Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 31

Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 31 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ATRIÐI úr Ieikritinu Uppstoppaður hundur sem Nemendaleikhúsið frumsýnir á morgun. „Uppstoppaður hundur“ í Lindarbæ NEMENDALEIKHÚSIÐ í Lind- arbæ frumsýnir á laugardag, 18. apríl, leikritið „Uppstoppaður hundur“ eftir Staffan Göthe. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þetta er nýlegt sænskt gam- andrama sem sýnt hefur verið víða í Svíþjóð. „Leikritið gerist í smábæ í Norður-Svíþjóð og segir frá tveim fjölskylduin, leigjendum þeirra og nágrönnum. Leikurinn gerist á árunum 1955-1988. Ást- ir, afbrýðisemi, framhjáhald, kyn- líf, ofbeldi, dóp, fyriitækjasam- steypur, menn sem leika hunda og hundar sem tala eru einungis smásýnishorn af því sem gerist í verkinu," segir í kynningu. Leikhópnum og leikstjóranum til aðstoðar eru Finnur Árnar Arnarsson leikmyndahönnuður, Egill Ingibergsson ljósahönnuð- ur, Ásta Hafþórsdóttir gerva- hönnuður og Margrét Örnólfs- dóttir hljóðmyndahönnuður. I hópnum sem útskrifast nú eru þau Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helga- dóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Olaf- ur Darri Ólafsson og Sjöfn Evertsdóttir. Leikritið „Upp- stoppaður hundur“ er síðasta verkefni Nemendaleikhússins þennan veturinn. Einnig má minna á sjónvarps- myndina „Grenjandi baksviðs" sem bekkurinn vann í samvinnu við RUV í vetur. Leikstjóri henn- ar er Óskar Jónasson sem er og höfundur ásamt Einari Kárasyni og hópnum. Stefnt er að frum- sýningu hinn 26. apríl. Uppkast að bók BJORN Roth sýnir uppkast að bók á kaffi- og veitingahúsinu Álafoss- föt bezt í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru 11 vatnslita- myndir og teikn- ingar og 23 prent- verk. Björn Roth hef- ur unnið mikið er- lendis við mynd- list og bókagerð sl. tvo áratugi. Kaffi- og veit- ingahúsið Álafoss- föt bezt er í hverfi hinna gömlu ullar- verksmiðja Ála- foss og hóf starf- semi í desember sl. BJÖRN Roth sýn- ir 11 vatnslita- myndir og teikn- ingar og 23 prentverk á kaffí- og veitingahúsinu Alafoss-föt bezt. Sýning Björns Roth er opin á af- greiðslutíma staðarins, sem er frá kl. 17 virka daga og 14 um helgar. Stálætingar í Galleríi Horninu SIGRÚN Ögmundsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir opna sýningu á eigin grafíkverkum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugar- daginn 18. apríl kl. 15-17. Öll verkin eru stálætingar. Anna Snædís útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1994 og var jafn- framt gestanemi við Akademíuna í Helsinki 1993. Hún starfar sem kennari við hönnunardeild Iðnskól- ans í Reykjavík. Anna Snædís hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Sigrún Ögmundsdóttir stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykja- vík 1977-1979 og útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1985. Þá hélt hún til framhaldsnáms við Det Fjmske Kunstakademi og útskrifaðist það- an 1990. Sigrún hefur haldið nokki'- ar sýningar á verkum sínum. Sýningin stendur til 6. maí. Hár og hitt hættir HINN glæpsamlegi gamanleikur Hár og hitt, sem er búinn að ganga í Borgarleikhúsinu síðan í ágúst 1997, þarf nú að hætta sökum pláss- leysis á stóra sviðinu og verður síð- asta sýningin sunnudaginn 19. apríl kl. 20. Þetta er sýning þar sem áhorf- endur geta tekið þátt í að rannsaka morðmál og greiða síðan atkvæði um það hver sé líklegasti morðing- inn af þeim sem eru grunaðir. Tveir nýir leikarar epu komnir inn í sýninguna, þau Árni Pétur Guðjónsson og Inga María Valdi- ELLERT A. Ingimundarson og Kjartan Bjargmundsson í hlut- verkum sínum. marsdóttir en aðrir leikarar í sýn- ingunni eru sem áður; Edda Björg- vinsdóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Kjartan Bjargmundsson og Þórhallur Gunnarsson. Smáratorgi i 200 Kópa\io9' 510 7000 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Hafnaifjftrður I RUMFATALAGERNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.