Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 62

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 62
62 ÞRIÐ JUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ :í Dýraglens Ferdinand f Ilvar er Hann er eitthvað lasinn. Hann sagði Rolli ? að ef hann væri hundur þá mundi hann skríða undir tröppurnar. Þetta er það sem afl sagði alltaf. Ef þér líður ekki vel, skríddu þá undir tröppurnar. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til forsætisráðherra Frá Ástþóri Magnússyni: ÁGÆTI forsætisráðherra. Um leið og Friður 2000 óskar yður gleðilegs árs, viljum við minna á að árið 2000 hefur verið útnefnt ár frið- armenningar af Sameinuðu þjóð- unum. Yður mun vafalaust hlýna um hjartaræt- umar við þá vitneskju að til- drög friðarársins áttu upptök sín á íslandi, en Frið- ur 2000 sendi að- alritara SÞ áskorun um þetta snemma á árinu 1995. Væri því ekki viðeigandi og kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að byrja nýja árið með því að sýna verðugt fordæmi í frið- armálum: 1. Ganga endanlega frá jarð- sprengjumálinu, en ríkisstjórn yð- ar á eftir að staðfesta 7. greinina (Article 7) eins og kemur fram í bréfi sem samstarfsaðilar okkar í ICBL-átakinu gegn jarðsprengjum hafa sent utanríkisráðherra. 2. Hætta stuðningi íslands við hinar grimmilegu ofsóknir og fjöldamorð á almenningi í Irak. Oll líknarfélög heims og flestir yfir- menn Sameinuðu þjóðanna virðast sammála um að viðskiptabannið sem Öryggisráðið hefur sett á þetta fólk sé brot á alþjóðlegum lögum og þjóni engum tilgangi öðrum en að skapa gífurlega ör- birgð og grafa undan möguleikum á varanlegum friði. Bandaríkjamenn hafa einnig verið iðnir við að varpa sprengjum á þetta fólk undanfarna mánuði. Það hlýtur að vera komið nóg af vitleysunni. 3. Lýsa ísland kjarnorkuvopna- laust svæði, og binda þannig enda á þær umræður sem verið hafa um að vitgrannir menn gætu þvælst hér um slóðir með slíka ógn við framtíð okkar. Þessari yfirlýsingu stjórnvalda ætti að fylgja krafa um endurskoðun á kjarnorkuvopna- stefnu NATO. PS Að lokum væri ekki úr vegi að planta utanríkisráðherra í ein- hvern aflóga bankastjórastól eins og nú er fordæmi fyrir. Eg minni á að það eru tveir slíkir stólar til í Landsbankanum. Þetta er frábær hugmyndafræði til að losna við spillta stjórnmálamenn. Þá væri kannski einnig von til að fá í utan- ríkisráðuneytið hjartahlýrri mann- eskju sem vinveitt væri óflokks- bundnum jólasveinum. En eins og forsætisráðherra kannski man eft- ir framdi Halldór Ásgrímsson það verk um síðustu jól að stöðva jóla- pakkasendingu til bágstaddra barna með öllum tiltækum ráðum í kjölfar yfirlýsinga í fjölmiðlum til styrktar grimmdarverkunum í ír- ak. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Ástþór Magnússon Bréf til Garðbæinga v/ tónlistarskóla Frá Sólbjörtu Gestsdóttur: HVAÐ er að gerast í Garðabæ, rétt eina ferðina enn? Mér er gersam- lega ofboðið! Er verið að leika sama leikinn og í síðustu prestskosningum? Nýlega fór fram ráðning skólastjóra tón- listarskólans í Garðabæ. Smári Ólason, yfirkennari skól- ans í fjölda ára, sótti um stöðuna ásamt fjölda annarra, en fékk ekki. Agnes Löve var ráðin! Skólanefnd tónlistarskólans er fagaðili um ráðningu í stöðuna og studdi hún Smára Ólason einróma. Einnig studdi mikill meirihluti kennara skólans hann einnig. En hvað gerist? Ég á ekki orð til að lýsa undrun minni og vanþóknun á bæjarstórn (bæjarráði). Þeir ákveða að taka ekkert mark á ofanrituðum fagaðil- um um ráðninguna! Þeir hunsa ger- samlega skólanefndina, hvað þá að þeir hlusti á blessaða kennarana. Ég hefði haldið að starfslið skól- ans og kennarar hefðu mesta og besta innsýn í hvað er að gerast í skólasamfélaginu, og hver sé hæf- asti umsækjandinn. Ég trúi því ekki, að þeir sem hafa verið kosnir af okkur, fólkinu í Garðabæ, bregð- ist svo gersamlega trúnaði sínum við okkur. Er það virkilega svo að einhverj- ar moldvörpur og/eða annarlegir flokkshagsmunir ráði hér gerðum manna? Það er stutt síðan prests- kosningar voru hér í bæ. Ég ætla ekki að fara að rifja upp þá sorgar- sögu, en hitt er víst, að þar varð ekki besti og/eða reynslumesti kosturinn fyrir valinu. Ég hef grun um að hér séu sömu moldvörpurnar að verki. Ég fer hér með fram á að bæjar- ráð Garðabæjar svari því hér á síð- um Morgunblaðsins hvað Agnes Löve hafi fram yfir Smára Ólason. Ég fer fram á faglegan rökstuðning í væntanlegu svari, en ekki það yf- irklór sem birtist í yfirlýsingu frá bæjarráði í Morgunblaðinu 31.12. sl. Bæjarráðsmenn væru menn að meiru, þyrðu þeir að endurskoða fyrri ákvörðun. SÓLBJÖRT GESTSDÓTTIR, Grenilundi 12, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.