Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 55

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 55 óvissa ríki um nákvæmt magn (ex- act magnitude) þeirra. Þeir telja að þetta valdi álagi (increased stress) á vistkerfið og að hreinsun frárennsl- is eigi að vera forsenda frekari reksturs. Þeir telja vafalaust að gröfturinn í Ytriflóa hafi haft áhrif á lífríkið þar þótt rannsóknir hafi ekki greint allar þær breytingar vegna þess að upphaflegt ástand var ekki kannað áður en gröftur hófst. Þeir benda sérstaklega á neikvæð áhrif dælingar á botngróð- ur sem séu óumdeilanleg (indis- putable). Þeim virðist kísilgúrnámið hafa breytt búsvæðum álftar og rauð- höfða á Ytriflóa til hins verra (cau- sed unfavourable conditions; ... far from optimal). Þeii’ sjá ekki örugg merki þess að kísilgúrgröftur hafi enn valdið um- talsverðum (significant) skaða (m.a. á fuglasamfélagið, en slá þó varn- agla við þein-i fullyrðingu), en telja meiri áhættu fólgna í áframhaldandi dælingu úr Ytriflóa en dælingu af mjög takmörkuðu svæði (very restricted area) í Syðrifióa. Þeir telja að hætta beri dælingu í Ytriflóa vegna þess að dælingin gæti hæglega verið komin á hættu- legt stig (critical level) (further dredging in Ytriflói is not recom- mended). Þeir telja að í Syðriflóa séu breytingar á setflutningum megin áhyggjuefni (of major concern), niðurstaða sem sérfræð- inganefndin hafði þegar komist að árið 1991, en breytingar á flæði (fluxes) í kjölfar dælingar gæti einnig haft áhrif á lykiltegundir þörunga á borð við kúluskít (Cla- dophora). Þeir margítreka að dæling af svæðum vestan eyjanna í Syðriflóa ætti ekki að koma til greina vegna aukinnar hættu á skaða vegna breyttra setflutninga og vegna ná- lægðar við Ytriflóa (we strongly ad- vice against dredging in areas 3 and 4. [ We] strongly dissuade firom this altemative. Areas 3 and 4 should not be further considered). Þeh’ telja að setflutningar inn á svæði 1 yrðu tiltölulega litlir (relati- vely minor) og ættu ekki að hafa í för með sér umtalsverð (significant) áhrif á heildarlífi’íki vistkerfisins alls (biota of the ecosystem in total), jafnvel þótt dýpkað yrði um 3,2 metra. Þeir telja að áhrif breyttra set- flutninga á svæði 2 á heildarlífríki vistkerfisins alls (biota of the ecos- ystem in total) gætu orðið áberandi sum ár (pronounced during certain years), einkum ef dælt væri niður í fulla dýpt. Þeir telja að ef leyft verður að dæla úr Syðriflóa (if dredging is allowed) mætti helst mæla með svæði 1 (dýpkun um allt að 3,2 m) en þeir væru síður sáttir við (we feel less comfortable with) dælingu af svæði 2 sem hefði meiri áhrif á setflutning í vatninu. Alls ekki ætti að dýpka meira (maxim- um) en um 2 m þar. Þeir telja að rök sem fram hafa komið um að dælingin forði því að stórir hlutar vatnsins fyllist upp og verði að mýrlendi geti átt við um grunninn í Ytriflóa (the shallow ar- eas of Ytriflói), en dýpkun flóans hafi um leið gert vatnið lakara fyrir fugla. Þeir telja að Syðriflói geti verið mikilvægur stuðpúði (buffer) fyrir vistkerfi Mývatns, einkum hvað varðar fuglalíf, og þurfi að taka tillit tii þess þegar áhrif vinnslu í Syðriflóa eru metin. Um rannsóknir og- framhald þeirra Þeir segja mjög mikinn fjölda (vast