Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR * _ > Arni Tómasson endurskoðandi Landsbanka Islands Gerði ítrekað athuga- semdir varðandi við- skipti við Bálk ehf. ÁRNI Tómasson, end- urskoðandi Landsbanka íslands, segist ítrekað hafa gert margvíslegar athugasemdir við lax- veiðar og risnukostnað í bankanum, auk þess sem hann hafí komið fram með ábendingar um það sem betur mætti fara. Hann hafí einnig gert fyrh'spurnir og upplýst menn um hvaða skattareglur væru í gildi, en engar innri reglur um risnukostnað hefðu í raun og veru ver- ið í gildi í bankanum. Árni sagði að hann hefði fengið heimiid bankaráðsins í gærmorgun til að aflétta trúnaði að því er varðaði þessi mál, þar sem fram hefðu komið mjög villandi um- mæli um þau, sérstaklega hjá Sverri Hermannssyni, fyi-rverandi bankastjóra, auk þess sem honum þætti erfitt að sitja undir gagnrýni ríkisendurskoðanda án þess að hans sjónarmið fengi að koma fram. Árni sagði að hann hefði ítrekað gert athugasemdir við viðskipti Landsbankans við Bálk ehf., sem er fyrirtæki í eigu fjölskyldu Sverris Hermannssonar. Hann hefði byrjað á því að gera athugasemd í október 1994 með bréfi til bankastjómar og það hafi verið út af kostnaði í eigna- umsýslufélögum Landsbankans, sem era Hömlur, Rekstrarfélagið og Reginn. Félögin hefðu keypt veiði- leyfi hjá Bálki fyrir samtals 1,7 millj- ónir króna á árinu 1994. Hann hefði séð slíkan kostnað einnig á árinu 1993 og gert þá munnlega athuga- semd, vegna þess að þegar þessi fé- lög hefðu verið stofnuð hefði það komið mjög skýrt fram í bankaráð- inu, sérstaklega hjá Kjartani Gunn- arssyni, að ekki yrði stofnað til ann- arra gjalda en þeirra sem beint tengdust eignaumsýslunni í þessum félögum. Fluttist yfir á Landsbankann „Bankastjóramir féllust á það sjónarmið mitt að hætta þessum við- skiptum og það hefur gengið eftir al- veg síðan. Kostnaðurinn var 2,5 milljónir, ef ég man rétt, á árinu 1994, þar af þessi veiðileyfi 1.700 þúsund og síðan fór þetta niður í hálfa milljón og var komið niður í 3- 400 þúsund 1997, sem var þá bara annar viðskiptakostnaður og eðlileg- ur að því er mér fannst," sagði Árni. Hann sagði að þá hefði kostnaður- Árni Tómasson Y fírdýralæknir á fund Keikos HALLDÓR Runólfsson yfir- dýralæknir var í gær væntanleg- ur til Newport í Oregon í tveggja daga heimsókn til að skoða há- hyminginn Keiko. Samkvæmt upplýsingum frá Diane Hammond, blaðafulltrúa Frelsið Willy Keiko-stofnunai-- innar, mun Halldór meðal ann- ars ræða við Lanny Comell dýralækni, sem hefur haft yfir- umsjón með umönnun Keikos í sædýrasafninu í Newport. För Halldórs til Bandaríkj- anna er liður í undirbúningi svars við íyrirspum Keiko-stofn- unarinnai' um það hvort koma megi Keiko fyrir í sjávarkví við ísland. íslensk stjómvöld hafa sagt að svar verði gefið fyrir lok þessa mánaðar. inn flust inn í Lands- bankann og hann hefði í kjölfarið farið að gera athugasemdir við kostn- að út af viðskiptum sem Sverrir átti eða fólk honum mjög tengt. Hann hefði sagt við Sverri að hann gerði ekki athugasemd út af kostnaðinum sem slík- um, heldur að þarna væru menn að eiga við- skipti við tengd fyrir- tæki og honum þætti það mjög