Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 •?-' .......................-— MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sigur hávaðans Þagnir eru eðlilegar, nauðsynlegar og oft fallegar. Þærgefa orðum aukið vœgi og eru þörfhvíld, frá kljóðbylgjunum sem dynja á hlustunum dægurlangt. ÞEGAR flugvél flýgur yfir húsþökin tökum við ekki eftir gný hennar fyrr en til- tölulega seint. Fyrir er svo þétt suð frá umhverfinu að það er ekki fyrr en flugvélin er rétt yfir hausamótum okkar að vélarhljóðinu tekst að rjúfa suðið ogyfirgnæfa það. Þegar flugvél flýgur yfir óbyggðir, þá rýfur hún ekki suð. Hún rýfur þögnina. Þögnin verður sennilega innan tíðar skilgreind sem auðlind á hverfanda hveli. Enn sem komið er býr hún við ágætan kost uppi á fjöllum, í eyðidölum og úti á reg- inhafi, þótt auðvitað sé tómt mál að tala þar um algjöra þögn. Oldu- gljáfur og brestir í ísbreiðum munu þó seint teljast til hávaða. í þéttbýlinu er annað upp á ten- ingnum. Þar hefur hávaðameng- un bæst ofan á VIÐHORF Eftir Sigur- björgu Þrastar- dóttur alls kyns aðra mengun sem þegar sogar orku úr fólk- inu. I þéttbýl- inu er þögnin vandfundin og sum- ir hafa jafnvel gleymt hvernig hún hljómar. Mótorhjól, steypubílar, bílflautur, uppþvottavélar, loft- ræstingar og pappírstætarar sjá til þess að aldrei sljákki í suðinu. Jafnvel á nóttunni stugga hvinur- inn í sjónvarpsgreiðunni og surgið í ísskápnum við hljóðhimnunum. Ofan á öll þessi umhverfíshljóð er svo sífellt verið að finna nýjar leiðir til þess að magna hávaðann. Tónlist er til dæmis troðið upp á alla alls staðar, án þess að um það sé beðið eða eftir því óskað sér- staklega. Við förum í strætó og þar er tónlist, við förum í skóbúð og þar er tónlist. Við förum jafn- vel á klósettið á veitingahúsi og þar er tónlist. Þetta er dálítið slít- andi til lengdar, sér í lagi vegna þess að tónlistin á þessum stöðum er sjaldnast í takt við okkar pers- ónulega smekk - a.m.k. aldrei við hæfi allra í einu. Fyrir skömmu fór ég reyndar á veitingahús þar sem svo brá við að enga tónlist mátti heyra. Þar var, öllum að óvörum, hægt að halda uppi samræðum við sessu- nautinn án þess að ofbjóða radd- böndunum. Hvort um var að ræða eins dags mistök eða meðvitaða stefnu veit ég ekki, en hið síðar- nefnda væri óneitanlega viðkunn- anlegri skýring. A endanum varð þó ekki eins hljóðlátt undir borð- um og vonir stóðu til, því matar- gestir reyndust hafa komið með tónlistina með sér. Eigi færri en tíu farsímar klingdu meðan ég staldraði við, holar hringingar sem líktu eftir þekktum dægur- lögum. Til að bregðast við þessum ger- ilsneyddu stefjum í símum, lyftum og söluturnum bregðast æ fleiri við með því að ganga um með vasadiskó eða ferðahljóðspilara. Þannig geta þeir í það minnsta ráðið tónlistinni sem þeir hafa í •eyrunum. Aðrir, sem kjósa þögn til þess að hugsa, ganga með eyrnatappa. Þessi viðleitni er í fullu samræmi við helstu þróunar- kenningar; maðurinn þróar með sér sérstakar varnir til þess að bregðast við áreiti umhverfisins og vonast til þess að lifa þannig af. Sumir taka eyrnatappana eða heyrnartólin ekki niður nema rétt á meðan þeir taka upp símtól til þess að hringja. En þar er heldur ekki friður fyrir dósatónlist og sí- endurteknum tilkynningum um að línurnar séu uppteknar - eins og nauðsynlegt sé að marglýsa þvíyfir. Upphafning hávaðans er þann- ig í hverjum kima, og ekki má gleyma útvarpsstöðvum þeim sem keðjuspila lög líkt og stór- reykingamenn sem kveikja í nýrri sígarettu með glóðinni úr þeirri síðustu. Feimnin við þögnina kristallast í slagorði sem ein stöðvanna notar óspart í auglýs- ingum sínum: „Þögnin er þrúg- andi!