Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 25

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 25 Víkingur AK var dreginn til EskiQarðar um helgina og er gert ráð fyrir að hann verði frá veiðum í viku meðan gert verður við vélina. Um 5.000 tonnum landað á Eskifirði BRÆLA er á loðnumiðunum fyrir austan land en veiði var ágæt um helgina. Til dæmis var um 5.000 tonnum af loðnu landað á Eskifirði um helgina og eitthvað minna í Nes- kaupstað. Óli í Sandgerði dró Víking af mið- unum inn til Eskifjarðar um helgina og er gert ráð fyrir að Víkingur verði frá veiðum í viku meðan verið er að lagfæra vélarbilunina. Skipin voru með sín 500 tonnin hvort en auk þess landaði Jón Kjartansson 1.300 tonn- um á Eskifirði í gær, Hólmaborg um 1.200 tonnum, Elliði 500 tonnum, Guðrún Þorkelsdóttir 250 tonnum og færeyska skipið Krónberg um 500 tonnum. „Veðrið var of vont til að geta kastað með árangri og flest ef ekki öll nótaveiðiskipin rifu nótina,“ sagði Emil Thorarensen, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, við Morgunblaðið. „Það skiptir miklu að ná árangri í þessum veiðum núna því svo mikið er eftir af kvótanum og því var skynsamlegt hjá sjávarútvegs- ráðheiTa að heimila loðnuveiðar í flottroll.“Um 2.000 tonnum var land- að í Neskaupstað í gær en á annað þúsund tonn á laugardag. Börkur landaði tvisvai' í Neskaupstað um helgina, um 600 tonnum í hvort skipti. Sömu sögu er að segja af Beiti sem landaði um 700 tonnum á laug- ardag og svo 400 tonnum í gær. Birt- ingur landaði um 200 tonnum á laug- ardag og slatta í gær, Þorsteinn kom með 900 tonn, Sunnutindur um 150 tonn og Súlan og Seley slatta. Nokkrir bátar voru á síldveiðum út af Snæfellsnesi um helgina en þar var komið leiðindaveður í gær og enginn úti. Antares var í vari í Helguvík á leið til Vestmannaeyja með um 500 tonn og Húnaröst beið í Ólafsvík. Þegar fréttir bárust af góðri loðnuveiði fyrir austan hættu margh' á síldinni og héldu austur í loðnuna. Þar á meðal er Örn KE sem landaði um 500 tonnum af sfld í Grindavík fyrir helgi og kom með um 200 tonn af loðnu til Seyðisfjarðar í gær. Reiknilíkan á Hafrannsóknastofnun Um 200 milljóna styrkur frá ESB EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að leggja fram rúmlega 200 milljónir króna í reiknilíkan til að lýsa samspili sjávardýra umhverfis landið sem hefur verið þróað hjá Hafrannsóknastofnun á undanförn- um árum. Vegna mikils áhuga er- lendis á verkefninu var ákveðið að þróa líkanið sem hluta af stóru verk- efni í alþjóðlegu samhengi og er áætl- að að verkið taki fjögur ár en talið er að heildarkostnaður verði um 500 milljónir króna. Líkanið tekur til allra helstu þátta sem skipta máli í vistkerfum sjávar á norðurslóðum eins og fæðinga eða klaks, vaxtar, gangna, áts og dauða fiska eða annarra sjávardýra en það hefur verið prófað á ýmsum hafsvæð- um. Til stendur að setja upp gagna- grunna, þróa aðferðir til að lýsa líf- kerfum, þróa stærðfræðiaðferðir til að meta stuðla í slíkum líkönum og nota og þróa nýjustu aðferðir tölvun- arfræðinnar við forritun og uppsetn- ingugagna. íslendingar stjórna ferðinni „Þetta er mjög stórt verkefni,“ segir Gunnar Stefánsson hjá Haf- rannsóknastofnun. „Við höfum oft verið með í hinum og þessum verk- efnum en að þessu sinni stjómum við ferðinni.