óeðlilegt og varhugavert. Árni sagðist hafa gert fyrstu athugasemdina út. af þessum viðskiptum Bálks og bankans 12. mars 1996. Þá hefði hon- um skilist að menn hefðu tekið vel í að hætta þessu. Næstu athugasemd hefði hann gerð í byrjun árs 1997 vegna ársins 1996, því þessi viðskipti hefðu haldið áfram og hann hefði einnig rekist á það að í ársbyrjun 1997 hefði verið búið að kaupa veiði- leyfi vegna sumai'sins 1997. „Þá gerði ég alvarlega athugasemd og sagði að mér væri nauðugur einn kostur að fara með athugasemdir mínar út af þessu í bankaráðið, þar sem ekki væri tekið mark á mínum athugasemdum í bankanum og þá skrifaði SveiTÍr bréfið sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunai',“ sagði Ami. Hann bætti því við að sér hefði fundist að hann gæti ekki setið undir þeirri fullyrðingu Sverris að aldi'ei á hans tíu ára ferli í bankanum hefði ein einasta athugasemd komið út af laxveiðum eða einhverju öðru, enda væm framangreindar athugasemdir allai' byggðar á skriflegum gögnum. Árni sagði að fyrrgreindar at- hugasemdir hefðu eingöngu lotið að viðskiptum Sverris. Hann hefði gert ýmsar aðrar athugasemdir og sett fram ábendingar um að setja reglur um risnu og tengdan kostnað og hvernig þær ættu að hljóða. Hann hefði einnig upplýst bankastjóra um ákvæði skattalaga. Ámi sagði að bankaráðið hefði á árinu 1993 farið formlega fram á það við bankastjómina að spttar yrðu reglur um risnukostnað. í ársbyrjun 1996, þegar ekkert var enn farið að bóla á slíkum reglum, hefði hann tek- ið málið upp í bréfi til bankastjór- anna og síðan hefðu þessar reglur verið í smíðum á því ári og verið full- búnar á árinu 1997. Þá hefði verið ákveðið að rétt væri að þær gengju í gildi, úr því sem komið væri, um leið og hlutafélagabankinn tæki til starfa. Ósammála gagnrýni ríkisendurskoðanda Aðspurður um þá gagnrýni ríkis- endurskoðanda að innra og ytra eft- irlit í bankanum hafl bragðist, sagð- ist Árni mjög ósammála því. Hann teldi að innra eftirlit bankans virkaði ákaflega vel. „Það er mitt mat, mat aðila sem þekkir þama mjög vel til, að upplýsinga- og eftirlitskerfíð hafi verið í mjög góðu lagi í bankanum. Það sem upplýsinga- og eftirlitskerf- ið náði ekki til var kostnaður sem bankastjórarnir, sérstaklega tveh', stofnuðu tO. Fylgiskjöl bámst inn í bankann árituð af viðkomandi bankastjórum sem höfðu heimild til að stofna til kostnaðar. Ef það má álasa mér og öðrum fyrir eitthvað, þá er það fyrir það að hafa ekki gengið á bankastjórana og spurt: Var þetta kostnaður sem tengdist bankanum; var þetta kostnaður sem tengdist ykkur persónulega eða eitt- hvað í þá vera? Það var ekki gert og ég hygg að_ það sé almennt ekki gert,“ sagði Ámi. Hann sagðist ekki alveg sjá hvemig slíkt eftirlitskei-fi ætti að geta gengið upp. Það væri mjög erfítt íyrir eftir- litsaðila ef þeir sem treyst væri íyrir rekstri gæfii ekki réttar upplýsingar, eins og virtist hafa gerst í einhverjum tilvika þarna. Hann bætti því við að síðustu árin hefði rfkisendurskoðandi verið laus- lega upplýstur um risnukostnað í Landsbankanum og hefði það verið sameiginleg mat þeirra eins og upp- lýsingarnar lágu fyrir að ekki væri sérstök ástæða til að