Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Áætlun umhverfísráðherra gegn campylobaktersýkingu kynnt Aldrei hægt að útrýma campylobakter að fullu Stefnt er að því að draga verulega úr campylobakteríumengum í alifuglum og að hún verði minni en dæmi eru um í ná- grannalöndum okkar. STEFNT er að því að fækka campylobaktersýkingum í fólki og að þær verði færri en dæmi eru um í nágrannalöndum okkar, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfis- ráðherra, sem kynnti í gær fram- kvæmdaáætlun sem felst í því að draga úr tíðni campylobakter í af- urðum alifugla. Til þess að ná framangreindum markmiðum, sagði Siv, að m.a. þyrfti að fækka menguðum eldis- hópum alifugla, fyrirbyggja svo sem hægt væri krosssmit og auka vökt- un. Einnig þurfi að auka fræðslu til almennings um smitleiðir, s.s. smit úr afurðum alifugla, neysluvatni, ógerilsneyddri mjólk og umhverf- inu. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, áréttaði hve mikilvægt það væri fyrir búgreinina að árang- ur næðist í baráttunni gegn campylobaktersýkingum, en sagð- ist bjartsýnn á að nú hefði náðst samstarf milli allra þeirra sem koma að málinu. Sigurður Guðmundsson, land- læknir, tók undir orð landbúnaðar- ráðherra, en benti jafnframt á að aldrei væri hægt að útrýma camp- ylobakter algjörlega úr umhverfinu. Kristinn Gylfi Jónsson, kjúkl- ingabóndi, staðfesti orð landlæknis og sagði, að ekki væri hægt að lofa neytendum campylobakterlausum kjúklingum. Hins vegar væri það markmið framleiðenda að draga úr campylobaktermengun í fram- leiðsluferli kjúklingaafurða og stefnt verði að því að útrýma henni. I þeim efnum væri horft til þess ár- angurs sem náðist í baráttunni við salmonellu í kjúklingum á sínum tíma. Siv sagði ennfremur að hvergi annars staðar í heiminum hafi verið gripið til jafti víðtækra aðgerða gegn campyjo- baktersýkingum og nú er um að ræða hér á landi. Þegar hafi náðst samkomulag við ali- fuglaframleiðendur um, að frá og með 1. febrúar nk. verði ein- ungis notaðar lekaheld- ar umbúðir og um leið verði á þeim merki undir yfirslíriftinm „Gerum rétt“, þar sem fram koma leiðbeining- ar um rétta meðferð og matreiðslu alifugla, en síðar verði settar reglur um þessa merk- ingu. Fræðsluátak kostað af alifugla- framleiðendum í mars hefst fræðslu- átak, sem beinist að neytendum, framleið- endum og þeim sem starfa í matvælafyrirtækjum og dreift verður sérstökiun fræðslu- bæklingi. Áætlaður kostnaður við fræðslu- átakið er 5,5 milljónir króna en það verður að mestu kostað af framleið- endum alifugla. Jafnframt skal að sögn Sivjar afla frekari gagna um campylobakter í umhverfinu og stefnt er að því að 1. september nk. verði lokið við rann- sókn á sýnum sem teldn verða um allt land af neysluvatni í skipulögð- um frístundahúsabyggðum og á ferðaþjónustustöðum. Áhrif frystingar og loftkælingar könnuð Að sögn Sivjar verður einnig gerð rannsókn á áhrifum frystingar á magn campylobakter í kjúldingum og verða niðurstöðumar notaðar til að skoða hvort frysting sé vænleg leið til að draga úr mengun alifugla og þar með hættu á sýkingum í mönnum. Rannsókninni skal loldð 15. apríl nk. Áætlað er að gerð verði úttekt á Baráttan gegn campylobakter Framkvæmdaáætlun Umbúðir alifugla verði lekaheldar og merktar með leiðbeiningum um rétta meðferð og matreiðslu fyrir 1. febrúar. Fræðsluátak hefst 1. mars sem beinist að neytendum og framleiðendum. Rannsókn á áhrifum frystingar á fjölda campylobakter í kjúklingum skal lokið 15. apríl. Eftirlit með eldi alifugla hert til muna, s.s. með reglubundnum sýnatökum. Úttekt gerð á áhrifum