sauma karl- mannaföt, en það var kunnátta sem oft kom sér vel á þeim tíma. 17. maí 1927 giftist Laufey Jóni Guðmundssyni frá Heinabergi á Mýmm og hófu þau búskap í Vík í tvíbýli á móti foreldrum hennar, Gunnari bróður hennar og konu hans, Ingu Þorleifsdóttur frá Svín- hólum. Allt þetta fólk átti farsæla samleið. Laufey og Jón eignuðust eina dóttur, Unni, og tóku síðar til fósturs systurson Jóns, Arnar Bjamason. Þau bjuggu farsælu búi í Vík uns þau fluttu til Hafnar í Hornafirði árið 1955, en heilsa Jóns var þá tekin að bila. Hann andaðist árið 1982 en Laufey hélt áfram heimili með dóttur sinni og fóstur- syni. Laufey var félagslynd, fjölhæf og gáfuð kona. Hún tók virkan þátt í fé- lagsstarfi í Lóni á meðan hún átti þar heima, bæði með kvenfélaginu Grein og ungmennafélaginu Hvöt. Sú er þetta ritar minnist þess er áhugafólk í ungmennafélaginu setti upp leikritið Maður og kona, samið upp úr samnefndri skáldsögu Jóns Thoroddsen. Þá taldi Laufey ekki eftir sér að ganga 12-13 km leið á æfingar og heim aftur að þeim lokn- um og Guðrúnu ráðskonu túlkaði hún með ágætum á sviðinu. Á Höfn gekk hún fljótlega til liðs við Kvenfé- lagið Tíbrá, var lengi ritari í stjórn þess og síðar heiðursfélagi. Laufey hafði yndi af söng og ágæta söng- rödd, þessnaut kirkjukórinn í Lóni og síðar Gleðigjafar, kór aldraðra á Höfn. Hún var ættfróð og frænd- rækin, vinmörg og vinföst, minnið var með afbrigðum gott og ógrynni af ljóðum og lausavísum átti hún geymt í hugarfylgsnum og miðlaði af ef eftir var leitað. Sjálf átti hún ákaf- lega létt með að færa hugsanir sínar í bundið mál en flíkaði því lítt. Átti þó á hörpu sinni marga strengi. Laufey var náttúrubarn að eðlis- Gróörarstöðin B mtcm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 KópUvogi sími: 364 24S0 Fa"e-^rð Sér úauelsaíerð •nerktar BÆKUR ajgreiðsla ■póstlistinn 1960 ostlistinn.is Erfisdrylckjur GAPI-lflfl Dalshraun 13 S. 555 4477 ♦ 555 4424 Blóttush^in öaroskom v/ Possvogskirkjugarð Sími. 554 0500 fari. Að rækta og hlúa að blómum sínum úti sem inni var hennar líf og yndi og fegurðar íslenskrar náttúru, eins og hún birtist á hverri árstíðr; naut hún í ríkum mææli. Æsku- stöðvarnar í Lóni áttu hug hennar og hjarta og heimsóknir þangað veittu henni kyrrláta hamingju. A síðari ár- um voru það ferðirnar með Arnari í sumarbústaðinn þeirra í Stafafells- fjöllum sem voru henni uppspretta yndis og ánægju. Bækur vom fylginautar Laufeyj- ar allt frá bernsku til hins síðasta, vinir sem hún leitaði til og styttu henni marga stund þegar þrekið tók að dvína. Það var dýrmæt gjöf að fá að halda andlegu atgervi svo til óskertu til loka langrar ævi, þá gjöfc kunni Laufey að meta og þakka. Fáir ganga lífsgötuna án áfalla og mótlætis og Laufey var þar engin undantekning. Þyngst var höggið er einkadóttirin Unnur lést íyrir aldur fram 1989. En það er alltaf ljós í myrkrinu og ljósið hennar Laufeyjar var fóstursonurinn, hann Arnar. Af dæmafárri umhyggju hefur hann annast og stutt fósturmóður sína og gert henni kleift það sem hún þráði mest, að fá að vera heima á Smára- braut svo lengi sem þess var kostur. Kæra frænka. Ég vona að þú hafir nú þegar fundið þín óskalönd, en mig langar að kveðja þig með broti úr ljóði Matthíasar Johannessen, Ástin er rík: ™— í hlýjum blænum verður þú á þínum þar tíl gerða stað í huga mínum sem íslenzkt vor með ilm í fylgd með sér og þar er aldrei önnur sól við glugga en ást sem grær úr þínum milda skugga og vitjar þess sem vex að hjarta þér. Aðalheiður Geirsdóttir. JIIIIlIXlllIlIIXU H H H H H H H H H H H H H H H Erlklrykkjur *- H * P E R L A N Sími 562 0200 Blómastofa Irldjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.