gera athuga- semdir út af þessum kostnaði til bankaráðs eða viðskiptaráðherra. Aðspurður hvort það væri ekki lyk- ilatriði að skýrar reglur giltu um risnu, sagði hann það rétt, enda hefðu þeir sett fram ábendingar þar um, bæði til þess að eftirlitsaðilar vissu hvenær ætti að gera athugasemdir og bankastjóramir vissu hvaða heimildir þeir hefðu. En það eigi ekki að þurfa, að hans mati, að setja neinar reglur um það að einkakostnaður, sem ekki tengist rekstri bankans, eigi þama hlut að máli, nema náttúrlega sér- staklega sé um það samið. „Við fundum okkur vanmáttuga að vissu leyti af því að það vora engar reglur settai-. Ég sagði það ítrekað; ég get mjög illa fai'ið að gera athuga- semdir þegar það eru ekki neinar reglur til staðar. Þannig að mínar at- hugasemdir og ábendingar snerust annars vegar að því þegar menn fóru að eiga viðskipti við sjálfa sig. Hins vegar benti ég þeim á reglur skatta- laga sem segja að það sé einvörð- ungu frádráttarbært það sem varðar tekjuöflun og það þurfi að uppfylla ákveðnar formkröfur og gerði jafn- framt athugasemdir út af fylgiskjöl- um sem ekki uppfylltu þetta að mínu mati,“ sagði Árni. Arni sagði nauðsynlegt að setja risnukostnað Landsbankans fram í samhengi. Hann væri um 0,9% á árinu 1996 af heildarrekstrarkostnaði bank- ans. Sú fjárhæð, 16-17 milljónir kr. að meðaltali á ári, með tilliti til stærðai' bankans og viðskipta hans hér á landi og erlendis, væri ekki óeðlileg sem slík, þó setja mætti spumingarmerki við hvemig henni væri varið. Morgunblaðið/Ásdís HERDÍS Storgaard barnaslysavarnafulltrúi Slysavarnafélags íslands kynnir innihald sérrits um eitranir sem dreift verður á 16 þúsund heimili leikskólabarna á næstunni. Slysavarnafélag íslands gefur út sérrrit Eiturefni á heimil- um geta valdið varanlegum skaða SLYSAVARNAFE LAG Islands hefur gefíð út sérrit um eitranir. Sérritið er gefíð út til þess að vekja foreldra barna til umhugs- unar um þær hættur sem börnum stafar af eiturefnum og lyfjum sem geymd eru á heimilum, auk þess að veita upplýsingar um hvernig bregðast megi við eitran- artilfellum. Ritinu er di-eift á 16 þúsund heimili leikskólabarna en allir geta nálgast það hjá Slysa- varnafélagi Islands. Herdís Storgaard bamaslysa- varnafulltrúi SVFÍ kynnti útgáfu ritsins sem nú er tileinkað eitrunarslysum, en þetta er í fjórða skipti sem Slysa- vamafélagið stendur fyrir útgáfu for- varnarits um ákveðna slysaflokka. Áður hafa komið út rit um slys vegna drukknunar, bruna- slys og almennt um slys á börnum en sér- ritin era gefin út undir nafninu „Vörn fyrh' börn“. Guðborg Auður Guðjónsdóttir lyfja- fræðingur kynnti starfsemi og hlut- verk Eitranarupp- lýsingastöðvarinnar sem starf- rækt hefur verið frá því í lok árs 1994 og er opin allan sólarhring- inn. Eitrunarmiðstöðin veitir upplýsingar um eitranir og eitur- efni og ráðgjöf um meðferð eitrana. Hún safnar meðal ann- ars upplýsingum um eitranir á' Islandi, vinnur að forvarnastarfí og safnar upplýsingum um nýj- ustu aðferðir við meðhöndlun eitrana. Upplýsingastöðinni ber- ast nú um 800 fyrirspurnir á ári, en þær hafa aukist úr 500 fyrir- spurnum frá stöðvarinnar. fyrsta starfsári EITRUNAR MIÐ5TÖÐ 