“ Þróunin hófst 1992 og tveimur til þremur ámm síðar var verkefnið kynnt erlendis. Fyrir um tveimur ár- um var verkefnið kynnt á alþjóða ráðstefnu í Alaska og vakti verulega athygli, að sögn Gunnars. „Upphaf- leg útgáfa okkar hefur verið prófuð á vesturströnd Bandaríkjanna, íyrir Eystrasalt, Barentshaf, Norðursjó, og Rússar hafa nýlega fengið líkanið í hendur og hafa áhuga á því íyrir vist- kerfi hjá sér.“ Margir leggja hönd á plóg Átta aðilar frá íslandi, Noregi, Danmörku, Bretlandi og Frakklandi koma að verkefninu. Auk styrksins frá Evrópusambandinu greiða stofn- anir, sem tengjast verkefninu, kostn- aðinn. Hafrannsóknastofnun greiðir 68% kostnaðar hafrannsóknarþáttar- ins, Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands leggur fram mikilvægt framlag á sviði tölvunarfræði og stærðfræði og Rannís styrkir einn þátt verkefn- isins um 6,5 milljónir króna. Gunnar segir að sex manns hafi komið að verkefninu í hálfu starfi hjá Hafrannsóknastofnun og þrír bætist við í fullu starfi. Ámóta margir komi frá Háskólanum og því megi segja að um 10 stöðugildi sé að ræða hér á landi. „Hafrannsóknastofnunin í Bergen hefur verið með nokkra starfsmenn í því að yfirfæra okkar líkan yfir á Bar- entshafið,“ segir Gunnar. „Því verki verður haldið áfram auk þess sem Norðmennirnir ætla að taka þátt í fræðivinnu og öðru sem tengist vexti, kynþroskahrygningu og göngum. “ Gunnai' segir að Danir hafi áhuga á verkefninu sem tölvunarfræðiverk- efni og eru með gagnagrunnsfræð- inga í því eins og Háskóli íslands en ekki liggur fyrir hvemig á að setja upp gagnagrunn sem virkar í mörg- um löndum þar sem gerólík kerfi eru fyrir hjá viðkomandi hafrannsókna- stofnunum. Að sögn Gunnars hafa Skotar sér- þekkingu á tölfræði í fiskifræði og koma inn í þann þátt. Sama á við um Englendinga sem jafnframt eru sér- fræðingar í forritun í fiskifræði, en Frakkar hafa staðið sérstaklega framarlega í almennri aðferðarfræði og eru því með í verkefninu. V atney rarmálinu áfrýjað til Hæstaréttar Niðurstaða réttarins ræður sök eða sýknu rói menn kvótalausir RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað Vatneyrarmálinu svokallaða til Hæstaréttar. í fréttatilkynningu frá rfldssaksóknara segir að dómi Hér- aðsdóms Vestfjarða í máli Vatneyrar hafi af hálfu rfldssaksóknara verið áfrýjað til Hæstaréttar að því er varð- ar ákærðu Björn Kristjánsson, skip- stjóra, Svavar Guðnason, útgerðar- mann og útgerðarfélagið Hymó ehf. Ekki höfðu borist neinar tilkynn- ingar um ólöglegar veiðar til Fiski- stofu í gær og því ekkert tilefni til að- gerða, að sögn Áma Múla Jónassonar, aðstoðarfiskistofustjóra. Hann segir að þrátt fyrir dóminn í Vatneyrarmálinu verði enn að vigta og skrá afla með sama hætti og áður og með því sé fylgst í gegnum upp- lýsingakerfi sem tengt er við allar hafnh' landsins. Landi skip afla um- fram kvóta sé gripið til þeirra lög- ákveðnu aðgerða sem Fiskistofa vinni eftir; mönnum sé gefinn kostur á að lagfæra aflamai'ksstöðu sína innan tiltekins tíma ellegar verði skipið svipt veiðileyfi. Hlíti menn ekki þess- um aðvörunum og haldi áfram sjó- sókn sé það Landhelgisgæslunnar eða lögreglu að grípa til sértækra að- gerða, enda falli slíkt ekki innan verksviðs Fiskistofu. Jónatan Þórmundsson, lagapró- fessor við Háskóla Islands, segir að þangað til Hæstiréttur kveði upp dóm í málinu taki menn ákveðna áhættu með því að róa til fiskjar. Sakfelli Hæstiréttur í Vatneyrarmálinu megi þeir gera ráð fyrir ákæm og sakfell- ingu. Staðfesti Hæstiréttur hinsveg- ar dóm Héraðsdóms Vestfjarða verði þeir lfldega laush’ alh'a