Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 57

Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 57 Hálfrar aldar afmæli keppninnar um Bermúdaskálina Spilarar þurfa að gangast undir lyfjapróf __________Brids_____________ Keppni um Bermúdaskálina og Fen- eyjabikarinn fer fram á Bcrmúda í tilefni af hálfrar aldar afmæli heims- meistarakeppninnar í brids. 20 þjóðir taka þátt í hvorum flokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu og er slóðin:www.bermudabowl.com. KEPPNI um Bermúdaskálina svo- nefndu, heimsmeistaratitilinn í brids, hófst á Bermúda á laugardag. Fyrst var keppt um þennan titil á Bermúda árið 1950 og á keppnin því hálfrar aldar afmæli í ár. Venjulega er mótið haldið á tveggja ára fresti, og hefði samkvæmt því átt að vera í haust, en í tilefni afmælisins var ákveðið að fresta keppninni fram yfir áramótin 2000 og halda hana á Bermúda. 20 iið keppa í opnum flokki um Bermúdaskálina að þessu sinni. Þá keppa 20 kvennalið um svonefndan Feneyjabikar, sem fylgir heims- meistaratith í kvennaflokki en saga þeirrar keppni er ekki eins löng og keppninnar um Bermúdaskálina. Islendingar, sem unnu Bermúda- skálina 1991, ei-u ekki meðal þátt- takenda, en það hefði þó verið við- eigandi því Islendingar áttu kepp- endur í Bermúda árið 1950, þá Ein- ar Þorfinnsson og Gunnar Guð- mundsson sem spiluðu með tveimur sænskum pörum í úrvalsliði Evr- ópu. Á Bermúda er einnig keppt í öld- ungaflokki, þar sem þátttaka er óvenju dræm að þessu sinni. Þá hafa 70 sveitir skráð sig í svonefnda álfukeppni en þar þurfa sveitarfé- lagai- ekki að vera frá sama landi og þátttaka er talsvert frjálsleg. Spilarar í lyfjapróf Mótið stendur yfir í hálfan mánuð og er nú í fyrsta skipti haldið eftir að Alþjóða Ólympíunefndin viður- kenndi brids sem íþrótt og sam- þykkti að taka brids sem sýningar- grein á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002. Raunar standa vonir til að brids verði keppnisgrein á vetrarólympíuleik- unum árið 2006. Þess vegna er nú farið að öllu eftir reglum Ólympíu- nefndarinnar, þar á meðal um lyfja- notkun og lyfjapróf og verða spilar- ar í Bermúda því teknir í lyfjapróf. Enn á eftir að sjá hvaða afleiðing- ar þetta hefur, enda keppendur á þessu móti margir komir fram yfir miðjan aldur og kunna því að þurfa á að halda lyfjum sem eru á bann- lista. Pakistaninn Zia Mahmood, sem að þessu sinni keppir fyrir hönd Bandaríkjanna, sagðist þó á blaðamannafundi fyrir mótið fagna þessu: „Félagar mínir hafa oft sagt að ég spili eins og ég sé í vímu. Nú get ég sannað að þeir hafa rangt fyrir sér!" Sterkar Evrópuþjóðir Keppnin um Bermúdaskálina verður væntanlega mjög hörð að þessu sinni. Evrópa sendir nú fimm lið til leiks: Evrópumeistara Itala, Norðmenn, Svía, Pólverja og Búlgara, sem raunar urðu í 6. sæti á síðasta Evrópumóti en komust til Bermúda þegar ísraelsmenn, sem enduðu í 5. sæti, hættu við þátttöku. Þetta eru allt sterkar sveitir sem gætu vel staðið uppi sem sigurveg- arar. Bandaríkjamenn senda tvær sveitir, annars vegar núverandi heimsmeistara, þá Hamman, Soloway, Mechstroth, Rodwell, Nickell og Freeman; og hins vegar sveit þar sem Zia Mahmood mun væntanlega leika aðalhlutverkið. Fyrst spila sveitirnar 20 einfalda umferð með 20 spila leikjum. Átta Martel Paul Soloway efstu sveitimar halda áfram í úr- slitakeppnina þar sem spflað verður þar til ein sveit stendur eftir. Efth- sex umferðir í undankeppn- inni var staða efstu þjóðanna þessi: Pólland 124 Indónesía 122 Bandaríkin 1 109 Brasilía 103 Búlgaría 98,5 Svíþjóð 97 Ítalía 96,5 