Morgunblaðið - 11.01.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 11.01.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 29 ERLENT Friðarviðræðum fsraela og Sýrlendinga lauk 1 gær Vilja útkljá ágreiningsmálin á tveimur mánuðum Reuters Leiðtogarnir snæddu kvöldverð í boði Bandaríkjaforseta (fyrir miðju) við lok viðræðnanna á sunnudagskvöld. Litið er á það sem „diplómatísk- an“ sigur fyrir Clinton að hafa tekist að fá Barak, forsætisráðherra fsraels, og Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, að fallast á sameiginlegt borðhald. Sheperdstown, Vestur-Virginíu. AP, AFP, Reuters, The Washington Post. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Sýrlendingar og Isra- elar hefðu gert með sér samkomulag um að stefna að því að eyða ágrein- ingsefnum sínum í samningaviðræð- um á næstu tveimur mánuðum. For- setinn lét svo ummælt við lok fyrstu lotu friðarviðræðna ísraela og Sýr- lendinga sem hafa staðið yfir í Bandaríkjunum undanfarna viku. Viðræðurnar hafa átt sér stað ná- lægt bænum Sheperdstown í Vest- ur-Virginíufylki þar sem sendi- nefndir undir stjórn Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, og Faruqs al-Shara, utanríkisráðherra Sýr- lands, hafa ræðst við undir ströngu eftirliti lífvarða og öryggissveita. Lítill áþreifanlegur árangur er sagður hafa náðst í viðræðunum en þó liggur fyrir skjal þar sem sjónar- mið aðila eru útlistuð og gera sumir sér vonir um að það geti orðið vísir að friðarsamkomulagi. Skjalið var unnið af Bandaríkjamönnum sem hafa annast milligöngu í viðræðun- um og frá upphafí fylgst grannt með gangi þeirra. ítrekað hefur verið varað við of mikilli bjartsýni á útkomu viðræðn- anna í þessari lotu en árangurinn er þó meðal annars sagður birtast í því að þegar þeir Barak og Shara halda á brott frá Bandaríkjunum verða eftir sérfræðingar sem munu halda áíram vinnu við útfærslu mögulegra lausna á deiluefnum þjóðanna. Búist er við því að sérfræðingarnir muni sitja að störfum í nokkra daga og hafa getur verið að því leiddar að þeim sé ætlað að semja nokkurs konar drög að friðarsamkomulagi sem hægt verði að grípa til ef í ljós kemur að stuðningur reynist fyrir hendi í löndunum tveimur. Ekki er vitað hvenær framhald verður á viðræðum æðstu ráða- manna en ýmsir hafa látið að því liggja að það geti orðið snemma í næsta mánuði. Hlutur Clintons stór Fundir nefndanna hófust á þriðju- degi fyrir viku og tókst snemma samkomulag um að skipa vinnuhópa, til að ræða fjögur aðgreind málefni: öryggis- og varnarmál, leiðir til að koma á vinsamlegum samskiptum landanna, vatnsréttindi og ný landa- mæri ríkjanna. Fljótlega hljóp þó snurða á þráðinn í viðræðunum þeg- ar í ljós kom að Sýrlendingar kröfð- ust þess að framtíðarskipan land- mæra ríkjanna yrði rædd á undan öðrum málum. ísraelar voru andvíg- ir því og vildu byrja á að ræða ör- yggismál og leiðir til að koma sam- skiptum landanna í eðlilegt horf. Osamkomulagið um tilhögun við- ræðnanna endurspeglar hversu við- kvæm deiluefnin eru. Helsta þrætu- epli ríkjanna, sem hafa opinberlega verið í stríði frá árinu 1948, er fram- tíð Gólanhæða, sem Sýrlendingar hafa krafist að fá afhentar. ísraelar unnu þær af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Vitað var áður en viðræðumar hófust að ekki yrði vandalaust fyrir fulltrúa þjóðanna að ná samkomu- lagi um Gólanhæðir