525 1111 EITRUNARMIÐ- STÖÐIN veitir upp- lýsingar og ráðgjöf allan sólarhringinn. í tölulegum upplýsingum frá Eitm-efnastöðinni kemur fram að fyrirspumfr varðandi börn sex ára og yngri era 60% af heildarfyrir- spurnum á árunum 1995 til 1997. „Mikið er um að fólk hringi til að afla sér upplýsinga en í 36% til- vika er um sjúklinga með einkenni að ræða og í 27% tilvika vai' þörf á læknismeðferð,“ sagði Guðborg. Curtis Snook, sérfræðingur í bráðameðferð eitran- arlækninga, benti á að í ritinu væru upp- lýsingar um helstu orsakir eitrana. Hann benti sérstak- lega á lífræn leysiefni sem væra mjög hættuleg bömum og að örlítið magn þeirra innvortis gæti haft alvarlegar af- leiðingar. Hann sagði að helstu lífrænu leysiefnin á íslensk- um heimilum væra til dæmis Tip-ex, bens- ín, steinolía, lampaol- ía og terpentína. Hann sagði að ein- kenni eins og hósti kæmu strax fram eft- ir inntöku slíkra efna en svo væru engin einkenni í fimm til sex klukkustundir, en þá gæti lungnabólga þegar verið komin fram. Önnur hættuleg efni eru meðal annars ýmis lyf, upp- þvottaduft, snyrtivörur, grillvökvi og ofnhreinsir. Afleiðingar inntöku eiturefna geta verið mjög alvarlegar. Dæmi er tekið í ritinu um dreng sem lét ofan í sig eina teskeið af upp- þvottadufti og hefur hann þurft að gangast undfr fjölda aðgerða sl. tólf ár. STJÓRN Sambands íslenskra bankamanna harmar það bruðl með fjármuni sem uppvíst hefur orðið um hjá æðstu stjórnendum Landsbanka Islands með skýrslu ríkisendurskoðunar. „Á sama tíma og fé var sólundað á þann hátt sem alþjóð er nú kunnugt um, sagði bankinn upp stórum hópi starfs- manna sinna undir yfirskini hag- ræðingar og samdi við aðra um starfslok þeirra i bankanum,“ seg- ir í ályktun stjórnarinnar, sem samþykkt var á stjórnarfundi á miðvikudag. „Stjórn SÍB bendir á að afleið- ingar þessa máls snerta ekki æðstu stjórnendur bankans eina. SIB harmar bruðl í Landsbanka Starfsmenn bankans eru þrumu lostnir auk þess að hafa á undan- förnum vikum að ósekju verið þolendur í málinu og setið undir ámæli og reiði viðskiptavina og alls almennings í garð bankans," segir í ályktuninni. Þá segir að hlunnindi, risna, dagpeningar og afnot af bifreiðum séu hluti af því handónýta launa- kerfi sem viðgengst hjá æðstu stjórnendum; feluleikur sé leikinn til að dylja greidd laun þannig að almennir launamenn fái ekki rétt- ar upplýsingar um launakjör. „Vonandi verður opinberun á óráðsíu stjórnenda Landsbankans upphafið að endalokum þessa felu- leiks,“ segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að banka- starfsmönnum hafi fækkað um 20% á liðnum áratug á sama tíma og þjónusta hafi aukist að miklum mun og álag á þá starfsmenn sem eftir eru hafi aukist gífurlega. Um- ræða um hagræðingu hafi verið hávær en hagræðing af þeim toga sem um er rætt þýddi stórfelldan niðurskurð og fækkun starfsfólks. „Stjórn SÍB skorar á stjórnvöld og stjórnendur bankakerfisins að láta atburðina í Landsbankanum ekki verða hvata til þess að menn fari offari í þessum efnum og skerði traust almennings á þjónustu bankakerfisins," segir í ályktun stjórnar Sambands íslenskra bankamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.