Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 64

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ 34 Mr ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf s Kyrrðar- stundir og biblíulestr- ar í Hall- grímskirkju HALLGRÍMSKIRKJA hefur lengi lagt mikla áherslu á fjölbreytt ^helgihald og fræðslustarf. Á þessu nýbyrjaða ári verður haldið áfram á sömu braut og leitast við að auka enn á fjölbreytnina. Á sunnudögum verða áfram messur og barnastarf kl. 11 en auk þessa verða næstu mánuði fluttar kantöt- ur e. J.S. Bach kl. 17 einn sunnudag í mán- uði, fyrst sunnudaginn 16. janúar en kantatan verður sett inn í einfalt guðsþjónustuform og áfram verða kvöld- messur 1. sunnudag í mánuði fram að föstu, en þá hefjast föstuguð- ' Á.þjónustur, sem verða á miðvikudagskvöldum fram til páska. I miðri viku verða fyrirbænaguðsþjónustur á þriðju- dögum kl. 10.30 og kyrrðarstundir á fimmtudögum kl. 12 með orgel- tónlist, íhugun og léttum málsverði á eftir. Þá verður á hverju miðviku- dagskvöldi biblíulestur kl. 20-21. Fyrstu fjóra miðvikudagana frá 12. janúar til 2. febrúar mun sr. Jón Dalbú sjá um fræðsluna en 9. febr- úar til 1. mars mun sr. Sigurður Pálsson sjá um efnið. Kl. 21 alla miðvikudaga verður sunginn nátt- söngur í kirkjunni eins og verið hefur í allan vetur. Efni fyrstu bibl- íulestranna verða um bænina, þ.e. við lesum texta sem fjalla um bæn og reynum að gera okkur grein fyr- ir því hvað ritningin kennir okkur um bæn og bænariðju. Morgunbænir hafnar að nýju í Laugarnes- kirkju l, NÚ hefjum við gönguna að nýju mót rísandi sól og komum saman til morgunbæna í Laugarneskirkju hvern virkan morgun kl. 6.45-7.05. Góður hópur stendur saman um bænahaldið. Við finnum glöggt að það gefur hverjum degi lit og hljóm að byrja hann á bæn og fá um leið að hlýða á lestur úr ritningunni. Þess vegna hvetjum við nýtt fólk til þátttöku með okkur. Morgunhópur Laugarneskirkju. Langholts- kirkja Þriðjudagar eru sérstaklega helgaðir heimsóknarþjónustunni Á)g starfí með sjálfboðaliðum. Svala Sigríður Thomsen djákni hefur um- sjón með því starfiog er til viðtals í Langholtskirkju frá kl 10 - 16. Ver- ið velkomin að líta við eða hafa samband í síma 520 1314 (sími djákna) einnig er hægt að skilja eftir skilaboð til djákna hjá kirkju- verði í síma 520 1300. Við viljum efía þátt leikmanna í starfi kirkjunnar okkar. Sjálfboðin vinna er mikilvæg á hinum ýmsu sviðum safnaðarstarfsins; helgihalds, kær- le.iksþjónustu, tónlistarstarfs og -^ieimsóknarþjónustu. Umsjónarað- ilar verða með samstarfsfund með sjálfboðaliðum einu sinni í mánuði í vetur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla al- durshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14.Léttur hádegisverður. Mömmu- og pabbastund í safnaðar- áteimilinu kl. 14-16. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöð- um. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Æskulýðsfé- lag Dómkirkju og Neskirkju. Sam- eiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 19.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Fyrsta samvera á nýju ári. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nesk- irkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 19.30. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl.11.15. Leikfimi ÍAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16 fyrir eldri borgara, kyrrðarstund, hand- avinna, söngur, spil og spjall. Kaffi- veitingar. Kirkjukrakkar í Rima- skóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir ungl- inga 15 ára og eldri kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldrastund í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnar- fjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón: Þórdís og Þuríður. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðsf- undur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja Skagaströnd. KI. 10 mömmumorgunn í félagsheimilinu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. KEFAS. Almenn bænastund kl. 20.30. Dómkirlgan SKAK Umsjón Margeir Pctursson og vinnur. STAÐAN kom upp á móti í Saratov í Rússlandi í fyrra. Arseny Alavkin hafði hvítt og átti leik gegn Dmitri Drjamin 25. Dg6!! og svartur gafst upp, því eftir 25. - Bxg6 26. Rxg6+ - Kh7 27. Rxfö++- Kh8 28. Rg6+ - Kh7 29. Re7+ vinnur hvítur drottn- inguna til baka og á þá manni meira. Svartur er nauð- beygður að þiggja drottning- arfómina, því að öðmm kosti leikur hvítur næst 26. Rf7+ - Dxf7 27. Dh7 mát. