Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 2
I 2 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tónleika- hús rís í Kópavogi TÓNLEIKAHÚS mun brátt rísa í Kópavogi. Er því ætlað að hýsa tónlistarskóla og tónleikahald í einum fullkomnasta tónleikasal á landinu. Tónlistarhúsið er fyrri áfangi í byggingu menningar- miðstöðvar á Borgarholti. Hinn áfanginn felur í sér byggingu Safnahúss með framtíðaraðstöðu fyrir bókasafn bæjarins og Nátt- úrufræðistofu. Fyrir er listasafn- ið Gerðarsafn. I tilefni af byggingu tónlistar- húss verða tónleikar í Gerðar- safni nk. sunnudagskvöld. Arkitektar hússins eru Jakob E. Líndal og Kristján Ásgeirsson. Kristján sagði að við sjálfa hug- myndavinnuna hefði verið stuðst við nokkur meginmarkmið. „Hið fyrsta var að gera Borgarholts- reitinn að þungamiðju Iista- og menningarlífs í Kópavogi. Annað var að gefa möguleika á sam- vinnu og blöndun listgreina. Hið þriðja var að samnýta rými og si'ðast en ekki síst var ákveðið að reyna að stuðla að því að nýtan- legt rými yrði sem mest í bygg- ingunni. Niðurstaðan varð sú að við 20% stækkun heildarrýmisins náðist 45% stækkun kennslurým- is í tónlistarskólanum," segir hann. Kristján vekur athygli á því TÖLVUMYND sem sýnir hið nýja tónleikahús í Kópavogi, en bygging þess var kynnt á blaðamannafundi í gær. hversu mikil áhersla hafí verið lögð á hljómburðinn í tónleika- salnum. „Við vorum svo heppnir að eiga nána samvinnu við Stefán Einarsson, sérfræðing í hljóm- burði, nánast frá upphafi. Eigin- lega er hægt að segja að salurinn sé byggður utan um hljómburð- inn. Hver einasta breyting var færð inn í hljóðmódel í tölvu og allt gert til að hljómburðurinn verði sem bestur," sagði hann. Heildarkostnaður við bygging- una hefur verið áætlaður um 300 milljónir krónur Kópavogsbær stendur straum af meginhluta kostnaðar við bygginguna en Tónlistarfélagið, sem á allnokkr- ar eignir, leggur þær til verks- ins. Að auki er þess vænst að aðr- ir áhugamenn leggi til allt að 10% hlut. I framkvæmdaáætlun hússins er gert ráð fyrir að það verði upp- steypt og öllum frágangi utanhúss að fullu lokið sumarið 1998; að innréttingu salarins verði lokið fyrir áramót sama ár og Tónlist- arskóli Kópavogs taki til starfa í nýju húsnæði haustið 1999. Varð undir rúðum í Þjóð- minjasafni MAÐUR slasaðist þegar tvær rúð- ur í þakg-lugga á Bogasal Pjóð- minjasafnsins féllu ofan á bak hans um klukkan 15 í gær. Viðgerð fer fram um þessar mundir á húsa- kynnum safnsins. Rúðumar féllu úr talsverðri hæð og brotnuðu á manninum og um- hverfis hann. Kallaður var út körfu- bfll frá Slökkviliði Reykjavíkur til að auðveldara væri að flytja manninn. Hann var síðan fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meiðsli hans virðast hafa orðið minni en óttast var í fyrstu. Rannsókn haldið áfram á matareitrun í fermingarveislum Salmonella talin fremur ólíkleg DREGIÐ hefur verulega úr líkum á því að um salmonellusýkingu hafi verið að ræða þegar matareitrun gerði vart við sig eftir fjórar ferm- ingarveislur á höfuðborgarsvæðinu á skírdag. Ekkert hefur ræktast úr sýnum ennþá og segir Lúðvík Ólafs- Morgunblaðið/Júlíus KALLA þurfti til körfubfl Slökkviliðs Reykjavíkur til að flytja manninn. son, héraðslæknir í Reykjavík, að ef um salmonellusýkingu væri að ræða hefði það greinst nú. Mál þetta verður tekið fyrir á fundi heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur í dag. Lúðvík segir að aðrar bakteríu- tegundir og veirur komi til greina sem orsök matareitrunarinnar. Hann segir sömuleiðis að ekki sé með öllu hægt að útiloka salmonellu. Lúðvík segir að ef um bakteríu- sýkingu sé að ræða megi búast við að sýkingavaldurinn finnist um helgina. Sé um veirusýkingu að ræða gæti rannsóknin tekið lengri tíma. Nafni fyrirtækisins haldið leyndu „Miðað við faraldsfræðina verður að fullyrða að um matareitrun sé að ræða. Þarna var um að ræða veislur með yfir 300 manns og helmingur þeirra veiktist á svipuðum tíma í kjölfar veislanna og eftir að hafa neytt matar frá sama fyrirtækinu," sagði Lúðvík. