Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Flest afbrot eiga sér stað við miðborfflna, sefflr í skýrslu samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar Líkamsárásum og kynferðis- brotum fjölgar Reykjavík FLEST afbrot í lögsagnar- umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík árið 1998 áttu sér stað við miðborgina, en síðan dró úr brotatíðni eftir því sem nær dró úthverfunum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem unnin var íyrir samstarfs- nefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir. Þar kemur einnig fram að um 727 líkamsárásir eða líkams- meiðingar áttu sér stað í um- dæminu árið 1998, sem er 15% aukning frá árinu áður og frá árinu 1996 fjölgaði kyn- ferðisbrotum um rúm 55% eða úr 53 í 82. Flest ofbeldisbrot, þ.e. lík- amsárásir og kynferðisbrot, áttu sér stað á svæðinu frá Lækjargötu að Ánanaustum og í kringum Laugaveg og Hverfisgötu. Á svæðinu frá Laugavegi að Snorrabraut, var hins vegar mest um fíkni- efnabrot, innbrot, þjófnaði, eignaspjöll og nytjastuld véi- knúinna ökutækja. I samantekt skýrslunnar segir: „Þegar litið er til út- hverfanna vekur athygli hversu há brotatíðni er í Suð- urbænum og þá sérstaklega á svæðinu sem er að mestu milli Miklubrautar og Bústaðaveg- ar. Þetta á sérstaklega við um þjófnaði sem kemur ekki á óvart þar sem bæði Kringlan og Skeifan eru í þessu hverfi. Þá er hlutfallslega mikill fjöldi mála skráður í Breið- holti og þá sérstaklega í efra Breiðholti. Þetta á sérstak- lega við um fíkniefnabrot og nytjastuld vélknúinna öku- tækja, en einnig var tilkynnt um mikið af eignaspjöllum, kynferðisbrotum og öðrum of- beldisbrotum á svæðinu. At- hygli vekur hátt hlutfall inn- brota í Seljahverfi en tíðni í öðrum brotaflokkum er yfir- leitt frekar lág á þessu svæði.“ Kynferðisafbrot eiga sér flest stað inni á heimilum í skýrslunni kemur fram að um 38% líkamsárása eða lík- amsmeiðinga, sem tilkynntar voru til lögreglu, áttu sér stað í Vesturbænum, en stærstur hluti þeirra átti sér stað norð- an Hringbrautar, í og við mið- bæinn. Um 23% málanna áttu sér stað inni á veitingahúsi eða skemmtistað. Um 27% líkamsárásanna og líkams- meiðinganna áttu sér stað í Austurbænum, 10% í Suður- bænum, 9% í Breiðholti, 5% í Grafarvogi og 2% í Árbæ. Tilkynningum vegna kyn- ferðisbrota fjölgaði mikið á milli áranna 1996 til 1998, eða um 55%, eins og áður sagði. Langflest kynferðisbrot áttu sér stað inni á heimili eða um 46% tilkynntra mála. Þegar dreifing mála er skoðuð kem- ur í ljós að um 22% þeirra áttu sér stað í og við miðbæinn, en hlutfallslega fæst mál áttu sér stað í Árbæ, eða um 2%. Málafjöldi fíkniefnamála í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík var svipaður árið 1998 og 1997, en ívið minni en árið 1996, þegar fíkniefnamál- um fjölgaði nokkuð. Athygli vekur að málum er varða neyslu og vörslu fíkniefna fækkaði mikið frá 1996 til 1998 eða um 45%, en skýring- in er líklegast sú að áriðl996 voru tveir menn í sérstöku götueftirliti og hafði það í för með sér mikla fjölgun mála það ár. I