Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís Fundur samráðshóps efra Breiðholts um afbrota- og fíkniefnavarnir var haldinn í Gerðubergi í gærkvöld í fyrsta sinn. Með honum er formlega hafið viðamikið átak gegn fíkniefnum og afbrotum í hverfinu Samráðshópur fundar í Gerðubergi Atak gegn fíkniefnum og afbrotum í Efra-Breiðholti FYRSTI fundur samráðshóps Efra- Breiðholts um afbrota- og fíkni- efnavarnir var haldinn í Gerðu- bergi í gærkvöld en með honum er formlega hafið viðamikið átak gegn fíkniefnum og afbrotum í hverfinu. „Markmið starfsins er að sameina fólkið í hverfinu í þeim til- gangi að tryggja öryggi þess gagn- vart afbrotum og vímuefnum," sagði Jón Björnsson, formaður samstarfsnefndar Reylgavíkur um afbrota- og fíkniefnavamir. Um Qörutíu manns sátu fundinn og lýsti Jón yfir sérstakri ánægju með mætinguna. Kristín A. Ólafsdóttir verkefnis- stjóri sagði að reynt hefði verið að ná til sem breiðasts hóps og sem dæmi mætti nefna að fulltrúar frá stofnunum ríkis og borgar í hverf- inu, félaga og fyrirtækja ættu sæti í samráðshópnum. Jón lagði mikla áherslu á að þessir aðilar tækju höndum saman til að vinna að ör- yggismálum hverfisins. „Liðin er sú tíð að hverfið sé svo hrokafullt að það haldi að það geti unnið þetta eitt,“ sagði hann. Kristín sagði að samráðshópur- inn myndi vinna saman allt fram í apríl er hann skilaði frá sér hug- myndum. Þá tæki stýrihópur verk- efnisins við vinnunni og mótaði ákveðna stefnu sem stofnunum hverfisins væri síðan ætlað að fylgja. „Það má segja að þetta sé eilífðarverkefni en hér í kvöld er verið að setja hjólið af stað,“ sagði hún. Móttaka mjólkur frá Bjólu hafin á ný HAFIN er móttaka á mjólk frá bænum Bjólu í Djúpárhreppi þar sem upp kom salmonellu- sýking í kúm á síðasta ári. Grip- ir eru taldir heilbrigðir en ákveðnar öryggisráðstafanir verða viðhafðar svo lengi sem þurfa þykir, m.a. varðandi alla umgengni og vinnuáætlanir á bænum, flutning á mjólkinni og vinnslu hennar. „Salmonella er umhverfis- baktería þannig að hún getur lifað utan dýra í mjög langan tíma og þess vegna erum við með mjög strangar öryggisráð- stafanir ef hún skyldi taka sig upp aftur þó það sé mjög ólík- legt,“ segir Katrín Andrésdótt- ir, héraðsdýralæknir í Suður- landsumdæmi. Hún segir kýrnar hafa verið úrskurðaðar heilbrigðar milli jóla og nýárs en svo hafi tekið nokkra daga að ákveða hvemig yrði tekið á málunum. Ofangreindar örygg- isráðstafanir verða viðhafðar þar til óyggjandi er talið að ekkert smit leynist á bænum. Ekið á báða bila heimilisins Fjölskylda í Hafnarfirði varð fyrir þvi í gærmorgun að ekið var á báða bílana hennar með stuttu millibili. Skömmu fyrir klukkan átta í gær- morgun hringdi á heimilið maður að tilkynna að hann hefði ekið utan í 22 ára gamlan Mercedes Benz í eigu fjölskyldunnar, sem var kyrrstæður fyrir utan húsið. Tíu mínútum síðar heyrðist mikill Beinbrotum mun fjölga BEINBROTUM sem tengjast beinþynningu og verða því við lít- inn áverka á eftir að fjölga á næstu áratugum vegna aukins fjölda aldraðra að sögn Gunnars Sigurðssonar prófessors, í frétt í Heilbrigðismálum. Ahætta karla er þriðjungur af áhættu kvenna og er brotatíðni norrænna þjóða með því hæsta sem þekkist. Fram kemur að mæling á bein- magni gefi vísbendingu um áhættu á svipaðan hátt og mælingar á blóðfitu og blóðþrýstingi sýni hættu á kransæðastíflu og heila- blóðfalli en mjög mikilvægt er að finna þá sem eru í mestri hættu. hávaði inn í húsið. Þá hafði verið ekið á hinn heimilisbílinn, nýlegan Hyundai Sonata og hann skemmdur að aftan. í báðum tilvikum misstu ökumenn stjórn á bílum sínum vegna þæfingsfærðar og hálku. Raunar á fjölskyldan þriðja bílinn en sá er líka skemmdur eftir að ekið var aftan á hann fyrir nokkrum vik- um. Slasaðist á auga í Eyjum BJÖRGUNARÞYRLA Land- helgisgæslunnar flaug til Vest- mannaeyja í gær til að sækja mann sem slasast hafði í óveðr- inu í gær við það að aðskota- hlutur fauk í auga hans. Einnig var sóttur veikur maður og voru þeir báðir fluttir á Land- spítalann. Þyrlan fór frá Reykjavík kl. rúmlega 14:10 og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni varð hún að sæta lagi milli élja til að lenda í Vest- mannaeyjum, en vindurinn þar náði allt að 28 metrum á sek- úndu. Þyrlan lenti í Reykjavík- umklukkan 17:15. Fjör a grímuballi Eyverja Vestmannaeyium. Morgunblaðið. EYVERJAR, félag ungra sjálfstæð- ismanna, hélt