“ Vanir og vandaðir útvarpsmenn vita hins vegar sem er að þögnin getur líka haft gildi, sé hún kunn- áttusamlega notuð. Þagnir eru eðlilegar, nauðsynlegar og oft fal- legar. Þær gefa orðum aukið vægi og eru þörf hvíld frá hljóðbylgjun- um sem dynja á hlustunum dæg- urlangt. Það má líka segja sitt- hvað með þögninni - jafnvel meira en þúsund orð. Og engar tvær þagnir eru eins, líkt og segir í bókinni Tabúlarasa eftir Sigurð Guðmundsson: „Daginn eftir sátum við á sama stað í sömu stólum við sama borð. Andleysi mitt bjó til þögn og þögnin var fróðleg. Kannski vissi þessi kona það sem mig gat aðeins grunað: Að þögnin er óendanlega fjölbreytt. Að ef til vill er ekki hægt að hugsa sér neitt jafn um- fangsmikið og frjálst og þögnin er. Að engar tvær þagnir eru eins. Að þögnin er alltaf stærri en það sem rýfur hana; að löng þögn er lítil þögn innan stærri þagnar." Bókin Tabúlarasa fjallar um orð, en gleymir ekki þeirri grund- vallarstaðreynd að á milli orða eru alltaf bil. Það er annars athyglisvert að í íslensku er til orð sem bæði getur táknað hávaða og þögn. Þetta er orðið hljóð. Sennilega er hlutverk þess að minna okkur á að hvorugt er hinu æðra og ekki víst hvort kom á undan. Annar kafli úr Tab- úlarasa: „Það var alltaf til þögn. I upp- hafi var ekki orðið, einsog okkur hefur verið kennt, heldur þögnin. Við erum fædd í kjölfar langrar þagnar. Líf okkar er örstutt leið inní eih'fa þögn.“ Kannski er það vegna þess að okkar bíður ekkert nema eilíf þögn, sem við keppumst við að framleiða sem mestan hávaða í lif- anda lífi. A meðan við heyrum engar þagnir tekst okkur að gleyma þögninni löngu sem bíður okkar. „Grannar þínir og vinir/ganga mettir um borgina/en háreysti þeirra leynir þögn -/í þögn þeirra blundar árás“ segir Þorsteinn frá Hamri í Aldarhætti, ljóði frá 1976 sem fjallar um „öld einsemdar og mergðar". Á þeirri öld er reynt að breiða yfir þögnina því hún þykir varasöm. Við aldahvörf nagar þessi tilfinning okkur enn. Ef þögnin geymir ekki árás, þá ber hún í það minnsta óþægilega mik- inn vott um tíðindaleysi og hæg- læti sem teljast víst ekki til dyggða á hinu nýja árþúsundi þar sem allt skal þjóta áfram með eins miklum gný og mögulegt er. Þannig er nefnilega öruggt að við heyrum ekki slög hjartans. Og þaðan af síður þagnimar á milli. SIGRÍÐUR B. STEFÁNSDÓTTIR + Sigríður Bene- dikta Stefáns- dóttir fæddist í Reykjavík 5. desem- ber 1920. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 3. jiinúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Ólafs- son, vatnsveitustjdri á Akureyri og Bjarn- þóra Benediktsdótt- ir. Sigríður ólst upp í Reykjavík og á Ak- ureyri til átta ára aldurs er faðir henn- ar dó úr berklum, ásamt tveimur bræðrum hennar. Hún flutti þá að Kaupangi í Eyja- firði með móður sinni og systur, Valgerði Stefánsdóttur, sem gift- ist Gunnari G. Ásgeirssyni, stór- kaupmanni. Þau eru bæði látin. Móðir hennar giftist nokkru seinna Árna Guðjóns- syni, bónda og síðar verslunai’manni í Reykjavík. Fóstur- systir Sigríðar er Sig- ríður Valgerður Ingi- marsdóttir, gift Öl- geiri Möller. Hinn 18. septembcr 1942 giftist Sigríður Svavari Pálssyni, löggiltum endurskoð- anda og fram- kvæmdastjóra frá Hrísey, f. 23.9. 1919, d. 14.2. 1978. Þau bjuggu í Reykjavík. Böm þeirra eru: 1) Margrét, exam. pharm., f. 1. mars 1943, maki Þor- björn Guðjónsson, hagfræðingur. Synir þeirra eru: Úlfur og Atli. 2) Stefán, dósent og löggiltur endur- skoðandi, f. 2. apríl 1946, maki Þórlaug Jónsdóttir, lögfræðingur. Nýja árið rann upp og við kvöddum það gamla. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir af nýrri öld er við systkinin vorum kölluð að sjúkrabeði móður okkar. Hún var þungt haldin og hafði heilsu henn- ar hrakað mjög um nóttina. Við reyndum að halda í vonina til að byrja með og vonuðum að hún myndi hressast en urðum að lúta í lægra haldi fyrir þeim sem öllu ræður. Hún lést þremur dögum síðar. Mamma var af þeirri kynslóð sem alltaf var til staðar fyrir börn- in sín. Það var vaninn hjá okkur að kalla á hana, strax þegar við kom- um heim, hátt og hressilega, og oftast fengum við svar. Við vorum sex systkinin