öðrum brotaflokkum sem tengjast fíkniefnum hef- ur málafjöldi hinsvegar verið mun stöðugri. Þó fækkaði málum er varða innflutning um 12% frá árinu 1997 til 1998. Flest fíkniefnamálin við Hverfisgötu o g Laugaveg Flest íikniefnamálanna komu upp þegar höfð voru af- skipti af ökumönnum, eða um 21% málanna. Tæplega 18% málanna, sem lögreglan vann árið 1998, áttu sér stað inni á heimili en athygli vekur að að- eins 5% málanna komu upp á skemmti- eða veitingastöðum. Þegar dreifing innan hverf- anna er skoðuð kemur í ljós að flest þeirra, eða um 28%, koma upp innan vestasta hluta Austurbæjar, við Hverf- isgötu og Laugaveg. Næst- flest málanna komu upp á svæðinu frá Lækjargötu að Ánanaustum, eða um 14% þeirra, þar af flest á Lækjar- torgi. Vettvangur tilkynntra brota innan )■ Kjalarnes Seltjarnames T í Reykjavík 1998 Hafnarsvæði i. ,A ■' 's-v' y- -Á '-?> juÁaJL V Mosfellsbær . - . 8.5 •8.4' ,--3 8.1 -8.2.' ^ yesturttær; 2.1 / 2.2 ; Norðuiþær ./-..G^farvogjir 11.2 'Á. Austurbær f~J\ '>3.2 7.1 ,• ý 3' ''V-Á / 41'•*>■// „4 A/t/ 7.2 u'A' \2.3; v' \3.3 ; Suðurbær ' -. > j Höfða- og '•}\'7 e V • Hálsahverfi > 4.3 ' - - - /\ Árbæ ; a « * v«\ \ ' ■^>-;1/6.2 / \ Bréiðholt •' \ 6.3 */*~^ ’ ') / / 'X/- Fjöldi afbrota 727 82 341 1.378 3.352 2.293 210 Hlutfallsleg Líkamsárásir .... 0 og likams- Skipting meiðingar Kynferðis- brot Fíkniefna- brot Innbrot Þjófnaðir Eigna- spjöll Nytjastuldir (farartæki) Fjöldi (búa Seltjarnarnes 1,4% 0,0% 0,6% 2,4% 2,3% 2,1% 1,0% 4.683 Hafnarsvæði 0,0% 0,0% 0,9% 1,2% 1,1 % 0,7% 0,5% - : 1.2 Vesturbær 2,5% 7,7% 5,8% 4,2% 4,8 % 3,9% 3,6 % 10.333 1.1 Vesturbær 35,5% 11,5% 14,2% 5,4% 9,2% 13,1 % 6,1% 5.837 2.1 Austurbær 21,8% 10,3% 28,1 % 15,8% 17,4% 15,4% 19,8% 7.894 2.2 Austurbær 3,5% 3,8% 4,8% 7,7% 6,0% 5,4% 7,1% 5.562 2.3 Austurbær 1,7% 5,1% 5,5% 2,5% 2,7% 3,2% 5,1 % 4.622 3.1 Norðurbær 1,0% 1,2% 1,3% 2,5% 2,8% 2,1% 3,6% 4.236 3.2 Norðurbær 1,2% 1,2% 1,9% 3,2% 2,7% 2,9% 3,6% 5.294 3.3 Norðurbær 1,0% 2,6% 1,2% 1,9% 2,6% 2,3% 4,1% 3.720 4.1 Suðurbær 2,3% 6,4% 6,5% 3,2% 3,2% 2,8% 3,6% 2.985 4.2 Suðurbær 6,8% 10,3% 5,5% 7,1% 11,8% 6,9% 7,6% 7.184 4.3 Suðurbær 1,2% 6,4% 0,0% 2,0% 1,5% 1,5% 1,0% 3.902 5.1 Árbær 0,3% 0,0% 0,0% 0,6% 0,5% 0,7% 2,0% 1.749 5.2 Árbær 1,4% 1 2 26 2,6- 2,3% 2,5% 3,6% 4.096 5.3 Árbær 0,6% 1,2% 1,0% 1,3% 1,0% 1,1% 0,0% 2.933 6.1 Breiðholt 1,5% 0,0% 2,5% 2,2% 3,2% 3,3% 2,0% 3.942 6.2 Breiðholt 6,2% 7,7% 7,1% 6,9% 6,3% 8,3% 8,6% 9.412 6.3 Breiðholt 1,9% 1,2% 1 2 9,4% 5,0% 6,2% 4,6% 8.669 Hálsa- og höfðahv. 1,0% 0,0% 2,6% 5,4% 3,6% 3,3% 6,1% - 7.1 Hamrahverfi 0,4% 0,0% 0,3% 0,9% 0,7 % 1,6% 0,5% 1.792 7.2 Foldahverfi 0,8% 1,2% 0,0% 0,6% 1,4% 1,8% 0,5% 3.781 7.3 Húsahverfi 0,8% 5,1% 1,6% 0,2% 0,7% 0,9% 0,0% 2.161 8.1 Rimahverfi 1,0% 0,0% 0,3% 1,6% 1,1 % 1,4% 1,5% 3.585 8.2 Engjahverfi 1,4% 2,6% 1,6% 0,4% 0,7% 0,7% 0,5% 1.997 8.3 Víkurhverfi 0,1 % 0,0% 0,0% 0,4% 0,4% 0,2% 0,5% 414 8.4 Borgarhverfi 0,1 % 0,0% 0,0% 0,5% 0,2% 0,3% 0,0% 1.127 8.5 Staðahverfi 0,0% 0,0% 0,6% 0,7% 0,3% 0,3% 0,0% 123 Græn svæði 0,4% 7,7- 1.2- 1,3% 1.1 1,1% 1,0% - Mosfellsb./Kjalarn. 