Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 13 FRÉTTIR Varði doktorsritgerð í Lundi um gæðastjðrnun í heilbrigðiskerfínu Tælandi hug-- myndir en ekki alltaf raunhæfar Guðbjörg Erlingsdóttir kemst að því í doktorsritgerð sinni að ekki sé einfalt að flytja kenningar gæðastjórnunar úr einkageiranum yfir í hinn opinbera. Jóhannes Tómasson fræddist um nokkur atriði í ritgerð hennar. við markaðsrannsóknir hjá auglýs- ingafyrirtæki en fannst það ekki nógu spennandi verkefni. Þegar hún leitaði til prófessors síns vegna upplýsinga fyrir ákveðnar rann- sóknir sem hún vann að hvatti hann hana til að leggja í framhaldsnám sem hún lét verða af. Varð gæða- stjórnunarefnið fyrir valinu og lauk hún doktorsprófi sínu síðla á síð- asta ári. Á ekki alltaf við „Ritgerðin fjallar um ákveðnar kenningar í gæðastjórnun og hvernig menn hafa reynt að flytja þær úr einkageiranum yfir í opin- bera geirann. Ég skoðaði sérstak- lega stjórnunar- og skipulagsað- ferðir og síðan vottunarkerfi,“ segir Guðbjörg þegar hún er beðin að GÆÐASTJÓRN í heilbrigðiskerf- inu er efni doktorsritgerðar sem Guðbjörg Erlingsdóttir varði fyrir nokkru við háskólann í Lundi í Sví- þjóð. Ein meginniðurstaða Guðbj- argar er að setja beri spurningar- merki við það að flytja hugmyndir um gæðastjórnun og vottun óbreyttar úr einkageiranum inn í opinbera geirann, til dæmis heil- brigðiskerfið, vegna sérstöðu hans, aðlaga verði hugmyndirnar og gæta þess að skýrslugerð og skriffinnska kæfi ekki umbætur sem gæða- stjórnunin eigi að geta leitt til. Guðbjörg lauk prófi í viðskipta- fræði frá háskólanum í Lundi árið 1989 og starfaði að því loknu við rannsóknir, skipulagði þing og ráð- stefnur og sinnti útgáfustörfum. Síðar starfaði hún einnig um tíma Morgunblaðið/Sverrir Guðbjörg Erlingsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína um gæðastjórn í heilbrigðiskerfinu við Háskólann í Lundi. lýsa verkefni sínu. „Þessar kenningar og aðferðir eru meðal margra sem fiuttar hafa verið úr einkageiranum í hinn opin- bera. í ársbyrjun 1997 tóku gildi í Svíþjóð lög um að öll vinna í heil- brigðiskerfinu skyldi vera með for- merkjum gæðastjórnunar og gefn- ar voru út skilgreiningar á gæðastjórnun, hvernig gera ætti réttu hlutina á réttan hátt. Það vantaði í þetta lýsingu á því hvaða aðferðum ætti að beita til að vinna verkefnin og þess vegna setti ég spurningarmerki við þessar skil- greiningar. Hugmyndimar hafa flestar komið úr einkageiranum. I sumum tilvikum er hægt að flytja þær nánast óbreyttar milli landa eða milli ólíkra rekstrarkerfa en það á ekki alltaf við. Gæðastjórnun, eins og hún er notuð innan einka- geirans byggist mikið á mælingum á afurðum og afköstum og öðm slíku og því verður ekki komið við í heilbrigðiskerfinu nema að tak- mörkuðu leyti.“ Gæðastjórnun meira í orði en á borði Guðbjörg kynnti sér starf þriggja sviða á háskólaspítalanum í Lundi, þ.e. á handlækningasviði, lyflækningasviði og rannsókna- stofu, sem sinnir þjónustu við hinar ýmsu deildir, en yfirvöld spítalans höfðu þá tekið upp gæðastjómun. Guðbjörg fylgdist með starfsfólki á þessum sviðum í þrjá mánuði og fannst henni hún ekki sjá merki þess að gæðastjómun hefði verið tekin upp í þeim mæli sem yfirvöld spítalans höfðu gefið í skyn. „Mér fannst ljóst eftir að hafa verið þarna um tíma að gæðastjórnunin væri meira í orði en á borði, hún náði ekki til allra eins og gefið var í skyn. Yfirmenn sáu kannski um að halda nauðsynlegar skrár og skýrslur en í raun breyttust hvorki aðferðir né vinnuferlar á deildunum og tel ég að það sé að nokkra leyti vegna þess að hugmyndirnar henti ekki þessum rekstri. I anddyri spítalans var mikil sýning á þvi hvaða gæðakerfi væri í notkun en síðan vissu almennir starfsmenn lít- ið um málið, vitneskjan um gæða- kerfið náði ekki til framleiðslunn- ar.“ Guðbjörg er á því að stjórnvöld eigi ekki að ákveða ein og sér að nú skuli taka upp gæðastjórnun, slíkar hugmyndir verði að koma innan frá. „Hugmyndir ríkisvaldsins um gæðastjórnun byggjast um of á að ná hagkvæmni og sparnaði og slíkt getur ekki alltaf gengið í heilbrigð- iskerfinu. Stjórnendur þar þurfa að hafa kostnaðarvitund og heilbrigð- isstéttirnar þurfa einnig að vita sitthvað um kostnað og það ætti því að koma inn á það svið strax í menntun þeirra. En hagkvæmnin má ekki ráða öllu í heilbrigðiskerf- inu. Við vitum að vegna síaukinna krafa um sparnað og aðhald eru sjúklingar jafnvel útskrifaðir of snemma sem leitt getur til þess að þeir fá fylgikvilla og verða að koma aftur og þá er hagkvæmnin farin fyrir lítið. Þess vegna er best í þessum efnum að ákveða hverju við ætlum að ná út úr heilbrigðiskerf- inu og hvernig á að standa að því. Við viljum fá góða og fullkomna þjónustu og að hvergi sé sparað í því að leita lækninga og bjarga mannslífum. Við vitum líka að það kostar mikið og þess vegna þarf hagkvæmnin að vera í undirmeðvit- undinni án þess að hún ráði öllu,“ segir Guðbjörg. Tveggja og hálfs árs styrkur Ritgerð Guðbjargar heitir „Tæl- andi hugmyndir - gæðastjórnun í heilbrigðiskerfinu“ og varði hún hana í lok október. „Ég valdi nafnið til að sýna að mér finnst að opin- beri geirinn láti tælast af hugmynd- um úr einkageiranum," sagði Guð- björg til útskýringar á nafninu. Umsögn andmælenda við doktor- svörnina var góð og ritgerðin hlaut einnig góðadóma hjá fimm manna dómnefnd og hefur hún verið í við- tölum og verið fengin til fyrirlestra- halds í framhaldi af útgáfu ritgerð- arinnar. í framhaldi af þessu hefur Guð- björg fengið styrki til frekari rann- sóknastai-fa en hún hlaut styrki ár- in 1994, ’96 og ’97. Styrkurinn sem hún hlaut í fyrra er til tveggja og hálfs árs rannsókna á sviði ýmiss konar vottunarkerfa. Foreldrar Guðbjargar em Katla Smith Henje og Erling Aðalsteins- son. Maður hennar er Carl-Henric Nilsson og eiga þau eina dóttur og Guðbjörg á tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.