Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 14

Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Flest afbrot eiga sér stað við miðborfflna, sefflr í skýrslu samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar Líkamsárásum og kynferðis- brotum fjölgar Reykjavík FLEST afbrot í lögsagnar- umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík árið 1998 áttu sér stað við miðborgina, en síðan dró úr brotatíðni eftir því sem nær dró úthverfunum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem unnin var íyrir samstarfs- nefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir. Þar kemur einnig fram að um 727 líkamsárásir eða líkams- meiðingar áttu sér stað í um- dæminu árið 1998, sem er 15% aukning frá árinu áður og frá árinu 1996 fjölgaði kyn- ferðisbrotum um rúm 55% eða úr 53 í 82. Flest ofbeldisbrot, þ.e. lík- amsárásir og kynferðisbrot, áttu sér stað á svæðinu frá Lækjargötu að Ánanaustum og í kringum Laugaveg og Hverfisgötu. Á svæðinu frá Laugavegi að Snorrabraut, var hins vegar mest um fíkni- efnabrot, innbrot, þjófnaði, eignaspjöll og nytjastuld véi- knúinna ökutækja. I samantekt skýrslunnar segir: „Þegar litið er til út- hverfanna vekur athygli hversu há brotatíðni er í Suð- urbænum og þá sérstaklega á svæðinu sem er að mestu milli Miklubrautar og Bústaðaveg- ar. Þetta á sérstaklega við um þjófnaði sem kemur ekki á óvart þar sem bæði Kringlan og Skeifan eru í þessu hverfi. Þá er hlutfallslega mikill fjöldi mála skráður í Breið- holti og þá sérstaklega í efra Breiðholti. Þetta á sérstak- lega við um fíkniefnabrot og nytjastuld vélknúinna öku- tækja, en einnig var tilkynnt um mikið af eignaspjöllum, kynferðisbrotum og öðrum of- beldisbrotum á svæðinu. At- hygli vekur hátt hlutfall inn- brota í Seljahverfi en tíðni í öðrum brotaflokkum er yfir- leitt frekar lág á þessu svæði.“ Kynferðisafbrot eiga sér flest stað inni á heimilum í skýrslunni kemur fram að um 38% líkamsárása eða lík- amsmeiðinga, sem tilkynntar voru til lögreglu, áttu sér stað í Vesturbænum, en stærstur hluti þeirra átti sér stað norð- an Hringbrautar, í og við mið- bæinn. Um 23% málanna áttu sér stað inni á veitingahúsi eða skemmtistað. Um 27% líkamsárásanna og líkams- meiðinganna áttu sér stað í Austurbænum, 10% í Suður- bænum, 9% í Breiðholti, 5% í Grafarvogi og 2% í Árbæ. Tilkynningum vegna kyn- ferðisbrota fjölgaði mikið á milli áranna 1996 til 1998, eða um 55%, eins og áður sagði. Langflest kynferðisbrot áttu sér stað inni á heimili eða um 46% tilkynntra mála. Þegar dreifing mála er skoðuð kem- ur í ljós að um 22% þeirra áttu sér stað í og við miðbæinn, en hlutfallslega fæst mál áttu sér stað í Árbæ, eða um 2%. Málafjöldi fíkniefnamála í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík var svipaður árið 1998 og 1997, en ívið minni en árið 1996, þegar fíkniefnamál- um fjölgaði nokkuð. Athygli vekur að málum er varða neyslu og vörslu fíkniefna fækkaði mikið frá 1996 til 1998 eða um 45%, en skýring- in er líklegast sú að áriðl996 voru tveir menn í sérstöku götueftirliti og hafði það í