1,8% 5,1% 0,6% 5,3% 3,2% 4,2% 1,0% 6.240 Af auðgunarbrotum voru þjófnaðir og innbrot lang- algengust, en einnig var nokk- uð um fjársvik. Af fjársvikum var algengast að tilkynnt væri um stuld á bensíni, einnig að stungið væri af frá ógreiddum reikningi á veitingastað eða að reynt væri að komast fram hjá gjaldskýli Spalar (Hval- fjarðargöng) án þess að greiða vegtoll. Innbrotum fækkaði Alls voru 1.378 innbrot til- kynnt árið 1998, sem er um 20% minna en árið áður. í skýrslunni segir að megin- skýringuna á þessari fækkun megi rekja til fækkunar á til- kynningum vegna innbrota í bíla. Innbrot í bfla eru samt sem áður langstærsti hlutinn af heildarfjölda innbrota, en árið 1998 voru þau um þriðj- ungur þeirra. Um fjórðungur innbrota er í heimahús. Ef dreifing milli hverfa er skoðuð kemur í ljós að flest innbrotin, eða um 26%, voru framin í Austurbænum við miðbæinn. Næstflest innbrot voiu framin í Breiðholti, eða um 19% þeirra, og vekur sér- staka athygli hversu mörg þeirra áttu sér stað í Selja- hverfi eða rúmur helmingur. Um 12% innbrotanna voru framin í Suðurbænum. Tilkynningum vegna þjófn- aðar fjölgaði nokkuð á árinu 1998, en alls bárust lög- reglunni 3.352 tilkynningar. Ekki er víst að aukninguna megi eingöngu rekja til raun- verulegrai’ fjölgunar brota, þar sem aukið samstarf versl- unareigenda og lögreglu á ef- laust sinn þátt í fjölguninni. Mest brotist inn í bíla Flestir þjófnaðir sem kærð- ir voru til lögreglu voru þjófn- aðir úr bifreiðum og af heimil- um. Flestir þjófnaðir sem voru tilkynntir, eða um 26%, áttu sér stað í Austurbænum, enda er mikið um verslanir á því svæði. I Suðurbænum áttu um 17% þjófnaðanna sér stað, en Kringlan og Skeifan til- heyra m.a. þessu svæði. Fæst- ir þjófnaðir voiu tilkjmntir á Seltjarnai-nesi, eða um 2%. Eignaspjöllum hefur fækk- að árið 1998 miðað við árið á undan, en þegar talað er um eignaspjöll er í flestum tilvik- um um að ræða skemmdir á eignum, sem til að mynda er brotist inn í. Einnig er um að ræða veggjakrotsmál og mál þar sem t.a.m. grjóti er hent í bfla, hús o.s.frv. Arið 1998 var tilkynnt um 2.266 minniháttar mál og 27 meiriháttar, en árið 1997 var tilkynnt um 2.319 minniháttar eignaspjöll og 30 meiriháttar. Hlutfallslega flestar eigna- skemmdir áttu sér stað í Austurbænum, en þaðan komu um 24% málanna. Næstflest brot áttu sér stað í Breiðholti, 18%, og í Vestur- bænum 17%. Þegar dreifing innan hverfanna er skoðuð kemur í Ijós að ástandið var verst á svæðinu frá Lauga- vegi að Snorrabraut. Líkt og með eignaspjöllin fækkaði fjölda tilkynninga vegna nytjastuldar vél- knúinna farartækja úr 236 málum árið 1997 í 210 mál árið 1998, eða um rúm 11%. Nokk- ur hluti tilkynninganna, eða um 10% þeirra, var vegna stuldar bifreiða á bflasölum, en flest önnur mál voru vegna stuldar á einkabifreiðum. Langflest nytjastuldarmál komu upp í Áusturbænum, eða 32% þeirra. Þá áttu um 15% mála sér stað í Breið- holti, 12% í Suðurbænum, 11% í Norðurbænum og 8% í Vesturbænum. Líkt og með marga aðra málaflokka kem- ur svæðið frá Laugavegi að Snorrabraut verst út. Nýtt hús Iðnskólans í Hafnarfírði vígt Hafnarfjörður EINKAFRAMKVÆMD um rekstur nýs Iðnskóla í Hafn- arfirði er talinn geta sparað 200-300 milljónir kr. í ríkisút- gjöldum á gildistíma samn- ings ríkisins og Hafnarfjarð- arbæjar við Nýsi hf. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að vel komi til greina að beita einkafram- kvæmd við fleiri verkefni af þessu tagi í framtíðinni. Nýtt húsnæði.skólans var vígt formlega síðastliðinn laugardag. Menntamálaráðherra segir að þetta hafi verið fyrsta einkaframkvæmdin sem gerð hafi verið á vegum ríkisins. Framkvæmdir hafi gengið hratt fyrir sig og telur menntamálaráðherra skóla- húsið mjög vel búið. Þarna hafi tekist á hagkvæman hátt að leysa brýnan húsnæðis- vanda Iðnskólans í Hafnar- firði. Björn segir að af hálfu menntamálaráðuneytisins sé vilji til þess að líta til slíkra lausna við úrlausn fleiri mála ef þau koma upp. Ráðuneytið muni hafa auga á þessum kosti þegar kemur að því að taka afstöðu til nýfram- kvæmda. Engar slíkar séu á döfinni í skólakerfinu á þess- um tímapunkti. Hann bendir á að þama sé um meira að ræða en einvörð- ungu húsbyggingu því þarna taki einkaaðili að sér allan rekstur skólans annað en kennsluna, þ.e. rekstur mötu- neytis, annast ræstingu, tölvukerfi og húsbúnað allan. Helstu kostir einkafram- kvæmdarinnar séu þeir að með þeim séu nýttir kraftar einkaframtaksins í þágu Morgunblaðið/Sverrir Frá vígslu nýs húsnæðis Iðnskóla Hafnarfjarðar. skólakerfísins. Talið sé að á þeim 25 árum sem þarna er um að ræða megi spara á milli 200 og 300 milljónir króna. Auk þess geti skólastjórnend- ur einbeitt sér að því að sinna sínum meginverkefnum sem er að annast menntun og fræðslu og að reka innra starf skólans. Leiga 65,8 milljónir á ári Bygging skólans hófst með fyrsta útboði opinberra aðila hér á landi þar sem einka- framkvæmd var beitt. Nýsir hf. ásamt ístaki og íslands- banka, sem áttu lægsta tilboð- ið, byggðu viðbyggingar við eldra húsnæði Iðnskólans í Flatahrauni í Hafnarfirði. Húsnæðið er þinglýst eign Nýsis sem annast rekstur á húsnæðinu. Menntamálaráðu- neytið, ásamt Hafnarfjai-ðai-- bæ greiðir Nýsi leigu fyrir af- not af húsnæðinu sem nemur 65,8 milljónum kr. á ári. Leigusamningurinn er til 25 ára og samtals nemur leigu- upphæðin því 1.645 milljónum króna á samningstímanum. 20 millj. kr. felldar niður Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að fella niður rúmlega 20 m.kr. skuld hús- næðisnefndar, en að sögn Guð- björns Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisskrif- stofu Hafnarfjarðar, er mest- megnis um að ræða Ieiguskuldir vegna félagslegra íbúða. „Margir okkar viðskipta- vina hafa lítið fjármagn á milli handanna, en sem betur fer er búið að ganga frá þessu og því höfum við ekki lent í því að þurfa að bera fólk út,“ sagði Guðbjörn. Guðbjörn sagði að af rúm- um 20 milljónum væru um 17 tilkomnar vegna vangoldinna húsaleiguskulda. Upphæðin skiptist á um 40 einstaklinga og elstu skuldirnar væru frá árinu 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.