number) vísindaritgerða um Mývatn og Laxá hafi verið lagðan fyrir hópinn, einnig hafði hann að- gang að óbirtum gögnum. Þeir telja að þær rannsóknir sem fyrir liggja myndi góðan grunn og gagnrýna þær ekki. Þar á meðal eru rannsóknir á setflutningunum. Þeir benda á að margar rannsókn- anna hafi ekki það markmið að kanna áhrif Kísiliðjunnar sérstak- lega. Þeir koma með ábendingar um þekkingareyður sem torvelda grein- ingu á orsökum sveiflna í lífríkinu og leggja fram tillögur um framhald rannsókna og vöktunar. Þeir árétta að ábendingar um skort á gögnum á vissum sviðum skuli ekki að teknar sem gagnrýni á rannsóknirnar því að fjárveitingar til þeirra hafi verið af skornum skammti. Þeir segjast jafnframt vita af nýhöfnum rann- sóknaverkefnum sem tengjast þess- um atriðum. Þeir vitna í ráðgjafa sinn um set- flutninga, dr. Leo van Rijn, sem tel- ur skýrslu um setflutninga greinar- góða og nálgunina skynsamlega. Hann gerði nokkrar athugasemdir við skýrsluna en þær breyta ekki heildarniðurstöðum hennar. Þeir telja að vistkerfi Mývatns sé á ýmsan hátt einstakt í sinni röð: Tegundafæð fiska og hve eiginleik- ar botngróðurs eru sérstakir eru lykileinkenni (key properties) og gera Mývatn einstakt (unique) í samanburði við önnur vel rannsök- uð grunn vötn. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós hverjir leika aðalhlutverk í vistkerf- inu og hvernig vægi þeirra breytist með tímanum (á ýmsum tímasköl- um). Þeir telja rannsóknirnai’ hafa ieitt í ljós að sterk tengsl séu milli lífríkis Laxár (sem rennur úr Mý- vatni) og ástands lífrikisins í Mý- vatni. Þeh- segja rannsóknirnar (sem þeir lýsa m.a. sem „unique series of long term data sets“ og „impressive data sets“) hafa leitt í ljós mjög áhugaverðar sveiflur, sem taka til allra helstu þátta fæðukeðj- unnar. Rannsóknirnar nú hafa ekki leitt til endanlegrar niðurstöðu um or- sakasamhengi vistkerfisbreytinga í Mývatni en gera kleift að setja fram prófanlegar tilgátur um það. Þessar tilgátur eru ræddar ítarlega í skýrslunni. Gögn um bleikju hafa að þeirra mati enn ekki leitt í ljós marktækan mun milli flóanna eða yfir tíma sem tengja megi dælingunni í Ytriflóa. Þá minnkun sem varð á veiði frá og með 1969 megi jafnt skýra með breytingum á veiðiaðferðum og sókn eins og minnkandi stofnstærð. Þeir telja það meiri háttar hindrun (major drawback) í að meta áhrif kísilgúrnámsins að vöktun lífríkis- ins skyldi ekki hefjast um leið og vinnslan. Þeir segja sveiflur þekkjast í líf- ríki fjölda annarra vatna. Þótt or- sakir þem-a í Mývatni séu ekki þekktar álykta þeir að sveiflurnar standi ekki í auðsýnilegu sambandi við námugi’öftinn en stafi frekar af innbyrðis samspili í fæðukeðjum vatnsins. Þeir telja að til að öðlast dýpri skilning á vistkerfinu þurfi sam- bland af aukinni gagnasöfnun, til- raunum og þróun stærðfræðilíkana. Þeir telja mikilvægt að ef dæling heldur áfram (any further dredging activities) verði henni fylgt eftir af samfelldum vöktunarrannsóknum, en hafa beri í huga að þótt engin áhrif sæjust fyrstu árin segði það lítið um lokaáhrifin þegar dælingar- svæðið er orðið stærra og dýpra. í ljósi þess hve Mývatn er ein- stakt mæla þeir eindregið með (strongly recommend) að yfirvöld auki fjái-veitingar til