Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 9

Morgunblaðið - 11.01.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 9 FRÉTTIR Islenskur flugstjóri um veðuraðstæður á Gardermoen-flugvelli í Noregi Mikil þoka en völlur- inn mjög góður GUÐMUNDUR Magnússon, flug- stjóri hjá Flugleiðum, segir það vissulega rétt að veðuraðstæður á Gardermoen-flugvelli í Ósló séu heldur erfiðari en á gamla alþjóða- flugvellinum í Ósló. Það þýði hins vegar ekki að öryggi sé þar ábóta- vant því flugmenn leggi einfaldlega ekki í aðflug séu aðstæður til þess undir þeim öryggismörkum sem giidi um aðflug. Þar að auki séu allir sammála um að flugvöllurinn sjálfur sé mjög góður, brautir langar og fin- ar og aðstaðan ágæt. Norska blaðið Aítenposten sagði frá því um helgina að norska Stór- þingið hefði á sínum tíma verið leynt efni skýrslu, sem borist hafði norska samgönguráðuneytinu, þar sem veð- urfræðingar upplýstu að veður væru afar válynd á Gardermoen-flugvelli yfir vetrartímann. Einkum væru ís- ing, svokölluð frostrigning og snjór þar erfið viðureignar. Skýrslan lá að sögn Aítenposten fyrir þremur mánuðum áður en Stórþingið ákvað að Gardermoen tæki við öllu millilandaflugi til Ós- lóar, en ákvörðun þar að lútandi var tekin síðla árs 1992. Segir blaðið að Stórþinginu hafi hins vegar borist sambærileg skýrsla um aðstæður í Hurum, en þar hafði komið til tals að hafa alþjóðaflugvöllinn, og réð hún úrslitum um að hætt var við að byggja flugvöU þar. Skv. fyrri skýrslunni era veðuraðstæður hins vegar veiri í Gardermoen en í Hur- um, að því er fram kemur í Aften- posten. Vöktu þessar fréttir nokkra at- hygli í Noregi um helgina en Björn Aune veðurstofustjóri segir í samtali við blaðið Dagens Næringsliv að ekkert í umræddri skýi-slu hafi verið þess eðlis að það hefði gefið tilefni til að hætt yrði við gerð alþjóðaflugvall- ar í Gardermoen. Það sé rangt að veður séu eitthvað sérstaklega vond í Gardermoen og aukinheldur hafi verið þarna flugvöllur allt frá árinu 1946. Veðrið valdið smávægilegum seinkunum hjá Flugleiðum Guðmundur Magnússon flugstjóri segir að það hafi lengi loðað við þetta svæði að þar sitji þokubakkar þótt veður sé gott niðri við fjörðinn, þar sem gamli flugvöllurinn var, en Gar- dermoen var tekinn í notkun 1998. „Ofan á það bættist líka,“ segir Guðmundur, „að það var erfitt að koma þarna upp nákvæmnisaðflug- stækjum, svokölluðum ILS-tækjum, það var einhver tæknilegur vandi sem þeir áttu í. Þannig að það var erfitt með aðflug í þoku eftir að völl- urinn var tekinn í notkun, sérstak- lega til að byrja með.“ Segir Guðmundur að á þessu hafi nú verið gerðar úrbætur og þarna séu komin nákvæmnisaðflugstæki eins og þau gerist best. Aðspurður um hvort hin erfiðu veðurskilyrði hafi valdið erfiðleikum í flugsamgöngum segir Guðmundur að Flugleiðir hafi lent í einhverjum smávægilegum seinkunum en þó ekkert meira en gengur og gerist annars staðar. „En við vitum, eða höfum heyi't það, að SAS til dæmis hefur reiknað út, ég kann nú ekki töluna, en þeir segja að þetta hafi valdið sér stór- kostlegu tjóni. Þeh eru náttúrulega með margar ferðir þarna inn á dag, og þær tengjast öðrum ferðum, Útsala -Útsala TKSS Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardag frá kl. 10-14 í oimihíii vörubifreið, Ökuskóli Ný námskeið hópSeiö 09 eitírvagn. Isiands hefjast vikulega. Dugguvogur 2 Sími 568 3841 AUKIN OKURETTINDI (MEIRAPRÓF) Fagmennska í fyrirrúmi ÞÚ GETUR SPARAÐ |p| ÞÚSUNDIR ^ Gleraugnaverslunin^ SJONARHOLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ ____565 5970_588 5970_ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Islandi þannig að þegar þessi völlur heldur ekki keðjunni gangandi verður þetta ábyggilega mikið tjón.“ Guðmundur segir hins vegar að þessar veðuraðstæður valdi því ekki að öryggi sé ábótavant, „því að veður eru í sjálfu sér eins alls staðar og það eru ákveðnir staðlar fyrir því hve- nær aðflug er mögulegt og hvenær ekki“, segir hann. „Og þegar við er- um fyrir neðan þá staðla, eða þau lágmörk, þá er það náttúrulega bara ekki gert.“ Leggur Guðmundur áherslu á að allir séu sammála um að völlurinn sé mjög góður, og tvímælalaust betri en sá gamli. ÚTSALA PES - ný dúndurtilboð á hverjum degi TEENO EN9ÍABÖRNÍN Laugavegi 56 ú T S A L A 15-50% afláttur Stærðir 36—54(S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga 10-14. r PÓSTVERSLUNIN * SVANNI * Stangartiyt 5*110 Raykjavfk V Slml: 567 3710 > Fax 567 3732 Jólagluggatjöld í úrvali Skipholti 17a - Sími 551-2323 ÚTSALAN ER í FULLUM GANGI Laugavegi 4, sími 551 4473. Utsata UfSa/a Útsaia Ufsa/a Ots^VA utSaja t í s k u v e r s 1 u n Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Skrifstofa Umhverfisvina, Síðumúla 34, hefur opnað að nýju. Hún er opin alla virka daga frá 16-19. Hafðu samband í síma 533 1180 og leggðu okkur lið. Baráttan heldur áfram! JMHVERFIS vinir Stor- úteala Bætum inn vörum daglega Glæsilegt úrval - Mikil verðlækkun lúigjateigi •">. sími 581 2141. Opiil virkii (lasfii liii kl. 111.(1(1-111.(10. Iiui";inlaj;;i liá kl. 10.IHI—1 .».0(1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.