Noregur 96 Bandaríkin 2 92 Suður-Afríka 90 Ekki er ólíklegt að þessar 10 þjóðir, auk Frakka sem eru í 11. sæti, komu til með að berjast um úrslitasætin átta. ur tígui trompin. kóng heima og spilaði laufagosa og henti spaða í borði. Zia Ma- hmood í austur fékk á drottninguna og sagn- hafi komst síðan ekki hjá því að gefa tvo slagi á spaða í viðbót. Við hitt borðið var Chip Mai-tel sagnhafi í suður, og hann fór rétt í laufið í öðrum slag: spilaði tvistinum á gos- ann og ás vesturs. Jeff Meckstroth í vestur spilaði trompi og Mar- tel drap í borði, tromp- aði tígul heima, tromp- aði laufi í borði og aft- heim. Síðan tók hann Norður * 1098 V - * G8 * - Vcslur AÁ65 V8 ♦ - ♦ 8 Austur * KG2 V - ♦ ~ * D7 Suður ♦ D3 ¥G ♦ - *KG Góð byrjun Dana I kvennaflokki berjast einnig 20 þjóðir um Feneyjabikarinn, þai- af fimm Evrópuþjóðir. Danir byrjuðu mjög vel á Bermúda og höfðu 99 stig af 100 mögulegum eftir fjórar umferðir en hafa síðan gefíð örlítið eftir. Dönsku konurnar ættu hins vegai’ að vera öruggar í úrslita- keppnina sem og hinar Evrópuþjóð- imar fjórar. Bandaríkin senda einnig tvö sterk lið og Kínverjar koma örugglega einnig til með að blanda sér í baráttuna. Þetta var staða efstu liða eftir 6 umferðir: Bandaríkin 1 138 Danmörk 133 Austurríki 125 Þýskaland 119 Frakkland 117 Holland 114 Bandaríkin 2 98 Kanada 95,5 Kína 93,5 Bretland 88. Þessi lokastaða kom einnig upp í leik Breta og Kínverja í kvenna- flokki. Þegar sagnhafarnir tóku síð- asta trompið og hentu tígli í borði var austur í vandræðum. Hann mátti ekki henda laufi og ef hann henti spaðatvisti gat sagnhafi spilað spaða og endaspilað austur sem yrði að spila frá laufadrottningunni. Austur gat heldur ekki hent spaða- gosa og spilað sig út á tvistinn því þá yrði vestur að gefa sagnhafa tvo síðustu slagina. Kínverjinn Wang var hins vegar ekki með stöðuna alveg á hreinu og hún lagði nú niður laufakónginn i þeirri von að drottningin félli undir. Þegar sú von brást fór hún einn nið- ur. Martel og Heather Dhondy spil- uðu sig hins vegar út á spaða og unnu sitt spil. Guðm. Sv. Hermannsson Stiklusteinn Sömu spil eru að sjálfsögðu spiluð í öllum leikjum undankeppninnar. Þetta spil kom fyrir í fyrstu umferð- inni og þar kom upp afbrigði af svo- nefndri stiklusteinsþvingun. Norður gefur, NS á hættu Norður A 109874 V ÁD ♦ ÁG865 * 2 Yfir 1.500 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 * Sínii 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Vcstur Austur *Á65 * KG2 V 8652 V 7 ♦ KD3 ♦ 10972 *Á85 * D7643 Suðiir A D3 V KG10943 ♦ 4 * KG109 Lokasamningurinn var víðast hvar 4 hjörtu og vestur spilaði út tígulkóng. I leik bandarísku sveit- anna valdi Poul Soloway við annað borðið að spila laufi á kónginn í öðr- um slag. Michael Rosenberg í vest- ur drap með ás og skipti í tromp. Soloway yfirdrap drottninguna með SffilP KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is V AUKA VELGENGNI ÞÍNA? ÐALE CARNEGiE s NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ: ♦ VERÐA HÆFARI í STARFI ♦ FYLLAST ELDMÓÐI ♦ VERÐA BETRI í MANNLEGUM SAMSKIPTUM ♦ AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ ♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR ♦ SETJA ÞÉR MARKMIÐ ♦ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA VERTU VELKOMINN A KYNNINGARFUND Á SOGAVEGI FIMMTUDAGINN 13. JAN. KL. 20 STJORNUNAR? KÓUNN SOGAVEGI 69 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 581 2411 Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjönalislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.