núverandi rannsóknastarfa við Mývatn (to complement the ongoing research activities) og benda jafnframt á verkefni sem nauðsynlegt er að þeirra dómi að leyst verði af hendi. Niðurlag Vatnalíffræðingarnir norrænu hafa fengið all góða yfirsýn yfir vistkerfi Mývatns þrátt fyrir skamman undh’búningstíma og án þess að komast til að skoða vatnið í návígi (vegna veðurs). Meðal atriða sem þeir hafa greinilega ekki náð að fá nægilega vitneskju um eru: (1) Yfirstandandi rannsóknaverkefni um afkomu mýflugulirfa og; (2) vöktun svifþör- unga í útfalli vatnsins; (3) mat á verndargildi hugsanlegra dælingar- svæða; (4) nýjar rannsóknaniður- stöður um lífríkisbreytingu sem varð í Mývatni í kringum 1970 og (5) ískyggilega fækkun húsandar á Mývatni. Atriði sem talin hafa verið mikil- væg, en sérfræðingamii- taka lítið sem ekkert á eru m.a. (1) áhrif botngróðurs á efnajafnvægi vatns- ins; (2) svæðisbundin áhrif á fugla á mögulegum gryfjusvæðum í Syðri- flóa; (3) hugsanleg áhrif námu- graftar á botnlæga kísilþörunga (en í skýrslunni kemur framað þeir standi undir 2/3 af frumframleiðslu vatnsins). Eins gera þeir ekki til- raun til að meta áhrif breyttra set- flutninga á lífríkið, en um þýðingu lífræns sets fyrir lífríki vatna er mjög mikið vitað. Skýrsla hinna norrænu vatnalíf- fræðinga hefur ekki breytt hug- myndum okkar um hið einstæða líf- ríki Mývatns og áhrif námugraftar á það. Skýrslan staðfestir í megin- atriðum það sem áður var ljóst. Vís- indamenn hafa einbeitt sér að tveimur þáttum: Annars vegar sveiflunum, vegna þess að þær gefa okkur innsýn í orsakasamhengi líf- ríkisins; hins vegar tilfærslu lífræns sets, vegna þess að gröfturinn hefur sannanleg áhrif á það og lífræna setlagið á botninum er undirstaða fæðukeðjunnar í vatninu. Einstakt tækifæri á nýrri öld Einn þekktasti og besti bílalúgustður borgarinnar er til sölu strax. Er við mikla umferðargötu þar sem umferðin fer stöðugt vaxandi og verslunin líka. Einnig mjög mikið af nýbyggingum að rísa við hliðina á staðnum. Allar innréttingar mjög nýlegar eins og staðurinn. Stór veitingasalur með mörgum sætum og vínbar. Svona staðir eru sjaldan til sölu og ekki á góðum kjörum eins og þessi. Margar bílal- úgur og malbikað plan og allt mjög snyrtilegt. Gott eldhús. Frábær fjárfesting og góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YBIRTÆKIflSALAIM SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. mm Ég lofa að grennasf. Við erum með sérfræðinga sem geta ráðlagt þér og aðstoðað þig við að grennast á heilbrigðan hátt. Við bjóðum ekki upp á neinar skyndilausnir heldur aðstoðum þig við að ná raunhæfum markmiðum án þess að misbjóða líkama þínum. Komdu við í næstu verslun Lyf & heilsu og við aðstoðum þig við að efna áramótaheitin. i „jft 1 Lyf&heilsa Kringlan • Kringlan 3. hæð • lijödd • Glæsibær • Melhagi • HSteigsvegur • Hraunberg • Hveragerði • Kjarni - Selfossi • Hafnarstraeti - Akureyri SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJOL 105p Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stööugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. Stgr. 41.798 kr. 43.998 Stærö: L. 115 xbr. 61 x h. 110 örninnF* STOFNAÐ1925 ViSA (D RAÐGREIÐSLUR - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.