en ein forsenda þess að viðræður gátu farið fram var þó vilji ísraela til að láta hæðirnar af hendi gegn því að samningar næðust um öryggismál. Segja má, að við- ræðurnar hafí lamast vegna ágrein- ingsins og það var ekki fyrr en á sunnudag, sem tókst að leysa hann, fyrir tilverknað Clintons Banda- ríkjaforseta. Dagblöð í Sýrlandi hafa hrósað Bandaríkjunum sérstaklega fyrir framgöngu þeirra í viðræðunum. Clinton forseti hafði fimm sinnum afskipti af gangi viðræðnanna og eru skýrendur sammála um að íhlutun hans hafi skipt sköpum um að þær sigldu ekki í strand. Afskipti Clint- ons á sunnudag, á næst-síðasta degi viðræðnanna, urðu til þess, að samn- ingamenn ríkjanna ræddu í fyrsta skipti Gólanhæðir og ný landamæri ríkjanna. Um kvöldið snæddu leið- togarnir þrír kvöldverð í boði for- setans. Svenska Dagbladet Nýir ritstjórar STJÓRN sænska stórblaðsins Svenska Dagbladet ákvað á fundi sínum í gær að ráða tvo nýja að- alritstjóra að blaðinu í staðinn fyrir Mats Svegfors, sem til- kynnti í ágúst síðastliðnum að hann hygðist láta af starfi rit- stjóra. Finninn Hannu Olkinora, sem verið hefur ritstjóri næst- stærsta dagblaðs Finnlands, Aamulehti, mun verða ritstjóri almenns efnis og fréttaefnis. Mats Johansson, sem var leiðara- höfundur á blaðinu árin 1980-83, mun verða pólitískur ritstjóri, hafa umsjón með leiðarasíðu blaðsins og móta pólitíska stefnu þess. Ákvörðun stjórnarinnar hefur vakið mikla athygli, einkum í Finnlandi, og þykir benda til þess að blaðið muni framvegis leggja aukna áherslu á að fjalla um „norræn“ málefni. Aðaleigandi blaðsins er norska fjölmiðlafyrir- tækið Schibsted og stjórnarfor- maður blaðsins er Norðmaðurinn Birger Magnus. A fundi stjórnarinnar var einn- ig ákveðið að auka hlutafé fyrir- tækisins um 75 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmlega 6,3 milljarða íslenskra króna, og mun fénu verða varið til að greiða upp hallarekstur undanfarinna ára. Jafnframt hefur verið tilkynnt að stefnt sé að því að rétta af rekst- ur blaðsins fyrir árslok 2002. Á fréttamannafundi í gær gaf Mats Johansson, verðandi póli- tískur ritstjóri, í skyn að þess mætti vænta að blaðið yrði hlynntara aðild Svía að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) eftir að hann tæki við. Æ Sjúkravörur ehf. Verslunin Remedía Ný sending af SOFT SPOTS SKÓM, mokkasíur og reimaðir Einnig í extra breidd. Vinsamlega vitjið pantana ATH. í bláu húsunum við Fákafen, sími 553 6511 Útsala- ntiklB verdlækkun JOHA ST0MMER SlMI 553 3366 G L Æ S I B Æ Útsalan er hafin Allt að 70% afsláttur B OUTIQUE lANTIQUE; Laugavegí 20b Laugavegi 20b, sími 552 2515 Laugavegi 20b, sími 551 9130. Þunglyndi, , ** # er alvarlegur og algengur sjúkdómur. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit. Sjúkdómurinn leggst jafnt á unga sem aldna. Helstu einkenni hans eru: Hryggð, vonleysi, sektarkennd Almennt áhugaleysi Svefntruflanir Þreyta og orkuleysi Einbeitingarleysi Tíð grátköst Breytingar á matarlyst og þyngd Hugsanir um sjálfsvíg Leitaðu læknis eða á heilsugæslustöð sem fyrst, ef þú hefur haft fjögur eða fleiri þessara einkenna í tvær til fjórar vikur. Ef einhver þér nákominn hefur þessi einkenni, gríptu þá í taumana. Möguleikar á bót eru mjög miklir. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is FræSsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.