mála, því ekki hafi verið settar neinar reglur í stað- inn. Fiskveiðum verður að stjórna Landssamband útgerðarmanna kvótalítilla skipa, LÚKS, fjallaði um stöðu mála eftir dóm Héraðsdóms Vestfjarða í máli Vatneyrar BA á fundi á laugardag. Á fundinum var upplýst að fimmtán til tuttugu bátar mundu róa án nægra aflaheimilda. Sumir eigi þó enn kvóta, enda vetrar- vertíð víðast nýhafin. Þeir er lítinn kvóta eigi muni þó hefja veiðamar fyir en þeir ætluðu og muni halda veiðum áfram eftir að veitt hefur ver- ið upp í allar heimildir. Félagsmenn voru á fundinum sammála um að kvótakerfið í núverandi mynd væri úr sögunni en töldu þó ekki sjálfgefið að sóknardagakerfið tæki við. Fundur- inn taldi nauðsynlegt að stjóma fisk- veiðum en taldi jafnframt nauðsyn- legt að byggt verði á mannréttindum og jafnrétti þegar ný lög verði sett í þessu skyni. Ennfremur segir í fréttatilkynn- ingu frá LÚKS: „Fundurinn lýsir furðu sinni á fullyrðingum forsætis- ráðherra varðandi það að útlendingar muni eiga greiðan aðgang að fiski- miðum við Island, verði einkaréttur sægreifanna tekinn af þeim og færð- ur þeim er réttinn eiga, þ.e. þjóðinni. Fundurinn skorar á þá sem nú ætla að róa, án þess að eiga aflaheimildir, að leggja til hliðar 10% aflaverðmæt- isins með það í huga að greiða íflds- sjóði fyrir aðgang að auðlindinni, sem fundurinn telur sjálfsagðan hlut. Við viljum ekki ríkisstyrkta útgerð, við viljum þvert á móti borga í ríkissjóð. Vegna viðbragða LÍÚ í þessu máh og öðmm er varða hagsmuni strand- veiðiflotans, em menn sammála um að segja sig úr LÍÚ og það sem fyrst.“ Mikill meðbyr Eftir því sem næst verður komist hefiir aðeins einn bátm' innan raða LÚKS, Bára ÍS, þegar róið til fiskjar án þess að aflaheimildir séu fyrir hendi á bátnum. Sigurður Marínós- son, skipstjóri og útgerðarmaður Bára ÍS, segir að leigður verði kvóti fyrir þeim afia sem fékkst í umræddri sjóferð og aflamarksstaðan löguð. Hinsvegar muni hann róa um leið og aðrir sem standi í sömu spomm en nú sé útlit fyrir langvarandi brælu. Hann segir menn staðráðna í að róa þegar veðrinu sloti og sífellt bætist fleiri í hópinn. „Við finnum fyrir miklum meðbyr og margir kvótaeigendur hafa sagst vilja láta kvóta sinn lönd og leið og leggja okkur lið, enda vilji þeir kei'fið burt hið fyrsta," segir Sigurð- ur. ...og þér líður Eins og fyrr býður Nautilus einstakt tilboð; árskort á 18.990 kr. (1.583 kr. á mánuði). Innifalið er aðgangur að sundlaug hvenær sem hún er opin. Tilboðið gildir fyrir Nautilus líkams- ræktarstöðina í Sundlaug Kópavogs og Suðurbæjarlauginni Hafnarfirði. Korthafar geta notað báðar stöðvarnar en hafa aðgang að sundi í þeirri laug sem þeir kaupa kortið í. Ath. tilboðið stendur aðeins til og með 20. janúar. Nautilus á íslandi Sundlaug Kópavogs Sími 564 2560 og Suðjrbæjarlaug Hafnarfirði Sími 565 3080 \__________________________________________________________________________________ Tilboð sem þú getur ekki hafnað - heilsunnar vegna! Líkami þinn þarf hreyfingu og hæfilega áreynslu svo að þú sért alltaf upplögð/ upplagður og hafir meira úthald. Hversu mikil hreyfingin og álagið þarf að vera ráðleggurfagmaður í líkamsrækt þér. Komdu í alvöru líkamsrækt í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem faglærðir kennarar leiðbeina hverjum einstaklingi um þjálfun í nýjustu og fullkomnustu Nautilus tækjunum. Þarfærð þú svo sund í kaupbæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.