Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 54
01 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ . Síðasta tálsýn Samfylkingarinnar SAMFYLKINGIN gekk til síðustu kosn- inga með þá einu stefnu að verða svo stór flokk- ur að ekki yrði fram hjá henni gengið við stofn- un nýrrar ríkisstjómar. a*iÞar með hefði þessi sundurleyti flokkur öðl- ast einhvers konar sess sem „hitt“ stóra aflið við hlið Sjálfstæðis- flokksins. Ekki af því að Samfylkingin hefði endilega aðra stefnu. Nei, fyrst og fremst af því hún fengi svo marga þingmenn að hún hefði samningsaðstöðu til að koma sér inn í ríkisstjóm. Þeir Samfylkingarmenn reiknuðu dæmið þannig að Fram- sókn myndu fremur vilja mynda meirihluta með Samfylkingunni held- ur en með Sjálfstæðisflokknum, enda fengi formaður Framsóknar, Halldór -yAspn'mssnn að vera forsætisráð- herra í slíkri stjórn. Halldór hafði þá þegar gefið ádrátt um að hann væri tilbúinn til að athuga með inngöngu í Evrópusambandið. Frekari innlimun í Evrópusambandið er eitt af mikil- vægustu málum forystu Samfylking- arinnar, þótt hún hafí ekki gert mikið úr því um skeið, vegna hræðslu við Vínstri-græna. Þessi áætlun Samfylkingarinnar fór út um þúfur af því þeir fengu of fá atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk Framsóknarflokkinn með sér í nýja ■’Kkisstjóm undir forystu Davíðs. Gjaldið sem Sjálfstæðisflokkurinn greiddi fyrir þetta var að lofa að hjálpa til við að koma hugsjón fram- sóknarformannsins áleiðis, að virkja á Eyjabökkum og byggja risaálver í kjördæmi hans. Þar sem eina sameig- inlega hugsjón Sam- fylkingarinnar var að verða það stór, að hún kæmist inn í ríkisstjórn með hinum verðandi austfírska álfursta, hrundi hún niður í skoð- anakönnunum, þegar í ljós kom að hún gat ekki komið þessari einu skýru hugsjón sinni í framkvæmd. Foringi mun koma okkur til bjargar Sérfræðingar Sam- fylkingarinnai- tala nú einum munni um að það sem hana vanti sé foringi, sterkur foringi og „sjarmerandi“, sem gæti lyft henni aftur upp í skoðanakönnunum. Stjórnmálaflokkar Flokkurinn sem við höf- um verið að bíða eftir svo lengi, segir Ragnar Stefánsson, er kominn: Vinstri-grænir. Sæmilegar skoðanakannanir eru grundvöllur þess að Samfylkingin hangi saman ófram. Ef flokkur hefur þá einu hugsjón að fá völd verða að vera einhverjar líkur til þess að hann komist til valda. Baráttuaðferð Samfylkingarinnar nú er nákvæmlega sú sama og fyrir kosningar, sem sagt leggjum hug- sjónimar tfl hliðar til þess að við get- um orðið stórir. Þegar við erum orðn- ir stórir þá mun hugsjónin mikla, vonin um völd, bitlinga og embætti, duga til að halda okkur saman, svo við getum haldið áfram ogverið stór- ir. Hinn „sjarmerandi“ foringi Flokkseigendur Samfylkingarinn- ar segja við sína félaga: Félagar, þegjum um það, að auðvitað viljum við ganga alla leið inn í Evrópusam- bandið. Félagar, látum ekki á því bera að í okkar foringjahópi eru þeir margir sem vilja hafa herinn og NATO, en meðal kjósenda eru margir sem eru á móti. Félagar, gerum sem minnst úr því í bili, að meðal vor eru margir helstu markaðshyggjupostular landsins, en á hinn bóginn, alla vega meðal kjós- enda okkar, margir sem vilja efla fé- lagslega þjónustu og jafnvel hækka laun þeirra sem verst standa, sem því miður er í algerri andstöðu við mark- aðshyggjuna. Félagar, Samfylkingarmenn, leyn- um því um sinn, að meðal vorra bestu manna, eru margir þeir sem telja að köld og „raunsæ“ markaðshyggjan skuli ráða því hvort byggð haldist við eða eyðist úti á landi. Að vísu tala flokkseigendur Sam- fylkingarinnar nú um mikilvægi þess að Samfylkingin þurfi að skapa sér þá ásjónu að hún vilji hjálpa hinum verst stöddu. Það sýnir þó best hversu hol- ur þessi hljómur er að