árlegt grímuball fyrir börn í Eyjum á þrettándanum. Að vanda íjölmenntu Eyjakrakkar á ballið í ýmiskonar búningum. Mátti þar sjá bæði óþekktar furðuverur sem og ýmssar þekktar verur og persónur. Meðal gerfa sem sjá mátti var lít- ill Árni Johnsen með gítar í hönd, geimverur, blóm, Kalli kanfna, Ka- ríus og Baktus, Mikki mús, fuglinn Tveefy og tannbursti svo eitthvað sé nefnt. Börnin dönsuðu í tæpa tvo tíma og jólasveinn kom í heimsókn og dansaði með þeini auk þess sem hann sá um drátt í aðgöngumiða- happdrætti. I lok dansleiksins voru afhent verðlaun fyrir bestu búningana. Tuttugu búningar voru verðlaunað- ir en þeir sem voru í þremur efstu sætunum voru blóm, geimvera og Kalli Kanína sem var valinn grímu- búningur ársins og hlaut hann að launum farandbikar sem fylgir sigri á grímuballinu ár hvert. Tíu ár frá stofnim Rauðakrosshússins Heimilisaðstæður oftast orsök komu MEIRIHLUTI þeirra unglinga sem sótt hafa Rauðakrosshúsið á fyrstu tíu starfsárum þess voru börn ein- stæðra foreldra. Á heimilum ein- stæðra foreldra og í stjúpfjölskyld- um er hættara við árekstrum fonúðamanna og unglinga eða að heimilisaðstæður verði svo erfiðar að unglingar ákveði að fara að heiman. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á fyrstu tíu starfsárum Rauðakrosshússins sem birtist í ný- útkomnu Læknablaði. Greinina skrifa þeir Helgi Hjart- arson, Dagvist bama, og Eirikur Öm Amarson, geðdeild Landsspít- alans. Er hún byggð á upplýsingum sem skráðar vora um þá hjálparþurfi unglinga sem leitað höfðu til athvarf- sins á þessum tíma. Rauðakrosshús- ið hefur frá upphafi verið opið allan sólarhringinn og er ætlað að auð- velda bömum og unglingum í neyð að leita sér hjálpar áður en í óefni er komið. Er það m.a. gert með því að veita húsaskjól, fæði, stuðning og ráðgjöf. Unglingar í rannsókninni voru flokkaðir í þrjá hópa; þeir sem famir vora að heiman, þeir sem vísað hafði verið að heiman og heimilislausir. Kom í ljós að meirihluti þeirra ungl- inga sem sótt hafa húsið fór sjálívilj- ugur að heiman og var hlutfall stúlkna í þeim hópi tvöfalt hærra en pilta. Margir unglinganna áttu undir högg að sækja á ýmsan máta, en lík- ur benda til þess að vandamál í námi samhliða fjölskylduvanda geti leitt til þess að unglingar hlaupist að heiman. Þá vakti athygli að helmingi hærra hlutfall landsbyggðarung- linga en borgaranglinga hafði hætt skyldunámi. Stór hluti gesta Rauðakrosshúss- ins hafði verið í tengslum við félags- legar stofnanir eða sætt afskiptum lögreglu. Algengasta orsök komu í húsið var sögð almenn áfengisneysla unglinganna og neysla iíkniefna. Skýrslan leiðir í Ijós að stúlkur sem farnar era að heiman kvarta oft- ar en piltar yfir samskiptaörðugleik- um heima fyrir. Er líkum að því leitt með vísan í rannsóknir að þessi hóp- ur stúlkna kvarti oftar yfir ströngu eftirliti og refsingum foreldra. Kyn- þroski stúlkna er talinn skipta máli í þessu sambandi, en af ótta við ótíma- bæra þungun dætra sinna reyna for- eldrar stundum að hafa áhrif á sam- skipti þeirra út á við, svo sem með eftirgrennslan og ströngum reglum um útivistartíma. Munur eftir búsetu Munur á unglingum af höfuðborg- arsvæði og utan af landi kom í Ijós þegar litið var á ástæður komu í Rauðakrosshúsið. Helmingi fleiri unglingar úr borginni en af lands- byggðinni nefndu erfiðar heimilisað- stæður eða samskiptaörðugleika j? heima íýrir, en þrefalt fleiri lands- byggðarunglingar sem farnir voru að heiman nefndu húsnæðisleysi sem ástæðu komu sinnar. í skýrslunni er þessi munur skýrður á þann hátt að borgaranglingar komi fremur beint úr foreldrahúsum og það skýri vægi fjölskylduvandamála hjá þeim hópi. Stór hluti unglinga af landsbyggð- inni komi hins vegar frá systkinum, ættingjum, vinum eða af götunni og i því megi helst rekja komu þeirra til húsnæðisleysis. Þá komi einnig til i greina að unglingar af landsbyggð- ! inni sækist eftir ævintýrum í borgar- menningunni og leiti síðan í Rauða krosshúsið vegna húsnæðiserfið- leika. I skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að Rauðakrosshúsið hafi fyllt í eyðu þegar það vai’ sett á stofn. Ungmenni eigi oft undir högg að sækja og aðstæður heima fyrir séu l ekki alltaf sem skyldi. Athygli veki hve erfiðar félagslegar aðstæður margra unglinga séu og hve algeng vímuefnaneysla er í þeirra hópi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.