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið stöðvuð meðan á rannsókn málsins stendur. Lúðvík vildi ekki gefa upp nafn fyrirtækisins en sagði að fyrir misskilning hefði nafn Veisluþjónustunnar borið á góma í fréttum. Fleiri virðast hafa orðið fyrir barðinu á grunsemdum, eins og vill verða þegar nafni fyrirtækja er haldið leyndu í tengslum við slík mál. Þannig hefur Veislusmiðjan sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að matarsýkingartilfelli sem sagt hafi verið frá í fjölmiðlum teng- ist Veislusmiðjunni ekki á nokkum hátt. Líðan þeirra sem urðu fyrir barð- inu á matarsýkingunni er misjöfn. Lúðvík segir að sumir hafi orðið mjög veikir. Sjúkdómseinkenni séu m.a. niðurgangur og uppköst, væg- ur hiti og jafnvel liðverkir. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna mat- areitrunarinnar. 150 manns hafa veikst og segir Lúðvík að svo virðist sem böm hafi einna helst sloppið við veikindi. „Manni dettur þá helst í hug að matareitrunin stafi af mat sem böm borða helst ekki,“ segir Lúðvík. Hollend- ingar fallast á framsal Islendings HOLLENSK yfirvöld sam- þykktu í fyrrakvöld að fram- selja hingað til lands þrjátíu og þriggja ára gamlan Islend- ing sem hélt af landi brott ár- ið 1996 meðan rannsókn á umfangsmiklu fjársvikamáli sem hann tengdist stóð yfir og fór huldu höfði um tveggja ára skeið. Gert er ráð fyi-ir að tveir lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra haldi utan á mánudag til að sækja mann- inn og komi með hann hingað til lands á þriðjudag. í kjöl- farið verði gerð gæsluvarð- haldskrafa yfir honum meðan rannsóknin er leidd til lykta. Grunaður um stórfelld fjársvik hér á landi Maðurinn var talinn vera einn þriggja höfuðpaura í. fjársvikamáli þar sem vörur, aðallega dýr matvæli, fyrir um tólf milljónir króna voru sviknar út, auk þess sem gefnir voru út víxlar og ýmis önnur skjöl að andvirði um átta milljónir króna. Rann- sókn málsins lá niðri að mestu frá því maðurinn flúði land og til þess tíma að hann náðist að nýju. Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun með framsal í huga í kjölfarið og stóð Rannsóknarlögregla ríkisins að töluverðri eftirgrennslan víða um heim vegna málsins, en án árangurs. Embætti rík- islögreglustjóra, sem tók við málinu á seinasta ári, fékk síðan upplýsingar um að mað- urinn hefði verið tekinn hönd- um í Hollandi 30. desember síðastliðinn. Hefúr setið í fangelsi í Rotterdam í þijá og hálfan mánuð Hann hefur setið frá þeim tíma, eða um þriggja og hálfs mánaðar skeið, í fangelsi í Rotterdam meðan þess hefur verið beðið að hollensk dóms- yfirvöld tækju afstöðu til framsalskröfunnar. Afrýjaði maðurinn niðurstöðu lægradómstigs í Hollandi og liggur nú niðurstaða æðra dómstigs fyrir. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, segir ekki Ijóst hvers vegna til mannsins náðist um seinustu áramót, en grunur leiki á að hollensk lög- regluyfirvöld hafi haft af- skipti af honum vegna ann- arra mála. I i í I i I l I i I I ( I I i öð í dag Af algóðum dýrum og vondum mönnum aBmsm | Lff og starf skáld- jr konunnar á Grund IL k'llinnlJík i ■JHörflíkur ~ fyO1 'd : KRUMPUREDA TT Á KÆRKOMIN HVlLD? • ••••••••••••••••••••••• i.r binn einkaheimur WMMBm wwx rvr~~■ -jjm'— 3 i&wisldMí. Hvalir - j mmmm JQmÍ fiskar og annað fálk §f iBHSsÍÍÉl iJMiÆ Brióstahaldari . 3 i_J Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is i I h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.