þeim finnst ekki koma til greina að Jóhanna Sig- urðardóttir verði formaður. Maður spyi’ af hveiju. Vann hún sér ekki hylli almennings með því að fletta of- an af spillingu og bruðli yfirstéttar- innar? Nei segja þeir. Fólki finnst hún leiðinleg. Hvílík pólitík. En auð- vitað er það ekki ástæðan. Ástæðan er sú að valdamönnum í Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki væri illa við að starfa með Samfylkingu þar sem hún væri í forystu. Það er aldrei að vita nema þessi manneskja mundi fremur lúta sannfæringu sinni en aga hinna sameinuðu valdhafa, eftir fyrri reynslu að dæma. Flokkseigendur Samfylkingarinn- ar hafa þegar fundið sitt foringjaefni. I málgagni þeirra, DV, er nú hafin áköf barátta fyrir því að Ossur Skarphéðinsson, fyrrverandi ritstjóri DV, verði þessi foringi. Foringi fyrir nýjum og „betri Sjálfstæðisflokki". Eflum heldur flokkinn okkar, Vinstri-græna Vinstrimenn, verkalýðssinnar, um- hverfissinnar, sósíalistar, hernáms- andstæðingar. Flokkurinn sem við höfum verið að bíða eftir svo lengi er kominn, Vinstri-grænfr. Auðvitað ekki fullskapaður. Við þurfum að efla hann með því að ganga til liðs við starfið þar, með því að dýpka stefn- una og gera hana hnitmiðaðri. Látum ekki tálsýnina um að Samfylkingin verði hinn „nýi, stóri flokkur okkar“, villa sýn og tefja okkur frá því sem er svo margfalt mikilvægara, að efla flokk sem hefur alla burði til að verða lýðræðissinnaður, stefnufastur og áhrifamikill. Höfundur erjarðslyálftafræðingur. HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákateni 11 • Sími 568 8055 www.islamlia.is/kerlistliroun Ofnæmis- prófað Miklu lægra verð Dreifing: Hollefni ehf. Náttúr- legt 250 iu RATURAL FORM VITAMIN Sa™a Egæða I Jr . r< varan Fax: 552 6666 Ertu að byrja? Viltu fara hægt af stað? Þá er! Heilsurækt sjúkraþjálfarans kjörinn staður Við bjóðum upp á: □ Tækjasal með úrvali þol- og þrektækja. □ Góðar persónulegar leiðbeiningar. □ Þjálfim fyrir hjartasjúklinga, nú geta hjartasjúkl- ingar komnir á 3ja stig, þjálfað í Hafnarfirði. O Hressileg kvennaleikfimi. □ Mjólkursýru-, þrek-, blóðþfystings- og fitu- mælingar, vigtun og bakskóli Sjúkraþjálfarinn ehf Strandgötu 75, sími 555 4449, Hafnarfirði ,Einungis fagfólk sem leiðbeinir“ Ragnar Stefánsson Vísindin og Mývatn Hér fer á eftir greinargerð Árna Einarssonar forstöðumanns Nátt- úrurannsóknastöðvarinnar við Mý- vatn: SUNNUDAGINN 9. janúar birti Morgunblaðið ítarlegt yffrlit yfir þær deilur sem staðið hafa um námugröft í Mývatni. Er þar m.a. fjallað um nýútkomna skýrslu þriggja norrænna vatnalíffræð- inga, sem iðnaðarráðherra með milligöngu forstjóra Kísiliðjunnar hf., fékk til að fara yfir stöðu rann- sókna og meta áhrif námugraftar- ins á lífríki vatnsins. I greininni er ítarlega sagt frá tildrögum þess að óskað var eftir skýrslunni en minna um niðurstöður hennar en vert væri. Þá er undrun lýst yfir því að skýrslan skuli vera túlkuð á mjög mismunandi vegu og er þá borin saman túlkun forstjóra Kísil- iðjunnar á skýrslunni annars vegar og prófessors í vatnalíffræði hins vegar. Hér fyrir neðan hef ég tekið saman helstu punkta úr skýrslu vatnalíffræðinganna. Ég læt upp- runalegt orðalag víða halda sér til að lesendur geti betur glöggvað sig á merkingu setninganna. Um dælingu og áhættu af henni Norrænu vatnalíffræðingarnir telja það grundvallaratriði (principle) að ekki ætti að stunda iðnrekstur (industrial activities), sem hefur þetta bein áhrif á um- hverfið (physical environment) á svo viðkvæmu (vulnerable) bús- væði sem Mývatn er. Þeir leggja áherslu á mikilvægi varúðarreglunnar við áhættumat á umhverfisáhrifum í jafn viðkvæmu vistkerfi og Mývatni (clearly the precautionary principle is of high relevance in an ecosystem as