för með sér mikla fjölgun mála það ár. I öðrum brotaflokkum sem tengjast fíkniefnum hef- ur málafjöldi hinsvegar verið mun stöðugri. Þó fækkaði málum er varða innflutning um 12% frá árinu 1997 til 1998. Flest fíkniefnamálin við Hverfisgötu o g Laugaveg Flest íikniefnamálanna komu upp þegar höfð voru af- skipti af ökumönnum, eða um 21% málanna. Tæplega 18% málanna, sem lögreglan vann árið 1998, áttu sér stað inni á heimili en athygli vekur að að- eins 5% málanna komu upp á skemmti- eða veitingastöðum. Þegar dreifing innan hverf- anna er skoðuð kemur í ljós að flest þeirra, eða um 28%, koma upp innan vestasta hluta Austurbæjar, við Hverf- isgötu og Laugaveg. Næst- flest málanna komu upp á svæðinu frá Lækjargötu að Ánanaustum, eða um 14% þeirra, þar af flest á Lækjar- torgi. Vettvangur tilkynntra brota innan )■ Kjalarnes Seltjarnames T í Reykjavík 1998 Hafnarsvæði i. ,A ■' 's-v' y- -Á '-?> juÁaJL V Mosfellsbær . - . 8.5 •8.4' ,--3 8.1 -8.2.' ^ yesturttær; 2.1 / 2.2 ; Norðuiþær ./-..G^farvogjir 11.2 'Á. Austurbær f~J\ '>3.2 7.1 ,• ý 3' ''V-Á / 41'•*>■// „4 A/t/ 7.2 u'A' \2.3; v' \3.3 ; Suðurbær ' -. > j Höfða- og '•}\'7 e V • Hálsahverfi > 4.3 ' - - - /\ Árbæ ; a « * v«\ \ ' ■^>-;1/6.2 / \ Bréiðholt •' \ 6.3 */*~^ ’ ') / / 'X/- Fjöldi afbrota 727 82 341 1.378 3.352 2.293 210 Hlutfallsleg Líkamsárásir .... 0 og likams- Skipting meiðingar Kynferðis- brot Fíkniefna- brot Innbrot Þjófnaðir Eigna- spjöll Nytjastuldir (farartæki) Fjöldi (búa Seltjarnarnes 1,4% 0,0% 0,6% 2,4% 2,3% 2,1% 1,0% 4.683 Hafnarsvæði 0,0% 0,0% 0,9% 1,2% 1,1 % 0,7% 0,5% - : 1.2 Vesturbær 2,5% 7,7% 5,8% 4,2% 4,8 % 3,9% 3,6 % 10.333 1.1 Vesturbær 35,5% 11,5% 14,2% 5,4% 9,2% 13,1 % 6,1% 5.837 2.1 Austurbær 21,8% 10,3% 28,1 % 15,8% 17,4% 15,4% 19,8% 7.894 2.2 Austurbær 3,5% 3,8% 4,8% 7,7% 6,0% 5,4% 7,1% 5.562 2.3 Austurbær 1,7% 5,1% 5,5% 2,5% 2,7% 3,2% 5,1 % 4.622 3.1 Norðurbær 1,0% 1,2% 1,3% 2,5% 2,8% 2,1% 3,6% 4.236 3.2 Norðurbær 1,2% 1,2% 1,9% 3,2% 2,7% 2,9% 3,6% 5.294 3.3 Norðurbær 1,0% 2,6% 1,2% 1,9% 2,6% 2,3% 4,1% 3.720 4.1 Suðurbær 2,3% 6,4% 6,5% 3,2% 3,2% 2,8% 3,6% 2.985 4.2 Suðurbær 6,8% 10,3% 5,5% 7,1% 11,8% 6,9% 7,6% 7.184 4.3 Suðurbær 1,2% 6,4% 0,0% 2,0% 1,5% 1,5% 1,0% 3.902 5.1 Árbær 0,3% 0,0% 0,0% 0,6% 0,5% 0,7% 2,0% 1.749 5.2 Árbær 1,4% 1 2 26 2,6- 2,3% 2,5% 3,6% 4.096 5.3 Árbær 0,6% 1,2% 1,0% 1,3% 1,0% 1,1% 0,0% 2.933 6.1 Breiðholt 1,5% 0,0% 2,5% 2,2% 3,2% 3,3% 2,0% 3.942 6.2 Breiðholt 6,2% 7,7% 7,1% 6,9% 6,3% 8,3% 8,6% 9.412 6.3 Breiðholt 1,9% 1,2% 1 2 9,4% 5,0% 6,2% 4,6% 8.669 Hálsa- og höfðahv. 1,0% 0,0% 2,6% 5,4% 3,6% 3,3% 6,1% - 7.1 Hamrahverfi 0,4% 0,0% 0,3% 0,9% 0,7 % 1,6% 0,5% 1.792 7.2 Foldahverfi 0,8% 1,2% 0,0% 0,6% 1,4% 1,8% 0,5% 3.781 7.3 Húsahverfi 0,8% 5,1% 1,6% 0,2% 0,7% 0,9% 0,0% 2.161 8.1 Rimahverfi 1,0% 0,0% 0,3% 1,6% 1,1 % 1,4% 1,5% 3.585 8.2 Engjahverfi 1,4% 2,6% 1,6% 0,4% 0,7% 0,7% 0,5% 1.997 8.3 Víkurhverfi 0,1 % 0,0% 0,0% 0,4% 0,4% 0,2% 0,5% 414 8.4 Borgarhverfi 0,1 % 0,0% 0,0% 0,5% 0,2% 0,3% 0,0% 1.127 8.5 Staðahverfi 0,0% 0,0% 0,6% 0,7% 0,3% 0,3% 0,0% 123 Græn svæði 0,4% 7,7- 1.2- 1,3% 1.1 1,1% 1,0% - Mosfellsb./Kjalarn. 