og það var í mörgu að snúast á stóru heimili en aldrei heyrði ég mömmu kvarta yfir ann- ríki. Hún var ekki þannig. Við höf- um fundið það og rætt undanfarna daga, systkinin, hversu sterkan þátt hún átti í því að gera okkur samhent eins og við erum þrátt fyrir það hversu ólík við erum. Mamma hafði alltaf tíma til að hjálpa þeim sem þarfnaðist þess hverju sinni og var hún okkur öll- um ómetanleg stoð. Hún hjálpaði mér með tvíburana sem ég eignað- ist ung og lagði áherslu á að ég lyki námi þrátt fyrir þá ábyrgð sem því fyldi að eignast börnin. Hún fylgdist mjög grannt með þegar ég svo hóf störf sem skóla- stjóri í Reykjadal í skóla fyrir fötl- uð börn sem settur var á stofn af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þau voru bæði mjög upptekin af starfsemi skólans og studdu mig eins og hægt var, ekki síst hún. Hún hringdi til mín oft í viku og fékk fregnir af gangi mála. Hún hafði mikinn áhuga á öllu starfi fyrir fötluð börn, og var faðir minn, Svavar Pálsson, einn af stofnendum Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra. Hún var síðar einn af stofnendum Kvennadeildar félagsins og starfaði í stjórn henn- ar um árabil. Þegar ég svo opnaði Tal-þjálfunarstofu mína heima á Selvogsgrunni 16, þá gerðist hún ritari minn og aðstoðarmaður. Hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með framgangi mála og átti auðvelt með að ná athygli barnanna og leika við þau, ef þau þurftu að bíða eftir að komast að. Hún hafði alltaf heitt kaffi á könn- unni og kökur fyrir þá sem vildu. Þessi starfsemi varð fljótlega svo umfangsmikil að hún var flutt á Háaleitisbraut 11-13 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra enda starfaði ég að hluta til fyrir félagið. Mamma hélt áfram að starfa fyrir mig á Háaleitisbraut og var afar vel tekið af öllu starfs- fólki þar. Hún þekkti marga sem þar unnu, vegna tengsla við stofn- unina. Henni var alla tíð mjög umhug- að um hag Styrktarfélagsins og fannst gaman að geta fylgst með starfseminni á þennan hátt. Hún hafði mikinn áhuga á starfi mínu og var fljót að skilja hvernig þurfti að bregðast við oft sérstakri hegð- un barnanna sem ég fékk í þjálfun til mín. Hún hafði mikinn hæfi- leika til að lesa upphátt á þann veg að ná athygli barnanna hverju sinni og þessa tækni hennar, hvernig hún notaði orð og röddina, hef ég nýtt mér í gegnum árin, en mamma var leikkona fyrr á ævinni og hafði sýnt mjög góðan leik á sviði, í nokkrum hlutverkum á Ak- ureyri í kring um 1940. Þessu samstarfi okkar mömmu lauk er ég fór til Bandaríkjanna tilframhaldsnáms, árið 1990. Mamma sagði mér síðar, að hún hefði saknað þessa tíma, þrátt fyr- ir að stundum hefði þetta verið nokkuð erilsamt starf. Ég flutti heim til hennar þegar ég kom heim frá námi og áttum við þá margar ljúfar samverustun- dir, þar sem hún sat við hannyrðir og ég undirbjó verkefni fyrir starf mitt. Þessar stundir með henni voru eins og slökun, þar sem hún hafði alveg sérstakt lag á að vera alltaf róleg og yfirveguð. Þannig mun ég minnast hennar og þakka henni af öllu hjarta fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Ég bið fjöllin að hvísla mér orðum og vindinn að feykja þeim til þín en þau eru þögul í eilífðinni veita mér hljóðlátan stuðning Ég skrifa því sjálf ljóðið þitt í snjóinn (Anna S. Björnsdóttir) Blessuð sé minning móður minn- ar. Svanhildur. Hún valdi fallegan janúarmorg- un til brottferðar. Jörðin snævi þakin og daglegt amstur hvers- dagsleikans að hefjast að nýju eft- ir hátíðirnar. Hún kvaddi með sama hætti og hún hafði lifað líf- inu, af hógværð og tillitssemi; sá til þess að fjölskyldan hennar gæti áhyggjulaust glaðst um jól og fagnað áramótum, en þeir úr fjöl- skyldunni sem erlendis búa enn staddir hér á landinu. Með aldarlokunum lauk jafn- framt ævistarfinu. Hennar líf til- heyrði tuttugustu öldinni og þeim lífsgildum og aðstæðum sem þá ríktu og á fyrri