vul- nerable as Lake Myvatn). Þeir telja engum vafa undirorpið (no reason to doubt) að töluvert berist af næringarefnum frá kísil- gúrverksmiðjunni þótt einhver Auðhyggja og ofríki EFTIR fall Kaupfé- lags Þingeyinga er málum svo komið að Kaupfélag Eyfirðinga er búið að leggja undir sig rekstur mjólkiu-- samlag og sláturhúss KÞ og nú á að flytja nautgripi úr allri Þing- eyjarsýslu til slátrunar í sláturhúsi KEA á Ak- ureyri. „Auðhyggjujörfam- ir“ sem þessu ráða segja að þetta sé gert í hagræðingarskyni því það sé of dýrt að reka sláturhúsið á Húsavík með því að slátra naut- gripum þar. Hins vegar verði slátur- fé flutt frá Eyjafjarðarsvæðinu og úr Fnjóskadal til Húsavíkur í meira mæli en áður. í mínum huga er þetta öfugmæli. Það getur ekki verið hagkvæmt fyrir sláturhúsið á Húsavík að afsala sér gripaslátrun og verða verkefnalaust meiri hluta ársins þó í staðinn komi einhver aukning í sauðfjárslátrun á haustin. Og fleira þarf að hafa í huga, en það eru bændurnir í Þingeyjar- sýslu og gripirnir sjálfir sem hafa gleymst. Breytingin hefur mikið óhagi’æði í för með sér og kostnaðarauka fyrir nautgripabændur í Þingeyjarsýslu austan Ljósavatnsskarðs og stórauk- ið álag á gripi vegna fjarlægðar í sláturhús og umtalsverðum erfið- leikum og truflunum á flutningi gripa í slæmri vetrartíð. Því er aug- ljóst að þetta mun lengja biðtíma sláturgripa svo um munai’. Þessi ráð- stöfun er því með öllu ótímabær og stórt áfall fyrir þingeyska bændur og alla íbúa héraðsins ef ekkert er að gert. Mér er kunnugt um að það ríkir megn óánægja og reiði meðal bænda í héraðinu út af þessari breytingu og er síst að undra. Einnig ríkir óánægja meðal þeirra manna sem unnið hafa við gripaslátrun á Húsa- vík, enda eðlilegt að svo sé þar sem verið er að taka frá þeim verkefnin- .Búast má við því að erfitt geti orðið að manna sláturhúsið á Húsavík að óbreyttum forsendum. Mér hefur verið sagt að forstjór- arnir hjá KEA hafi um eina milljón króna í laun á mánuði. Ekki er sparn- aðinum fyrir að fara þar ef þetta er rétt, þeir leiðrétta þetta væntanlega ef rangt er. En sé þetta rétt bætir það ekki andrúmsloftið í þessu máli. Þá er rétt að minna á að þar er uppi orðrómur um að Kaupfélag Ey- firðinga kunni innan tíðar að verða gjald- þrota og því sé óráðlegt að eiga þar innistæður. I framhaldi af því sem hér hefur verið sagt vil ég beina þeirri áskorun til þingeyskra bænda austan Ljósa- vatnsskarðs, sveitar- stjórna og annarra Þingeyinga að rísa upp gegn framangreindri ráðstöfun Kaupfélags Eyfirðinga um að leggja niður slátrun nautgripa á Húsavík og krefjast þess að hún verði aftur flutt þangað. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Slátrun Það getur ekki verið hagkvæmt fyrir slátur- húsið á Húsavík, segir Friðjón Guðmundsson, að afsala sér gripaslátr- un og verða verkefna- laust meiri hluta ársins. Það er búið að leika íslensku bændastéttina svo grátt í því nær tvo áratugi að nú er mál að linni. Ef svo heldur fram sem horfir er þess skammt að bíða að heilar sveitir falli úrbyggð. Snemma á níunda áratug nýliðinn- ar aldar skrifaði undirritaður ófáar blaðagreinar sem birtu spár og við- varanir gegn þeirri herferð sem þá hófst gegn íslenskri bændastétt. Á það var lítið hlustað af hálfu stjórn- valda. Nú hefur komið í ljós að þess- ar spár og viðvaranir hafa verið og eru enn að koma í ljós og sanna rök- rænt gildi sitt. Ef satt skal segja sýn- ist mér augijóst að hin marglofaða samkeppni og auðhyggja sem nú ríð- ur húsum sé miklu grimmari en mér hafði nokkru sinni dottið í hug að hún gæti orðið og að hún hafi valdið skelfilegum spjöllum í íslensku þjóð- lffi. Höfundur er bóndi d Sandi íAðaldal, S-Þing. Friðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.