1,8% 5,1% 0,6% 5,3% 3,2% 4,2% 1,0% 6.240 Af auðgunarbrotum voru þjófnaðir og innbrot lang- algengust, en einnig var nokk- uð um fjársvik. Af fjársvikum var algengast að tilkynnt væri um stuld á bensíni, einnig að stungið væri af frá ógreiddum reikningi á veitingastað eða að reynt væri að komast fram hjá gjaldskýli Spalar (Hval- fjarðargöng) án þess að greiða vegtoll. Innbrotum fækkaði Alls voru 1.378 innbrot til- kynnt árið 1998, sem er um 20% minna en árið áður. í skýrslunni segir að megin- skýringuna á þessari fækkun megi rekja til fækkunar á til- kynningum vegna innbrota í bíla. Innbrot í bfla eru samt sem áður langstærsti hlutinn af heildarfjölda innbrota, en árið 1998 voru þau um þriðj- ungur þeirra. Um fjórðungur innbrota er í heimahús. Ef dreifing milli hverfa er skoðuð kemur í ljós að flest innbrotin, eða um 26%, voru framin í Austurbænum við miðbæinn. Næstflest innbrot voiu framin í Breiðholti, eða um 19% þeirra, og vekur sér- staka athygli hversu mörg þeirra áttu sér stað í Selja- hverfi eða rúmur helmingur. Um 12% innbrotanna voru framin í Suðurbænum. Tilkynningum vegna þjófn- aðar fjölgaði nokkuð á árinu 1998, en alls bárust lög- reglunni 3.352 tilkynningar. Ekki er víst að aukninguna megi eingöngu rekja til raun- verulegrai’ fjölgunar brota, þar sem aukið samstarf versl- unareigenda og lögreglu á ef- laust sinn þátt í fjölguninni. Mest brotist inn í bíla Flestir þjófnaðir sem kærð- ir voru til lögreglu voru þjófn- aðir úr bifreiðum og af heimil- um. Flestir þjófnaðir sem voru tilkynntir, eða um 26%, áttu sér stað í Austurbænum, enda er mikið um verslanir á því svæði. I Suðurbænum áttu um 17% þjófnaðanna sér stað, en Kringlan og Skeifan til- heyra m.a. þessu svæði. Fæst- ir þjófnaðir voiu tilkjmntir á Seltjarnai-nesi, eða um 2%. Eignaspjöllum hefur fækk- að árið 1998 miðað við árið á undan, en þegar talað er um eignaspjöll er í flestum tilvik- um um að ræða skemmdir á eignum, sem til að mynda er brotist inn í. Einnig er um að ræða veggjakrotsmál og mál þar sem t.a.m. grjóti er hent í bfla, hús o.s.frv. Arið 1998 var tilkynnt um 2.266 minniháttar mál og 27 meiriháttar, en árið 1997 var tilkynnt um 2.319 minniháttar eignaspjöll og 30 meiriháttar. Hlutfallslega flestar eigna- skemmdir áttu sér stað í Austurbænum, en þaðan komu um 24% málanna. Næstflest brot áttu sér stað í Breiðholti, 18%, og í Vestur- bænum 17%. Þegar dreifing innan hverfanna er skoðuð kemur í Ijós að ástandið var verst á svæðinu frá Lauga- vegi að Snorrabraut. Líkt og með eignaspjöllin fækkaði fjölda tilkynninga vegna nytjastuldar vél- knúinna farartækja úr 236 málum árið 1997 í 210 mál árið 1998, eða um rúm 11%. Nokk- ur hluti tilkynninganna, eða um 10% þeirra, var vegna stuldar bifreiða á bflasölum, en flest önnur mál voru vegna stuldar á einkabifreiðum. Langflest nytjastuldarmál komu upp í Áusturbænum, eða 32% þeirra. Þá áttu um 15% mála sér stað í Breið- holti, 12% í Suðurbænum, 11% í Norðurbænum og 8% í Vesturbænum. Líkt og með marga aðra málaflokka kem- ur svæðið frá Laugavegi að Snorrabraut verst út. Nýtt hús Iðnskólans í Hafnarfírði vígt Hafnarfjörður EINKAFRAMKVÆMD um rekstur nýs Iðnskóla í Hafn- arfirði er talinn geta sparað 200-300 milljónir kr. í ríkisút- gjöldum á gildistíma samn- ings ríkisins og Hafnarfjarð- arbæjar við Nýsi hf. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að vel komi til greina að beita einkafram- kvæmd við fleiri verkefni af þessu tagi í framtíðinni. Nýtt húsnæði.skólans var vígt formlega síðastliðinn laugardag. Menntamálaráðherra segir að þetta hafi verið fyrsta einkaframkvæmdin sem gerð hafi verið á vegum ríkisins. Framkvæmdir hafi gengið hratt fyrir sig og telur menntamálaráðherra skóla- húsið mjög vel búið. Þarna hafi tekist á hagkvæman hátt að leysa brýnan húsnæðis- vanda Iðnskólans í Hafnar- firði. Björn segir að af hálfu menntamálaráðuneytisins sé vilji til þess að líta til slíkra lausna við úrlausn fleiri mála ef þau koma upp. Ráðuneytið muni hafa auga á þessum kosti þegar kemur að því að taka afstöðu til nýfram- kvæmda. Engar slíkar séu á döfinni í skólakerfinu á þess- um tímapunkti. Hann bendir á að þama sé um meira að ræða en einvörð- ungu húsbyggingu því þarna taki einkaaðili að sér allan rekstur skólans annað en kennsluna, þ.e. rekstur mötu- neytis, annast ræstingu, tölvukerfi og húsbúnað allan. Helstu kostir einkafram- kvæmdarinnar séu þeir að með þeim séu nýttir kraftar einkaframtaksins í þágu Morgunblaðið/Sverrir Frá vígslu nýs húsnæðis Iðnskóla Hafnarfjarðar. skólakerfísins. Talið sé að á þeim 25 árum sem þarna er um að ræða megi spara á milli 200 og 300 milljónir króna. Auk þess geti skólastjórnend- ur einbeitt sér að því að sinna sínum meginverkefnum sem er að annast menntun og fræðslu og að reka innra starf skólans. Leiga 65,8 milljónir á ári Bygging skólans hófst með fyrsta útboði opinberra aðila hér á landi þar sem einka- framkvæmd var beitt. Nýsir hf. ásamt ístaki og íslands- banka, sem áttu lægsta tilboð- ið, byggðu viðbyggingar við eldra húsnæði Iðnskólans í Flatahrauni í Hafnarfirði. Húsnæðið er þinglýst eign Nýsis sem annast rekstur á húsnæðinu. Menntamálaráðu- neytið, ásamt Hafnarfjai-ðai-- bæ greiðir Nýsi leigu fyrir af- not af húsnæðinu sem nemur 65,8 milljónum kr. á ári. Leigusamningurinn er til 25 ára og samtals nemur leigu- upphæðin því 1.645 milljónum króna á samningstímanum. 20 millj. kr. felldar niður Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að fella niður rúmlega 20 m.kr. skuld hús- næðisnefndar, en að sögn Guð- björns Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisskrif- stofu Hafnarfjarðar, er mest- megnis um að ræða Ieiguskuldir vegna félagslegra íbúða. „Margir okkar viðskipta- vina hafa lítið fjármagn á milli handanna, en sem betur fer er búið að ganga frá þessu og því höfum við ekki lent í því að þurfa að bera fólk út,“ sagði Guðbjörn. Guðbjörn sagði að af rúm- um 20 milljónum væru um 17 tilkomnar vegna vangoldinna húsaleiguskulda. Upphæðin skiptist á um 40 einstaklinga og elstu skuldirnar væru frá árinu 1994.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.