hluta aldarinnar buðu aðstæður sjaldnast upp á það, að draumar ungrar stúlku um að feta óhefðbundnar slóðir og helga líf sitt svo fallvaltri gyðju sem listagyðjunni, gætu ræst. Á yngri árum tók Sigga virkan þátt í leiklistarstarfsemi á Akureyri og lék meðal annars eitt aðalhlutverk- ið í Vermlendingunum sem Menntaskólinn á Akureyri setti upp veturinn 1939 og í Skrúðs- bóndanum sem Leikfélag Akur- eyrar sýndi 1941. Fyrir hvort tveggja fékk hún frábæra dóma. Síðustu árin, þegar svo var komið, að fljótt fyrntist yfir nýliðna at- Synir þeirra eru: Egill og Svavar Gauti. Sonur Þórlaugar er Jón Ingi Hákonarson. 3) Svanhildur, talmeinafræðingur, f. 21. okt. 1947, maki Sigurður Viggó Kristj- ánsson, flugsljóri. Börn hennar eru: Svava og Sigríður Björnsdæt- ur, Ingólfur Tómasson og Björg Tómasdóttir. Maki Svanhildar var Tómas Ingólfsson; þau skildu. Börn Sigurðar eru Kristján og Svandís. 4) Páll, starfsmaður Haf- rannsóknastofnunar, f. 28.1.1949, maki Margrét Thorsteinson. Dótt- ir þeirra er Bjarnþóra María. Dæt- ur Margrétar eru Inga og Hulda Óskarsdætur. 5) Árni, vélstjóri, f. 11.5.1953, maki Guðrún Bjarna- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Synir þeirra eru: Orri Örn og Bjarni Þór. 6) Svavar Garðar Svavarsson, tölvunarfræðingur, f. 25.9.62, maki Guðrún Svava Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur. Dætur þeirra eru: Hafdís Sif og Berglind Una. Barnabarnabörn Sigríðar eru orð- in sex. Útför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. burði, snerist tal okkar gjarnan um þessi ár og það leyndi sér ekki hversu dýrmætar minningarnar frá þessum árum voru henni. En lífsstarfið varð annað og það var henni gjöfult. Ung að árum giftist hún eiginmanni sínum, Svavari Pálssyni, löggiltum endur- skoðanda og síðar framkvæmda- stjóra Sementsverksmiðju ríkisins, og eignuðust þau sex börn. Það varð hennar hlutskipti að standa fyrir stóru og mannmörgu heimili, gestkvæmu og erilsömu. Heimili þeirra var lengst af í Selvogs- grunni þar sem þau byggðu sér stórt og myndarlegt hús. I minn- ingunni skipar eldhúsborðið henn- ar Siggu þó alveg sérstakan sess, því það var svo einkennilegt, að þar var alltaf rúm fyrir einn í við- bót. Eftir að börnin fóru að tínast að heiman og tengdabörnum að fjölga varð eldhúsborðið að eins konar samkomustað stórfjölskyld- unnar þar sem treysta mátti því að fleiri bæri að garði og glatt yi’ði á hjalla, enda Selvogsgrunnið sjálf- sagður viðkomustaður ef farið var af bæ. Fleiri minningar koma í hugann, svo sem öll áramótin þeg- ar fjölskyldan kom saman í Sel- vogsgrunni eða sá tími sem við átt- um með Siggu þegar hún kom og dvaldi með okkur Stefáni um nokkra vikna skeið í Los Angeles haustið 1979. Á sínum yngri árum var Sigga afburða falleg kona svo að eftir var tekið og víst er að hvar sem þau Svavar voru saman, þar fóru glæsileg hjón. Sönn fegurð hverfur ekki þótt líkaminn hrörni og andlit markist rúnum reynslunnar og fram á hinsta dag lýsti andlit hennar af þeirri innri fegurð, mildi og umburðarlyndi sem jafnan voru hennar aðalsmerki. Þegar ég nú hugsa til baka minnist ég þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt hana leggja illt orð til nokkurs manns. Slíkt eru góð eftirmæli. Síðustu mánuðirnir í lífi Siggu voru henni erfiðir, bæði hugur og hönd urðu stöðugt tregari að hlýða kalli og þjáningin varð daglegt brauð. Dauðinn hefur því vafalaust verið kærkomin lausn frá fjötrum líkamans og heimkoman hefur ver- ið góð. Ég vil að lokum þakka tengdamóður minni fyrir sam- fylgdina síðasta aldarfjórðunginn. Þórlaug Jónsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) í dag kveðjum við þá mektar- konu Sigríði Stefánsdóttur með trega og söknuði. Á stundum sem þessum streyma ljúfar minningar um góða konu fram í hugann. Mér eru minnisstæð fyrstu kynni mín af Siggu og hversu hlý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.