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Viðhald Stýri- mannaskólans ER það satt að viðhald húss í eigu ríkisins sé aldrei sett inn í fjárhags- áætlun? Hvernig var með Þjóðleikhúsið á sínum tíma? Eg spyr vegna Stýrimannaskólans. Jafn- framt finnst mér óhæfa að skólinn, sem hefur verið undirstaða sjó- mennskunnar, skuli vera látinn grotna niður án alls viðhalds. Ráðamenn hafa engar áhyggjur ef Stjórnarráðið og Þjóð- leikhúsið em í lagi. Bara að sjómenn færi þeim nóg í kassann til þess. Loksins lét Stýrimanna- skólinn undan og dýrmæt tæki eyðilögðust þegar þakið brast. Stýrimanna- skólinn er virðuleg bygg- ing sem ætti að vera stolt Islendinga. Að hann skuli vera að hruni kominn er niðurlæging fyrir þjóðina og það á hæsta stigi. Ég hef komið á Hvanneyri, þar er aðbúnaður og við- haid til fyrirmyndar. Að- búnaður nemenda í Stýri- mannaskólanum er fyrir neðan allt. Er ekki nógur afgangur í ríkiskassanum til að reyna að bjarga byggingunni? Vigga í vesturbænum. Ábending til áskrifenda ÁSKRIFENDUR Morg- unblaðsins eru vinsam- lega beðnir að hafa kveikt á ljósum við útidyr og hreinsa snjó frá dyr- um svo blaðburðarfólkið eigi auðveldar með að koma blaðinu frá sér á morgnana. Tapaö/fundiö Nokia gsm-sími týndist NOKIA 5110 GSM-sími með fjólubláa framhlið týndist 28. desember, annaðhvort í Garðabæ eða Seljahverfi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567-0443. Dýrahald Kettlingar óska eftir lieimili ÞRIR kettlingar, ljós- brúnn högni, svartur og hvítur högni og svört og hvít læða óska eftir heim- ili. Upplýsingar í síma 588-5930. Morgunblaðið/Ásdís gongu. Yíkveiji skrifar... RÚÐUGLERIÐ í Bústaðavegs- húsin er nú komið til landsins og var byrjað setja rúður í húsin á föstu- daginn. Nokkuð hefir staðið á gler- inu, en af þeim sökum hefir ekki verið hægt fyrir íbúðareigendur að vinna sem skyldi við íbúðir sínar. Það er glerslípun og speglagerð Pjeturs Pjeturssonar í Hafnarstræti 7 sem annast allan rúðuskurð í húsin og mun þurfa nokkuð á 4000 rúður í þau hús, sem þegar eru komin undir þak.“ Þannig hljóðar lítíl frétt á baksíðu Morgunblaðsins frá því í ágúst 1950. Það er óhætt að segja að fréttin beri með sér mynd af mjög svo frábrugðn- um aðstæðum og þeim, sem við búum við í dag. Það breytist margt á hálfri öld og ólíklegt má telja að frétt af þessu tagi myndi sjást á baksíðu Morgunblaðins úr þessu. XXX IUMRÆDDU blaði er önnur at- hygliverð frétt á baksíðu blaðsins. Hún fjallar um bráðabirgðalög um vistakaup til síldveiðiflotans. Fréttin er svohljóðandi. „í gærdag gaf forseti íslands út bráðabirgðalög um breyt- ing á lögum nr. 30.1936 um breyting á viðauka við siglingalög nr. 56,1914, vegna fjárhagsörðugleika síldveiði- flotans, sakir aflabrests á yfirstand- andi vertíð. En mjög hefii- reynst erf- itt að fá keyptar vistir til skipanna nema því aðeins að kröfur sem stofn- aðar hafa verið eða stofnaðar verða vegna kaupa á vistunum, verði látnar njóta sjóveðsrjettar. Vegna þessa gaf forsetinn út bráð- abirgðalögin, en þau eru svohljóð- andi: Aftan við 2. gr. laganna komi ný málsgrein svohljóðandi: Þó skulu kröfur sem skipstjóri hefir stofnað til vegna úttektar á vistum til skipa þeirra, er síldveiðar stunda sumarið 1950, vegna síldveiðanna, njóta sjó- veðsrjettar þrátt íyrir ákvæði 1. gr. þessarar greinar." xxx AÐ er ljóst af þessari frétt að dæma að ekki hafi síldveiðamar gengið vel fyrir hálfri öld, því svo bág- borin er afkoman að ekki eru til pen- ingar fyrir vistum handa síldarsjó- mönnum og vistirnar fást ekki upp á krít, nema veð sé sett fyrir skuldinni. Þetta er einnig dæmi um þau af- skipti stjómvalda sem þá tíðkuðust af fiskveiðum og fiskvinnslu, en era nú að mestu íyrir bí, til allrar lukku. Slík afskipti eiga ekki rétt á sér í þjóðfé- lagi nútímans og telur Vikverji rétt að rifja þetta hér upp í Ijósi þess að hann man vart til þess að sjómenn og útgerðarmann hafi getað samið um kaup og kjör nema með afar umdeild- um afskiptum stjómvalda. Sem dæmi um það má nefna hið umdeilda Kvótaþing, sem virðist aðeins hafa orðið til þess að draga úr viðskiptum með aflaheimildir og hækka leigu- verð á þeim. Reyndar hafa kröfur sjó- manna í kjarasasmningum undanfar- in ár ekki beinzt að útgerðinni sjálfri nema að litlu leyti, heldur stjómvöld- um, þar sem kröfur þeirra fela einatt í sér lagabreytingar, sem LÍÚ ræður engu um. Vonandi kemur að þvi nú, þegar samningar em enn einu sinni á döfinni, að þessari hringavitleysu verði hætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.