loftkælingar á alifuglum í sláturhúsum í stað vatnskælingar, niðurstöður tilbúnar 1. maí. Nánari reglur um merkingu umbúða til að tiyggja rekanleika vörunnar til framleiðanda og eldishóps. Afla skal frekari gagna um campylobakter í umhverfinu. M.a. verða tekin sýni af neysluvatni í minni veitum um allt land fyrir 1. sept. áhrifum loftkælingar á alifuglum í sláturhúsum með samanburði við vatnskælingu sem nú er notuð og áhrifum þessara aðferða á örveru- mengun. Ef niðurstaðan reynist sú að æskilegt sé að koma á loftkæl- ingu til að draga úr hættu á campylobaktermengun skal gerð áætlun um útskiptingu búnaðar í sláturhúsum. Settar frekari reglur um eftirlit Á næstunni verða settar reglur um eftirlit með eldi alifugla s.s. með reglubundnum sýnatökum. Þá verða settar frekari reglur um innra eftirlit á alifuglabúum og eru fram- leiðendur, að sögn Sivjar, tilbúnir að koma slíku eftirliti á. Einnig verður haft sérstakt eftirlit með mengun í alifuglum fyrir og eftir slátrun. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga mun undir yfirumsjón Hollustu- vemdar ríkisins hafa eftirlit með af- Gerum rétt! Blóðvökvi á ekki að komast í aðra matvöru eða áhöld. / / / Látið frosið fuglakjöt þiðna í umbúðunum. Gætið að hreinlæti. Kjötið skal vel steikt eða soðíð. urðum kjúklinga sem dreift er á markað og verða settar nánari reglur um merkingu neytendaum- búða til að tryggja rekjanleika vör- unnar til framleiðanda og eldishóps. Markmið neytenda að campylo- bakter sé útrýmt að fullu Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist fagna því að stjómvöld hafi tekið á þessu máli, þótt mátt hefði gera það íyrr. Til að mynda hefði, um leið og campylobaktersýkingin kom upp, átt að taka fyrir þá slátrunaraðferð sem hér tíðkast, að kæla kjúlding- inn í ísvatni í stað loftkælingar eins og gert er í öllum öðrum löndum Vestur-Evrópu. Hann segir, að það hljóti að vera meginmarkmið, hvort sem það sé af hálfu stjómvakla í matvælafram- leiðslulandinu íslandi eða hjá ein- stökum framleiðendum, að koma í veg iyrir að sýkingar sem þessar geti átt sér stað. Neytendasamtökin telji einfaldlega að þegar verið er að selja vöm með gerlum á borð við campylobakter sé um að ræða vöm sem haldin sé mjög slæmum ágalla. Það sé afar mikilvægt að neytendur geti gengið að því vísu að varan sé laus við sýkingu og engin hætta sé á að veikjast eftir að hafa neytt henn- ar. Því eigi tvímælalaust að vinna að því markmiði að engin matvæli inni- haldi þessa gerla sem geta orsakað mjög slæmar matarsýkingar hjá al- menningi. Hann segist því ósáttur við að neytendur eigi að sætta sig við, að campylobaktermengun í al- ifuglum verði haldið innan ákveð- inna marka, ekki eigi að sætta sig við neitt minna en að campylobakt- er sé útrýmt með öllu. Morgunblaðið/Sverrir Fylgjast verður vel með því að smáböm stingi ekki hárklemmum upp í sig enda fer þangað flest handbært fyrstu mánuðina. Ekki minni hætta er á því að illa fari þegar fleiri en einn óviti em á heimilinu. Hárklemmur stundum varasamar LITLAR hárklemmur í öllum regnbogans litum hafa notið vax- andi vinsælda upp á síðkastið. Ekki síst hjá yngri kynslóðinni og eru dæmi um að ung börn beri eina eða flerri til prýðis í hárinu. Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Ár- vekni, bama- og unglingaslysa verkefnis á vegum heilbrigðisráð- uneytisins, vill koma því á framfæri að gætur séu hafðar á litlum böm- um með hárklemmur enda hafi komið fyrir að hárklemma hafi set- ið föst í kokinu á litlu bami. Herdís sagðist sjálf hafa prófað litla hárklemmu í svokölluðum kok- hólki. Með kokhólki er átt við sérstak- an hólk til þess gerðan að mæla hvaða hlutir, t.d. lítil leikföng, fest- ast í koki yngri barna en þriggja ára. Hárklemman sat föst í kok- hólknum og getur því valdið því eins og sannast hefur að slys hljót- ist af. Herdís tekur sérstaklega fram að ekki sé við innflytjenda hár- klemmanna að sakast enda sé ekki um bamaleikfang heldur skraut að ræða. Aðeins þurfti að brýna fyrir umsjónarmönnum barna að gæta að því að þau fari sér ekki að voða með því að stinga upp í sig smáhlut- urn á borð við hárklemmur. Áðumefndan kokhólk er hægt að fá í apótekum og víðar þar sem ör- yggisbúnaður vegna smábarna er til sölu. Enginn skilaréttur tryggður í íslenskum lögum Margar kvartanir á dag vegna skilareglna verslana Morgunblaðið/Kristinn Ef gjafabréf gilda ekki á útsölum þurfa slíkar upplýsingar að koma skýrt fram. ENGINN skilaréttur er tryggður í íslenskum lögum og verslunareigendum er því í sjálfsvald sett hvort versl- anir þeirra taka við vöram og sldpta í aðrar, endurgreiða eða gefa innleggsnótu. Eina undantekningin er ef um gallaða vöru er að ræða. Þá þarf verslunareigandinn að taka vörana til baka. Telma Halldórsdóttir er lögfræðingur Neytendasam- takanna. Hún segir að mjög margar kvartanir hafi að undanfömu borist til Neyt- endasamtakanna vegna þessa. „Skilaboð neytenda era skýr. Þeir era mjög óánægðir og daglega fáum við margar kvartanir vegna þessara viðskiptahátta. Fólk hefur ekki getað skil- að eða skipt jólagjöfum og ef það hefur fengið inn- leggsnótur er í flestum til- vikum ekki hægt að nýta þær fyrr en að loknum út- sölum. Þá vora nokkrar verslanir hér í borg sem hófu útsölu strax eftir jól, þannig að neytendur fengu engan frest til að skila jólagjöfun- um. Þá neituðu sumar þeirraað taka við vöram aftur nema á útsölu- verði ef fólk hafði ekki kassakvitt- un. Slíkir viðskiptahættir eru neyt- endum ekki boðlegir." Hún segist einnig hafa orðið vör við óánægju með skilarétt á bókum í stórmörkuðum. „Margir kaupa bækur í stórmörkuðum í þeft-ri trú að fólk geti þá bara skipt eftir jólin og fengið sér eitthvað annað ef bók hentar ekki. En í mörgum þeirra er eingöngu hægt að skipta bók í bók og í einum stórmarkaðnum vora allar bækur teknar niður 5. janúar og ekki hægt að skila bókum eftir það.“ Er eðlilegt að ekki sé hægt að nota innleggsnótur á útsölum? „Þar sem engar reglur eru í gildi um skilarétt stenst það lög en við erum að sjálfsögðu mjög óánægð með þá framkvæmd. Við gerum á hinn bóginn þær lágmarkskröfur að það komi skýrt fram í versluninni og innleggsnótunum ef ekki er hægt aðnota þær á útsölu.“ Þegar Telma er spurð hvað neytendur geti gert til að sporna við þessum við- skiptaháttum segir hún að Neytendasamtökin hvetji fólk til að kanna hvernig skil- um á vöra sé háttað í viðkom- andi verslun áður en vörurn- ar eru keyptar. En má almennt nota gjafa- bréf á útsölum? „Það er alls ekki alltaf og okkur hafa einmitt borist margar kvartanir þar að lút- andi. Við höfum gert athuga- semdir við gjafabréf og bent á að ef þau sé ekki hægt að nota á útsölum þurfi þær upplýsingar að koma fram í versluninni og greinilega á gjafabréfinu. Þá er einnig nokkuð um að gildistíminn sé takmarkaður. Neytendasamtökin era þeirrar skoðunar að slíkar takmarkanir á gjafabréfum séu óeðlilegar enda eru gjafabréf lítið annað en peningar. Sé gildistími gjafabréfa mjög stuttur eða skilyrði að öðru leyti mjög þröng telja samtökin að þau geti fallið undir ósanngjarna samn- ingsskilmála og þá sé hugsanlegt að víkja þeim til hliðar á grundvelli samningalaga."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.