Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 27

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 27 ERLENT Botha hvetur Búa til að ganga í ANC Jóhannesarborg. Reuters. Á TÍMUM aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku, var Pik Botha, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, þekktur fyrir að verja stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Nú, þegar aðskilnaðarstefnan hefur verið af- numin hefur Botha snúið við blað- inu, hvatt hvíta Suður-Afríkumenn til að ganga í Afríska þjóðaiTáðið (ANC) og mært Nelson Mandela, fyrrverandi forseta. Frá kosningunum árið 1994 þeg- ar aðskilnaðarstefnan var afnumin og ANC komst til valda, hafa nokkr- ir af helstu forystumönnum Þjóðar- flokksins, sem kom á kynþáttaað- skilnaði, gengið úr flokknum og lýst yfir stuðningi við gamla erkifjendur sína í Afríska þjóðarráðinu. „Við höfum öll breyst" „Ég tel að ég geti stutt megin- stefnu þeirra,“ sagði Botha í út- varpsviðtali í gær. „Við höfum öll breyst. Afríska þjóðarráðið er ekki sami flokkurinn núna og sá sem við börðumst við á sínum tíma.“ Botha kvaðst einkum vera ánægður með afstöðu ANC til mál- og trúfrelsis og séreignarréttarins. Botha var varnarmálaráðherra í 17 ár á valdatíma Þjóðarflokksins og var þá þekktur fyrir að verja að- skilnaðarstefnuna á alþjóðavett- vangi og harkalegar aðgerðir stjórnarinnargegn Afríska þjóðar- Stjórn Ekvadors fer frá JAMIL Mahuad, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði fasttengt gjald- miðil landsins við Bandaríkja- dollar vegna gengishruns á síðustu vikum. Hann sagði að öll ríkisstjórnin hefði einnig sagt af sér og hann hygðist skipa nýja ráðherra á næstu dögum. Gengi gjaldmiðils Ekva- dors, sucre, hafði lækkað um 20% á tæpri viku. Forsetinn tilkynnti tenginguna við dollarann eftir að hafa náð samkomulagi við þingið um að koma „efnahagnum í nú- tímalegt horf‘. Margir telja að forsetinn hafi þar einkum átt við að ríkisfyrirtæki yrðu seld. Forseti Usbekistans var endur- kjörinn ISLAM Karímov, forseti Ús- bekistans, var endurkjörinn til fimm ára með 91,90% at- kvæða á sunnudag. Karímov, sem er fyrrverandi kommúnisti, hefur stjórnað landinu með harðri hendi í tæpan áratug. Mótframbjóð- andinn, Abdullah Dzhalalov, prófessor í marxískri hag- fræði, fékk aðeins 4,17% at- kvæðanna, enda hafði hann viðurkennt að hafa boðið sig fram til að kosningarnar fengju lýðræðislegt yfirbragð. Hann kvaðst jafnvel sjálfur hafa kosið Karímov. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE) viðurkenndi ekki kosningarnar. ráðinu. Hann hvetur nú hins vegar aðra Búa til að ganga í ANC þótt hann segist sjálfur ekki hafa hug á að hasla sér völl í stjórnmálunum að nýju. Eftir að ANC fór með sigur af hólmi í kosningunum árið 1994 átti Botha sæti í þjóðstjórn Mandela og fór þá með náma- og orkumál. Þeg- ar F.W. de Klerk, síðasti forseti hvíta minnihlutans, sagði af sér sem varaforseti, gekk Botha úr stjóm- inni. Síðan hefur lítið farið fyrir honum í suður-afrískum stjórnmál- um. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 hófst í dag Opið frá kl. 8.00-20.00 Nú rýmum við til fyrir nýjum vörum: Ótrúlegt verð á heimilistækjum SINGER • VCaravell. PFAFF • HOOVER. • Dæmi um verð: UPPÞVOTIAVÉLAR SAUMAVÉLAR 47.905. - 39.900.” Verð áður 55.385- Verð áður 45.505.- KÆUSKÁPAR BAKAROFN 37.905. ’ 28.405." Verð áður 43-605.- Verð áður 34.865.- ÞVOmVÉLAR HELLUBORÐ 39.970.- 28.405.- Verð áður 49.970.- Verð áður 43.605.- RYKSUGUR FRYSTIKISrUR 7.980.- 28.405." Verðáður 9-975.- Verð áður 33.820,- MikiðúrvaL Góð þjónusta, góó vörumerki. Nú er tækifærið, -verið velkomin. cHeimiUstœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222 Verð miðast við staðgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.